Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 4
4- MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 ro^ir FRÉTTIR INNLENT Ný Boeing 757-200 þota Flugleida Ný Boeing 757-200 þota bætist í flugflota Flugleiða í dag en áætlað er að vélin muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 16.30. Kaupin eru liður í viðamikilli endurnýjun og stækkun flugvélaflota félagsins en Flugleiðir eiga nú í fastri pöntun tvær sams konar vélar til viðbót- ar sem koma til afhendingar á næsta ári og árið 2003, sem og tvær stærri vélar, 757-300, sem koma munu 2001 og 2002. Allar flugvélar Flugleiða bera „dísar“ nöfn og við móttökuathöfn í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli mun eiginkona sam- gönguráðherra, frú Kristrún Eymundsdóttir, gefa nýju vélinni nafn. Vélin tekur allt að 189 farþega og uppfyllir ströngustu kröfur um ör- yggi og umhverfisþætti, þ.m.t. útblástur og hávaða. Drauntaheiniili fegurðardrottnmgar Sýningin Lífsstíll ‘99 verður halain í Laugardalshöll dagana 28.-30. apríl og verður yfirskrift hennar „glæsileiki og munaður“. A sýning- unni mun gestum gefast kostur á að skoða hvernig fegurstu konu Is- lands dreymir um að hafa heimili sitt. Hin nýkrýnda fegurðardrottn- ing íslands mun velja innanstokksmuni, húsgögn, rafmagns- og hljómflutningstæki auk alls tilheyrandi í draumastofuna, svefnher- bergið og baðherbergið og mun dvelja á þessu draumaheimili á með- an sýningin stendur. A sýningunni verður að finna ýmislegt er teng- ist lífsstíl, svo sem húsgögn, innréttingar, gjafavörur, fatnað, útivist- arvörur, glæsibifreiðar og margt fleira. Fjölbreyttur Dagur uuihverfis Fjölbreytt dagskrá verður víða um land á sunnudaginn kemur, 25. apríl, í tilefni af Degi umhverfisins sem þá er. Umhverfisráðherra mun afhenda viðurkenningar ráðuneytis síns til fyrirtækja og fjöl- miðla í Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Víða um land verður síðan sérstök dagskrá af þessu tilefni, svo sem á Akranesi, í Arborg, á Egilsstöðum, á Hólmavík, í Hveragerði og Reykjavík. Þá hyggast samtökin Sól í Hvalfirði einnig efna til dagskrár þar sem kynnt verður umhverfisáætlun fyrir Hvalfjörð til næstu fimm ára. - SBS. Öldruðum verði tryggður lífeyrir Brýnt er að öldruðum verði tryggður nægilegur lífeyrir svo þeir geti við starfslok haldið virðingu og reisn í samfélaginu. Nauðsyn er að hækka grunnlífeyri verulega og hengja hann Iaunavísitölu. Einnig þarf að tryggja að tekjur annars makans hafi ekki áhrif á greiðslur til hans. Þetta segir meðal annars í ályktun frá fundi um málefni aldr- aðra sem haldinn var í Hnífsdal fyrr í vikunni. Töluverðar hyggmgaframkvæmdir á Hólmavíh Hafin er bygging nýrrar slökkviliðs- og Iögreglustöðvar á Hólmavík og verður hún tilbúin til notkunar í janúarmánuði 2000. Byggingin er samvinnuverkefni sveitarfélaganna sem standa að slökkviliðinu, þ.e. Kirkjubólshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps. Sveitar- félögin við Steingrímsíjörð hyggjast ráða á næstunni starfsmann sem á að leita nýrra atvinnutækifæra og styðja við atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Viðbygging við sjukrahús Einnig erunafnar rramkvæmdir vegna viðbyggingar við sjúkrahúsið á Hólmavík, um 360 fermetra bygging á tveimur hæðum, en sjúkra- húsið býr við mikinn húsnæðisskort og er eitt það Iakasta á Iandinu hvað það varðar. Eftir að viðbyggingin hefur verið tekin í notkun wrður sjúkrahúsið bæði dvalarheimili og sjúkrahús. SaltHskvinnsla hafin á Drangsnesi Einn aðili, Hólmadrangur, hefur hafið saltfiskvinnslu á Drangsnesi, en síðan er fiskurinn fluttur til Særoða á Hólmavík og hann metinn, markaðssettur, og pakkaður til útflutnings. Bolfiskvinnsla hefur leg- ið niðri um skeið vegna mikils rækjuafla en nú hefur hann dregist mikið saman og því er aftur farið að huga að bolfiskvinnslu. Bleikjueldi hafið að nýiu á Nauteyri Magnús Bragason að Ytra-Ósi hefur hafið að nýju bleikjueldi í keij- um að Nauteyri við ísafjarðardjúp með um 50 þúsund seyði. Stöðina keypti Magnús af Islaxi sem varð gjaldþrota. A jörðinni er heitt vatn sem nýtist við eldið og gerir reksturinn öruggari yfir vetrartímann. Stöðin ætti að geta framleitt um 70 tonn á ári og skapað um 3 störf. — GG Búið að samþykkkja viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf sveitarféiaga við Djúp. Samstarf sveitar- félaga við Djúp Oddviti Súðavíkur- hrepps, segist vera