Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 2
2 — LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 . FRÉTTIR Nýr og glæsilegur salur verður innan tíðar tekinn í notkun í Hafnarstræti 102 á Akureyri þar sem stafsmenn 118 munu veita upp- lýsingar um símanúmer. Ellert B. Schram. Pottverjar fylgjast af áhuga með Sverri Hermannssyni og félögum í Frjálslynda flokknum við að koma saman framboðslistum. Það nýjasta sem pottverjar höfðu heyrt varðandi lista flokksins í Reykjavík er að Sverrir legói hart að Ellert B. Schram að taka 1. sæt- ið með Amþrúði Karlsdóttur í 2. sæti. En Ellert er trcgur til. Samt sem áður keypti einhver eina spumingu inn á skoðanakönnunar- vagn hjá Price Waterhous Coopers (áóur Hagvang- ur) og hljóðaði hún svo: Myndir þú kjósta lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík ef Ellert B. Schram væri í efsta sæti? Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar hefur enn ekki verið birt... Míldð álag hjá starfsmönnuiii 118 Gríðarleg ásókn í ný störf á Akureyri. Tímabundinn álagstoppur þar sem nýtt afgreiðslukerfi leysir gamalt af hólmi. Starfs- menn þreyttir. Biðtími hefur verið óvenju langur hjá 118 að undanförnu og hafa starfs- menn kvartað undan miklu áiagi í sam- tali við Dag. „Hluti skýringarinnar er að nýtt afgreiðslukerfi hefur verið sett upp að undanförnu og þá neyðumst við til að taka úr sambandi nokkur borð. Það hefur í raun verið undir- mannað,“ segir Ólafur Stephensen, upplýsingafulltrúi Landssímans. Nýja kerfið verður tekið í notkun £ áföngum. Það mun auka afkastagetu og bjóða upp á nýja möguleika. Hægt FRÉTTA VIÐTALIÐ verður t.d. að tengja þá sem hringja inn beint við þau númer sem spurt er um. Þá verður í framtíðinni hægt að fá númerin uppgefin hjá talvél sem þýðir að hver afgreiðsla styttist og afköstin aukast. Mikill áhugi á Akureyri Mjög mikill áhugi er á störfum sem nú bjóðast á Akureyri til að sinna símsvör- un hjá Landssímanum í 118. Upplýs- ingafulltrúi Landssímans, Ólafur Stephensen, segir að búið sé að ráða 12 nýja starfsmenn á Akureyri. Hátt í 40 manns hafa sótt um störf þar án þess að nokkuð hafi verið auglýst eftir þeim. Sautján manns störfuðu við sím- svörun á Akureyri um síðustu áramót en stefnt er að því að þeir verði allt að 50 talsins. Því á enn eftir að ráða tæpa tvo tugi. Þótt stórlega verði bætt við starfs- mannafjölda á Akureyri verður áfram haldið uppi þjónustu á Egilsstöðum, ísafirði og í Reykjavík. Sú ráðstöfun er að sögn Ölafs ekki síst með tilliti til ör- yggis. Heildarstarfsmannafjöldi verður fyrst um sinn svipaður eftir breyting- arnar að sögn Ólafs. 90 manns sinna í heildina símþjónustunni. I fyrra nam fjöldi símtala á áttundu milljón eða 840 á klukkustund að jafnaði. Besta símaverið Nýr salur verður á næstu dögum tek- inn í notkun í Hafnarstrætinu á Akur- eyri sem boðar breytta tíma. „Eg hugsa að þarna verði einhver besta að- staða fyrir símaver sem fyrirfinnst á landinu. Allur tölvubúnaður verður miðlægur í einu herhergi og bara skjá- ir og lyklaborð við borðin hjá þeim sem svara. Fyrir vikið losnar fólk við suðið í tölvunum og starfsaðstaðan verður öll með besta móti,“ segir Ólafur. — BÞ Framsóknarmenn kættust nokkuð við skoðana- könnun DV í gær, en þar bætti flokkur þeirra að- eins stöðu sína frá fyrri köimun eóa um tvö pró- sent. Sumir telja þetta árangur þeirra skilaboða ílokksforystunnar að verulegt fylgistap þýði að flokkurinn verði utan ríkisstjómar. Eitt af því sem kannanir benda nefnilega til að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar séu sammála um, er að fram- sóknarmenn eiga að vera áfram í ríkisstjóm - þótt skoðanir séu skiptar á því með hverjum... Sveinbjörn I. Baldvinsson. Fátt hefur vakið meiri athygli í heita pottinum en fréttin um að íslendingar hyggist hífa sig upp úr 16. sætinu í Evróvision með því að syngja á ensku en ekki ís- lensku. Þykir mönum þetta gott