Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGV R 17. MARS 1999 - 7 Xhyur. ÞJÓÐMÁL Fjamám - tæknin er ekkí aðalatriðið Mér finnst á stundum að í umræðunni um fjarkennsiu og notkun á tölvum í skólum hafi gleymst til hvers nem- endur eru í skóium. í því efni vil ég fullyrða að kennarar við fjarkennslu VMA eru komnir af því stigi að hugsa um dýra tækni og flókinn búnað. Þeir einbeita sér að því að nemendur læri, “ segir Jóhannes m.a. í grein sinni. Hvernig lærum við nýja hluti? Hvaða aðstæður verða helst til þess að við lærum eitthvað nýtt? Þessar spurningar þurfa ætíð að vera í huga þeirra sem starfa við skóla og ekki síður í huga þeirra sem fjalla um skólamál á opinberum vettvangi. í þessari grein mun ég reyna að rekja eina af helstu kenningum um það hvernig fólk Iærir og tengja hana við umræðu um Ijarnám. Eg hef starfað við Verkmennta- skólann á Akureyri undanfarin ár og tekið þátt í Ijarkennslu VMA með því að kenna Iíffræði. Við sem störfum við fjarkennslu VMA höfum tekið eftir því. að mikið er rætt úm Ijarkennslu en því miður er stundum verið að nota sama heitið um tiltölulega mismunandi aðferðir sem ef til vill er ekki réttlátt að bera sam- an. Hugsmíðahyggj a Hvað á maður að gera þegar maður er að kenna einhverjum eitthvað? Þetta er spurning sem nýliðar í kennslu þurfa að glima váð. Flest okkar hafa reynslu af því að sitja undir útskýringum kennara á einhverju námsefni og allir vissu að hann ætlaðist til þess að við lærðum það af hon- um. Slíkar aðferðir bera mikinn keim af þeirri afstöðu til náms að hægt sé að færa vitneskju frá ein- um aðila til annars. Slík afstaða ber það líka með sér að allir sjái hlutina sömu augum og að hægt sé að lýsa hlutum, hugmyndum og tilfinningum á hlutlægan hátt. Raunvísindi hafa lengi vel haft það að leiðarljósi að hver sem er getibeitt fyrirfram ákveðnum rannsóknaraðferðum og séð það sama og allir aðrir sem nota sömu aðferðir við sömu aðstæð- ur. Þetta viðhorf er kennt við objektívisma eða hluthyggju og út frá því er eðlilegt að ætlast til að nemendur læri hlutina þegar kennarinn segir þeim hvernig þeir eru. Annað sjónarhorn á það hvern- ig við skoðum hlutina og hvernig við lærum er kennt við constructivisma eða hugsmíða- hyggju. Þar er gert ráð fyrir því að hver einstaklingur þurfi að búa sér til sína eigin hugmynd um það sem hann er að læra. Við notum svo þessa hugmynd á meðan hún dugar okkur. I raun er verið að tala um að besta hug- myndin lifi af í höfðinu á okkur. Það er auðvelt að nefna dæmi um að við lærum oft á þennan hátt. Þegar barn lærir ensku er líklegt að orðið „big“ komist inn í orðaforðann nokkuð fljótt. Hægt er að nota orðið „big“ um allt sem er stórt eða mikið. Það kem- ur þó fljótt að því að þetta orð passar ekki við öll tækifæri. Barnið lærir að í sumum tilfell- um eru orð eins og „great", „huge“, „enormous" og „gigantic" notuð í staðinn fyrir „big“. Barn- ið er að læra þegar það breytir hugmyndum sínum um orðið „big“ og bætir við nýjum hug- myndum sem ná yfir íjölbreyttari aðstæður og samhengi. Annað dæmi er það sem henti mig í ökuferð með tveggja ára barni. Það rigndi á framrúðuna og rúðuþurrkur voru í gangi. Barnið segir allt í einu „bíllinn er að greiða sér“. Það sem barnið var að gera var að nota hugmynd- ina: „þegar við drögum einhvern hlut yfir svæði og gerum allt voða fínt þá heitir það að greiða sér“. Barnið var að nota hugmynd sem það hafði á takteinum og beitti henni á nýja reynslu. Eg fullyrði að við gerum þetta mjög oft. Við notum skilgrein- ingar oghugmyndir um alla mögulega hluti og beitum þeim sem okkur finnst að passi best í það og það skiptið. Ef við komust að því að þær hugmyndir sem við búum yfir duga ekki þá þurfum við að breyta fyrirliggjandi hug- myndum eða að búa til nýjar. Þá erum við að Iæra. Það er alltaf mjög mikilvægt að kennarar láti reyna á þær hug- myndir sem nemendur búa yfir og leitist við að sýna þeim fram á að þær hugmyndir sem kennar- inn \ill koma til skila nái ef til vill betur yfir reynsluna en þær hug- myndir sem nemendur búa þegar yfir. Ef kennari segir einfaldlega við nemendur að danir hafi ekki verið vondir við íslendinga í gegnum tíðina þá er ekkert sér- lega líkiegt að það skili sér. Ef í náminu felst vinna með heimild- ir og rökræður um samskipti dana og íslendinga þá er líklegt að það dugi til að nemendur þroski með sér hugmyndir um þessi mál og þá segjum við að nemendur séu að læra. Fjaxkennsla VMA Nú vil ég benda þér sem ert að lesa