Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 13
I -I- ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 - 13 Manchester Uiiited hefur aldrei uimið á Italíu Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, er hæfilega hjartsýnn fyrir leikinn gegn Int- er Milan í 8-liða úr- slitum meistaradeild- ar Evrópu á San Siro í kvöld. „Það kannski leiftrar ekki af mér bjartsýnin en ég er hæfilega bjartsýnn," sagði Ferguson. Hann lýsti því yfir í gær að hann væri sérstaklega ánægður með dómara leiksins, Frakkann Gilles Veissiere. Ferguson þekkir hann frá leiknum gegn Juventus á síð- ustu leiktíð og segist treysta hon- um til að sjá í gegnum Ieikara- skap ítalanna. Veissiere þykir harður í horn að taka, en það var hann sem rak Liverpool leik- mennina Paul Ince og Steve McManaman útaf í Evrópubikar- leiknum gegn Valensía fyrr í vet- ur og lét síðan Carboni fylgja í kjölfarið. „Ég er viss um að UEFA hefur valið besta dómar- ann á leikinn og ég er viss um að ítalarnir komast ekki upp með neinn leikaraskap,1' sagði Fergu- son. United ekki tapaö útileik á árinu Það er Ijóst að Ieikurinn á Ítalíu í kvöld er einn mikilvægasti Ieikur Fergusons með United til þessa og hann gerir sér vel grein fyrir því. Félagið hefur aldrei unnið leik á Ítalíu og það er sá sálræni þröskuldur sem hann þarf að yf- irstíga á leiðinni að Evrópumeist- aratitlinum. Liðið hefur þó góða 2-0 stöðu fyrir leikinn og hefur ekki tapað einum einasta útileik á árinu og unnið sex síðustu. Ferguson mætir með sitt allra sterkasta lið á San Siro og Peter Schmeichel sem varð að fara útaf í hálfleik í deildarleiknum gegn Newcastle um helgina vegna flensu, er búinn að ná sér. Japp Stam er nú kominn í sitt besta form og hefur verið hjartað í vörn United að undanförnu eftir meiðsl í byrjun árs. Nick>' Butt er einnig kominn ( sitt besta form og mun eflaust Ieysa Paul Scho- les af hólmi á miðjunni við hlið Roy Keane. Sem sagt allir bestu leikmenn United eru klárir í slag- inn og í góðu formi. Árangur United í Evrópu- leikjum á ítaliu: 1957-58 Evrópubikarinn - undanúrslit Man. United - AC Milan 2-1 AC Milan - Man. United 4-0 1968-69 Evrópubikarinn - undanúrslit AC Milan - Man. United 2-0 Man. United - AC Milan 1-0 1976-77 UEFA-bikarinn - 2. umferð Man. United - Juventus 1-0 Juventus - Man. United 3-0 1983-84 Evrópukeppni bikarhafa - und- anúrslit Man. United - Juventus 1-1 Juventus - Man. United 2-1 1996- 97 Meistaradeild Evrópu - Riðla- keppni Man. United - Juventus 0-1 Juventus - Man. United 1-0 1997- 98 Meistaradeild Evrópu - Riðla- keppni Man. United - Juventus 3-2 Juventus - Man. United 1-0 Inter hefur aldrei tapað heima Það er ljóst að Inter Milan ætlar sér stóra hluti í meistaradeild Evrópu ekki síður en Manchest- er United og leggur allt í sölurn- ar til að komast áfram í undanúr- slitin, eftir 2-0 tap gegn Manchester United á Old Traf- ford í fyrri leik liðanna. Liðið hefur ekki tapað leik í Evrópu- keppni á San Siro Ieikvanginum í Mílanó í 27 leikjum í röð og nær sú saga aftur til ársins 1963. Miklar líkur eru á því að Bras- ilíumaðurinn Ronaldo muni hefja leikinn gegn Manchester United. Hann lék fýrri hálfleik- inn í jafnteflisleiknum gegn AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudag, en var þó ekki á æf- ingu liðsins á mánudag. ítalskir fjölmiðlar segja að Mircea Lucescu ætli honum að Ieika all- an leikinn, þrátt fyrir að Ronaldo hafi lýst því yfir að hann sé ekki í 100 prósent ástandi. Einnig er