Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 10
10- MIBVIKVDAGUR 21. APRÍL 1999 SMÁAUGLÝSINGAR Kartöflur__________________________ Höfum til sölu kartöfluútsæði. Kartöflusalan ehf., Óseyri 2, Akureyri, sími 462 5800. Hey til sölu Til sölu vel verkað hey í litlum rúllum. Upplýsingar í síma 566-7007 eða 854-9507. Fundir □ Rún 5999042119 M Gisting í Danmörku Bjóðum gistingu í rúmgóðum herbergjum á gömlum bóndabæ aðeins um 6 km frá Billund flugvelli og Legolandi. Uppbúin rúm og morgunverður. Upplýsingar og pantanir gefa Bryndís og Bjarni í síma (0045) 75 88 57 18 eða 20 33 57 18. Fax 75 88 57 19. E-mail bjons- son@get2net.dk. www.come.to/billund. Pantið tímanlega. Ökukennsla_________________________ Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari Þingvallastræti 18 heimasími 462 3837, GSM 893 3440. Kirkjustarf ______________________ Glerárkirkja Akureyri Hádegissamvera í kirkjunni á miðvikudögum kl. 12-13. Léttur málsverður á eftir. Akureyrarkirkja Mömmumorgnar í Safnaðarheimilinu milli ki 10-12. Bægisárkirkja Hátíðarguðs)3jónusta verður I Bægisárkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 14.00. Kór kirkju- nnar syngur. Organisti Birgir Helgason. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Hjalti Þórhallsson, Staðarbakka, Hörgárdal. Sóknarprestur. Annað_________________________ Minningarkort um Einar Benediktsson frá Stöðvarfirði fást hjá Kristrúnu Bergsveins- dóttur, Höfðahlíð 14, Akureyri. Minningarkort Slysavarnafélags íslands fást á skrifstofu félagsins. Kortin eru send bæði innanlands og utan og hægt er að styrkja hvaða björgunarsveit eða slysa- varnasveit innan félagsins. Gíró- og greiðslukortaþjónusta. Slysavarnafélag Is- lands, Grandagarði 14, sími 562-7000. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju, Blómabúðinni Akri og Bókvali. Minningar- og tækifæriskort Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna fást hjá fé- laginu I síma 588 7555. Enn fremur hjá Garðsapóteki, sími 568 0990, og víðar um land. Minningarkort Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum, fást I síma 553 2288 og hjá Body Shop, sími 588 7299 (Kringlan)/561 7299 (Laugavegur 51). Minningarkort Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis eru seld á eftirtöldum stöðum: Blómabúðinni Akri, Blómabúð Ak- ureyrar, Blómavali, Bókabúð Jónasar, Bók- vali, Möppudýrinu og Islandspósti. AL-ANON Samtök ættingja og vina alkohólista. Er áfengi vandamál I þinni fjölskyldu? Ef svo er getur þú í gegnum samtökin: - Hitt aðra sem glíma við samskonar vandamál - byggt upp sjálfstraust þitt. - bætt ástandið innan fjölskyldunnar. - fundið betri líðan Fundarstaður: AA húsið, Strandgötu 21, Akureyri, sími 462 2373. Fundir í Al-Anon deildum eru: Miðvikudaga kl. 21.00 og laugardaga kl. 11.00 (nýliðar boðnir velkomnir kl. 10.30) DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Kjörskrár vegna alþingis- kosninga Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugar- daginn 8. maí 1999 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 28. apríl 1999. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. apríl 1999. Furðublóm í fjöllum Kína Laugardaginn 24. apríl kl. 16.00 verður fræðslufundur í Græna hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. Davíð Hjálmar Haraldsson segir í máli og myndum frá blómaskoðun í Himalajafjöllum í Yunnan í Kína. Ókeypis aðgangur. Garðyrkjufélag Akureyrar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR MELSTAÐ, frá Hallgilsstöðum, Hörgárdal. Áður til heimilis að Lönguhlíð 8, Akureyri, er lést fimmtudaginn 15. apríl verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. apríl 1999 kl. 10.00 fyrir hádegi. Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristján Pétursson, Pétur Ólafsson, Helga Ingólfsdóttir, Þorbergur Ólafsson, Ágústa Ólafsdóttir, Guðmundur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ferð í Baugasel Feröafélagið Hörgur efnir til gönguferðar í Baugasel í Barkárdal á morgun, Sumardaginn fyrsta. Leiðin er um 7 kílómetrar hvora leið. Menn geta gengið á skíðum, eða klofað snjóinn laus- fóta (og auðvitað geta menn reynt sig á vélsleð- um eða jeppum). Hittumst við Baug í Hörgárdal kl. 12. Allir eru vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Hafið með nesti og klæðið ykkur í samræmi við veður. Upplýsingar hjá Bjarna í síma 462-6824. Ferðafélagið Hörgur Stjórnarkjör Eining - Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti varðandi kjör stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 1999/2000 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.* Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðun- armönnum og einum til vara eða tillögur um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðs- lista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 28. apríl 1999. Akureyri 19. apríl 1999. Stjórnir Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju félags verksmiðjufólks. * Samkvæmt lögum hins sameinaða félags. - Miðvikud. 21. apríl kl.20 - Föstud. 23. apríl kl.20 - Laugard. 24. apríl kl.20 - Föstud. 30. apríl kl.20 - Laugard. 1. maí kl.20 Allar sýningar seldust upp! Þess vegna komum við aftur. - Sunnud. 2. maí. kl. 12.00 - Sunnud. 2. maí. kl. 15.00 - Sunnud. 2. maí. kl. 18.00 Miðasala: 462-1400 Miðasalan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13-17 og fram að sýningu sýningardaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.