Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 12
+ 12 MIDVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Simi 462 3500 * Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio SOMB SECRETS WILL HAUNT YOU FÖREVER, SUM LEYNDARMAL MUNU ÁSÆKJA ÞIG ALLA ÆVI! SUMA DAUÐLANGAR AÐ FA ANNAÐ TÆKIFÆRI. STRANGLEGA B.l. 16 ARA. pw JMMER Miðvikud. Id. 21 og 23. PELASANTVILLE ER ÖRUGGLEGA -, ;1 A'MEÐÁL FRUMLEGUSTU, BEST i SAMFELAGI MAURA ER ERFITT LE'ÍKÍfl 0G BEST GERÐU MYNDA AÐ VERA EINSTAKUR EN MVAUR- AR-SINSt ÞETTA ER MYND SEM ALLIR UNNENDUR GÓÐRA KVIKMYNDA VERÐA AÐ SJÁ. ’VERULEGA SÆT MYND! ««»Miðvikud. kl. 23. AR GETA LÍKA VERIÐ GAURAR! Miðvikud. kl. 21. Miðaverð 600/300 kb WBm SMASAGNA- SAMKEPPNI DAGS OG MENOR Skilafrestur er 30. apríl apr Handrit skulu merkt meo dulnefni, en nafn höfundar fylgi meö í lokuðu umslagi. Handrit sendist til: Ljóðasamkeppni Dags og Menor, Hrísalundurla, 600 Akureyri eöa Wma B Ljóöasamkeppni Dags og Menor, Strandgata 31, 600 Akureyri. fHjl -^íno^ JJ www vi 31 r FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR -Dagur IÞROTTIR KNATTSPYRNA Manchester United til Kina Manchester United heldur í sína aðra Kínaför, á tveimur árum, í sumar. Liðið mun leika tvo leiki í ferðinni, við Shenhua FC þann 21. júlí í Shanghai og 24. júlí við South China FC í Hong Kong. Ferðin er farin til þess m.a. að markaðssetja Manchester United á kínversk- urh sjónvarpsmarkaði. Báðum leikjunum verður sjónvarpað til 56 landa. Þegar Manchester United lék við South China FC árið 1997 seldust allir miðar upp þrem mánuðum fyrir leik- inn sem um 400 milljónir manna íylgdust með í sjónvarpi. Margir áhorfenda voru þá pirraðir vegna þess að Ryan Giggs og David Beckham léku ekki með United vegna meiðsla. Nú stendur til að halda þeim heilum fyrir Kínareisuna. Reiknað er með að markaðs- setning leikjanna í sumar muni ganga enn betur en síðast enda verða miðar á völlinn ekki gefn- Leeds vill ekki Hooijonk Stjórnarformaður Leeds, Peter Ridsdale, og þjálfarinn, David O’Leary, harðneita því að þeir hafi einhvern áhuga á að kaupa vandræðagripinn hjá Notting- ham Forest, Hollendinginn Pi- errie van Hooijonk. Sögur voru á sveimi um að Hollendingurinn færi til Leeds í sumar fyrir u.þ.b. 4 milljónir punda. Leeds reyndi að fá Hooijonk til liðs við sig fyrir jól og vildi þá borga 5 milljónir punda. Nú er öldin önnur og O’Leary segist engan áhuga hafa á að kaupa kappann nú. „Hooijonk er ekki einn þeirra leikmanna sem ég er að leita eftir núna,“ sagði þjálf- arinn. Stjórnarformaðurinn tek- ur í sama streng og segist ekki hafa talað við nokkurn mann hjá Nottingham Forest um kaup á Hollendingnum á árinu. Uglumar á veiðum í Skotlandi Danny Wilson, stjóri hjá Sheffi- eld Wednesday, veiddi vel í Glasgow í vikunni. Þá náði hann í fremherjann hjá Celtic, Simon Donnelly, og félaga hans, miðvallarleikmanninn Phil O’Donnell. Það sem gleður stjórnarmenn Sheffield hvað mest er að félagið þarf ekki að Ieggja út krónu fyrir leikmenn- ina vegna Bosmann reglunnar. Þetta eru fyrstu leikmennirnir sem Danny Wilson kaupir til liðsins síðan hann fékk Danny Sonner í sínar raðir, fyrir 75.000 pund, síðastliðinn október. Pilt- arnir, sem eru báðir landsliðs- menn, munu þó ekki koma til Sheffield fyrr en eftir vertíðar- Iok í skoska boltanum í vetur. Bryan Robson viU íra Bryan Robson hjá Middles- brough hefur Iagt net sín í írskri landhelgi að þ u sinni. Hann er nú á eftir landsliðsmanninum Keith O’Neil og vill borga Norwich 700 þúsund pund fyrir kappann sem er aðeins 23 ára. Robson segist vongóður um að nú takist að landa írska lands- liðsmanninum til Teeside, vegna Bosmann reglunnar. A síðasta ári bauð hann 4 milljónir