Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 9
MIDVIKVDAGUR 21. APRÍL 1999 - 9 FRÉTTIR imreka rðar stöðu fjölskytdunnar. skylduna með því að auka barna- bætur og við teljum að það myndi bæta hag fjölskyldunnar að gera meðlög frádráttarbær til skatts, þannig að foreldrið sem ekki er með forræði, standi réttar og betur að vígi og geti veitt meiri og betri stuðning við barnið sitt þótt hann sé ekki með forræðið. Eg tel af- skaplega mikilvægt fyrir börn að eiga báða foreldra að. Þá er það al- veg ljóst að við viljum afnema tekjutengingu barnabótanna," seg- ir Valdimar Jóhannesson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Hann segir að Lýðræðisflokkur- inn vilji auka frelsi og réttlæti í þjóðfélaginu og það mvndi að sjálfsögðu efla hag fjölskyldna í landinu. Það sé mikilvægt að for- eldrar geti alið börnin sín upp í þeirri vissu að bér sé réttlátt og gott þjóðfélag, þar sem jafnrétti, jafnræði og frelsi til athafna ríkir hvort sem börn fæðast með silfur- skeið eða plastskeið í munninum. „Við leggjum til að jafnréttis- fræðsla verði skyldunámsgrein í skólum. Slfk fræðsla myndi styrkja fjölskylduna. Sjálfur er ég mikill áhugamaður um uppeldismál. Eg tel að mikið af því sem þar skiptir náli sé hugarfar, að fólk sé með rétt hugarfar gagnvart börnunum sínum,“ segir Valdimar Jóhannes- son. Að afnema fátækt „Við í Húmanistaflokknum teljum að engin manneskja sé til sem ekki telst vera fjölskylda. Það er ekki hægt að útiloka neinn frá því að vera fjölskylda þótt hann sé einn. Hann telst bara eins manns fjöl- skylda. Ut frá þessu séð teljum við brýnasta Ijölskyldumálið að rétta hlut þeirra 30 þúsund einstaklinga hér á Iandi sem búa við fátækt, verða að lifa undir fátæktarmörk- um. Þeirri sáru neyð verður að aflétta," segir Júlíus Valdimarsson, odd\dti Húmanistaflokksins. Hann segir að annað brýnt úr- lausnarefni sé sú mikla skulda- söfnun sem venjuleg heimili hafa lent í vegna þess mikla neyslu- kapphlaups sem ríkir hér á landi. Þetta leiði til þess að einn stærsti útgjaldaliður fjölskyldna hér á landi séu okun ext ir af hvers konar skyndilánum og kortalánum. Þess vegna sé það mikið hagsmunamál almennings að vextir verði stórlega lækkaðir. Það ætti að vera mögu- legt rniðað við gríðarlégan hagnað 'jármálastofnána. „En fyrst og f’remst verður að aflétta þeirri neyð sem gamla fólk- ið býr við og þær þúsundir sem lifa undir fátæktarmörkum. Ég vildi aldrei framar þurfa að hlusra á lýs- mgar eins og þær sem ..kaupmað- ur á horninu" sagði mér fyrir nokkru um það hvernig þetta iólk dregur fram lífið á AB mjölk og einu epíi eða AB mjólk og fáeinum rúsínum. Þetta er smánarblettur á bjóöfélaginu," segir Júlíus Valdi- marsson. Róbert Guðfinnsson stjórnarformaður SH (t. v.] á aðalfundi SH. Samtökin hafa nú ráðið forstjóra en nokkuð er síðan Friðrik Pálsson lét afþví starfi. Giumar Svavarsson í forstjórastól SH Tilvist stórra sölu- samtaka eins og SH á fuUan rétt á sér en Gunnar Svavarsson hefur verið ráðinn forstjóri SH, og mun hann þegar í næstu viku hafa þar einhverja viðveru en ekki er ljóst hvenær hann fær sig lausan úr núverandi starfi svo einhver skörun verður á þessum störf- um. SH er stærsta fyrirtæki landsins hvað veltu varðar, en hún nam 33,6 milljörðum króna á árinu 1998. Gunnar er 47 ára gamall, viðskiptafræðingur frá HÍ 1975 og hóf þá störf hjá Hampiðjunni. Hann varð síðan fjármálastjóri fyrirtækisins og síðan forstjóri frá árinu 1984. Gunnar segir að hann hafi ekki áður starfað að fisksölumálum nema sem stjórnarmaður í Granda og Þormóði ramma-Sæ- bergi þó starf hans hjá Hampiðj- Gunnar Svavarsson. unni hafi tengst mörgum sömu aðilum og sé að mörgu leyti tengt sama heimi í atvinnulífinu. Hann mun segja sig úr stjórnum áðurnefndra útgerða. Þessu starfi mun jj'lgja stjórn- arformennska í dótt urfyrirtækj- urn SH. Þýðir það að þtn viðvera verður nokkuð stopul ú köflum? „Já, nokkuð, en auðvitað munu framkvæmdastjórar dótt- urfyrirtækjanna einnig koma hingað til lands og stjórnirnar verða fámennari en verið hefur. Það verður því vonandi þegar til lengri tíma er litið sanngjörn kvótaskipting á ferðalögum,“ segir Gunnar Svavarsson. Töluverðar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um satnþjöppun eða breytingar á sölukerft fiskaf- urða. Telurðu að SH sé að aðlaga sig að þessari þróun að spyma gegn Itenni og halda t sína við- skiptavini en nýlega missti SH viðskiptin við Mecklenburger Hochseeftscherei í Rostock? „Þessi þróun hófst fyrir nokkru, m.a. með stækkun fyrir- tækjanna, eflingu þeirra og betra viðskiptaumhverfi. Við erum að horfa á miklu sterkari sjávarút- vegsfyrirtæki en áður, m.a. vegna bættra samgangna og fjarskipta og það er verið að breyta félög- um úr samlagsfélögum t hrein- ræktuð hlutafélög. Tilvist stórra sölusamtaka eins og SH á fullan rétt á sér en það er þekkt út um allan heim að þar starfa fyrirtæki sem fyrst og fremst stunda markaðssetningu.“ Mun umræðan um sarnstarf eða jafnvel samruna SH og 1S fá byr undir báða vængi nú þegar þú tekur við starfi forstjóra SH, en einnig hafa orðið forstjóra- skipti hjá IS rneð tilkomu Finn- boga Jónssonar? „Það væri kjánalegt að tjá sig um það áður en ég hef kynnt mér nánar málavöxtu og gögn, en auðvitað er skynsamlegt að hafa samstarf milli aðila þegar það leiðir til góðs fyrir báða að- ila.“ - GG Framboðsfrestur Ákveðió hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um fulltrúa á 22. þing Landssambands íslenskra verzlunarmanna. Kiörnir veróa 53 fulltruar og jafn margir til vara. S.istar þurfa að hafa borist kjorstjórn á skrifstofu Verzlunarmannaíélags Reykjavíicur, í Húsi verslun- arinnar fyrir kl 12:00 á hádegi, mánudaginn 26. apríl nk. Kjörstjórn Verzlunarmannafélag Reykjavíkur það er þekkt út um allau lieiin að þar starfa fyrirtæki sem fyrst og fremst stirnda markaðssetningu, segir nýráðinn for- stjóri SH.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.