Dagur - 26.03.1999, Side 3

Dagur - 26.03.1999, Side 3
FÖSTUDAGUR 26. MARS 19 9 9 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Hver getur betur? Lokaþáttur Getturbet- urerí kvöld. Lið MR ogMH eigastþar við og Ijóst erstrax að tvö sterk lið eigast við. Keppendur segja fiðr- ing vera í maganum á sér, enDagurræddi við þá og spyrilinn Hver getur betur? Þjóðin öll bíð- ur svars við spurningunni hvort það sé lið Menntaskólans við Hamrahlíð eða Menntaskólans í Reykjavík, en úrslitaþátturinn í spurningakeppni framhaldsskól- anna er í kvöld í Sjónvarpinu. Keppnin fer fram í Valsheimil- inu í Reykjavík og er í beinni út- sendingu. Tvö geysisterk lið eig- ast við, enda hafa þau í undan- úrslitum og allt frá byrjun reyndar átt góða spretti. Það er því alls ekki á vísan að róa með úrslit og reyndar má búast við því að MR-ingar komi í vígahug til leiks, enda eiga þeir sexfaldan sigur að verja. Fidringur skerpir athyglina „Það er kominn léttur fiðringur, sem líka skerpir athyglina en hún þarf að vera 100% eigi góð- ur árangur að nást,“ sagði Arnar Þór Stefánsson, sem er í liði MR. Hann segir það vissulega skapa ákveðna pressu á MR- inga að hafa sigrað í keppninni síðustu sex árin, en MH-ingar koma líka til leiks með há mark- mið til dæmis eftir kærumál í kjölfar keppninnar á síðasta ári. Arnar hefur, með félögunum sínum þeim Sverri Guðmunds- syni og Hjalta Snæ Guðmunds- syni, æft stíft fyrir keppnina síð- ustu daga. Þeir hafa skipt með sér liði og hver leggur sig eftir ákveðnum þekkingarsviðum; Hjalti að bókmenntasögu, Sverr- ir veraldarsögunni og Arnar að íþróttum, fréttum, kvikmyndum og innlendri sögu. „Eg grúska í ýmsum bókum, til dæmis í Old- inni okkar - en reyndar er það nú svo að menn þurfa að vera jafngóðir á sem flestum sviðum þó þeir leggi sig eftir að lesa í ákveðnum efnisflokkum," segir hann. Arnar kveðst vera ánægður með framkvæmd keppninnar í ár. Þar skipti mildu máli sá sam- ráðshópur fulltrúa skólanna og Ríkisútvarpsins sem stofnað var til, meðal annars vegna kæru- málanna á sl. ári. Þar séu til lykta leidd öll þau ágreiningsmál sem upp kunna að koma - og einnig hafi nemendafélögin í Sigurður Bogi Sævarsson skrifar „Lokaþáttur keppninnar leggst vel í mig og ég er er komin með svolítinn fiðring í magann, “ segir Inga Þóra Ingvars- dóttir. Hún er hér fyrir miðju í liði MH, til vinstri er Fjalar Hauksson og Jón Árni Helgason til hægri. „Kominn léttur fiðringur i mig vegna keppninnar. Það skerpir athyglina sem þarfað vera alveg 100% eigi góður árang- ur að nást, “ segir Arnar Stefánsson sem er í liði MR. Hann er fyrir miðju, Hjalti Snær Ægisson til vinstri og Sverrir Guð- mundsson til hægri. gegnum samráðshópinn haft umsagnarrétt um hver yrði dóm- ari og spyrill. „Við stefnum að sigri í kvöld, en ég vil samt ekki nefna spá mína um lokatölur," segir Arnar. Æfingar hafa forgang „Við ætlum að gera okkar besta, meira ætla ég ekki að segja um þann árangur sem við ætlum okkur í keppninni," segir Inga Þóra Ingvarsdóttir, sem hefur verið aðalsprautan í liði MH í keppninni. Aðrir í liðinu eru þeir Fjalar Hauksson og Jón Árni Helgason og í þessari viku hafa þau lagt mikið að sér við æfingar fyrir keppnina. Hafa til dæmis sáralítið mætt í skólann í þessari viku og látið æfingar fyrir „Margir virðast líka vera búnir að velja sér lið til að halda með, enda verður þá miklu meira spennandi að fylgjast með keppninni, “ segir Logi Bergmann Eiðsson, sem er spyrill og stjórnandi keppninnar. keppnina hafa allan forgang. Hafa þrautreyndir menn hlýttt þeim yfir og þjálfað keppendur svo sem þeir verði sem best bún- ir í slaginn í kvöld. „Lokaþáttur keppninnar leggst vel í mig og ég er er komin með svolítinn fiðring í magann," segir Inga Þóra, sem er nú að taka þátt í keppninni fjórða árið í röð. „Nei, við höfum ekkert farið út í að reikna út hver eru til dæmis áhugasvið Illuga Jökuls- sonar sem bæði semur spurn- ingarnar og dæmir. Það væri í öllu falli mjög hæpið að einbeita sér þannig að ákveðnum svið- um, því Illugi er íjölfróður mað- ur og kemur víða við í spurning- um. Og einmitt á því að afla sér sem víðastar þekkingar á sem flestum s\iðum er nú einmitt það sem þátttaka í svona keppni byggist á,“ segir Inga Þóra Ingv- arsdóttir. Vel iiiniar spurningar Qluga „Mér kemur ekki á óvart að MR og MH keppi til úrslita. MR hefur staðið sig vel í gegnum alla keppnina og er þar skemmst að minnast sigurs þeirra á liði F.Su. MH eiga líka fullt erindi i úrslit enda þó sigurinn á liði MS hefði verið naumur," segir Logi Bergmann Eiðsson, spyrill og stjórnandi keppninnar. Hann segist vissulega vera búinn að gera sér hugmyndir um hvort liðið sigri í kvöld, en var ófáan- legur til þess að segja hug sinn í þeim efnum. „Eg tel að styrkur félagslífs skólanna og árangur sá sem lið þeirra hafa náð í keppn- inni fari að talsverðu Ieyti sam- an. Sé félagslífið öflugt veitir það keppnisliðunum styrk, sem hefur ekki svo lítið að segja." „Eg verð var við mikinn og vax- andi áhuga á keppninni. Ótrúleg- asta fólk talar um keppnina. Margir virðast líka vera búnir að velja sér lið til að halda með, enda verður þá miklu meira spennandi að fylgjast með. Er fólk jafnvel að velja sér lið burt- séð frá því að hafa nokkur tengsl við viðkomandi skóla,“ segir Logi. Hann lofar sérstaklega spuming- amar sem Illugi Jökulsson semur og segir þær vel unnar og fela í sér létta gamansemi. „Mér er til dæmis eftirminnileg strumpa- spurningin um daginn. Hún var snúin og fýrst hugsuðu menn í allt aðra átt, en í lokaspurning- unni sáu menn svo fléttuna og MR-ingar gátu sér rétt til um hvað þetta væri,“ segir Logi. Tvö þúsund manns Sjónvarpshluti keppninnar hefur að undanförnu farið fram í Út- varpshúsinu við Efstaleiti og hafa að jafnaði um þúsund manns verið viðstaddir upptöku hvers þáttar. Keppnin í kvöld fer fram í Valsheimilinu að Hlíðar- enda. „Það verða sjálfsagt ekki færri en tvö þúsund manns í salnum og stemmningin verður efalaust stórkostleg. Eg hlakka til að verða þarna,“ segir Logi Bergmann Eiðsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.