Dagur - 15.04.1999, Síða 5

Dagur - 15.04.1999, Síða 5
-»S*<>!ÍSfT' FRÉTTIR ?eei il'ú4’K .ft ttu'o'K i'ý’iwiú'Irt - t FIMMTVDAGUR 1S. APRÍL 1999 - S Milljónákostnaðiir í súginn hjá Kísiliðju? Rekstur Kísiliðjunnar er á núiii sem stendur. Iðnaðarráöherra seg- ist hafa haft efasemd- ir um nýja vinnsluað- ferð Kísiliðjunnar vegna miMls kostnað- ar. Ólíklegt er að óbreyttu að ný vinnsluaðferð við kísilgúrnám úr Mývatni, svokallaður undan- skurður, muni verða að veru- leika. Verulegum fjármunum og vinnu hefur verið varið í þróun búnaðarins, en í ársskýrslu Kísil- iðjunnar segir: „Við ítarlega skoðun á nýrri aðferð við að vinna kísilgúr úr Mývatni hefur komið í ljós að nokkur óvissa er um hvort hún muni standa und- ir þeim væntingum sem til henn- ar eru gerðar. I fyrsta lagi er óvíst hvort dæling verði möguleg í stíf- um vindi. I öðru Iagi er óvíst hvort fyrirtækið standi undir þeim miklu fjárfestingum sem væru samfara nýju tækninni. Síðast en ekki síst er óljóst hvort nýja aðferðin sé umhverfisvænni en gamla dælingaraðferðin." Gamla leiðin áfrain Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Gunnar Örn Gunnarsson, segir að af þessum sökum verði nú í enn auknum mæli lögð áhersla á skoðun gömlu vinnslutækninnar. Sú vinna tengist mjög gerð um- hverfismats sem verkfræðistofan Flönnun vinnur nú að. „Við höf- um skoðað hvaða umhverfis- þættir hafa í raun slegið gömlu vinnsluaðferðina út af laginu. Þar var talað um setflutninga og annað, en í raun og veru fékk hvorki Kísiliðjan né aðrir tæki- færi til að mótmæla þessu þegar skýrslur komu út árið 1993. Við leggjum ekki árar í bát. Eftir því sem ég kanna betur þær forsend- ur sem liggja að baki því að menn viija loka þessu fyrirtæki, finnst mér þeim fara mjög fækk- andi með hverju árinu," segir Gunnar Örn. Stækkun vinnslusvæðis á dagskrá Með undanskurði var áætlað að taka miðlagið úr vatnsbotni Mý- vatns en láta bæði yfirborð og grunnlag óhreyft. Lítur Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra þannig á að nýja niðurstaðan hafi stytt líftíma verksmiðjunnar verulega? „Nei. Eg tel að við eig- um að kanna tii hlítar þessa und- anskurðarleið en ég hef verið vantrúaður á að hún gæti heppn- ast vegna mikils kostnaðar. I öðru lagi tel ég að við eigum að leita leiða til að stækka vinnslu- svæðið í Ytri-Flóa i sátt við Nátt- úruvernd ríkisins. I þriðja lagi tel ég rétt að kanna hvort ekki sé hægt að koma upp annarri at- vinnustarfsemi í tengslum við Kísiliðjuna." Kisilduftið skoðað Með þessu á ráðherra við hug- myndir um kísilduftvinnslu en framundan eru \iðræður milli stjórnarformanns Kísiliðju og ráðuneytisstjóra við erlent fyrir- tæki sem hefur sjmt kísildufti í Mývatnssveit áhuga. Ráðherra segir þó að þessi vinna sé aðeins á frumstigi en hvort tveggja geti komið til: Að halda tvíhliða starf- semi áfram eða þá aðeins vinnslu kísildufts ef ekki náist sátt um annað. Námaleyfi Kísiliðjunnar í Ytri Flóa Mývatns rennur út árið 2010. Hins vegar er hráefni á þrotum innan 3-5 ára og því rennur sandurinn hratt í tímaglasinu. Gunnar Örn