innlcgg í hátíðina, sem verður 1 Ráðhúsinu á morgun, þegar Mjólkusamsalan endurnýjar samning sinn við íslenska málnefnd. í pottinum heyrist llka að Sveinbjöm I. Baldvinsson, einn af höfundum Evróvisiontextans, sé ekki of áfjáöur í að vera kenndur við málið, enda hafi hann aðeins tekiö að sér að hjálpa til við þctta verk en engan þátt átt í ákvörðuninni um að syngja á enskueu ekki íslensku... Ámi Sigfússon fynverandi borgaifiiUtníi Hættur afskiptum afpólitík. Lagðipólitíska framtíð sínaað veði og tapaði. Leitt efSjúkra- liús Reykjavíkur verðurríkis- rekið bákn. Með sjálfstæðis- stefnuna í brjóstvasanum. Áfram sjálfstæðismaðiir - Hættirðu í borgarstjóm vegna þess að þú ert svo tapsdr? „Halda sumir það? Þetta er eins og flestir vita í beinu framhaldi af því sem ég sagði fyrir kosningar. Eg lagði pólitíska framtíð að veði. I kjölfar niðurstöðunnar var ljóst að ég mundi hætta. Eg lagði strax til að það yrði kosinn annar oddviti hópsins og hef verið að draga mig út úr þessu smám saman. Reynd- ar styð ég við bakið á þessum nýja öfluga hópi, sem á allt gott skilið. Nú var bara komið að þessu. Eg er engu að síður áfram sjálfstæðismaður með sjálfstæðisstefnuna í brjóstvasanum." - Hvað tekur við hjá þér? „Ég er ekki að fara í pólitík. Ég hef hins- vegar nóg að gera og næg verkefni. I sjálfu sér er engin ástæða til að eitthvað annað taki við. Hinsvegar get ég ekki neitað því að það er gengið á mig með ýmis verkefni á markaðnum sem menn eru að kanna mögu- leika á að ég sinni." - Eitthvað öðrufreniur? „Það er eiginlega ekki tímabært að ræða þá hluti núna. Ég þarf fyrst að ákveða hvort það sé ástæða til að breyta til. Ef það er þá á hvaða vettvangi það yrði.“ - Er eitthvað hæft í þvt að þú verðir næsti framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins? „Það er enginn fótur fyrir því. Þar er fyrir mjög öflugur einstaklingur sem hefur gert kraftaverk. Ég vil að hann verði þar sem Iengst.“ - Hvernig finnst þér borgarstjómar- flokki sjálfstæðismanna hafa tekist til það sem af er kjörtímabilinu? „Mér finnst hann vera mjög öflugur og taka vel á þeim málum sem þarf að taka á. Hann mótar sinn stíl og það er eðlilegt að gefa honum gott tækifæri til þess.“ - Hverjir eru svo helstu sigrarnir í borg- arstjórn? „Sigrar eru sameiginlegir. Þótt maður hafi verið frumkvöðull að ýmsum verkum, þá þarf marga til að koma þeim til fram- kvæmda. Það er oft Iangur vegur frá hug- mynd til framkvæmdar, þó ég vilji oft stytta þann veg og telji mig kunna leiðir til þess. Það sem ég fékkst einna lengst af við teng- ist annarsvegar skólamálum og hinsvegar margvíslegum verkefnum er varða hagræð- ingu í rekstri og bætt stjórnskipulag stofn- ana sem ég kom nálægt. Mér sýnist það standa upp úr þegar horft er yfir sviðið." - En mestu vonbrigðin? „Þau voru auðvitað að ná ekki meirihluta. Ég tók mjög erfitt verkefni að mér þegar Markús Örn hætti skyndilega og þá var til mín Ieitað. Það er hinsvegar ekki um mikil vonbrigði gagnvart einhverjum einstaka verkefnum. Það er þó kannski eitt verkefni sem ég vann mikið að þar sem ég hafði mína drauma um öflugt fyrirtæki sem mundi veita hágæða þjónustu í samkeppni á mark- aði til framtíðar. Það var Sjúkrahús Reykja- víkur. Ég lagði mig fram um að vinna að sameiningu Landakots og Borgarspítala í öflugt sjúkrahús. Mér þykir mjög Ieitt ef leið þess er inn í ríkisrekið bákn. Ég spyr hvers- vegna skyldi ekki samkeppni gilda á því sviði eins og öðrum. Eða vilja menn eitt ríkisrek- ið tryggingafélag, einn ríkisrekinn grunn- skóla eða eina ríkisrekna áburðarverk- smiðju?" - Þarna er nú við þína flokksmenn að sakast, er ekki svo? „Það er framsóknarstefnan sem hefur orðið ofan á að mínu mati. Það er einnig eitthvað um framsóknarmenn í Sjálfstæðis- flokknum. Reyndar líkar mér vel við fram- sóknarmenn. Þeir eru allflestir Ijúfir og þægilegir." - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.