búist við að Roberto Baggio verði í byrjunarliðinu hjá Inter, en hann kom inná fyrir Frakkann Youri Djorkaeff í deild- arleiknum á sunnudaginn, eftir að áhangendur Iiðsins höfðu baulað á hann fyrir Iélega frammistöðu. Allir aðrir helstu leikmenn liðsins ættu að vera tilbúnir í slaginn nema þá Brasilíumaður- inn Ze Elias, sem hefur verið meiddur á hné. Taugatitringur hjá Inter Mikill taugatitringur virðist vera í herbúðum Inter og hefur einn leikmaður liðsins, Paulo Sousa, Iátið hafa eftir sér að allt leik- skipulag vanti hjá iiðinu og að þar þurfi að verða mikil breyting á til batnaðar, til að liðið eigi möguleika gegn United í kvöld. „Okkur vantar allt leikskipulag. Enginn veit hvað hann á að gera á vellinum," sagði Portúgalinn Sousa eftir jafnteflisleikinn gegn AC Milan í ítölsku deildinni um helgina. „Það er ekki nóg að senda ell- efu menn inn á völlinn og segja þeim að spila fótbolta, þegar eng- inn veit hvað hann á að gera. Ef við gerum ekki betur en gegn AC Milan, þá höfum við ekkert í United að gera,“ bætti Sousa við. Búist var við að Sousa yrði í byijunarliðinu í kvöld, en hann hefur meira og minna verið frá í vetur vegna meiðsla. ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ SKODUN GUÐNI Þ. ÖLVERSSON Mahaii mundi roðna Hneykslið sem átti sér stað á laugardagsnóttina í henni Amer- íku, þegar siðblindum dómurum tókst að dæma jafntefli í kappleik Evander Holyfield og Lennox Lewis, er enn einn svartur blett- ur á fþróttaforystuna í heiminum. Einkunnarorð íþróttanna, heil- brigð sál í hraustum líkama, eru að snúast upp í andhverfu sína ef mark er tekið á forystumönnum íþróttamála í heiminum í dag. Þegar litið er til frammistöðu IOC, FIFA og núna hnefaleika- forystunnar er deginum ljósara að forystusauðir þessara sam- banda geta varla talist með heil- brigðar sálir. Þeir eru forsvars- menn spillingar og óheiðarleika. Þeir reka rýtinginn í bakið á þeim sem ekki taka þátt í spillingarleik þeirra og standa ekki með þeim í baráttunni um völdin. Heimsbyggðin hefur undanfarið horft upp á hvernig Seppi Iitli Blatter, keypti atkvæði gerspilltra Afríkumanna, þegar hann með mútum náði forsæti FIFA. Þessa dagana horfir heim- urinn á hvemig Antonio Samar- anch notar kattarþvott á Alþjóð- legu Ólympíunefndina, sem er að verða eins og villta vestrið, þar sem hausarnir íjúka eftir geð- þótta forsetans. Spillingarhöfð- inginn sjálfur, Samaranch, situr þó öruggur í glerbúri sínu varinn af þeim sem hann hefur sjálfur valið í nefndina. A laugardaginn bættist svo hnefaleikahaldarinn Don King endanlega í hópinn eftir að hafa KEYPT jafntefli handa sínum manni, Évander Holyfield. Þessi vaska sveit heið- ursmanna hefur að markmiði að varðveita heilbrigðar sálir í hraustum líkömum. Meira að segja mafían mundi skammast sín fyrir vinnubrögð þeirrra. Stefnuni á úrslitákeppiii HM í Kína Helga Magnús- dóttir formaður landsliðsnefndar stúlkna. Stúlknalandsliðið í hand- kmttleik mun umpásk- am taka þátt í riðlakeppni HM í handknattleik, sem framfer í Kaplakrika. Helga Magnúsdóttir,for- maður landsliðsnefndar, segirað stefnan sé sett á úrslitákeppnina íKím. - Hvað stendur til hjá stúlkna landsliðinu ? „Stúlknalandsliðið okkar skip- að stelpum fæddum 1979 og yngri tekur um páskana þátt í riðlakeppni HM, en einn riðill keppninnar verður leikinn hér á landi. Keppnin fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og auk Islands leika lið Finna, Slóvena og Ungverja í riðlinum." - Hvemig fer þessi keppni fram? „Liðunum í keppninni er skipt í riðla og þar keppa allir við alla. Tvö efstu liðin í riðlinum komast síðan f sjálfa úrslitakeppnina, sem fram fer í Kína í ágúst nk. Riðlakeppnin í Kaplakrika verð- ur spiluð á þremur dögum, tveir leikir á dag og hefst hún föstu- daginn 2. apríl.