Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 FRÉTTIR Líkur á stórfelld- imt kalskemindum Hundruð hektara í hættu í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. SamfeUd sveHalög í vetur. Bændur hafa engin ráð. Mikil snjóalög eru enn víða um land og þá einkum norðan til. Því bendir margt til að náttúran muni taka við sér í seinna lagi í ár, nema hlýindi næstu vikur, verði því meiri. Fuglalíf er ekki talið enn í neinni hættu, en náttúru- fræðingar hafa áhyggjur af kal- skemmdum sem talið er jafnvel að geti orðið stórvægilegar á Norðurlandi. Bjarni Guðleifsson, náttúrufræðing- ur á Möðruvöllum í Eyjafirði, hefur metið líkurnar á kali á Norðurlandi: „Það er alvarlegast í sambandi við tíð- arfarið að undanförnu að það er útlit fyrir talsverðar kalskemmdir í vor. Alltaf annað slagið hafa komið hlákur í vetur og hlaupið í svell. Undir snjónum eru víða talsverð svellalög, allt frá Skagafirði og austur í Suður-Þingeyjar- sýslu en mér er ekki kunnugt um ástandið á Iandinu í heild,“ segir Bjarni. Hann segir að svæðið sem um ræðir geti mælst í hundruðum hektara. I Skagafirði sé ástandið verst út með firðinum að austanverðu. Þar hafi svell víða legið mjög lengi eða allt frá í fyrra- haust og á vissum svæðum Eyjaíjarðar og austur undir Húsavík séu einnig blikur á lofti. Engin ráð Það verður ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní sem vissa fæst í þessum efnum en hvaða ráð hafa þeir bændur sem verða fyrir kali? „Engin. Þetta eru náttúruhamfarir og menn verða annað hvort að rækta grænfóður eða fara á næstu bæi eða eyðibýli og heyja,“ segir Bjarni. Bjargráðasjóður mun eftir at- vikum bæta að einhverju Ieyti tjónið en úthlutanir sjóðsins geta dregist. Varðandi snjóalög í Eyjafirði núna, segir Bjarni að ástandið sé langt í frá að vera einstætt. Sem dæmi hafi miklu meiri snjór verið á þessum árstíma vor- ið 1995 og telur Bjarni ágætar líkur á að jurta- og fuglalíf verði með eðlileg- um hætti almennt. Hugsanlegt sé þó að tijágróður hafi skemmst nokkuð í vetur vegna snjóa. — BÞ Eitthvað munu samskipti Margrétar Frímannsdóttur og Össurar Skarphéðinssonar hafa verið stirð að undanfömu, en nú á að bæta úr því. Þau hafa sam- þykkt að mæta bæði og halda ávörp á stofnfundi ungliðafélags Samfylkingarinnar á Suðurlandi í HM-kaffx á Selfossi í kvöld og þar er þess vænst að þau faili í faðma um leið og Heimir Már Pétursson ræðir á léttu nótunum um stöðu samkynhneigðra. Um kvöldið ætla síðan allir að fara saman á dansleik að Inghóli... Lögmamia- og dómarafélagið ætla að halda málþing á þingvöllum 4. júní næstkomandi og hafa jafn- ræðisregluna sem þema þingsins. Svo ætla þeir að fá Sigurð Iíndal lagaprófessor til að leiða göngu um Þingvallasvæðið og lögmenn í allan samileik um sögustaðinn. í því sambandi vara ábyrgir menn stéttarbræður sína við. „Betra er þannig að hafa hentugan skófatnað í það mhmsta með, svo forða megi pinnahælunum og Iioydsskónum við náinni snertingu við náttúruleg jarðefni," segir í Lög- mannablaðinu. í pottinuin fögnuðu menn því þó að leiðin sé öll malbikuð austur, því annars myndi safn- ast óþarflega mikið af náttúmlegu iyki á j eppana... I heita pottinmn tala mcnn nú um „Njálu hina nýju“. Þessi Njála gerist í kosningabarátt- unni þessa dagana og má rekja upphaf hennar til þess að Guðni Ágústsson þingmaður sagðist vcra eins og Gunnar á Hhðar- enda og biygði hvorki við sár né bana, eftir að hafa farið