Dagur - 21.04.1999, Side 7

Dagur - 21.04.1999, Side 7
o o o »- í í »1 o » * r w 11 •> » M - «\ ÞJÓÐMÁL MIDVIKUDAGVR 21. APRÍL 1999 - 7 Gerum j afiir éttishug sjónina að veruleika GUÐNÝ GUÐBJÖRNS- DÓTTIR alþingismaður Reykvíkinga skrifar Sem ung móðir kallaði ég eftir fjölskyldupólitik í blaðagrein árið 1980. Fjölskyldupólitík sem tæki mið af því að meirihluti kvenna væri úti á vinnumarkaðinum. Framboð á dagvistun fyrir börn var mjög takmarkað, skólarnir voru almennt tví- eða þrísetnir og fæðingarorlof var stutt og alfarið bundið við mæður. Þessi mál voru mikið rædd á meðal kvenna en stjórnmálaflokkarnir áttuðu sig ekki á kalli timans. Flokkarn- ir virtust gera ráð fyrir því ómögulega að konur væru sam- tímis heima að sinna börnum sínum og á vinnumarkaði. Arið 1982 urðu kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri til og Kvennalistinn ári síðar, ekki síst vegna óánægju með starf og stefnu stjórnmálaflokkanna í þessum málum. Síðan hefur margt gott gerst á þessu sviði, ekki síst stóraukið framboð á góðum leikskólum og einsetnum grunnskólum með sveigjanlegri viðveru eftir þörfum fjölskyldna. Samt er staðan þannig á Islandi nú að atvinnuþátttaka og vinnu- tími beggja foreldra er með því hæsta sem þekkist og fæðingar- tíðnin er há miðað við önnur lönd. Fjárframlög til barnabóta eða Qölskyldunnar almennt eru langlægst á Norðurlöndum og langlægst á Evrópska efnahags- svæðinu til félagsmála. Ekki er einu sinni viðunandi þjónusta fyrir geðveil börn eða unga fíkni- efnaneytendur, eins Bamageð- deildin, Barnaverndarstofa og dugmiklir foreldrar þessara bama hafa bent á. Það er í raun með ólíkindum að staðan sé svo slæm í einu mesta góðæri þjóðar- búsins. Góðærið fer nefnilega til atvinnulífsins og sægreifanna en ekki til barnafjölskyldna almennt sem að auki búa við jaðarskatta þannig að aukin yfirvinna gefur lítið í aðra hönd. Þó að einstakir stjómmálaflokkar hafi áður sett fjölskylduna í fyrirrúm svona rétt fyrir kosningar, er þetta í fyrsta sinn sem málefni fjölskyldunnar virðast vera eitt aðalmál kosn- ingabaráttu til Alþingis. Þó að það sé vissulega löngu tímabært þá skulum við vona að þetta sé ekki af hræðslu við nútímann og afturhvarf til þess tíma sem „karlar voru karlar og konur voru konur“ í hefðbundnum kynhlut- verkum sem nú er loks að losna um sem betur fer. Samkvæmt nýlegri könnun um konur og at- vinnu sem birtist í tímaritinu Economist er því spáð að bætt samræming fjölskyldulífs og at- vinnulífs verði meginviðfangsefni stjórnmálanna í flestum Iöndum OECD við upphaf nýrrar aldar. Það er nú orðin almenn krafa m.a. frá verkalýðshreyfingunni bæði hér og í Evrópu yfirleitt að markviss fjölskyldustefna verði mótuð sem sé nútímaleg og í takt við þá staðreynd að bæði konur og karlar vilja fá tækifæri til að taka virkan þátt í fjölskyldulífi, atvinnulífi og við mótun samfé- Iagsins. Viðurkenna þurfi jafn- framt að fjölskyldur eru marg- breytilegar og allir einstaklingar þurfa viðeigandi þjónustu. Þjón- ustu sem hentar öllum heimil- um, óháð því hvort börnin eru heilbrigð eða með sérþarfir, hvort foreldrar eru einstæðir eða hjón eða hvort á heimilinu búa öryrkj- ar eða aldraðir. Jafnréttissmnuð og metnað- aifull fjölskyldustefna Samfylkingin áttar sig vel á þessu kalli tímans og vill móta heild- stæða Ijölskyldustefnu þar sem fyllsta tillit er tekið til ólíkra fjöl- skyldugerða. I Verkefnaskrá Samfylkingarinnar er tekið fram að ráðstafanir í skatta-, félags- og tryggingamálum eigi að taka mið af hagsmunum Qölskyldunnar og jafnrétti kynj- anna. Hér vil ég vekja athygli á þremur metnað- arfullum við- fangsefnum, sem snerta fjöl- skylduna og Samfylkingin hefur ákveðið að setja í forgang á næsta kjörtíma- bili, komist hún til áhrifa. Öll þau mál eru fyr- irbyggjandi og stuðla að mann- sæmandi fjöl- skyldulífi, en að sjálfsögðu ætlar Samfylkingin einnig að taka á ýmsum „vanda- málum“ fjöl- skyldunnar, hvort sem þau tengjast meðferð ungra vímuefnaneytenda, þjón- ustu