Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR 50.000 á guðsþjónustu í Belgrað JÚGÓSLAVÍA - 50.000 manns tóku þátt í guðsþjónustu í þágu frið- ar sem haldin var í Belgrað, höfuðborg Júgóslavíu, í gær. Pavle, patrí- arki serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, og Alexei II., patríarki rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, fluttu messuna í sameiningu. Alexei II. gerði sér sérstaka ferð til Júgóslavíu í gær til þess að taka þátt í messuhaldinu, og síðar um daginn fór hann á fund Slobodans Milos- evic, forseta Júgóslavíu. Alexei fordæmdi loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins og sagði þær lögleysu eina. Jeltsíu vill ekki Júgóslavíu í baudalag RÚSSLAND - Boris Jeltsín tók í gær af skarið og sagði enga ástæðu til að hraða ákvörðun um það hvort Júgóslavía verði tekin inn f ríkjabandalag Rússlands og Hvíta-Rússlands, eins og stjórnvöld í Júgóslavíu hafa óskað eftir. Varaði Jeítsín við því að flanað verði að neinu varðandi það og sagði jafnframt að gæta þyrfti þess að Rússland missi ekki tengsl sín við „forysturíki" heims. Hrylliugssögur frá Kosovo JÚGOSLAVIA - Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) skýrði frá því í gær að samkvæmt heimildum, sem taldar eru áreiðanlegar, hafi Serbar framið mannréttindabrot af verstu tegund á albönskum íbúum Kosovohéraðs. Fullyrt er að Albanir hafi verið skornir á háls, auk þess sem nef, fingur, hendur og fætur hafi verið skorin af fólki, og brjóst af konum. Þá skýrði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR) frá því að flóttamannastraumurinn frá Kosovo væri nær stöðvaður og virðist sem Serbar hafi snúið flóttafólkinu frá landamærunum. Ekkert er vitað hvað orðið hefur um tugþúsundi flóttamanna sem vitað var að voru á leiðinni til landamæranna. Þeir örfáu Kosovo-Albanir, sem komu yfir albönsku Iandamærin, skýrðu frá því að þeir hefðu nánast enga aðra flóttamenn séð á leiðinni til landamæranna. Boris Jeltsín. Washington í hers höndnm Miðborg Washington- horgar verður í raun lokað af öryggisástæð- iiiii vegna hálfrar ald- ar afmælis NATO á föstudag. Á morgun, föstudag, koma ráða- menn Atlantshafsbandalagsins (NATO) saman í Washington til þess að fagna hálfrar aldar afmæli samtakanna. Afmælið er haldið í skugga stríðsins í Júgóslavíu og verða öryggisráðstafanir meiri en áður hefur þekkst þar í borg. Ekki reiknað með því að ferða- menn leggi margir leið sfna til Washington í því skyni að fylgjast með afmælishátíðinni, því þangað verður engum hleypt inn sem óviðkomandi telst. Stór hluti mið- borgarinnar verður beinlínis lok- aður af og lögreglusveitir, sprengjuleitarsveitir og sérsveitir af ýmsu tagi verða áberandi. Vegna stríðsins í Kosovo var ákveðið að hætta við stóra úti- samkomu, en í staðinn hittast leiðtogar NATO-ríkjanna á fundi þar sem ástandið í Kosovo verður rætt. Þjónustustarfsemi af ýmsu tagi í miðborginni liggur niðri af ör- yggisástæðum. Meðal annars verður níu af söfnum Smithsoni- an-stofnunarinnar lokað á föstu- dag, en það heyrir til algerra und- antekninga því það er yfirleitt opið alla daga ársins, nema á jóla- dag. Þijú vinsælustu söfnin verða þó opin á föstudag, en það eru Flug- og geimferðasafnið, Nátt- úrusögusafnið og Bandaríska sögusafnið. Þá verður öllum skól- um í miðborginni Iokað. - GB 1 Vegna aukinna umsvifa óskar Kexsmiðj an ehf. eftir að ráða fólk til framtíðarstarfa Kexsmiðjati ehj. hóf statfsemi árið 1996 með framleiðslu á smákökum og piparkökum. I dag er framleiðslan um 45 tonn á mánuði, dreifikefið nær yfir allt landið og vöruúrvalið samanstendur m.a. af heilsukexi, súkkulaðikexi, snúðum, mófftns og súkkulaðibitakökum, auk upprunalegrarframleiðslu á smákökum og piparkökum. Framleiðsla okkar miðar að þvi bjóða kökur og kex, bakað eftir heimilisuppskriftum;gott og ríkulegt bragð úr bestu fáanlegu hráefnum. Nú óskum við eftir að ráða til starfa: • Bakara sem hefur áhuga á að taka þátt í framleiðslu og þróun gæðavöru. • Starfsfólk til framleiðslustarfa, jákvætt og reglusamt, sem hefur áhuga á aðtaka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Umsóknarfrestur ertil 23.4.1999. Frekari upplýsingar um störfin veitir Ingólfur Gísfason í síma 461 4000 smiðjan y Umsóknum skal skilað til: Kexsmiðjunnar ehf., Hvannavöllum 12 Pósthólf 326,602 Akureyri eða I netfang kexmidjan@kexsmidjan.is finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf www.brimborg.is NQKIA 5110 ' V -'-v.-W « •• -,«•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.