á hópefli- námskeið hjá Framsóknar- flokknum. Njálannýjaerþómjögfrábrugðinþeirri gömlu, enda er hinn nýi Gunnar á Hhðarenda eng- inn fóstbróðir núverandi bónda á Bergþórs^ hvoli... Guðni Ágústsson. FR É T TA VIÐTALIÐ Krístján Jóhannsson tenórsöngvari, sem syttgja mun á Akureyri og Egilsstöðum um næstu mánaðamót. Kristjáti Jóhantisson hejur aðundanfömu veriðað syngja við ópemna í Vín, titilhlutverk í ópemnni Othello, við jráhærarviðtök- ur, en hannferþangað aftur í haust og vorið 2000. > Tekur meira á að syngja heima Kristján er nú staddur heima á Ítalíu en síð- an tekur við hlutverk f Othello eftir Guiseppe Verdi við óperuna í Hamborg og síðan Turandot eftir Puccini. Árið 2001 syngur Kristján Jóhannsson II Trovatore í Vínarborg, á 100 ára ártíð Verdis. „Eg á síðan eftir Turandot í Hamborg, debut í frönsku óperunni, Samson og Dahl- ia eftir Saint-Saéns f sumar í Feneyjum en ég hef áður sungið þar. I júlí og ágúst tek ég þátt í Puccini-festival í borginni Lucca, sem er fæðingarstaður tónskáldsins Puccini. Þetta festival er á hverju sumri og undir ber- um himni. Þar hef ég verið áður og það er ekki svo slæmt að syngja þarna þó undir berum himni sé því sviðið er byggt í skeifu með skerma að baki. Það er auðvitað tekinn áhætta með að syngja undir berum himni því það getur rignt, og þá alveg hellirignt með þrumum og eldingum. Það hefur stundum farið að rigna eftir um hálftíma söng, þá er gert hlé, síðan byrjað aftur, og •aftur^ rignir þánnig- að þettai getur staðið fram undir morgun. Þetta hefur stundum byrjað klukkan níu að kvöldi og staðið til 2 eða 3 að nóttunni. Um þetta gilda ákveðnar reglur, t.d. að ef ekki næst heill þáttur þá erum við einsöngvararnir skuldbundnir til að bíða þar til tekist hefur að syngja heilan þátt. En hljóðfæraleikarnir hlaupa sem fæt- ur toga í skjól með hljóðfærin. En þetta get- ur verið mjög rómantískt umhverfi í 30 stiga hita og undir stjörnubjörtum himni." - Er alltaf troðfullt á þessari útihátíð? „Já, um 20 þúsund manns á hveiju kvöldi, og komast færri að en vilja en sumir hafa pantað sæti með ársfyrirvara. Miðinn kostar um 15 þúsund krónur eða svipað verð og í óperuhúsin í Evrópu, og finnst engum mik- ið.“ - Þú ert að Itoma og syngja í þínum heimahæ með Karlaliór Akureyrar - Geysi. Er það alltafjafn gaman? „Það er bæði mjög kærkomið og ailt öðru- vísi, en ekki endilega einfaldara og tekur jafnveUmeirauá Jjví mann langar tíl að géra' ennþá betur heima. Ekki síst vegna þess að í salnum verða margir ættingjar, sem ekki eru síst krítískir á mína frammistöðu. Það verður einnig mjög gaman að syngja með bræðrum mínum og frændum. Ég söng síð- ast með karlakór á Akureyri 1974 svo ég á eflaust eftir að salcna margra góðra karla þegar ég lít yfir hópinn." - En hvenær mega íslendingar eiga von á aðfá að hlusta á þig aftur hérlendis? „Á aldamótaárinu eru fyrirhugaðar tvær uppákomur í Reykjavík, sem þá verður menningarborg Evrópu. Þá mun ég syngja konsert í apríllok með Sinfóníuhljómsveit íslands og síðan sálumessuna Requiem eft- ir Guiseppe Verdi á Listahátíð í Reykjavík í lok júnímánaðar. Það hefur ekki verið skrif- að undir neinn samning ennþá, enda ís- lendingar ekki mjög skipulagðir í þessum málum. Hér úti er allt skipulagt tvö og jafn- vel þrjú ár fram í tímann, og þykir ekki til- tökumál." _ gg ■j-iapni'>! Uíj'íz ''fíiiiwl „þlaíríiöl,! ín; í, av;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.