Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Dagur ÞfÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i61s Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) ssi 6270 (REYKJAVÍK) Glansinn sldlaði litlu í fyrsta lagi Skoðanakönnun sem DV lét gera í kjölfar landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og birt var í blaðinu í gær, sýnir að ítarleg um- fjöllun íjölmiðla um glanssýninguna miklu hefur ekki skilað sér í umtalsverðri fylgisaukningu sjálfstæðismanna. Þeim sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn fjölgaði um 3,8 pró- sent, miðað við þá sem á annað borð tóku afstöðu í könnun- inni. Sú breyting er nokkurn veginn innan skekkjumarka, eins og aðrar hreyfingar á fylgi flokka í könnuninni. Þetta er gleði- leg staðfesting þess að kjósendur láta ekki blekkjast af glans- sýningu án innihalds. í öðru lagi Þessi niðurstaða er líka athyglisverð í ljósi þeirra skýringa sem forsætisráðherra hafði á fylgisaukningu Samfylkingar í næstu könnunum á undan - það er að hún væri tilkomin vegna mik- illar umfjöllunar fjölmiðla um prófkjör hins sameiginlega framboðs. Nýja könnunin sýnir þvert á móti að fyrir Sjálfstæð- isflokkinn er ekki nóg að fá viðamikla umfjöllun í fjölmiðlum til að auka fylgi sitt að ráði. Sem auðvitað er merki um að kjós- endur eru fullfærir um að meta pólitíska sýndarmennsku að verðleikum og taka afstöðu til framboða eftir málefnum. í þriðja lagi Þar sem breytingar á fylgi flokka frá könnun DV í febrúar eru yfirleitt innan skekkjumarka staðfestir hún fyrst og fremst að nýju framboðin hafa fest sig í sessi - Samfylkingin með yfir þrjátíu prósent atkvæða og Vinstrihreyfingin með um sex pró- sent. Þetta er sú nýja staða sem við blasir í íslenskum stjórn- málum eftir uppstokkunina á vinstri kantinum. Meginbreyt- ingin er sú að á þessu kosningaári er eitt framboð yfirlýstra vinstri manna í fyrsta sinn frá því flokkakerfið varð til að ná þeirri stöðu að vera næst stærsta stjórnmálaaflið í landinu. Að það skuli loksins vera að gerast, eftir svo margar misheppnað- ar tilraunir, eru söguleg tíðindi. Elias Snæland Jónsson Njála handa Amþrúði Garri sá það það í Degi í vik- unni að uppáhaldsstjórnmála- maðurinn bans næst á eftir Sverri Hermannssyni er kom- inn á fullt skrið. Þetta er hún Arnþrúður Karlsdóttir, sem um skeið var að íhuga framboð fyrir Sverri norður í Iandi með- al forfeðra sinna í Flatey á Skjálfanda. Þegar hún hvarf frá þeirri hugmynd lét hún þess getið í Dagsfrétt að sjálf- sagt væri best að fá Garra Dags til að skrifa handritið að pólitískri framtíð sinni. Garri Iítur á þetta sem sérstakan heiður og viður- kenningu á skrifum sínum um Arn- þrúði. Hún hlýtur að vera svona ánægð með fyrri skrif Garra að ekk- ert annað komi til __________ greina en að hún . . verði í aðalhlutverki rnÞru ur í næsta handriti. Sápuróperur með ívafi póli- tískra plotta eru í sérstöku uppáhaldi Garra og því mun hann ekki skorast undan þess- ari áskorun og gera hvað hann getur til að skrifa handrit að nýrri Njálu handa Arnþrúði. Amþrúðr hét kona Sagan hefst á því að tilkynnt er um nýjan frambjóðanda í 1. sætinu hjá Sverri Hermanns- syni í Reykjavík, sjálfa Arn- þrúði Karlsdóttur. Framboðið fær viðurnefnið íþróttafram- boðið vegna tengsla efstu frambjóðendanna við fjölda- hreyfingu sportista og er vel tekið. I kosningabaráttunni gefst Arnþrúði, sem er kven- skörungur að hætti Hallgerð- ar, kærkomið tækifæri til að gjalda Finni Ingólfssyni, fyrr- um millivegalengdahlaupara frá Vík í Mýrdal, rauðan belg ^yrir gráan. Finnur hafði farið illa með Arnþrúði þegar hún var kaupakona í Framsóknar- flokknum og vildi fá framgang þar. Finnur og félagi hans Olafur Orn, sem jafnan geng- ur undir nafninu OIi Póli, eft- ir að hann gekk á Suðurpóli- inn, vildu aldrei leyfa Arnþrúði að koma inná þegar hún var varamaður hjá framsókn og gerðu hvað þeir gátu til að halda henni frá þallstoppum framans í flokknum. Þeir komu fram við hana eins og hornkerlingu. Slitinn boga- stxcngur Osætti Arnþrúðar og þeirra Finns og Óla Póla náði raunar allt aftur til prófkjörsins fyrir síðustu kosningar þegar þau elduðu líka grátt silfur. Sagan endurtók sig aftur núna þannig að þrátt fyrir langa sambúð skuldar Arnþrúður þeim félög- um ekkert. Þegar svo þeir mælast með brotabrot af kjör- fylgi sínu í skoðanakönnunum er ljóst að Amþrúður hefur einstakt tækifæri, enda liggur beinast við að álykta að fylgis- hrun framsóknar í Reykjavík stafi af því að hún er ekki á listanum. Og