Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 5
 MIBVIKUDAGVR 17. MARS 1999 - S FRÉTTIR Vilj a listahátí d á landsbyggðinni Tveir meimiiigarfor- kólfar leita eftir stuöningi sveitarfé- laga og menningar- frömuða við þá hug- mynd að efna til Listahátíðar íslands, sem mdtvægi við Listahátíð Reykjavík- ur. Menntamálaráðuneytið veitti ný- lega Hannesi Sigurðssyni, list- fræðingi, og Sigríði Dóru Sverr- isdóttur, menningarforkólfi á Vopnafirði, styrk til að kanna vilja sveitarfélaga og menningar- fulltrúa á landsbyggðinni til þess að taka þátt í Listahátíð Islands, hátíð sem haldin yrði annað hvert ár á móti Listahátíð í Reykjavík. Hugmyndin er að Listahátíð Islands yrði annars eðlis en nafna hennar í Reykja- vík. Hún myndi teygja sig yfir sumarmánuðina og spannaði breiðara svið menningar, s.s. hagyrðingakvöld, handverkssýn- Sigríöur Dóra Sverrisdóttir á Vopnafirði og Hannes Sigurðsson listfræðing- ur vilja að komið verði á fót Listahátíð íslands, þ.e. listahátíð sem dreifðist um landsbyggðina og styrkti þannig menningarlíf utan höfuðborgarsvæð- isins. ingar, rímnaflutning auk upp- lestra, leik- og Iistsýninga. Gert er ráð fyrir að framlag sveitarfélaga til hátíðarinnar yrði einkum í formi aðstöðu, þ.e. sveitarfélögin sæju um að taka á móti listafólki og útveguðu að- stöðu, gistingu og fæði. Eins og Hannes bendir á kom fram í skýrslu Byggðastofnunar fyrir tveimur árum að skortur á menn- ingu og afþreyingu hvers konar væri taíin ein helsta ástæða fyrir fólksflótta af landsbyggðinni. Hannes og Sigríður Dóra hafa þegar fengið stuðningsyfirlýsing- ar frá fulltrúum Ijölda sveitar- og bæjarfélaga, m.a. var erindi Hannesar og Sigríðar lagt fram á fundi menningarmálanefndar Akureyrarbæjar fyrir nokkrum dögum sem Iýsti yfir stuðningi við að áfram verði unnið að fram- gangi hugmyndarinnar. Að sögn Ingólfs Armannssonar, fræðslu- málastjóra og starfsmanns menn- ingarmálanefndar Akureyrarbæj- ar, leist mönnum ágætlega á þessa hugmynd en hægt væri að útfæra hana á ýmsa vegu. Slík listahátíð gæti orðið verulegur styrkur fyrir þær menningarhá- tíðir sem haldnar eru um allt land á sumrin. „Það byði þá upp á að hægt væri að setja upp bita- stæðari og viðameiri dagskrár en verið hefur.“ Hann taldi ekki fráleitt að rík- isvaldið væri tilbúið til að styrkja slíka hátíð, líkt og það hefur styrkt Listahátíð í Reykjavík. „Það er allavega í takt \ið það sem mikið er boðað þessa dag- ana, að það þurfi aðgerðir til að bæta stöðu landsbyggðarinnar og þá í þessum málaflokki ekki síð- ur en öðrum. Eg held að augu manna séu smám saman að opn- ast fyrir því að það er orðin mjög ákveðin krafa fólks, hvar sem það býr á landinu, að hafa að- gang að ýmis konar menning- arafþreyingu." — LÓA Borgarráð viH sporna við starfemi erótískra veitingastaða. Gegn erótísk- uiu stöðiun Borgarráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við félags- málaráðuneyti, samgönguráðu- neyti og dómsmálaráðuneyti um aðgerðir til að sporna við eró- tískum veitingastöðum. Helstu áhyggjur borgaryfirvalda snúast m.a. um það hvort vændi eða fíkniefnaneysla þrífst í skjóli þeirra. I greinargerð með erindi verk- efnisstjórnar um veitingamál sem lögð var fyrir borgarráð í gær kemur fram að sex erótískir staðir séu starfræktir í borginni. Þá virðist ekkert lát á Ijölgun þeirra. Hins vegar virðist ekkert vera í gildandi löggjöf sem heim- ilar neinar sérstakar takmarkan- ir á þessari starfsemi. Eina úr- ræðið sé eftirlit lögreglu. I ljósi þessara takmörkuðu úrræða þarf að koma til breyting á gild- andi lögum og því nauðsynlegt að hefja viðræður við þessi þrjú ráðuneyti um slíkar breytingar. - GRH Mikio tapIS Áætlanir íslenskra sjávarafurða stóðust ekki og var verulegt tap á rekstri I fyrra. Tap af rekstri Iceland Seafood í Bandaríkj- imiun nam 631 inillj ón króna og Gelmer - Iceland Seafood í Frakklandi var rekið með 44 milljóna króna tapi. Tap af rekstri íslenskra sjávaraf- urða nam 668 milljónum króna á árinu 1998 á móti 310 milljóna króna tapi árið 1997. Tap af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 901 milljón líróna en m.a. hafa verið seldar eignir sem ekki voru taldar nauðsynlegar til að þjóna meginstarfsemi félagsins. Meginástæða þessa mikla halla á síðasta ári er rakin til erfiðleika