Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 4
4 -MIDVIKUDAGU R 17. MARS 1999 FRÉTTIR Lækkun vöruverðs á landsbyggðinni Búnðarþing, sem er nýafstaðið, vill að kannaðar veroi Ieiðir til að Iækka vöruverð á landsbyggðinni. Athugað verði hvort unnt sé að bæta samkeppnisaðstöðu verslunar á landsbyggðinni, m.a. með lækk- un innflutningsgjalda af flutningabílum og flutningatækjum, lækkun skatta á rekstur flutningabíla og koma í veg fyrir uppsöfnunaráhrif virðisaukaskatts á matvæli og aðrar neysluvörur. Gerðar verði breyt- ingar á skattakerfinu til jöfnunar lífskjara milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar strax á árinu 2000. Bændur hafi frumkvæði í umhverfis- hótum Búnaðarþing leggur áherslu á að bændur og samtök þeirra hafi frum- kvæði að umhverfisbótum og leggi fram markvissa vinnu að úrbótum þar sem þeirra er þörf. Þingið hvetur til virkrar þátttöku í samstarfs- verkefnum á þessu sviði með það að markmiði að sveitir Iandsins líti þannig út, að þeir sem um þær fara fái tilfinningu fyrir hreinleika og hollustu þeirra matvæla sem framleidd eru í sveitunum. Þær séu lausar við óæskileg efni og framleiddar í sátt við landið. Þingið vill að Bændasamtökin taki þátt í fagráði umhverfisins og samstarfsverkefn- inu Nytjaland. Virtar verði reglur og eftirlit aukið með meðferð ým- issa eiturefna og að notkun áburðarefna og dreifing búljáráburðar séu með þeim hætti að umhverfi mengist ekki af þeirra völdum. Bændion stendur ógn af fjölgun minka og refa Búnaðarþing beinir því til stjórnar Bændasamtakanna og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að þessar stjórnir eða starfshópur á þeirra vegum taki upp viðræður við ríkisvaldið um hækkun endur- greiðslu ríkissjóðs á kostnaði við rninka- og refaveiðar og endurgreidd- ur verði wrðisaukaskattur af kostnaði við minka- og refaveiðar. Sam- kvæmt vitnisburði veiðistjóra stefnir nú í þvílíka fjölgun á mink í Iand- inu að þær veiðiaðferðir sem notaðar hafa verið sl. áratugi virðast of Iitlum árangri skila, með óbætanlegum afleiðingum m.a. í ýmsum náttúruperlum svo sem Mývatni og ýmsum fuglabjörgum um allt land. Um margt er svipaða sögu að segja með refinn sem þó virðist mögulegra að halda í skefjum miðað við aukinn kostnað samfélagsins. Útræðisréttnr jarða Búnaðarþing vill að útræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiðilögum. Fjölþættar sjávarnytjar hafi fylgt jörðum á Islandi frá því land var numið, þar með talinn réttur tií hvers konar veiða í sjó - útræðis. Fiskveiðar hafa verið stundaðar frá ómunatíð af sjávaijörðum um land allt þótt aðstæður og atvinnuhættír hafi breyst verulega þegar kom fram á þessa öld. Sjávarnytjar, og ekki hvað síst fiskveiðar, voru ásamt landnytjum undirstaða afkomunnar og burða- rás byggða og mannlífs vítt og breitt um Iand. Búnaðarþing telur að núgildandi lög um stjórn fiskveiða skerði hefðbundinn fornan rétt til veiða frá stöðum á landi, sem er miklu eldri en sá réttur sem ýmsir telja að núgildandi Iög og reglur hafi myndað. Stuðniiigur við loðdýrarækt Búnaðarþing lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu loðdýraræktarinnar. Nauð- syn ber til að styrkja stöðu hennar með aðgerðum sem miða að eflingu grein- arinnar til framtíðar. Eðlilegt er að greinin njóti ámóta opinbers stuðn- ings og tíðkast í samkeppnislöndun- um. Þingið beinir því til stjórnar BÍ að nú þegar verði afborgunum af lánum hjá Lánasjóði landbúnaðarins frestað. Afborganir lána verði tengdar mark- aðsverði skinna. Tekinn verði upp stuðningur við geymslu á skinnabirgðum frá síðasta framleiðsluári. Rekstur og skipulag fóðurstöðva verði tekið til gagngerrar endurskipu- lagningar. Lausaskuldum verði breytt í langtímalán. Samræmt númerakerfi fyrir löghýli Búnaðarþing samþykkti að fela stjórn BI að vinna að samræmdu númerakerfi fyrir öll býli landsins, út frá 6 stafa landsnúmerakerfi sem er það sama og hið opinbera notar. I dag býr bændastéttin við fjölbreytt númerakerfi sem nær yfir hin ýmsu svið Iandbúnaðar. Sam- ræmt kerfi mundi spara því fólki er vinnur bæði innan Bændasamtak- anna og búnaðarsambanda tíma og óþægindi til lengri tfma litið. Fyr- ir utan hagræði hjá bændum að hafa eitt númer fyrir býlið sem nær yfir allt er það varðar. Áhurðarverksmiójan Búnaðarþing fagnar vilja nýrra eigenda Aburðarverksmiðjunnar til að halda áfram framleiðslu áburðar samkvæmt þeim gæðakröfum sem hingað til hafa gilt í verksmiðjunni. Búnaðarþing hvatti íslenska bænd- ur til að halda áfram að nota vandaðan áburð sem framleiddur er með vistvænum orkugjöfum. Er það veigamikill þáttur í þróun sjálfbærra búskaparhátta og búvöruframleiðslunni mjög til framdráttar. - GG Sverrir Hermannsson: „Ákvörðun á einum stað hefur áhrifá lista annars kjördæmis og engin ástæða til að fara of geyst í þetta." Atfylgi Amþrúðar muii nýtast okkur Sverrir Hermannsson vongóður um að fá að njóta liðsinnis hinnar sókndjörfu Amþrúðar. Telur kosningabarátt- una hér á landi vera aHt of langa og boðar þriggja vikna snerm. