Dagur - 21.04.1999, Síða 1

Dagur - 21.04.1999, Síða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 74. tölublað Komi Baugur þá fer Kaupfélagið „Fái Baugur eftir- sðtta lóð við brúar- sporð Borgarfjarðar- brúar í Borgamesi verður það náðar- höggið fyrir verslun- arrekstur Kaupfélags Borgfirðinga,“ segir stjómarformaðuriun. Kaupfélag Borgfirðinga vill flytja verslunarrekstur sinn neðan úr bœ í Borgarnesi nær umferðinni á umrædda lóð og færa hann um leið úr óhagkvæmu verslunar- húsi sem er á mörgum hæðum. KB sótti um lóðina fyrir nokkrum misserum, en eftir síð- ustu áramót hafa fleiri sýnt henni áhuga, þeirra á meðal er Baugur. „Maður er skíthræddur," segir Þorvaldur. „Það liggur fyrir að það Iifa ekki tveir stórmarkað- ir í Borgarnesi." Loka ef Baugur kemur Samkvæmt þessu yrði ný bæjarstjórn Borgarbyggðar með líf KB í hendi sér og Þor- valdur segir að úthluti bæjar- stjórnin Baugi umræddri Ióð sé bæjarstjórnin um leið að taka ákvörðun um að kaupfélagið skuli ekki vera með verslunarstarf- semi áfram. Hann segir að í dag sjái menn enga aðra leið en loka verslunum Kaupfélags Borgfirðinga og hætta rekstri þeirra opni Baugur stórverslun á lóðinni. Fleiri verslunareigendur í Borgarnesi hafa lýst áhyggjum sínum af því að lenda í beinni samkeppni \áð verslunarrisa eins og Baug á svo litlum markaði og hafa í samtali við Dag sagst óttast að þurfa að hætta rekstri. Þorvaldur seg- ir að menn séu búnir að leggja það niður fyrir sér í stórum dráttum hvernig hús KB hyggist byggja. „Það liggur fyrir að fíaupfélagið mun nota ein- hvern hluta af því sjálft fyrir stórmarkað og leigja svo verulegan hluta út til einstaklinga sem vilja hafa sér- verslanir. Það eru ýmsir aðilar sem hafa sýnt því áhuga að koma inn í þetta hús með Kaupfélag- inu. Þá er ég ekki bara að tala um þá aðila sem eru niðurfrá í gamla verslunarhúsinu eins og nú er, heldur fleiri.“ Rekstrartap Fram hefur komið að tap varð á rekstri Kaupfélags Borgfirðinga upp á 157 milljónir króna á síð- asta ári. Þorvaldur segir það að stærstum hluta tilkomið vegna afskrifta hjá dótturfélögum Kaupfélagsins: Afurðasölunnar Borgarnesi hf. og Engjaáss ehf., en segir bráðabirgðatölur iyrir það sem af er þessu ári sýna mun betri afkomu. „Það er alveg klárt að verslunarreksturinn er erfiður í núverandi húsnæði, menn ná ekki þeirri hagkvæmni sem þarf í mannahaldi og öðru. Verslunin er líka út úr og menn gera sér vonir um að fá meiri umferð verði hún flutt. En staða rekstr- arins er mikið betri núna en hún var fyrir ári síðan.“ - OHR Þorvaldur Tómas Jónsson, stjórn- arformaður Kaupfélags Borgfirð- inga. Frjósa saman nyrðra Sú gamla trú að frjósi saman vet- ur og sumar muni gott sumar vera í vændum bendir til blfðviðr- is á komandi sumri, að minnsta kosti á norðanverðu landinu. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Islands má búast við næturfrosti aðfaranótt fimmtudags, sumar- dagsins fyrsta, að minnsta kosti á norðanverðu Iandinu en síður sunnanlands. Hægviðri mun verða áfram næstu daga en eitthvað fjölgar skýjunum. Einna helst má búast við rigningu suðaustanlands þeg- ar kemur fram á laugardag og hugsanlega verður rigning víða um Iand á sunnudag og mánu- dag. Ekki er að sjá nein hret í kortunum næstu daga. „Eigum við ekki að segja að vorið sé komið?“ sagði veðurfræðing- urinn. - III Þau höfðu ekki miklar áhyggjur af veðurspá eða hjátrú börnin sem hér una sér við fótstall hins risavaxna Snæfinns á Ráðhústorginu á Akureyri. Þó mun víst að Snæfinnur sjálfur fagnar ekki sumrinu afsömu gleði og börnin. mynd: brink Afneita níðinmlE „Þetta er rangt hjá Kára,“ segir Pétur Hauksson, læknir og vara- formaður Mannverndar, í sam- tali við Dag, aðspurður um þá fullyrðingu Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagrein- ingar (IE) að menn á vegum Mannverndar „hafi gengið á fund fjármálastofnana í Reykja- vík til þess að níða [IE] og grafa undan því trausti sem fjár- málaumhverfið hafi á lyrirtæk- inu.“ „Enda,“ segir Pétur, „eiga samtökin ekki í neinum deilum við ÍE.“ Sama sinnis er dr. Skúli Sig- urðsson, vísindasagnfræðingur og félagi í Mannvernd, sem við annan mann fór á fund forráða- manna í bankastofnun og ræddi þar „glannalegar yfirlýsingar" IE um uppgötvanir á sviði erfða- fræði, m.a. í Viðskiptablaðinu. Skúli segir rétt að þeir dr. Alfreð Arnason erfðafræðingur hafi sl. föstudag farið á fund sérfræð- inga verðbréfasviðs bankastofn- unar og lýst áhyggjum sínum. Þeir hafi farið sem einstaldingar, ekki sem fulltrúar Mannverndar. EkM að niða „Við vorum ekki að níða fyrir- tækið, heldur vorum við einfald- lega að benda þessum sérfræð- ingum á hvernig meðhöndla ætti tiltekin mál á ábyrgan hátt. Þar á ég við að við höfum orðið varir við að gengi hlutabréfa í IE, sem til sölu eru, hafa hækk- að við hverja skrumkenndu yfir- lýsinguna frá fyrirtækinu á fæt- ur annarri. Við teljum óvarlegt að trúa einhliða aðila sem er dómari í eigin sök. Það þarf að huga að hagsmunum þeirra sem kaupa þarna hlutabréf. Það er fullkomlega eðlilegt að tveir vís- indamenn bendi hankastofnun- inni á að hún þurfi að gæta að orðstír sínum, þegar ráð eru gef- in um verðbréfakaup," segir Skúli. - FÞG Afgreiddir samdægurs ÍVenjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 woRtowtoe expfms EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 ÞREFALDUR l. VINNINGUR /

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.