Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 7
p l> *■ ’í n c 9 t i RITS TJÓRNARSPJALL LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 - 7 NáttnmLeysingjar og lireÍTiar meyjar Kvenna- og fjármál Clintons hafa skipað stóran sess í stjórn- málaumraeðu heimsins undan- farin misseri. Flestum ber saman um að það mál sé allt komið út í talsverðar öfgar. Menn séu svo kaþólskir við að beita lýðræðis- Iegum eftirlitskerfum og þeim möguleikum sem lýðræðið vestra hefur komið sér upp, að strang- trúnaðurinn sé farinn að grafa undan sjálfum sér í einstreng- ingshætti sínum. Lýðræðið sé að breytast í andhverfu sína þar sem allir hafi sinn lýðræðislegan rétt nema forsetaræfillinn, sem þegnarnir mega sparka í sér til hugarhægðar. Sjálfur sendiherra íslenska lýðveldisins í Guðs eigin landi, Jón Baldvin Hannibals- son, hafði eimitt nokkrar áhyggj- ur af því á dögunum að það feng- ist enginn almennilegur maður til að bjóða sig fram til forseta ef fram héldi sem horfði. Þeir einir virtust gjaldgengir sem væru annað hvort hreinar meyjar í peningamálum eða náttúrleys- ingjar! Eg skildi þessar áhyggjur sendiherrans þannig að hann óttaðist að það yrðu fyrst og fremst smámenni sem slyppu i gegnum nálarauga almennings- álitsins og tjölmiðla ef menn ætl- uðu að halda clintonískum við- miðunum til streitu. Kannski er eitthvað til í því - en varla mjög mikið. Lágmark persónulegra upp- lýsinga Fyrr má rota en dauðrota. Hinn gullni meðalvegur liggur trúlega einhvers staðar á milli peninga- legs meydóms og náttúruleysis annars vegar og blómóttra blettakjóla og óljósra milljóna- fjárfestinga í fasteignabraski hins vegar. Menn sem leita eftir kjöri til opinbers embættis, hvort sem það er seta í sveitarstjórn eða á Alþingi, verða að þola tals- verða opinbera umræðu og skoð- un á einkamálum sínum. Þeir eru að afsala sér ákveðinni frið- helgi einkalífs, því þrátt fyrir allt eru þeir að Ieita eftir trausti al- mennings á sjálfum sér sem per- sónum til að gegna ákveðnum embættum. Akveðið lágmark persónulegra upplýsinga er því nauðsynlegt til þess að kjósend- ur geti gert upp hug sinn um frambjóðandann. Þar með er ekki sagt að stjórnmálamenn geti ekkert einkalíf átt í friði. Þvert á móti eiga þeir svona alla jafna að eiga heilmikið einkalíf út af fyrir sig - bara ekki eins mikið og við hin. Kvenuamál ekki einkamál Erlendis hefur þetta verið viður- kennt áratugum saman með miklu opnari hætti heldur en nokkurn tíma hér á Islandi. Skrautleg kvennamál (karlamál) stjórnmálamanna eru til dæmis hvergi einkamál stjórnmálar Umræðan um kvennamál Clintons hefur fengið menn til að spyrja hvort nokkrir nema náttúruleysingjar og hreinar meyjar í fjármálum muni fást til að fara í framboð. manna nema kannski á íslandi. Sama á við skrautleg íjármál. Það fer hins vegar eftir menning- arhefðum og viðhorfum í við- komandi löndum hvernig á slíkt er litið. Kvennamál Mitterand voru til dæmis ekki talin óeðlileg í Frakklandi þó efast megi um að Clinton hefði komist upp með að hafa hjákonu árum saman. A sama hátt er óvíst að Mon- icumálið hefði orðið það sem það er orðið, ef Clinton hefði verið forseti Frakklands. Og því má raunar heldur ekki gleyma að meira að segja bandarískir kjós- endur létu sig hafa það þó dregn- ar væru fram upplýsingar um fyrri kvennamál Clintons. Hann var semsé ekki álitinn „náttúru- leysingi“ í upphafi og var þó kos- inn - og endurkosinn. Feinmismál Hér á landi hefur það yfirleitt verið mjög illa séð að draga per- sónulega Hluti inn í mat á stjórn- málamönnum, sérstaklega ef slíkt gerist í aðdraganda kosn- ingabaráttu eða í kosningaabar- áttunni sjálfri. Þannig hefur það einfaldlega ekki verið til siðs að ræða opinberlega um kvennamál manna, drykkjuskap eða fjármál eða önnur þau mál sem gætu flokkast undir einkamálahattinn. Þar hafa allir verið samtaka, stjórnmálamennirnir sjálfir, fjöl- miðlarnir og almenningur. Hins vegar hafa ekki verið nein sið- ferðisbönn á því að ræða þau mál manna á milli með óform- Iegum hætti og varðveita vit- neskjuna í „munnlegri geymd". Oftar en ekki er slík kjaftasögu- umræða meira eða minna teygð og toguð, en engu að síður mót- ar hún að verulegu leyti afstöðu okkar til manna. Slíkur er tví- skinnungur hins