við geðveil börn, sálfræði- ráðgjöf við fjölskyldur eða fræðslu t.d. vegna kynferðisof- beldis eða samkynhneigðar. Stórbætt fæðingarorlof og foreldraorlof Ætlunin ér að lengja fæðingaror- lof í 12 mánuði, sem foreldrar geta skipt með sér á sveigjanleg- an hátt á fullum launum. Feður fái sjálfstæðan rétt til 3 mánaða fæðingarorlofs en geti tekið allt að 6 mánuði. Þessi aðgerð er kostnaðarsöm en við teljum að sú fjárfesting skili sér margfalt fyrir þjóðfélagið i bættum frumtengls- um foreldra og barna. Það yrði mikið framfaraskref í jafnréttis- málum ef feður tækju fæðingar- orlof eins og mæður. Bæði fyrir jafnréttið á heimilinu og mögu- Ieika feðra til að kynnast börnum sínum í frumbernsku og fyrir konur á vinnumarkaði, sem oft eru taldar „áhættusamari" vinnu- kraftur en feður. Þessi munur yrði úr sögunni og það skiptir at- vinnurekendur ekki máli fjár- hagslega hvort það eru þeirra starfsmenn eða aðrir sem fara í fæðingarorlof, þar sem trygging- argjald er greitt vegna alls vinn- andi fólks. Samfylkingin vill að eftir fyrsta æviárið fái foreldrar rétt til að nýta sér foreldraorlof sem viðbót við fæðingarorlofið. Með því fæst réttur til aukinna Ijarvista frá vinnu til að sinna börnum upp að ákveðnum aldri. Nú er vandi foreldra oft mestur frá þeim tíma að fæðingarorlofi lýkur þar til Ieikskólinn tekur við um tveggja ára aldur. Þá vill Samfylkingin í samráði við sam- tök launafólks og atvinnurek- enda marka opinbera fjölskyldu- stefnu um styttan vinnutíma og aukinn sveigjanleika á vinnu- markaði. Réttlátar barnabætur Samfylkingin vill snúa af þeirri braut sem núverandi stjórnar- flokkar hafa verið á, nefnilega að stórlækka barnabætur með mik- illi tekjutengingu. Samfylkingin vill hækka ótekjutengdar barna- bætur og Ieggja í það 1600 millj- ónir á kjörtímahilinu. Þá vill Samfylkingin að foreldrar ung- linga að 18 ára aldri geti nýtt ónýttan persónuafslátt þeirra. Þetta getur þýtt eitt til tvö hund- ruð þúsund á ári fyrir foreldra framhaldsskólanema og dregur væntanlega úr að unglingar vinni óhóflega með námi, til að full- nýta persónuafsláttinn. Aftenging örorkubóta og elli- iífeyris við tekjur maka I verkefnaskrá Samfylkingarinn- ar segir skýrt að tekjutenging ör- orkubóta og ellilífeyris við tekjur maka verði afnumin. Þetta er mjög mikilvægt jafnréttis- og jafnræðismál og mun koma í veg fyrir að greiðslur almannatrygg- inga til aldraðra og öryrkja hækki eða lækki við það að hjúskapar- staða breytist. Að auki verður tryggt að bætur almannatrygg- inga til aldraðra og öryrkja fylgi almennum launahækkunum og fyrirhugað er að gera nýjan samning um afkomutryggingu þannig að enginn þurfi að una fátækt og óvissu um kjör sín. I jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem samþykkt var árið 1995 seg- ir að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti. Kon- ur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna". Orðalagið „stöðu að öðru leyti“ hefur verið túlkað þannig að hjú- skaparstaða flokkist þar undir. Meðal annars þess vegna hefur það sætt vaxandi gagnrýni að tengja örorkubætur og ellilífeyri við tekjur maka eins og hér hefur tíðkast, og margir vilja túlka það sem mannréttindabrot. Fjárframlög til barnabóta eða fjölskyldunnar almennt eru langlægst á Norðurlöndum og langlægst á Evrópska efnahagssvæðinu til félagsmála. Jafnrétti kynjanna í víðara samhengi I nútímaþjóðfélagi er ætlast til að bæði kynin séu virk í fjölskyldu- lífi, í atvinnulífi og við mótun samfélagsins. Simone de Beauvoir var líklega sannspá þeg- ar hún sagði um miðja öldina að konur myndu aldrei standa jafn- fætis körlum í þjóðfélaginu fyrr en þær hættu að líta á heimilis- störfin sem sitt aðalstarf. Nú bendir allt til að svo sé komið þar sem 80- 85% ís- lenskra kvenna eru á vinnu- markaði. Til að ná fram jafnri stöðu kynjanna í þjóðfélaginu þarf að gera ým- islegt á vinnu- markaðinum og í stjórnkerfinu, ekki síst að út- rýma hinum al- varlega launa- mun kynjanna. Þó