“ - Hvaða stelpur skipa þennan hóp og hver þjálfar? „Uppistaðan í þessum hópi eru stelpur sem voru að spila með 18 ára landsliðinu í forkeppni Evr- ópumótsins í Austurríki á síðast- liðnu vori. Einhverjar hafa bæst í hópinn og nokkrar hafa dottið út vegna aldurs, en þær elstu í hópnum eru fæddar árið 197$ og verða tuttugu ára á árinu. Það er búið að halda þessum hópi saman síðustu fjögur árin, en þær byrjuðu með 16 ára landsliðinu og kjarninn í Iiðinu er frá þeim tíma. Upphafið að þessu var svokallaður 2004 hóp- ur, sem hugsaður var sem ungar og upprennandi stelpur, auk þeirra yngstu í A-landsliðinu. Samsetningu 2004 hópsins hef- ur reyndar verið breytt síðan, þannig að nú er hann samansett- ur af A-landsIiðinu, auk þeirra bestu í yngri hópnum. Þetta eru okkar framtíðar landsliðskonur sem verið er að byggja upp og flestar eru þær að spila með sín- um liðum í fyrstu deildinni, þrátt fyrir ungan aldur. Svava Yr Baldvinsdóttir, íþróttakennari, er yfirþjálfari, en hún hefur reyndar verið með hópinn frá árinu 1996. I vetur hefur hún fengið Júdit Rán Estergal, leikmann Hauka, til liðs við sig, en þær þjálfa einnig 16-ára Iandsliðið, auk þess að sjá um handboltaskóla stúlkna, 14 ára og yngri.“ - Hvaða möguleika hafa stelpumar á að komast t úr- slitakeppnina? „Ég tel að þær eigi þokkalega möguleika, en allir mótherjarnir í riðlinum eru með sterk lið. Ungverjar hafa mikla hefð í kvennaboltanum og eru örugg- lega með geysisterkt lið og sömu sögu er að segja af Slóvenum. Ég hef einnig heyrt að Finnar séu að byggja upp sterkt Iið, sem sé það efnilegasta sem sést hefur þar í landi til þessa, þannig að ég á von á að keppnin um efstu sætin verði hörð. Ég hef mikla trú á okkar stelp- um og þær eru mjög áhugasam- ar. Þær hafa flestar fengið þó nokkra reynslu með sínum liðum í deildarkeppninni og hafa þess vegna góða leikreynslu í harðri keppni. Sumar þeirra hafa jafn- vel verið að leika lykilhlutverk með sínum liðum og ég hef mikla trú á að þær eigi eftir að standa sig vel í keppninni. Stelp- urnar hafa sett stefnuna á úr- slitakeppnina í Kína og munu ör- ugglega Ieggja sig allar fram um að ná því takmarki." - Hvemig hefur undirbún- ingu liðsins verið háttað og hef- ur hóþurinn fengið einhver verlzefni að undanfömu? „Það hefur sett nokkuð strik í reikninginn að stelpurnar hafa flestar verið á fullu með sínum liðum í deildarkeppninni, auk þess sem þær spila Iíka með öðr- um flokki. Þæryngstu eru líka að spila með þriðja flokki þannig að það getur verið ansi erfítt að ná saman öllum hópnum. A þessum tímapunkti er mjög mikið að ger- ast í handboltanum, deildar- keppnin nýbúin og undirbúning- ur fyrir úrslitakeppnina-í fullum gangi. Einnig hafa verið sett inn á þessum tíma undanúrslit í þriðja flokki, þannig að þjálfur- unum er gert mjög erfitt fyrir í undirbúningnum. Hópurinn mun þó allur hittast á Laugar- vatni um aðra helgi og þar fá þær gott næði til undirbúnings. Stelpurnar hafa til þessa ekki fengið mörg verkefni, en þær hafa farið f þrjár keppnis- og æf- ingaferðir til Danmerkur og einnig spiluðu þær landsleiki við Grænlendinga hér heima um síðustu jól.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.