Dagur - 01.05.1999, Síða 7

Dagur - 01.05.1999, Síða 7
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Halldór Ásgrímsson Margrét Frímannsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Davíð Oddsson - Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda stöðu sinni sem eini kaupandinn á uppboðstorgi stjórnarmyndana eftir kosningar? Vika til stefnu ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON ritstjóri skrifar Það er aðeins ein vika til kjör- dags. Næsta laugardag ganga landsmenn að kjörborðinu og velja sér alþingismenn til næstu Ijögurra ára. Það er ómetanlegur réttur almennings að fá að kjósa í frjálsum, Iýðræðislegum kosn- ingum. Mikill meirihluti jarðar- búa býr ekki við slík mannrétt- indi. En þeim rétti fylgir einnig sú ábyrgð að setja sig inn í mál og velja sér síðan flokk og frambjóð- endur í samræmi við lífsskoðanir sínar, hagsmuni og sannfæringu. Því miður er það ekki svo hér á landi, sem víða erlendis, að kjós- endur fái að vita það fyrirfram hvaða ríkisstjórn þeir eru að kjósa yfir sig. Hér ríkir sú óheppi- lega lenska að stjórnmálamenn gæta þess vandlega að gefa sem minnst upp fyrir kosningar um fyrirætlanir sínar hvað stjórnar- myndun varðar. Allir vilja þeir auðvitað komast í ríkisstjórn, en þeir reyna gjarnan eftir bestu getu að fela það fyrir kjósendum með hverjum þeir ætla að mynda stjórn. A máli stjórnmálanna heitir þetta að „málefnin ráði“ hvað verður eftir kosningar. Það er gömul afsökunarklisja. Auðvitað væri eðlilegra að flokkarnir gerðu hreint íyrir sínum dyrum fyrir kosningar og segðu kjósendum afdráttaralaust með hvaða öðrum stjórnmálaflokki eða flokkum hver og einn vill helst vinna. Það mun svo ráðast í kjörklefanum hvort útslit kosninganna bjóða upp á slíka ríkisstjórnarmögu- leika eða ekki. Óskastaða Sjálfstæðisflokks- ins Ríkisstjórnarflokkarnir - Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn - ganga óbundnir til kosninga, eins og það heitir. For- ystumenn flokkanna hafa að vísu lagt á það áherslu að samstarfið hafi verið harla gott, enda er ekki langt síðan margir töldu nánast borðleggjandi að þessir tveir flokkar myndu vera áfram saman í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili - að minnsta kosti ef þeir kæmu báðir sæmilega út úr kosningun- um. I sjálfri kosningabaráttunni hefur hins vegar augljóslega kólnað nokkuð á milli forystu- manna flokkanna. Hvort það er aðeins tímabundin kæling, sem hverfur eins og dögg fyrir sólu eftir rúma viku, skal ósagt látið. Að nokkru Ieyti fer það vafalaust eftir þeim kostum sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Allt bendir til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi þeirri óskastöðu sem hann hefur búið við allan seinni hluta þessarar aldar - það er að geta myndað ríkisstjórn með hverjum þeim sem honum þóknast hverju sinni. Þessi staða hefur gert flokknum ldeift að sitja lengi í ríkisstjórn og velja sér samstarfs- flokk að geðþótta. Þannig vörp- uðu sjálfstæðismenn Alþýðu- flokknum til hliðar fyrir íjórum árum og tóku upp samstarf við Framsóknarflokkinn. Sumir gæla nú við þá tilhugsun að eitthvað svipað kunni að gerast eftir þess- ar kosningar. Ef úrslit kosninganna verða í samræmi við niðurstöður þeirra skoðanakannana sem birst hafa að undanförnu - og það er enn stórt ef - mun Sjálfstæðisflokkur- inn hafa burði til að mynda tveg- gja flokka ríkisstjórn með hveij- um og einum hinna þriggja flokk- anna: Framsóknarflokknum, Samfylkingunni eða Vinstrihreyf- ingunni. Samstarf til vinstri Líklega mun enginn hinna flokk- anna hafa sambærilega stöðu eft- ir kosningarnar næsta laugardag. Margir spáðu því fyrr á árinu að Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin myndu fá þingstyrk til að mynda ríkisstjórn saman. