Dagur - 15.04.1999, Page 4

Dagur - 15.04.1999, Page 4
4- FIMMTUDAGVR 15. APRÍL 1999 FRÉTTIR Seyðfirðingar gegn tillögum um snjófióðavamaraðgerðir Nefnd sem bæjarstjórn Seyðisfjarðar skipaði til að fjalla um fyrirhug- aðar snjóflóðavarnir á Seyðisfirði mælir gegn því að fylgt verði tillög- um um varnaraðgerðir sem kosta um 900 milljónir króna, eins og gert var ráð fyrir í skýrslu um umhverfismat. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir varnarmannvirkj um í Bjólfi en minni varnar- og leiðar- görðum á láglendi en kveður á um f umræddri skýrslu. Hugmyndir eru um að reisa smáhýsi til að hýsa íbúa skapist hættuástand, en húsin mætti einnig nota til að þjóna ferðamönnum. Framkvæmdir við flugstöð Egilsstaðaflugvallar Á næstunni heíjast lokaframkvæmdir við flugstöðina á Egils- staðaflugvelli. Verkið hefur verið boðið út, en það er einkum fólgið í því að full- gera sal í syðri hluta byggingarinnar. Kostnaður er áætlað- ur um 12 milljónir króna. Pétur Heimis- son, læknir á Egils- stöðum, telur það óviðunandi að eng- inn skuli í raun bera ábyrgð á sjúkraflugi í landinu og þessi þjónusta sé mjög léleg á Austurlandi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hefur einnig fjallað um þetta ófremdarástand sem og Félag ís- lenskra landsbyggðarlækna og bæjarstjórn Austur-Héraðs. Það sé lágmarkskrafa að fbúar á landsbyggðinni njóti sama öryggis og hinir sem búið við gafl sérhæfðu sjúkrahúsanna. Það sé til Iítils að státa af glæsilegri flugstöð ef þjónusta sem m.a. nýtir hana er í molum. Háskólasetur á Homafirði Bæjarráð Austur-Héraðs, Fjarðabyggðar og Hornaijarðar hafa fagnað hugmyndum um að koma á fót háskólasetri á Hornafirði. Bæjarráð þessara þriggja stærstu sveitarfélaga á Austurlandi héldu fund um helgina um framhaldsmenntun í íjórðungnum. Gestur fundarins var Páll Skúlason háskólarektor. Á næstunni hefjast lokaframkvæmdir við flug- stöðina á Egilsstaðaflugvelli. Taprekstur hjá KASK Nærri 118 milljóna króna tap varð af rekstri Kaupfélags Austur Skaftfellinga á árinu 1998 og er enn meira en á árinu 1997. Aðal- rekstrargreinar félagsins, verslun og landbúnaður, skiluðu mun lak- ari árangri en búist var við. Verslun var rekin með tapi, afkoma slát- urhúss og kjötvinnslu versnaði og eign félagsins í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu Borgey íþyngdi rekstrinum. Aðalfundur KASK verður laugardaginn 24. apríl. Kaupfélagsstjóri er Pálmi Guðmunds- son en stjórnarformaður Orn Bergsson, bóndi að Hofi í Öræfum. Nýtt dagvistarheiimli og slökkvistöð á Homafirði I fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Hornafjarðar er gert ráð fyrir 427 milljóna króna skatttekjum, sem er 5% aukning milli ára. Rekstur mála- flokka kostar 316 milljónir króna en langstærsti út- gjaldaliðurinn eru fræðslumál að upp- hæð 171 millj. króna. Til fjárfest- inga og verklegra framkvæmda á að verja 68 milljónum króna og gert er ráð fyrir að sveitarfélag- ið taki 20 milljóna króna langtímalán. Um síðustu áramót voru 26 börn á leikskólaaldri, þ.e. 2-5 ára, á biðlista eftir plássi en þar af eru 7 í leikskólanum Óla prik. Ný leikskóladeild mun rúma 36 börn miðað við 6 tíma meðal ■ dvalartíma. I íjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 30 milljóna króna fram- lagi til úrlausnar á dagvistarmálum barna. Við gerð fjárhagsáætlunar var ákveðið að áfram skuli stefnt að byggingu slökkvistöðvar á Horna- firði. Kostnaður er áætlaður 21 milljón króna. Kannað verður hvort framkvæmdaaðili undírbúi, fjármagni og byggi sIökkHstöðina en leigi síðan bæjarfélaginu húsið til langs tíma. - GG Frá Hornafirði. í fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Hornafjarðar er gert ráð fyrir 427 milljóna króna skatttekjum, sem er 5%'aukning milli ára. Frá undirritun samninganna á Blönduósi í vikunni. Fulltrúar hreppanna I Húnavatnssýslu, SÁÁ og Ingibjörg Pálma- dóttir undirrita samninginn. - mynd: g. bender. Samstarf í forvömum Heilbrigðisráðimeytið og Forvamadeild SÁÁ bjóða sveitarfélög- uiiiLin upp á samvinuu imi víðtækar for- vamir sem beinast að bömum og ungl- ingum, foreldrum, skólum, tómstunda- starfi, heilsugæslu, löggæslu, kirkju og almeuningi. Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Heilbrigðisráðuneyt- is, SÁÁ, Dalvíkurbyggðar, Ólafs- ljarðarbæjar og Blönduóss um samstarf að forvörnum. I sam- starfssamningi þessara aðila um Sveitarfélagaverkefnið á árinu 1999 er markmiðið að efla for- varnastarf í sveitarfélögunum með það fyrir augum að draga úr neyslu grunnskólanema á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum. Heilbrigðisráðuneytið og For- varnadeild SAA bjóða sveitarfé- lögunum upp á samvinnu um víðtækar forvarnir sem beinast að börnum og unglingum, for- eldrum, skólum, tómstunda- starfi, heilsugæslu, löggæslu, kirkju og almenningi. Heilbrigð- isráðuneytið leggur til íjármagn til verkefnisins á móti sveitarfé- lögunum, en SÁA sér um fram- kvæmd og faglega útfærslu í samstarfi við sveitarfélögin. Markmiðið er að sveitarfélögin marki sér heildstæða stefnu í for- vörnum sem taki til margra þátta, að þeir aðilar í sveitarfé- lögunum sem sinna málefnum barna og unglinga stilli saman strengi sfna (sérsvið hvers aðila sé skýrt og samvinnureglur ljós- ar), að sú þekking sem SÁÁ hef- ur fram að færa sitji eftir f sveit- arfélögunum og nýtist þannig til áframhaldandi þróunar þar og að fram fari mat á árangri forvarna- starfsins, sem síðan verður grundvöllur endurbóta á starf- inu. Á þessu ári verða Heilbrigðis- ráðuneytið og SÁA í samvinnu við 15 sveitarfélög. Af þeim eru 9 í Austur-Húnavatnssýslu; Blönduós, Skagaströnd, Ás- hreppur, Torfalækjarhreppur, Vindhælishreppur, Svínavatns- hreppur, Engihlíðarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Bólstaða- hlíðarhreppur. Hin sveitarfélögin eru Reykjavíkurborg vegna for- varnastarfs í Vesturbænum, Skagafjörður, Fjarðabyggð, Ólafsíjörður og Dalvíkurbyggð. Með sameiginlegri undirritun Ólafsíjarðarbæjar og Dalvíkur- byggðar er gert ráð fyrir ákveðnu samstarfi sveitarfélaganna á sviði forvarnastarfs. Þetta samstarf felur í sér meira samráð og sam- starf um fræðslufundi og nám- skeiðahald innan sveitarfélaga- verkefnisins, á árinu 1999. - GG Hætti við að hætta í forystu frjálslyndra Sigfús Jónsson efsti maður á lista frjáls- lynda ílokksins á Norðurlandi vestra er fyrrverandi varaþing- maður Sjálfstæðis- flokkiim en segir flokkinn hafa yfirgef- ið sig. Sigfús Jónsson, bóndi og fram- kvæmdastjóri sláturbússins Ferskar afurðir á Hvammstanga, leiðir framboðslista Frjálslynda flokksins á Norðurlandi vestra. Sigfús segist hafa hugleitt að draga framboð sitt til baka en síð- an fallið frá því vegna mikils ut anaðkomandi þrýstings. Sigfús var í 3. sæti á Iista sjálfstæðis- manna við síðustu kosningar og því varaþingmaður flokksins á kjörtímabilinu 1995-1999. „Ég gekk ungur til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og því búinn að vera lengi í honum en aldrei sem nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið frá mér, ekki ég frá honum. Ég hef reynt að beita mér fyrir breytingum í skattamálum sem eru í algjörum ólestri. Stað- greiðsla skatta er í slíkum ógöng- um að fólk sem er á lágum Iaun- um, sem margt býr á Norður- landi vestra, kemur aldrei til með að ná sér upp úr „drullunni" með- an þessi skattastefna ræður. Það er líka alveg yfirgengilega vitlaust að greidd skulu sömu fasteigna- gjöld fyrir sams konar fasteign á landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðinu, þótt söluverð höfuð- borgarfasteignarinnar sé helm- ingi hærra, eða jafnvel meira. Ríkjandi sjávarútvegsstefna hefur einnig komið í veg fyrir að sjávar- fang berist á land og þar með er allt Ijárstreymi farið. Það verður ekkert íjárstreymi hér í þessum litlu plássum úti á landi nema gegnum fiskinn. Það er alveg morgunljóst. Sjálfstæðisflokkur- inn ber ekki einn ábyrgð á því, því þetta hefur verið stefnan síðan 1984 og síðan þá hafa allir flokk ar verið í ríkisstjórn nema Kvennalistinn. Stjórnmálamenn hafa hvorki afl né kjark til að breyta þessu og koma þessu í skynsamlegan farveg," segir Sig- fús Jónsson. - GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.