í rekstri Iceland Seafood Corp. (ISC) í Virginia í Bandarfkjun- um, eða að 95% hluta. Nýir stjórar Breytingar hafa orðið í æðstu stjórnunarstöðum hjá IS en Finnbogi Jónsson hefur tekið við starfi forstjóra IS en Benedikt Sveinsson hefur látið af því starfi en tekið við starfi forstjóra ISC. Heildarsala samstæðunnar á ár- inu 1998 nam 33 milljörðum króna samanborið við 25 millj- arða árið 1997, sem er 29% aukning milli ára er má rekja til þess að rekstur Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi er inni allt árið 1998 en aðeins tvo mánuði árið 1997. Rekstrargjöld námu 33 milljörðum króna á móti 27 milljörðum króna árið 1997. Áætlun stóðst ekki Afar margt fór úrskeiðis í stjórn- un og rekstri ISC, sem Ieiddi til 631 milljónar króna taps en gert hafði verið ráð fyrir jafnvægi í rekstrinum á þessu ári. Sam- kvæmt bandarískum reiknings- skilaaðferðum skal eignfæra skattafrestun vegna rekstrartapa og lækka tap á rekstrarreikningi samsvarandi. Stjórnendum IS þótti hins vegar ástæða til að hafa vara á og því er aðeins helmingur af reiknuðu skatta- hagræði ársins hjá ISC eign- færður í reikningum samstæð- unnar. Ef þessi sérstaka niður- færsla hefði ekki verið tekin hefði tap samstæðunnar orðið 551 milljón króna í stað 668 milljóna króna. Gert er ráð fyrir hagnaði af reglulegri starfsemi á þessu ári. Tap hjá Gelmer Tap varð einnig af rekstri Gelm- er - Iceland Seafood í Frakk- landi, en þegar ÍS tók við rekstr- inum haustið 1998 var fyrirtæk- ið rekið með miklu tapi. Gert var ráð fyrir 87 milljóna króna tapi á síðasta ári en það reyndist vera 44 milljónir króna. Rekstur ann- arra fyrirtækja innan samstæð- unnar skilaði 7 milljóna króna hagnaði, sem er nokkru lakara en gert var ráð fyrir í áætlun árs- ins. Fjárhagsleg endurskipulagn- ing hefur leitt til lækkunar nettóskulda samstæðunnar úr 3,3 milljörðum króna á miðju ári 1998 í 2,3 milljarða króna í árs- lok. Boðið var út nýtt hlutafé að nafnvirði 200 milljónir króna og nam söluverð þess um 350 millj- ónum króna. Leitað verður eftir samþykki aðalfundar 26. mars nk. til þess að auka hlutafé um 400 milljónir króna. — GG Aldraðir skoðaðir frá öllum hliðiun Að tillögu heilbrigðisráðherra hefur ríkisstjórnin samþykkt að semja við Olaf Olafsson, fyrrum land- lækni og nýkjörinn formann Félags eldri borgara, um söfnun upplýsinga um félagslega stöðu aldraðra, einangrun meðal þeirra, hvaða hópar þeirra þurfa mest á samfélagshjálp að halda og í hvaða formi. Jafnframt er Ólafi ætlað að skoða sérstaklega heilsu- far aldraðra og þá þætti sem einkenna þá umfram aðra, svo sem mikla lyfjaneyslu og e.t.v. litla al- menna heilsueflingu. Mun þessi vinna að mestu Q/gfur Ólafsson byggjast á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum, og formaður beinist að Ijárhagslegum, telagslegum og læknis- Félags eldri fræðilegum þáttum sem varða hagi aldraðra. borgara Ríkisstjórnin samþykkti að veita 1.250.000 krón- --- um til verkefnisins, sem Ólafi Ólafssyni er falið að rínna f nánu samráði við framkvæmdanefnd um ár aldraðra og jafn- framt að taka þátt í viðamikilli könnun heilbrigðisráðuneytisins á högum aldraðra. — HEI Ámihættur Árni Sigfússon borgarfulltrúi hefur beðist lausnar frá starfi borgarfulltrúa. Bréf þess efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær en vísað til borgarstjórnar. I bréfi sínu segir Arni m.a. að við sfðustu borgar- stjórnarkosningar hefði áframhaldandi þátttaka hans á vettvangi stjórnmálanna byggst á sigri sjálf- stæðismanna. 1 framhaldi af niðurstöðu kosning- anna hefði hann lagt til að Inga Jóna Þórðardóttir tæki við oddvitahlutverki af sér í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Arni telur í bréfi sínu til borgar- ráðs að tími sé kominn til að stíga skrefið til fulls og snúa sér að störfum á öðrum vettvangi. — GRH „Herhergistaka46 á Fosshótel KEA Fjögur ungmenni, öll fædd á árinu 1984, voru handtekin á Fosshót- el KEA í gærmorgun en þau höfðu farið í óleyfi inn á eitt herbergi hótelsins og komið sér þar vel fyrir með ýmsan varning frá hótelinu. Ekki voru unnar skemmdir á herberginu en málið er nú í höndum rannsóknadeildar lögreglunnar og ráðgjafardeildar Akureyrarbæjar. Árni Sigfússon vill hætta sem borgarfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.