að ein mikil- væg forsenda þess að kynin standi jafníætis á vinnumarkaði sé jafnrétti til fjölskylduá- byrgðar, til dæmis til fæð- ingarorlofs, þá er það ekki nóg. Jafnréttissjónar- miðin verða að ná til fjölskyldu- lífsins, vinnumarkaðarins og þjóðfélagsins almennt. Sam- fylkingin ætlar að gera öflugt átak í jafnréttismálum almennt, ekki síst á sviði jafnréttis kynj- anna. Samþætta á jafnréttismál- in inn í allar stjórnvaldsaðgerðir og alla málaflokka á markvissan hátt. I því skyni vill Samfylkingin styrkja stöðu jafnréttismála inn- an stjórnarráðsins, t.d. með stofnun tímabundins jafnréttis- ráðuneytis. Þá er ætlunin að setja ný jafnréttislög, og efla eft- irfylgni þeirra. Mikið skortir á að núgildandi Iög séu í takt við þróunina í jafnréttismálum og eftirfylgnin er óviðunandi. Það kom margoft fram á Alþingi und- anfarin ár. Frumvarp stjórnar- flokkanna til nýrra jafnréttislaga var framfaraskref. Um það var ekki eining í stjórnarflokkunum enda náði það ekki fram að ganga. I meðferð félagsmála- nefndar á því frumvarpi rann upp fyrir mér sú óþægilega staðreynd að lykilstofnanir eins og Vinnu- veitendasambandið \irðast ekki enn hafa sætt sig við að í Iandinu hafa verið í gildi jafnréttislög í rúm tuttugu ár. Það sýnir vel að stórátak er nauðsynlegt í þessum málaflokki ef árangur á að nást. Öflugt átak í jafnréttis- málum Samfylkingin telur að hvorki kyn- ferði né hjúskaparstaða eigi að hafa áhrif á möguleika fólks til menntunar, atvinnu eða annarrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þetta mun að sjálfsögðu einnig ná til Samfylkingarinnar sjálfrar og hennar starfa. I verkefnaskrá Samfylkingarinnar eru tiltekin nokkur verkefni og áhersluatriði á sviði jafnréttismála, sem ýmist kalla á breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. Afnám Iaunamis- réttis kynjanna er langbrýnasta verkefnið til að ná fram jafnrétti í reynd og þar getur hið opinbera sýnt gott fordæmi. Það mál teng- ist auðvitað kjarasamningum, viðhorfum til kynjanna, völdum, starfsmati og fjölmörgu öðru sem stjórnvöld geta haft áhrif á. Helstu áhersluatriði í jafn- réttismálum kynjanna sem tengjast atvinnulífinu eru eftir- farandi: - Styrkja stöðu jafnréttismúla í stjómkerfinu, t.d. með stofnun jafnréttisráðuneytis - opinber fyrirtæki og stofnanir geri jafnréttisáætlanir - jafnréttisfræðsla verði efld í skólum og fyrir ráðamenn og al- menning - hlutfall kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis- ins verði jafnað - markvisst verði unnið gegn kynferðisofbeldi með bættri lög- gjöf fræðslu, meðferð og stuðn- ingi við frjáls félagasamtök - störfverði metin með kynhlut- lausu starfsmati - kynin eigi sömu möguleika á hverskonar umbun í starfi. Því miður klúðraði Páll Péturs- son félagsmálaráðherra starfi yf- irstandandi kjörtímabils um kyn- hlutlaust starfsmat, með því að leysa upp nefndina sem vann að því áður en niðurstaða var feng- in. Því virðist það ótrúlega oft sem jafnréttisviljinn sé meiri í orði en á borði. Jafnréttissinnar velja S til sigurs þann 8. maí Þegar stefna Samfylkingarinnar í jafnréttis- og fjölskyldumálum kemst í framkvæmd, vonandi á næsta kjörtímabili, verður stór- stökk fram á við í jafnréttismál- um. Kostnaður við þessar að- gerðir er umtalsverður en hug- myndir um íjármögnun liggja fyr- ir. Þar er hvorki gert ráð fyrir óraunhæfum hag\æxti eins og framsóknarmenn virðast setja sem skilyrði fyrir sinni fjölskyldu- stefnu né því að hækka skatta á einstaklinga. Hugsjónir okkar samfylkingarsinna um jafnrétti í reynd hafa líklega aldrei verið nær því að verða að veruleika. Skýr og nútímaleg stefna í þess- um málaflokki hjá öflugu stjórn- málaafli sem setur málið í for- gang lofar góðu um framhaldið- ef kjöríýlgið verður gott. Valið þann 8. maí ætti því að vera auð- velt fjTÍr alla þá sem vilja aukið réttlæti í þjóðfélaginu, stórátak í velferðar- og menntamálum og jafnrétti kynjanna í reynd.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.