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist sannfærður um að flokkurinn muni njóta atfylgis Arnþrúðar Karlsdóttur, þótt hún leiði ekki lista flokksins í Norðurlandi eystra. „Hún hefur sjálf síðasta orðið, en ég hef ástæðu til að ætla að hennar atfylgi muni nýt- ast okkur með öðrum hætti en í Norðurlandi eystra, þar sem eru fleiri góðir kostir," segir Sverrir. Sverrir segir að menn fyrir norðan hafi gert sér vonir um „að fá þessa sókndjörfu konu í fram- boð, af því að hún er nú ættuð þaðan, en eftir umhugsunarfrest treystir hún sér ekki í þann hern- að“. Sverrir vildi ekki tjá sig nán- ar um þetta, en segir að fram- boðsmál flokksins séu að smella saman víðast hvar. „Við stofnum um helgina kjör- dæmisfélag fyrir Suðurland og sama gildir um Vesturlandið. Það er búið að koma upp óformlegu félagi á VestQörðum og þá höfum við lokið þessu formi og förum að spretta úr spori. Það er nú þannig við röðun manna á lista, að ákvörðun á einum stað hefur áhrif á lista annars kjördæmis og engin ástæða til að fara of geyst í þetta. Þetta er púsluspil og þó áróðurinn gangi frá mínum gömlu félögum um að við séum að gefast upp þá er ég sannfærð- ur um að við höfum gert rétt í því að vera ekki of snemma á ferð- inni,“ segir Sverrir. Hann segir flokkinn ætla að reka þriggja vikna kosningabar- áttu í lengsta lagi. „Við höfum enda ekki ótakmarkað fé eins og kvótaflokkar. Hér á Iandi er að- dragandinn að kosningum allt of langur. Kostnaðurinn er mikill og kjósandinn verður einfaldlega þreyttur á frambjóðendum. Hjá öðrum þjóðum er þetta hálfs- mánaðar snerra, en hér nudda menn hálft ár,“ segir Sverrir. Ætlar ekki norðiir „Það er stórmál að skipta um flokk, hvað þá að taka að sér kjördæmi norður í Iandi. Ég bý í höfuðborginni og rek hér tvö fyr- irtæki, þannig að ég met það svo að ég hafi ekki aðstæður til þess að gera þetta. Ég tel líka réttara að það sé heimamaður sem leiði lista flokksins fyrir norðan, frek- ar en að verið sé að lána menn á milli,“ segir Arnþrúður. Þýðir þetta að Arnþrúður verð- ur áfram í Framsóknarflokknum eða mun hún styðja Fijálslynda? „Ég er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og sú er staðan mín í dag. Ég veit ekki nema ég biðji Garra í Degi að skrifa framhaldið og geta í eyðurnar.“ - FÞG Hætti í pólitík þegar hann stópti iim starf „Sá sem hefði haft annað hvort Lögfræðingatalið eða Samtíðar- menn við hendina hefði á auga- bragði getað séð hvenær ég hætti öllum afskiptum af bæjarstjórn- armálum og hvers vegna. Því miður er það svo að það sem kemst á prent öðlast oft sjálf- stætt líf og verður sannleikur upp frá því. Ég nenni ekki að elta ólar við það, þótt greinilega sé verið að vega að mér með ósann- gjörnum hætti,“ segir Olafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Isafirði um þau ummæli Sig- urðar R. Ólafssonar bæjarfull- trúa, sem birtust í Degi í gær. Þá sagði Sigurður að hann gæfi ekki mikið fyrir gagnrýni sýslumanns á endurbygginguna á Seljalands- dal á sínum tíma þar sem hann hafi verið f andstöðu við flokks- Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður. systkin sín sem höfðu hafnað honum sem leiðtoga. Ólafur segir að í tilvitnuðum ummælum sé illilega misfarið með staðreyndir enda augljóst að hann hafi hætt í pólitík vegna þess að hann skipti um starf og þegar hann hætti hafi hann verið forseti bæjarstjómar. „Það myndi spara mér og sennilega blaðamönnum einnig talsverðan tíma, að taka upp símann og sannreyna hvort hug- myndir manna, sem greinilega hafa skapað sér sínar eigin hug- myndir um mig, eigi við nokkur rök að styðjast. Vænt þætti mér um að sú aðferð yrði viðhöfð að bera undir mig, ef þess er nokk- ur kostur, ummæli sem bersýni- lega eru á skjön við alla skyn- semi. Það er leitt að þurfa, að standa í því að veijast órökstudd- um fuílyrðingum. Ekkf hef ég sagt neitt ólöglegt, siðlaust eða rangt mér vitanlega," segir Ólaf- ur Helgi Kjartansson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.