punda í kappann en þá sagði Norvvich lOTtma' v-v íwwftp dU' iP 'iHH' ikQ. Magnús Finnsson, formaður íshokkídeildar Skautaféiags Akureyrar, telur leikinn i fyrradag einn skemmtilegasta leik sem spilaður hefur verið í ís- hokki hér á landi. Meistaramir kærðir Skautafélag Reykja- víkur varð um helgiua íslandsmeistari í ís- hokkí, eftir að hafa sigrað Skautafélag Akureyrar í öllum þremur leikjum úr- slitakeppninnar. í fyrsta skipti sögunnar sáu liðs- menn Skautafélags Akureyrar á eftir Islandsmeistaratitlinum í ís- hokkí til Skautafélags Reykjavík- ur á mánudagskvöld. AIIs voru leiknir þrír leikir í úr- slitakeppni Islandsmótsins og sigraði SR í þeim öllum. Fyrst 9- 5 í Reykjavík, síðan 7-4 í næsta leik nyrðra á sunnudag og loks 6- 5 í síðasta Ieiknum á Akureyri í fyrrakvöld. Leikurinn á sunnu- dag er fyrsti tapleikur Skautafé- Iags Akureyrar fyrir íslensku Iiði á heimavelli í fimmtán ár. Urslit í keppninni eru þó ekki endan- lega ráðin, þar sem Akureyringar hyggjast kæra Reykvíkinga fyrir ólögmæta notkun leikmanna. Magnús Finnsson, formaður íshokkídeildar Skautafélags Ak- ureyrar, telur málið snúast um brot á reglugerð um hlutgengi og félagaskipti. Leikmennirnir Per Anderson og Stefán Tómasson hafi fyrst verið tilkynntir inn í lið SR, klukkutíma fyrir fyrsta úr- slitaleikinn. Reglugerðin segi að um íslenska leikmenn gildi að fé- lagaskiptum innan keppnistíma- bils skuli synjað í öllum tilfellum nema umsækjendur hafi flust búferlum á tímabilinu. Það megi segja um Stefán, en þá taki fé- lagaskiptin einn mánuð. Um er- lenda Ieikmenn gildi að senda þurfi umsókn til stjórnar ISS, sem síðan verði að gefa út sér- stakt keppnisleyfi. „Við teljum okkur vera með mjög traust mál,“ segir Magnús. Langur tími gæti Iiðið þangað til niðurstaða fæst. Kært verður bæði hjá héraðsdómstóli IBR í Reykjavík og hins vegar fyrir IBA á Akureyri. Ef kæran vinnst, verða allir úrlitaleikirnir þrír dæmdir með 10 marka sigri fyrir SA. En hvað segir Magnús um þær raddir að kæran sé tilkomin vegna tapsárinda SA, sem alltaf hefur farið með sigur af hólmi til þessa? „Ekki vil ég viðurkenna það. SR var strax gerð grein fyrir því í upphafi f\;rsta Ieiks að notk- un leikmannanna yrði kærð. Ég vil hins vegar benda á að leikur- inn í gær [fyrradag] er einn skemmtilegasti leikur sem spil- aður hefur verið í íshokkí hér á landi.“ Hann telur fákunnáttu hjá SR hafa valdið því að svo fór sem fór. - BÞ Töp gegn Svíiun og Frökkum íslenska landsliðið í handknattleik sem nú tekur þátt í World-Cup í Svíþjóð tapaði sínum öðrum leik á mótinu í gær- kvöld, þegar liðið steinlá með tíu marka mun 28-18 gegn Frökkum. Leikur íslenska liðs- ins var vægast sagt slakur, en Frakkarn- ir léku á als oddi. Staðan í hálfleik var 14-10 fyrir Frakka og ekki heil brú í leik okkar manna eftir það. Sem dæmi um slappleikann hjá Iiðinu má geta þess að aðeins eitt varið skot leit dagsins ljós í öllum seinni hálfleiknum. Markahæstir íslenska liðsins voru þeir Dagur Sigurðsson með sjö mörk og Olafur Stefánsson Þessi frammi- staða íslenska liðs- ins gegn Frökkum kom nokkuð á óvart eftii a^cL.tuL i .K. gegn Svíum f fyrra- kvöld. Þar var allt annað að sjá til liðsins og eftir að hafa Ieitt leikinn framan af, var það Úr leik Svía og íslendinga. aðeins á síðustu mínútunum sem Svíar sigldu framúr og unnu 29-26. Liðið spilaði þokkalega vörn og menn voru að berjast til sigurs. Aðeins vantaði herslumuninn til að hrista Sví- ana af sér, en þegar þau tækifæri buðust, tók gamla SMagrýlan í taumana. Markahæstir gegn Sví- um voru Olafur Stefánsson og Valdimar Grímsson báðir með sex mörk. ölVL' fJiBll'ífi' RP rffltlflfliH'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.