þar sem þeir sitja tveir í vandræðum sínum Finnur millivegalengdahlaup- ari og Óli Póli með slitinn bogastreng og líta bænaraug- um til Arnþrúðar að fara nú ekki fram fyrir Sverri, þá segir hún hnarreist: „Launa vil ég ykkur pólitíska kinnhestinn, piltar. Eg fer fram með Sverri." Þetta verður stór stund og mikill sigur. GARRI Karlsdóttir. Læri, læri, atvinnu- tæklfæri Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að um allt land leita menn að nýjum atvinnutækifær- um logandi Ijósi og grípa hverja þá gæs sem gengur, flögrar eða flýgur hjá. Þetta á jafnt við um Akureyri og aðra staði. En því miður: Gæsirnar eru ekki allar jafn góðar. Erótik Eg hef aldrei farið á erótíska danssjmingu - eða hvað menn vilja nú kalla það sem nú tröllríð- ur skemmtanaiífinu á höfuð- borgarsvæðinu og virðíst nú ætla að teygja sig út á land. Þetta er að vísu ekki alveg satt - ég var einu sinni í gamla daga staddur í Klúbbnum sáluga ásamt besta vini mínum þegar einhver dular- full dansatriði hófust á dansgólf- inu. Við sötruðum áfram hinir rólegustu og okkur kom ekki til hugar hugtakið „erótík“, enda vorum við hreint ekki vissir um það vinirnir hvort þarna væru spriklandi stúlkur á launum eða hvort þarna væru hreinlega að- eins gestir staðarins, rétt eins og við sjálfir. Fjörug- ar stúlkur sem fengu útrás með fótafimi sinni, komnar í klúbb- inn til að dansa sér til gamans. Því er það alt- ént með nokkrum sanni að ég get haldið því fram að ég hafi aldrei far- ið á erótíska dans- sýningu. Að auki er ég heldur ekki á leiðinni á eina slíka en hef þó um fátt hugsað annað en slíkar uppákomur síðan ég heyrði um þreifingar í þessa áttina á Akur- eyri. Spurningin er nefnilega þessi: Er Akureyri nógu stór fyrir erótískan dans? Ó, Reykjavík Mér dettur ekki í hug að halda að skortur verði á dönsurum, því þá má auð- veldlega flytja inn frá Reykja- vík, Riga eða Rotterdam. Jafnvel hugsan- legt að norð- lenskar meyjar muni Iáta freistast - nú eða þá norð- Ienskir piltar, því auðvitað er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að erótískar sýningar séu framkvæmdar af piltum. Hitt vekur þó upp meiri um- hugsun, hvort Akureyringar muni og geti sótt sýningar af þessu tagi. Þessi deild þykir enn dálítið út úr velsæmi hér norðan heiða þótt í henni rjóðu Reykja- vík geti menn flestir ennþá falið sig í fjöldanum og sótt sýningar af þessu tagi. Afsakanirnar sem þú gefur makanum og fjölskyld- unni geta ekki verið óendanlega margar. Þegar þú ert búinn að fara með vinnufélögunum, skokkfélögunum, gamla bekkn- um þínum og hver veit hvað - og þegar þú ert búinn að fara í steggjapartýsferðir sem deila má í með fimm til að fá út réttan fjölda brúðkaupa - þá ertu ekki lengur falinn í fjöldanum. Þá vita allir að það ert þú sem ferð á erótískar sýningar og ert sífellt að reyna að draga fleiri og lleiri með þér. Því er það með nokkrum trega í brjósti sem ég gleðst yfir nýjum atvinnutækifærum á Akure>TÍ. spuríla svauraid Ertu sammála því að ís- lensha framlagið íEvr- ópusöngvakeppninni í vor séflutt á ensku? Sigríðnr A. Þórðardóttir alþingismaðurogfonnaðurmennta- málanefndar Alþingis. „Það er mun æskilegra að flytja það á íslensku bara til þess að ítreka sér- stöðu okkar. Eg veit hins vegar að það togast á í fólki að laga sig að markaðslög- málinu og hef því skilning á þessu að vissu marki.“ Jóhannes Guimarsson framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna. „Það er auð- vitað dapur- legt fyrir okkar ylhýra mál að okkar framlag skuli heita „I’m out of luck“ og kannski verður ár- angurinn í samræmi við nafnið, enda hefur óheppnin elt okkur á röndum í þessari keppni. En við skulum sjá björtu hliðarnar á málinu og eigum við ekki að segja að þetta sé upphafið að einhverju öðru og meira.“ Erlingur Sigurðarson forstöðionaðurSigurhæða, húss skálds- ins á Akureyri. „Nei. Það undirstrikar hallærisþátt- inn í þessu endanlega. Ég vona að þetta lag fari ekki ofar en í 16. sætið.“ Ólafur Öm Haraldsson a Iþingismaður. „Mér er al- veg meinilla við það. Eg hef orðið þess var að aðrar þjóðir flytja sín lög á sínu tungumáli og hafa náð góðum árangri. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því að segja að það þurfi að syngja á öðru tungumáli en íslensku. En þetta er keppni og menn eru að keppa á þeim forsendum að ná vinningi." -nuæ„ .iBnmioviiinu o!j óe;7‘i )'?.tnnya vtj )■; i-rr iv;rn | sr> ve í M.uyw fi'iutJ -Buynirrpí' . Rnic^i i j jjií’Y

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.