Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 SDnptr ÞJÓÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Sfmar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) mJM Spillingm í Brussel í fyrsta lagi Nýja skýrslan sem varð til þess að öll framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, með Jacques Santer forseta í broddi fylking- ar, kaus að segja af sér í fyrrinótt, er skorinort og tæpitungu- laust ákæruskjal um spillingu og stjórnleysi innan bandalags- ins. Gagnrýni á æðstu stjórn skrifstofubáknsins mikla í Bruss- el hefur gerst háværari með hverju árinu. Evrópuþingið, sem fram til þessa hefur verið gjörsamlega tannlaus eftirlitssam- koma, gerði harða hríð að framkvæmdastjórninni á síðasta ári. Þótt þeirri lotu lyki með sigri Santers, varð hann að fallast á óháða úttekt á þeim ásökunum sem fram höfðu komið. Niður- staða hennar var dropinn sem fyllti mælinn. 1 öðru lagi Gagnrýnin á yfirstjórn Evrópusambandsins og einstaka fram- kvæmdastjóra beinist ekki síst að því að þeir hafi enga stjórn á sautján þúsund manna skrifræðisbákninu sem fer með dagleg málefni bandalagsins. Sumir framkvæmdastjóranna hafa líka ástundað gamaldags fyrirgreiðslupólitík við vini og pólitíska vandamenn. Flestir, þar á meðal Santer forseti sjálfur, hafa engan áhuga sýnt á að uppræta þá víðtæku spillingu sem kost- ar evrópska skattborgara ógrynni fjár á hverju ári, og jafnvel neitað allri ábyrgð á því sem gerst hefur. Þannig hefur Evrópu- sambandið sem stofnun verið eins og stjórnlaust rekald í for- setatíð Santers. 1 þriöja lagi Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að segja öll af sér er enn frekari undirstrikun þess hversu forystan er veik. I stað þess að hreinsa úr skemmdu eplin eru allir látnir víkja - auð- vitað í þeirri trú að langflestir framkvæmdastjóranna verði settir á ný í embætti, væntanlega undir nýjum forystumanni. Enginn hefur hins vegar raunverulega trú á því að næsta for- seta Evrópusambandsins, hver sem hann verður, takist að hreinsa rækilega til í stjórnkerfi bandalagsins; til þess hafa alltof margir beina hagsmuni af því að spillingin, sóunin og fyrirgreiðslupólitíkin haldi áfram. Elias Snæland Jónsson Með opnuni huga Garri á bágt með skilja hvern- ig hægt er að túlka ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins um sjávarútvegsmál á jafn mismunandi vegu og gert hef- ur verið í fjölmiðlum undan- farið. Ellertar og Agústar þessa lands vaða upp á dekk og halda því fram að á landsfund- inum hafi engin tíðindi orðið - sjávarútvegsályktunin sé hvorki fugl né fiskur og stefna flokksins gagnvart kvótakerfinu óbreytt. Þessir menn hafa greini- lega ekki hundsvit á pólitík eða Sjálf- stæðisflokknum - nema hvort tveggja sé. Að vísu stendur í þessari alræmdu ályktun að byggt skuli á núgildandi fiskveiðastjórnar- kerfi og Þorsteinn Pálsson hefur túlkað það svo að allt sé og verði óbreytt, en hvaða vigt hefur sendiherra Iýðveldisins í Lundúnum í þessu máli. Garri bara spyr. Rúlluðu ekki hans eigin sam- flokksmenn yfir hann á síð- ustu dögum þings og breyttu 2 mánaða gömlum lögum veiðar smábáta. Allir fengu eitt- hvað Það stendur sem sagt í þessari ályktun að kvótakerfið eigi að blífa en það stendur líka að leita eigi opnum huga að lausn sem auki sátt og að kanna eigi sérstaklega hvort gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að Davíð Oddsson. tryggja hlut þjóðarinnar í af- rakstri fiskistofnanna. Auðvit- að stangast allt á í þessari ályktun en til þess var jú Ieik- urinn gerður. Allir geta riðið heim í héruð og sagt við vænt- anlega kjósendur - sko þarna sjáiði - ég hafði í gegn breyt- ingar á sjávarútvegsstefnunni. Meira að segja fulltrúi fisk- vinnslunnar getur bent á eina línu í ályktuninni um mikil- vægi þeirrar göfugu atvinnugreinar og fulltrúi iðnaðarins fékk einnig barið í gegn mikilvæga breytingu á upp- haflegum ályktun- ardrögum. Þar var talað um að sjávar- útvegurinn væri mikilvægasti at- vinnuvegur þjóðar- innar en í endan- legri útgáfu er sjáv- arútvegur einn af mikilvægustu atvinnuvegun- um. Síðast en ekki síst getur Kristján Ragnarsson sofið ró- legur Tíðindin af Iandsfundinum voru aukinheldur ekki þessi ályktun - heldur setningar- ræða formannsins. Þar sagði Davíð sínu fólki efnislega að nú mætti ræða sjávarútvegs- málin, jafnvel breytingar á nú- verandi kerfi. Það væri að vísu það besta sem til væri en það eru að koma kosningar og þá þarf að hlusta með opnum huga á óánægjuraddir hversu vitlausar sem þær eru. GARRI V. BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Afsögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrrakvöld er ákveðin staðfesting á því hve EB er í raun orðin yfirþjóðlég stofnun. Astæðan er sú að það er vegna eftirlitshlutverks Evrópu- þingsins sem framkvæmda- stjórnin er knúin til afsagnar. Þingið hefur þannig staðfest og styrkt stöðu sína umtalsvert og hefur þar með öðlast margfalda þungavigt á við það sem verið hefur, jafnvel þó svo að engar formlegar breytingar hafi verið gerðar á stjórnsýslu og uppbygg- ingu Sambandsins í tengslum við afsögnina. Slíkar breytingar munu þó líta dagsins ljós í fram- haldinu, enda engin ástæða til að ætla annað en að Evrópuþing- ið láti kné fylgja kviði í þessu máli. Framkvæmda- stjómin fykiir SambandsríM Evrópu Samrunaferlið í Evrópu hefur á undanförnum árum og áratug- um tekið á sig mynd sambands- ríkis Evrópu, sem Iíkist í eðli og útliti sífellt meira þjóð- ríkinu. Það er gömul saga og ný og deilurnar um Evrópusambandið hafa ekki hvað minnst snúist um það hvort og að hve miklu leyti þjóð- ríkin eigi að framselja fullveldi til sambandsins. Andstæðingar EB óttast ekkert meira en að verða innlimaðir í ofurríkið Evrópu sem yfirskyggir stjórnkerfi og stofnanir þjóðríkj- anna. Evrópusinnar hins vegar sjá framsal fullveldis sem eðlilegt skref í hagræðingu og vaxandi al- Jacques þjóðlegu samstarfi. Deilan hefur m.ö.o. snúist um hvort EB eigi í eðli sínu að vera fyrst og fremst samband fullvalda ríkja eða hvort það eigi að þróast yfir í að vera yfirþjóðleg stofn- Ólýðræðisleg fram- kvæmdastjóm Þrátt fyrir að eðli EB hafi orðið sífellt yfir- þjóðlegra með hverju ár- inu sem líður, hefur Santer. tre8* aðildarþjóða við að — viðurkenna það fullveld- isframsal sem þrátt fyrir allt á sér stað, orðið til þess að völd framkvæmdastjórn- arinnar hafa orðið hlutfallslega mikil. Ekki síst hafa löggjafasam- komur þjóðríkjanna verið tregar til valdaframsals, sem aftur hef- ur gefið embættismönnum fram- kvæmdastjórnarinnar (og að hluta ráðherraráðsins) meira svigrúm á meðan þingið var lengi vel niðurnjörvað og valdalítið. Því hefur vaxið fram í skjóli lítilla valda þingsins þessi valdamikla, en afar ólýðræðislega fram- kvæmdastjórn sem í fyrrakvöld beið alvarlegt skipbrot. Því er það, að um leið og menn fagna því að lýðræðislega kjörnir full- trúar á Evrópuþinginu hafa styrkt stöðu sína gagnvart valdi framkvæmdastjórnarinnar, þá verða menn jafnframt að horfast í augu við þá staðreynd að þeir eru að fagna mikilvægum stjórn- sýsluumbótum fyrir frekari þró- un evrópska sambandsríkisins. svairað Erframkvæmdastjóm EB gjörspillt? Ingimar Ingintaxsson JréttamaðnrUtvarpsins í Brussel. „Nei, langt frá því. Hinsveg- ar eru dæmi um spillingu innan fram- kvæmda- stjórnar EB - og í Ijósi þess að fram- kvæmdastjórar eru skipaðir af að- ildarríkjunum, en ekki kjömir í lýðræðislegum kosningum og auk þess afar vel Iaunaðir, með svipuð ef ekki hærri Iaun en Bandaríkjaforseti, er eðlilegt að sú krafa sé gerð til þeirra að starfsaðferðir séu óaðfinnanleg- ar. Ljóst er að ef framkvæmda- stjórarnir hefðu ekki sagt af sér í fyrrinótt hefði Evrópuþingið sett þá af á fundi sínum í næstu viku. Mennirnir áttu sem sagt engra kosta völ. Flestir framkvæmda- stjóranna virðast hafa hreinan skjöld, en sumir embættismenn hafa Ieikið lausum hala. Við því hefur ekki verið brugðist og því kemur þetta mál upp.“ Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Lengi voru búnar að ganga þungar ásakarnir um spillingu meðal ein- stakra manna innan Evr- ópusam- bandsins og síðan er alþekkt að sjálft stjórnkerfi sambandsins byggist meira og minna allt á hrossakaupum. Það mátti því við ýmsu búast, einsog komið hefur á daginn.“ Bima Þórðardóttir ritstjóri Lækttablaðsins. „Einsog ann- að í kringum þetta Brussel- bákn er fram- kvæmda- stjórnin gjör- spillt. Þetta er eitthvert það hræðilegasta skrifræðisbákn sem um getur og skrifræðið býður alltaf uppá spill- ingu. Því kemur þetta mér ekki á óvart.“ Tómas Ingi Olrich form. utanríkismálanefndarAlþingis. „Ég held að fáir skilji þetta þannig að fram- kvæmda- stjórnin öll verði sökuð um spillingu. Hinsvegar tekur hún sameiginlega ábyrgð á þeirri gagnrýni sem fram kemur í þeirri óháðu úttekt sem fram fór. Og til þess að hreinsa borðið taka allir sameiginlega ábyrgð og síð- an verður það meðliflia ríkjanna að tilnefna nýja framkvæmda- stjórn. Ég geri ráð fyrir því að margir framkvæmdastjóranna verði tilnefndir aftur og þá munu skýrast línur hvernig verður tekið á þessu máli.“ WtiWV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.