mjög opiuu fyrir sam- starfi við ísafjörð og Boliingarvík, en skil- yrði sé að það skili eiúhverjum ávinningi fyrir Súðavíkurhrepp. Tímamótafundur var haldinn á dögunum, en þá komu saman bæjarráð ísafjarðarbæjar og Bol- ungarvíkur og þar var samþykkt viljayfirlýsing um víðtækt sam- starf þessara sveitarfélaga auk þess sem gert er ráð fyrir að leita eftir samvinnu við Súðavíkur- hrepp. Komið verður á fót sam- starfsnefnd og ráðinn að verk- efninu ráðgjafi sem hefði það hlutverk fyrst um sinn að gera úttekt á þeim málaflokkum sem æskilegt væri að vinna saman að. Einnig er talið eðlilegt og sjálf- sagt að ráða að verkefninu að- komandi ráðgjafa svo hann yrði ekki bundinn verkefninu tilfinn- ingalegum böndum. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, segir að lengi hafi ver- ið rætt um þá málaflokka sem æskilegt væri að ganga til sam- starfs um. „Það er síðara tíma mál að ræða um sameiningu þessara sveitarfélaga en málaflokkarnir eru helst umhverfísmál og sam- eiginleg gjaldskrá fyrir sorp- hirðu, heilbrigðismál, safnamál en hér er m.a. Náttúrustofa Vest- ijarða, hafnasamlag, uppbygging knattsspyrnugrasvalla, golfvalla og skíðasvæða, samstarf félaga- samtaka og æskulýðsmiðstöðva, samstarf í vímuvarnamálum en hér er starfandi Vá-Vest, launa- mál kennara og sameiginlega út- rýmingu minka og refa. Þetta svæði er orðið eitt atvinnusvæði og því eðlilegt að horfa til þess í útboðum. Arangur samstarfsins mun ráða mestu um það hvort af sameiningu þessara sveitarfélaga verður, en verkefnið tekur a.m.k. tvö ár,“ segir Ólafur Kristjáns- son. Salvar Baldursson, bóndi í Vig- ur og oddviti Súðavíkurhrepps, segist vera mjög opinn fyrir sam- starfi við sveitarfélögin, en skil- yrði er að það skili einhverjum ávinningi fyrir Súðavíkurhrepp. Fjögur ár eru síðan Súðavíkur- hreppur sameinaðist tveimur hreppum við ísafjarðardjúp, og þvf er sameining ekki á dagskrá að sinni að mati Salvars Baldurs- sonar. — GG Verkalýó sforingj ar telja ESB hafa opnað dyr Sendmefnd ASI fékk þau skilaboð frá £mmu Bonino að sjáv- arutvegsstefna ESB útiloki ekki samning um aðild íslands. Slíkur samningur færi fyrir þjóðþing að- ildarríkjanna. Sjávarútvegsstefna ESB kemur ekki í veg fyrir aðild íslands, samkvæmt þva' sem fulltrúar ESB - með umboði frá Emmu Bonino - sögðu sendinefnd íslensku verkalýðshreyfingarinnar á fundi í Brussel á dögunum. Þessi óbeinu skilaboð framkvæmda- stjóra sjávarútvegsmála ESB eru þvert gegn yfírlýsingum stjórn- málamanna á íslandi um að að- ild að ESB komi ekki til greina að óbreyttri sjávarútvegsstefnu ESB. „Þetta opnar aðrar dyr,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, í samtali við Dag. „Eg hef lengi verið talsmaður þess að fara út í viðræður við ESB og tel Kristján Gunnarsson: „Davíð sting- ur þarna höfðinu í sandinn og er góður sem strútur" það ekki góð vinnubrögð að taka málið af dagskrá eins og forsæt- isráðherra hefur gert. Davíð stingur þarna höfðinu í sandinn og er góður sem strútur. Tals- menn ESB vörðu drjúgum tíma í að koma þvf á framfæri að þeir töluðu í umboði Emmu Bonino og þar með tel ég að nýr flötur hafi skapast í málinu," segir Kristján. Þyrfti ekki að breyta Rómar- sáttmála Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segist sammála því að samningsmögu- leikarnir séu uppi á borðinu mið- að við þessar yfirlýsingar, en dregur aðrar ályktanir en Krist- ján. „Möguleikarnir eru aðrir en stjórnmálamenn og embættis- menn hér á landi hafa talið okk- ur trú um, en þeir hafa sagt að til að ESB gæti samið við okkur um að halda sjávarútvegsmálunum aðskildum þyrfti að breyta Róm- arsáttmálanum. Staðreyndin er sú að slíkur samningur þyrfti að fara fyrir bæði ráðherraráð ESB og þjóðþing aðildarlandanna. Það breytir hins vegar ekki því mati mínu að ESB mun ásælast auðlindina okkar og að hún hlyti að verða skiptimynt í samninga- viðræðum. Eg tel þessar upplýs- ingar því ekki ýta undir viðræður, síður en svo, það er fullkomlega ótímabært," segir Sævar. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, var ekki í ferðinni og hafði í gær ekki fengið skýrslu um mál- ið. „Almennt er það stefna okkar að kynna okkur málefni ESB. Með því að afla okkur upplýs- inga getum við myndað okkur skoðun um það sem er að gerast hjá ESB og ferð þessarar sendi- nefndar er án efa gott innlegg í þá vinnu." — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.