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum virðist það ólíkleg niður- staða - nema Samfylkingunni tak- ist að rétta úr kútnum á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Fari svo sem nú horfir verður aðeins einn raunverulegi valkosturinn við tveggja flokka ríkisstjórn und- ir forystu Sjálfstæðisflokksins - það er þriggja flokka stjórn undir forsæti Halldórs Asgrímssonar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn velur að halda áfram núverandi stjórn- arsamstarfi, eru litlar líkur á að þriggja flokka valkosturinn komi til umræðu í alvöru. Þá munu for- ystumenn núverandi stjórnar- flokka einfaldlega endurnýja sam- starfið með eitthvað breyttum málefnagrundvelli og hugsanlega einhverri tilfærslu á ráðherra- embættum. Það verður auðvelt verk ef gagnkvæmur vilji er fýrir hendi. Annað verður hins vegar uppi á teningnum ef Sjálfstæðisflokkur- inn fer að leita fyrir sér um nýjan bólfélaga líkt og hann gerði eftir síðustu kosningar. Minnstar líkur eru á að sjálfstæðismenn hafi áhuga á að ræða slíka vist við Samfylkinguna. Telja má líldegra að þeir kunni að renna hýru auga til Vinstrihreyfingarinnar, ef hún fær nægan styrk á næsta þingi til að ná saman þingmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Sumir, ekki síst í Samfýlking- unni, virðast sjá mikinn hjónasvip nú þegar með Davíð Oddssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Þótt vissulega sé nokkurt eggjahljóð í formanni Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir er hins vegar alls óvíst að það tíst heyrist eftir kjör- dag. Forysta Sjálfstæðisflokksins tæki einnig nokkra áhættu með því að biðla opinskátt til Vinstri- hreyfingarinnar með þessum hætti eftir kosningar, því það gæfi framsóknarmönnum tilefni til að bjóða upp á valkost til vinstri - það er að segja þriggja flokka stjórn með Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni undir forystu Framsóknarflokksins. Þetta munstur er hin sögulega vinstri stjórn sem margir nú til dags virð- ast hafa gjörsamlega gleymt að sé fyrir hendi. Auðvitað er þetta kostur sem forystumenn Framsóknarflokks- ins hafa ekki mikinn áhuga á sem stendur - meðal annars vegna þess að Samfylkingin er ekki enn orðin að einum stjórnmálaflokki. Hins vegar er alveg ljóst að mjög margir í öllum þessum þremur flokkum myndu helst af öllu kjósa að slík ríkisstjórn yrði mynduð eftir kosningar. Og það fer auðvitað ekki á milli mála að hvorki Samfylkingin né Vinstri- hreyfingin gætu með góðu móti hafnað boði um stjórnarsamstarf af þessu tagi. Það þýðir einfald- lega að Framsóknarflokkurinn á fleiri kosti í stöðunni en að biðla til Sjálfstæðisflokksins - jafnvel þótt kosningaúrslitin verði í sam- ræmi við nýjustu skoðanakannan- irnar. Enn tækifæri Auðvitað væri æskilegast og eðli- legast að stjórnmálaflokkarnir gerðu kjósendum grein fyrir af- stöðu sinni til stjórnarmyndunar fyrir kosningar. Þá væri almenn- ingur ekki aðeins að velja þing- menn heldur einnig þann ríkis- stjórnarmeirihluta sem kjósend- ur vilja sjá næstu fjögur árin. En því miður eru engar líkur til þess að forystumenn flokkanna upplýsi þjóðina um óskir sínar og \álja í þessu efni fyrr en eftirá. Þess vegna kann svo að fara að fjölmargir kjósendur séu með at- kvæði sínu að kjósa yfir sig þá ríkisstjórn sem þeir hafa síst áhuga á. Það er svo út af fyrir sig einkar dapurlegt niðurstaða ef sú upp- stokkun á flokkakerfinu, sem nú á sér stað, leiðir ekki til breytinga á lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Hér áður fyrr var það einmitt ein mik- ilvægasta röksemdin fyrir nauð- syn á sameiningu flokkanna vin- stri megin við miðju að þar með myndi þessari óskastöðu Sjálf- stæðisflokksins loksins verða hnekkt. Hann yrði ekki lengur eini kaupandinn á uppboðstorgi stjórnarmyndana. En til að svo megi verða þarf sameiningin hins vegar að ná verulega meiri árangri en skoð- anakannanir síðustu daga gefa til kynna. Hvort það gerist er fyrst og fremst í höndum Samfyiking- armanna sjálfra. Forysta hinnar nýju fýlkingar hefur enn tækifæri til áð ná til sín því fylgi sem dug- ar til að skáka Sjálfstæðisflokkn- um að þessu leyti. Ein \ika er nefnilega langur tími í pólitík - ef hún er notuð rétt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.