smáa samfélags nálægðarinnar - það er ekki við hæfi að ræða málin á þeim vett- vangi þar sem gerð er krafa um að þau séu könnuð og fengin staðfest, en í fullkomnu Iagi að smjatta á þeim óstaðfestum og stílfærðum yfir kaffibolla. Hrannarsmálið Margt bendir þó til að þessir hlutir séu að breytast. „Hrann- arsmálið", sem upp kom í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar er til vitnis um þessa breytingu. Þar voru fjár- mál eins frambjóðanda dregin inn í umræðuna á þeirri for- sendu að þar kynnL eitthvað að vera að. Vissulega var fullkom- lega eðlilegt að fjármál hans kæmu til skoðunar og umræðu vegna þess að þarna fór ungur atbafnamaður, sem hafði átt óvenjulegan feril og lent í um- talsverðum og landsfrægum fjár- málaerfiðleikum. Hins vegar bar þessa umræðu að með heldur óvenjulegum hætti, sem varð til þess að ýmsum þótti hún í heild tortryggileg. Bæði vegna þess hvernig málið bar að og vegna þess að Islendingar eru óvanir því að opinberlega sé Qallað um persónuleg fjármál frambjóð- enda, fór þessi umræða fljótlega út í skurð. Fylkingar skelltu sér í skotgrafirnar og rökræðurnar snerust um það hvort kosninga- baráttan væri að breytast í ódrengilegan leðjuslag eða ekki. Niðurstaðan varð sú að Hrannar náði kjöri sem pólitíkus í borgar- stjórn Reykajvíkur, en er ennþá - heilu ári síðar - gjörsamlega óvirkur sem slíkur og verður það þar til ríkisskattstjóri hefur gefið honum syndaaflausn. Norðurland eystra Enn eru íjármál frambjóðanda komin í brennidepil stjórnmála- umræðunnar. Acekstrar „sam- herjanna" í Samfylkingunni á Norðurlandi eystra vegna sigurs Sigbjörns Gunnarssonar í próf- kjörinu virðast ætla að enda í fjármálunum. Spurningin um Ijármál Sigbjörns eru að vísu komin til með nokkuð öðrum hætti en hjá Hrannari, en þó eru það í báðum tilfellum pólitískir andstæðingar sem verða til þess að draga málið fram. I Reykajvík voru það pólitískir andstæðingar úr sjálfri kosningabaráttunni sem ýttu málinu úr vör. A Norð- urlandi eru það samflokksmenn, eða samfylkingarmenn úr and- stæðum armi sem hreyfa við málinu íyrir frágang framboðs- lista en eftir niðurstöðu próf- kjörs. Píslarvættið í báðum tilfellum kemur þó upp þessi tilhneiging til að gera menn að píslarvætti, vegna þess að fjármál þeirra eru til umræðu. Píslarvættið er líka í báðum til- fellum til komið vegna þess að umræðan um fjármálin kemst á dagskrá eftir einhverjum bak- dyraleiðum. Þannig stillir Sig- björn málinu upp sem ófræging- arherferð gegn sér, ekki ósvipað því sem Reykjavkíurlistafólk hafði ríka tilhneigingu til að gera gagnvart Hrannari í fyrra. Það kann svo sem vel að vera að þetta hafi allt saman verið einhverjar ófrægingarherferðir. Hins vegar komast menn, sem eru að biðja kjósendur um að treysta sér til forystu, ekkert frá þeirri grund- vallar kröfu, að fólk hafi allar þær upplýsingar um þá sem máli skipta. Fjárhagsleg staða og íjár- hagsferill skiptir einfaldlega máli. Breyttir tímar Þó ekki væri nema bara vegna þessara tveggja dæma, þá ætti að vera Ijóst að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að gera ráð fyrir því að það sem til þessa hafa verið talin persónuleg mál eða einkamál pólitískusa, verði dregin fram í dagsljósið í mildu ríkari mæli en gert hefur verið. Það eru því eðlileg vinnubrögð að bæði flokkar og frambjóðend- ur hugi sjálfir að þessu strax á fyrstu stigum. Þetta á auðvitað að vera eðlilegur hluti af því að velja þá frambjóðendur sem koma til greina. Þannig má líka minnka möguleikana á að um- ræðan lendi í því fari að pólit- ískir andstæðingar séu að grafa einhvetja hluti upp. Og að þessu þarf að huga fyrir prófkjör og fyr- ir uppstillingar á lista. Sá tími er Iiðinn að menn kunni ekki við að taka þá upp á síðari stigum. Það eru breyttir tímar. Þetta þýðir hins vegar ekki að stjórnmála- flokkarnir þurfi að senda út leit- arsveitir til að finna hjörð flekklausra náttúruleysingja og hreinna meyja. Þvert á móti geta gallagripir einmitt haft pólitísk- an sexappíl, eins margoft hefur komið í ljós. Gallarnir mega bara ekki vera leyndir - því leyndir gallar geta kallað á pólitíska skaðabótaskyldu gagnvart þeim kjósendum sem kaupa köttinn í sekknum. BIRGIR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.