Dagur - 21.04.1999, Síða 5

Dagur - 21.04.1999, Síða 5
 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 - S ísólfur Gylfi Pálmason, formaður Vestnorræna ráðsins. Vestnorræn heimasíða ísólfur Gylfi Pálmason, formað- ur Vestnorræna ráðsins, boðaði til fréttamannafundar í gær til að kynna ákveðnar breytingar og nýjar áherslur hjá ráðinu. Nafni Vestnorræna þingmannaráðsins hefur verið breytt í Vestnorræna ráðið. Þá hefur ráðið opnað heimasíðu á vefnum, (slóðin http://www.vestnordisk.is) gefið úr kynningarbækling um ráðið og hafið útgáfu fréttabréfs auk þess sem sérstök skrifstofa fyrir ráðið hefur verið opnuð. Koma þessar breytingar og nýjungar í kjölfar þess að árið 1995 var ákveðið að hefja gagngera end- urskoðun á starfsemi ráðsins. Þeirri endurskoðun lauk árið 1997, þegar þjóðþing aðildar- landanna samþykktu nýjan stofnsamning fyrir ráðið, auk þess sem samþykktar voru nýjar vinnureglur. — S.DÓR Matvælasetur stað- sett norðan heiða Matvælasetur mim rísa á Akureyri ekki síðar en um áramót. Tímamótaskref í upp- byggiugu Háskólans, segir Þorsteinu Gunnarsson rektor. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt tillaga starfshóps sem sjávarútvegsráðherra skipaði í lok síðasta árs um að stofna matvælasetur í tengslum við Há- skólann á Akureyri, enda fáist nauðsynlegar fjárveitingar á fjár- lögum næsta árs. „Þetta er tímamótaskref í upp- byggingu Háskólans," segir Þor- steinn Gunnarsson rektor HA. „Háskólinn hefur unnið lengi að því að stofna matvælasetur í tengslum við sjávarútvegsdeild- ina.“ Rekstrarfálag Stofnað verður rekstrarfélag um starfsemi matvælasetursins með þátttöku Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Rannsóknastofn- unar Iandbúnaðarins og Iðn- tæknistofnunar íslands á Akur- eyri. „Síðan verður öðrum stofn- unum og fyrirtækjum gefinn kostur á því að koma inn f - Þorsteinn Gunnarsson háskólarektor segir þessa ríkisstjórnarákvörðun marka tímamót. rekstarfélagið og gert ráð fyrir að matvælasetrið taki til starfa ekki seinna en um næstu áramót," segir Þorsteinn. Víðtæk nýting þekkingar Megináhersla verður að sögn Þorsteins lögð á upplýsinga- tækni, umhverfismál og mark- aðsmál í tengslum við matvæli. I skýrslu starfshópsins kemur fram að stofnun matvælaseturs á Akureyri muni stuðla að tækniyf- irfærslu milli hinna ýmsu mat- vælaframleiðslugreina, til að mynda muni þekking á sviði kjöt- vinnslu geta nýst fiskvinnslu og öfugt. Efiir matvælaframleiðsluna Jafnframt telur starfshópurinn að starfsemi matvælasetursins muni stuðla að bættri nýtingu rannsóknatækja og bæta mjög starfsumhverfi þess fólks sem vinnur að matvælarannsóknum á Akureyri. Þá er starfshópurinn þeirrar skoðunar að uppbygging matvælaseturs á Akureyri muni efla starfsemi matvælafram- leiðslufyrirtækja á svæðinu og styrkja mjög starfsemi matvæla- framleiðsluþrautar við Háskól- ann á Akureyri. Fyrirtæki í mat- vælaframleiðslu hafa enda fylgst með þróun þessa máls af áhuga. „Varðandi fjármögnun er tíu milljóna króna fjárveiting á þessu ári og gert ráð fyrir fimmt- án milljónum á næsta ári, sem fara þá í stofnbúnað og laun framkvæmdastjóra. Síðan er gert ráð fyrir að Háskólinn á Akur- eyri, rannsóknarstofnanir og fyr- irtæki komi með mannafla, fjár- magn og aðstöðu til að byggja þetta upp,“ segir Þorsteinn Gunnarsson háskólarektor. Matvælasetrið verður fyrst í stað til húsa í Glerárgötu 36 en síðan er gert ráð fyrir að það verði til húsa í fyrirhuguðu rann- sóknarhúsi sem rísa á hér á Sól- borgarsvæðinu. Aldraðir og ör- yrkjar mótmæla Aldraðir og öryrkjar eína til útifundar á Ingólfstorgi til að knýja á um bætt kjör. Yfirlýsingar ráðherra gagnrýndar. Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Islands efna í dag kl. 16 til fjöldagöngu frá Hallgrímskirkju og baráttufund- arfundar á Ingólfstorgi til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt kjör aldraðra og öryrkja. Á blaðamannafundi í gær voru að- gerðir (og aðgerðarleysi) stjórn- valda og ummæli einstakra ráða- manna að undanförnu gagnrýnd. „Við ætlum á útifundinum að kynna okkar sjónarmið og við- brögð við því sem stjórnmála- menn hafa verið að spila út und- anfarna daga. Við svörum heil- brigðis- og tryggingaráðherra um túlkun hennar á Gallup-könnun- Landssambands aldraðra. inni og tilboði hennar um þjóð- arsátt um kjör aldraðra og ör- yrkja og tjáum okkur um boð- skap fleiri stjórnmálamanna," segir Benedikt Davíðsson, for- maður Landssambands eldri borgara. Benedikt vísar í gögn Hagstof- unnar og í staðtölum almanna- trygginga. „Við setjum upp dæmi af því kjörtímabili sem er að líða og þar kemur í ljós að kaupmátt- ur tryggingabóta hefur hækkað um rúm 10% á sama tíma og vísitala meðallauna hefur hækk- að um 21,9%. Hlutfallslega hafa því tryggingabæturnar lækkað verulega á kjörtímabilinu," segir Benedikt. Hann segir enn frem- ur að gögn sýni óyggjandi að á ís- landi sé minna gert fyrir aldraða og öryrkja en í sambærilegum Iöndum. „Forsætisráðherra hef- ur í þeim efnum farið frjálslega með staðreyndir. Á Islandi fara 7,66% af vergri landsframleiðslu í málefni aldraðra og öryrkja, en á Norðurlöndunum er hlutfallið frá 12 upp í 17,5%. Davíð og fleiri hafa sagt að þarna vanti inn í framlag lífeyrissjóðanna og þá kemur í Ijós að þetta skýrir ekki einu sinni þriðjunginn af mis- muninum. Við erum því miklir eftirbátar annarra, þótt við séum fimmta ríkasta þjóð í heimi og teljum okkur búa í velferðarríki," segir Benedikt. — FÞG Atvuinuleysi eykst lítillega Atvinnuleysi jókst heldur í mars og mældist 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. At- vinnuástandið versnaði lítillega alls staðar á landinu nema á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra þar sem var lítilsháttar bati, samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. Atvinnuleysi meðal karla var 1,8% en 3,3% meðal kvenna. Atvinnulausum fjölgaði að meðaltali um 7,9% frá í febrúar en voru mun færri en í mars í fyrra. Undanfarin 10 ár hefur at- vinnuleysi aukist um 4% að með- altali frá febrúar til mars. Árstíð- arsveiflan nú er heldur meiri en í meðalári en innan eðlilegra skekkjumarka, segir.Vinnumála- stofnun. Mannabreytingar hjá Frjálsrí fjölmiðlim Árni Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Frjálsr- ar fjölmiðlunar en hann gegndi áður starfi fjármálastjóra FF. Hlut- verk aðstoðarframkvæmdastjóra verður meðal annars að hafa umsjón með fjárfestingum FF í öðrum félögum, þróun nýrra viðskiptatæki- færa, gerð og eftirfylgni rekstraráætlana FF og samskipti \ið tengd félög. Við starfi Árna sem fjármálastjóri tekur Ingunn Bernótusdótt- ir. Þá hefur Auður Guðmundsdóttir verið ráðin markaðsstjóri Frjálsr- ar fjölmiðlunar. Brittanica fyrir íslendinga Islendingar munu geta nýtt sér Encyclopædiu Brittanicu á Netinu í framtíðinni. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að frumkvæði Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra að undirrita samning þar um. Eingreiðsla gegn fram- kvæmd tilraimasamnings Engin niðurstaða féldkst á fundi kjaramálahóps grunnskólakennara í Reykjavík með borgarstjóra í gærmorgun. Valdór Bóasson, formaður kjaramála- hópsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, eru þó sammála um að fundurinn hafi verið gagnlegur og skilað mönnum áleiðis. „Við fórum yfir stöðuna og sjónarmið voru skýrð. Mín skilaboð voru þau að eingreiðsla komi til greina ef tilraunasamningarnir komast til framkvæmda. Við erum ekki í kjaraviðræðum, en eingreiðsla er til um- ræðu og þá verðum við að sjá fram á að þessi tilraun verði gerð,“ segir borgarstjóri. — FÞG Ingibjörg Sól- rún: Upphæð eingreiðslunnar til umræðu. Samkomulag um greidslur í þróunar- sjjóð EFTA Náðst hefur samkomulag um greiðslur Islendinga í þróunarsjóð EFTA en deilt hefur verið um þær greiðslur að undanförnu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi frá því á ríkisstjórnarfundi í morgun að samkomulag hefði náðst og munu Islendingar greiða 90- 100 milljónir króna á ári næstu fimm árin, en það er svipað og und- anfarin ár.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.