þessa grein á það að þú ert örugglega að nota mjög ákveðna hugmynd um kennslu og nám. Þessi hugmynd um kennslu felst í því að hópur nemenda situr í kallfæri við kennarann og hlustar á hann eða gerir annað sem kennarinn ætlast til að gert sé. I þessu tilfelli koma nemendur og kennari saman á sama tíma eftir fyrirfram mótaðri stundaskrá. Nú er rétt að benda á að þetta er alls ekki eina leiðin við að kenna og læra. Eg ætlast til að þú breytir þeirri hugmynd sem þú hefur um kennslu og nám þannig að nemendur þurfi ekki að vera að vinna allir á sama tíma og kennarinn ekki heldur. Þarna skilur líka Ieiðir með Ijarkennslu VMA og margri annarri kennslu jafnvel þótt hún sé nefnd fjar- kennsla. Eg er alls ekki að tala um það að fjarkennsla VMA sé betri eða verri en önnur kennsla heldur að hún sker sig úr á ýmsan hátt. Ymsar stofnanir og þar á meðal Háskólinn á Akur- eyri nota fjarfundabúnað til kennslu þannig að nemendur geti verið íjarri kennaranum en þeir þurfa samt að vera á ákveðn- um stað á ákveðnum tfma fyrir framan fjarfundabúnaðinn. Kost- ir þessarar aðferðar eru ótvíræðir t.d. að umræður verða í nem- endahópnum og við kennarann og að nemendur geta komið spurningum til kennarans um leið og verið er að fjalla um efn- ið. Ókostur er hinsvegar að allir nemendur og kennari verða að vera til staðar á sama tíma. Fjarkennsla VMA hefur hins- vegar byggst á því að nota ein- faldan búnað, póstforrit og inter- nettengingar til að senda bréf á milli kennara og nemenda. I minni fjarkennslu sendi ég bréf á póstlista og þessi bréf fá allir nemendur í hlutaðeigandi áfanga. I bréfinu eru leiðbeiningar um að Iesa ákveðinn kafla vel og taka sérstaklega eftir þessu eða hinu. Ennfremur sendi ég bréf með verkefni fyrir nemendur að leysa. Eg nota fyrirfram ákveðna daga vikunnar til að senda þessi bréf og nemendur hafa viku skilafrest á verkefnum. Þegar nemandinn gefur sér tíma þá les hann náms- efnið samkvæmt fyrirmælum í bréfinu og leysir verkefnið. Hann sendir úrlausnina í tölvupósti og ég fer yfir og sendi leiðréttingar innan sólarhrings. Þarna vinna nemendur í sínum tíma og ég í mínum og engarkröfur eru um að allir séu við störf á sama tfma. Eg læt nemendur mína gera verkleg- ar tilraunir og athuganir heima hjá sér, segja frániðurstöðunum og útskýra af hverju hlutirnir gerðust eins og raun varð á. Við notum gagnvirk verkefni á ver- aldarvefnum til að nemendur æfi sérstök atriði. I lok annarinnar hefur forstöðumaður fjarkennslu VMA samið við einhverja aðila sem næst heimili nemanda um að halda próf fyrir hann. Nemendur í íjarkennslu VMA taka próf í grunn- og framhalds- skólum \íðsvegar á landinu, í sendiráðum og ræðismannsskrif- stofum um allan heim og á ýms- um öðrum stöðum. Nú ert þú vonandi búinn að breyta þeim hugmyndum um kennslu sem þú hafðir áður. Ef ekki þá hjálpar það ef til vill að segja þér að nemendur í Ijar- kennslu VMA eru yfirleitt ánægðir, þeir ná góðum árangri og íjarkennsla VMA hefur vaxið mikið umfram það sem Ijárveit- ingar til hennar hafa gert ráð fyr- ir. Það getur varla bent til annars en að þessi aðferð hafi einhverja kosti fyrir suma nemendur. Ef meira þarf til að sannfæra þig þá er rétt að gera grein fyrir því aðafar lítið af þeim tækjum og hugbúnaði sem er notað við fjarkennslu VMA hefur þurft að búa til sérstaklega fyrir fjar- kennsluna. Ennfremur er rétt að geta þess að kostnaður við fjar- kennsluna er sá sami og við venjulegt skólahald þótt kennar- inn sinni hverjum nemanda sér- staklega hvað yfirferð úrlausna snertir. Það má líka velta fyrir sér hagræðinu fyrir nemendur að þurfa ekki að ferðast að skóla og geta unnið að náminu í sínum eigin tíma. Tækni eða nám? Þegar fjallað er um fjarkennslu er brýnt að gera sér grein fyrir því aðþar er um ýmsar leiðir að ræða. Við verðum að vita um hvað við erum að tala þegar við ræðum um að nota nýja tækni í skólastarfi. Erum við ef til vill bara að tala um að nota nýja tækni til að kenna en ekki til þess að læra? Erum við viss um að nemendur okkar læri eitthvað? Það er þó það sem máli skiptir og þar skiptir tæknin minna máli en það sem nemandinn lærir. Mér finnst á stundum að í um- ræðunni um fjarkennslu og notk- un á tölvum í skólum hafi gleymst til hvers nemendur eru í skólum. í því efni vill ég fullyrða að kennarar við í fjarkennslu VMA eru komnir af því stigi að hugsa um dýra tækni og flókinn búnað. Þeir einbeita sér að þ\i að nemendur læri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.