segist verða mjög óhress ef skipta á út kísilgúrvinnslunni fyrir kísilduft- ið, en samhliða rekstur væri æskilegur. „Eg tel að það yrði mikið slys ef fyrirtækinu verður Iokað á þeim forsendum að það hafi óæskileg áhrif á lífríki Mý- vatns,“ segir Gunnar Örn. Ánúlli Aðalfundur var haldinn í Kísiliðj- unni sl. þriðjudag. Þar kom fram að 25.734 tonn voru framleidd af fullunnum kísilgúr í fyrra sem er um 1.748 tonnum minni framleiðsla en 1997 eða sem nemur 6,4%. Utflutningur á ár- inu nam 25.719 tonnum, sem er minna en síðustu þrjú ár og er 1.075 tonnum minni sala en 1997 eða 4,1%. Innanlandssala var 36 tonn sem er 5 tonnum meira en 1997 en 5 tonnum minna en meðaltal síðustu 10 ára. Birgðir voru miklar allt árið eða að meðaltali 3.220 tonn, sem er um 43% meira en 1997. Hreinn hagnaður eftir skatta nam 156 þúsundum króna. Hreinn hagnaður ársins 1997 var 26,1 milljón króna eða 5,4% af tekjum þess árs. Akveðið var að greiða engan arð að þessu sinni. - BÞ SÁÁ hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni bætur. SÁÁ borgi bætur SÁA hefur í héraðsdómi verið dæmt til að greiða Þorkeli Ragn- arssyni, fyrrum meðferðarfull- trúa hjá samtökunum, 600 þús- und króna skaðabætur vegna uppsagnar sem úrskurðuð var ólögmæt. Framkvæmdastjóri SAA sagði honum upp vegna persónulegra samskipta við konu sem framkvæmdastjórinn taldi að væri enn í meðferð, en dómarinn taldi að svo væri ekki. Þorkell krafðist 3,5 milljóna króna skaðabóta auk 300 þús- und króna miskabóta. Hann var meðferðarfulltrúi frá vori 1995 og var ráðinn ótímabundið þar til honum var sagt upp með bréfi í febrúar 1998. Theodór S. Halldórsson framkvæmdastjóri SAA vísaði þar til siðareglna og bar á Þorkel að hafa átt í per- sónulegum samskiptum við konu sem væri í meðferð, en bann væri Iagt við slfku. Þorkell bar hins vegar að þau hefðu ver- ið góðir vinir, að meðferð henn- ar hefði verið lokið tveimur árum áður en þau kynntust, að hann hefði ekki verið áminntur samkvæmt lögum og ekki fengið að njóta andmælaréttar. Uppsögnin taldist ólögmæt þar sem Þorkell var ekki áminnt- ur og fékk ekki að tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. — FÞG MiMI ábyrgð að aðhafast ekkert Halldór Ásgrímsson utanríMsráðherra svarar gagnrýni tveggja presta á loft- árásimar á Halkan skaga og segir þá verða að benda á lausnir á þjáningum fólks í Kosóvó um leið og þeir gagnrýna. Prestarnir séra Geir Waage og Torfi Stefán Hjaltalín skrifuðu í gær greinar í Mbl. og Dag, þar sem Geir gagnrýnir harðlega ís- lensk stjórnvöld og NATO fyrir loftárásirnar á Balkanskaga en séra Torfi gagnrýnir kirkjuna fyr- ir aðgerðarleysi og að mótmæla ekki loftárásunum. Séra Geir Waage segir meðal annars: „Eg skora á alla Islend- inga að knýja leiðtoga vora til að Ieggjast á forystu NATO og stöðva ósiðlegan og ólögmætan hernað vesturveldanna á Balkanskaga áður en þetta einka- framtak hins nýja eðlisbreytta hernaðarbandalags kveikir nýjan heimsófrið í álfunni." Halldór Ásgrímsson, utanríkisráö- herra. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var inntur álits á þess- ari hörðu áskorun og þeirri for- dæmingu á loftárásunum á Balkanskaga, sem kemur fram í greinum prestanna tveggja. Að aðhafast ekki er ábyrgð „Það að taka ekki afstöðu er af- staða út af fyrir sig. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það að aðhafast í þessu máli felur í sér ábyrgð. Þeir sem skrifa með þessum hætti verða líka að gera sér grein fyrir því að það að að- hafast ekki neitt er jafnframt mikil ábyrgð. Ef Evrópa vill Iáta Milosevic komast upp með það að fara með hernað gegn sinni eigin þjóð, þá er það mikil ábyrgð. Það sem þarna liggur til grundvallar eru mannúðarsjón- armið og mannréttindasjónar- mið gagnvart því fólki sem verð- ur fyrir árásinni. Það liggur alveg ljóst fyrir að Milosevic hefur ver- ið að skipuleggja þennan hernað gegn fólkinu mánuðum saman. Ef ætti að gagnrýna NATO fyrir eitthvað þá væri það að hafa sýnt þessum einræðisherra allt of mikla þolinmæði og langlundar- geð,“ segir Halldór. Hann bendir á að búið hafi verið að reyna samningaleiðina mánuðum saman. Það hafi svo komið í ljós að ekki hafi verið hægt að eiga við þetta ástand nema með því að grípa til að- gerða. „Þeir sem gagnrýna nú loft- árásirnar verði að benda á með hvað hætti þeir vilja standa við bakið á fólki í Kosovo, sem Milosovdc og hans menn myrða, misþyrma og nauðga með hræði- Iegum hætti,“ segir Halldór Ás- grímsson. — S.DÓR Steingrímnr sterkari SamíylMngu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur njóta svipaðs fylgis á Norður- landi eystra fýrir næstu alþingiskosn- ingar ef marka má nýja skoðanakönn- un Gallup sem birt var í Ríkisútvarp- inu í gær. Framsóknarflokkurinn fær 32% en Sjálfstæðisflokkurinn 29,9%. Hins vegar nýtur VG-framboð Stein- gríms J. Sigfússonar mikils fylgis. Steingrímur fær 18,6% eða meira en Samfylkingin sem fær 18,2%. Frjáls- lyndir fá 1,3%. Könnunin var gerð 9.-13. apríl og myndi niðurstaðan þýða að sjálfstæð- ismenn fengju aðeins einn kjör- dæmakjörinn mann. Valgerður Sverr- isdóttir, Framsóknarflokki, yrði 1. þingmaður, Halldór Blöndal (D) 2., Steingrímur J. Sigfússon (VG) 3., Svanfríður Jónasdóttir (S) 4. og Daníel Árnason (B) 5. Mjög lítið vantar þó upp á að sjálfstæðismenn stælu 5. manni framsóknar og Tómas Ingi Olrich tryggði sér setu áfram á þingi. Athygli velur að ríflega 46% þeirra sem kusu Alþýðubandalagið síð- ast segja kjósa VG núna en aðeins 32% Samfykinguna. Um 60% stuðningur er við ríkisstjórnina. 10-15% Samfýlkingarsinna eru þar á meðal og fjórðungur stuðningsmanna VG. - BÞ Steingrímur J. Sigfússon má vel við una samkvæmt könnun Gallup á Norðurlandi eystra. Svavar ekki skipaðnr í skyndi Utanríkisráðuneytið sendi irá sér fréttatilkynningu í gær vegna frétt- ar DV um skipan Svavars Gestssonar sem aðalræðismanns Islands í Winnipeg. Þar segir m.a. að fullt samráð hafi verið haft \ið stjórnvöld í Kanada um skipanina og Svavar hafi ekki verið skipaður í skyndi eins og sagt var í fréttinni. Mikil ánægja er sögð ríkja með skipun sér- staks sendierindreka í Kanada.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.