Dagur - 01.05.1999, Side 9

Dagur - 01.05.1999, Side 9
8 -LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 - 9 GUÐMUNDUR RIJNAR HEIÐARSSON SKRIFAR Davið gagnrýnir fjár- málastefnu borgar og sveitarfélaga. Málefna- fátækt í kosningabar- áttu segir borgarstjóri. Tekjnstofnar endur- skoðaðir. Óráðsía í Reykjanesbæ. „Mér finnst forsætisráðherra kannski sýna með þessu bæði smæð og málefnafátækt þegar málefni eins sveitarfélags verður honum sérstakt innlegg í kosn- ingabaráttu hans,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Davið gagnrýnir borgina Davíð Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi fjármálastefnu borgar- yfirvalda á afmælisráðstefnu Við- skiptablaðsins í vikunni. Hann sagðist jafnframt ekki geta leynt því að stefna sveitarfélaga ylli sér áhyggjum þegar rætt væri um sparnað og framfarir. Þessi mál væru sýnu verst hjá stærsta sveit- arfélaginu, Reykjavíkurborg, og þar væru blikur á lofti. Forsætis- ráðherra sagði í gagnrýni sinni á borgaryfirvöld að í miðri efna- hagsuppsveiflunni væri stærsta sveitarfélag landsins, sem væri sí- fellt stækkandi hluti hagkerfisins, ekki að Ieggja neitt íyrir. Þvert á móti væri það að auka skuldirnar. A sama tíma hefði borgin stór- hækkað álögur á borgarbúa með hækkun skatta og tæki þannig til sín hluta af skattalækkunum rík- isins. Þá væri borgin ekki aðeins að rýra möguleika borgarbúa til sparnaðar heldur væri heimatil- búinn lóðaskortur í borginni að þrýsta upp fasteignaverði. Það væri orðið svo hátt að bæði hús- kaupendur og húseigendur væru neyddir til að taka mun hærri Ián en ella. SaiuflokksfóLki lilíft Athygli vakti að forsætisráðherra sá ekki ástæðu til að vekja sér- staklega athygli á slæmri stöðu annarra stórra sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, eins og t.d. Hafnarfirði sem sjálfstæðismenn stjórna með framsóknarmönnum. Samkvæmt Ijárhagsáætlun Hafn- arQarðarbæjar fyrir yfirstandandi ár aukast skuldir bæjarsjóðs um tæpan einn milljarð, þrátt fyrir. að nettóskuldir hans séu um 4-5 milljarðar króna. Þegar þetta var gagnrýnt lét Magnús Gunnarsson bæjarstjóri svo ummælt að bær- inn þyrfti að ráðast í fjárfestingar til að haida uppi þjónustustigi í bænum með það í huga að það mundi skila sér í auknum tekjum. Sömuleiðis sá ráðherra ekki ástæðu til að gagnrýna sjálfstæð- ismenn í Vestmannaeyjum sem einnig hækkuðu hjá sér útsvarið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í vetur. Fleiri sveitarfélög hafa nýtt Borgarstjóri segir að borgarsjóður eigi ekki í neinum vandræðum. Óvíst er hvort endurnar á Tjörninni séu sama sinnis, því margar þeirra hafa þurft að þreyja þorrann í vetur eftir að borgin ákvað að hætta að gefa þeim brauð. sér svigrúm til útsvarshækkana á þessu ári vegna aukins kostnaðar við reksturinn og flutnings verk- efna frá ríki til sveitarfélaga. Þá hafa launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga eins og t.d. kennara og leikskólakennara verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Sömuleiðis hafa lagaákvæði um einsetningu grunnskóla haft í för með sér umtalsverð fjárútlát fyrir sveitarfélög Iandsins. Hundax á roði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segír að þessi gagnrýni forsætisráðherra sé nú eins og að kasta grjóti úr glerhúsi. Hún seg- ir að fyrst ráðherrann hefði bryddað upp á þessu þá hefði honum verið nær að líta svolítið aftur í tímann, eða til ársins 1990. Það hefði hann hinsvegar kosið að gera ekki. Þá hefðu sjálf- stæðismenn í borgarstjórn safnað ,.wn 8.mlfar/te,á.(1( kjörtímabilinu 1990-1994. Þeir hefðu þá hangið á því eins og hundar á roði að það mætti alls ekki hækka skatta. í stað þess að taka erfiðar ákvarðanir um hækk- un skatta eða niðurskurð í rekstri borgarinnar, hefðu þeir kosið að fara þá leið að taka lán. Með þessari stefnu sinni hefðu þeir í raun og veru verið að búa í hag- inn fyrir því að skattleggja fram- tíðina. Svipaða leið og ríkið Borgarstjóri segir að forsætisráð- herra hefði að sjálfsögðu átt að nefna þetta fyrst hann á annað borð sá ástæðu til þess að Iíta yfir farinn veg. Hinsvegar sé það stað- reynd að borgaryfirvöld hafa ekki verið að auka skuldir borgarinnar á undanförnum árum, nema síð- ur sé. Þess í stað hefur borgin far- ið svipaða leið og rfkið með því að selja eignir til að eiga lyrir nýjum fjárfestingum. Borgarstjóri árétt- ar einíiig.jað .bjýxg4rsjó()ur,.,eigi, ekki í neinum fjárhagslegum vandræðum. Hún segir að þótt borgarsjóður standi vel að vígi, þá á hann ekki alltaf fyrir öllum fjár- festingum. Smátækur ráðherra Um gagnrýni forsætisráðherra á heimtilbúinn lóðavanda í borg- inni segir borgarstjóri að ákveðið hefði verið að bíða í eitt ár með úthlutun nýrra lóða til nýbygging- ar í nýjum hverfum. Hún segir að það sé fráleitt hjá forsætisráð- herra að vera að Iíta til þess þeg- ar hann sé að ræða um stöðuna í viðskiptalífinu í stóru samhengi. Það sé einfaldlega vegna þess að það verður nóg til af lóðum til út- hlutunar næstkomandi haust. Borgarstjóra finnst því forsætis- ráðherra gerast heldur smátækur í málflutningi sínum fyrst hann sér ástæðu til að gagnrýna borg- ina sérstaklega vegna lóðamála. .Áhyrgd ríkisins , ,. , xi Borgarstjóri segir að allir sveitar- stjórnarmenn hafi gert sér það Ijóst og þá ekki síst einnig félags- málaráðherra og fjármálaráð- herra að sveitarfélögin geta ekki staðið undir þeim verkefnum sem ríkið leggur þeim á herðar með þeim tekjustofnum sem þau hafa. Hún minnir á að sveitarfélögin hafa allar götur frá því Davíð Oddsson settist í stól forsætisráð- herra verið rekin með 20 millj- arða króna halla. Borgarstjóri segir að þar af megi rekja 15 milljarða beint til álaga og tekju- skerðingar sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir vegna aðgerða rík- isstjórnar. Borgarstjóri bendir einnig á að þegar rætt sé um nauðsyn þess að sveitarfélögin skeri niður og minnki umfang sitt, þá ætti forsætisráðherra að líta sér nær. Það sé vegna þess að ríkisstjórnir undir hans forystu séu búnar að lögbinda allskyns skyldur á sveitarfélögin sem þau ..vej'ða nð sipna .hvort sem þeim sé það Ijúft eða leitt. Skuldasöfnim Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin hafi safnað skuld- um á erfiðleikatímabilinu 1992- 1995. Síðan þá hefur dregið veru- lega úr skuldasöfnun þeirra, þótt sá árangur hafi ekki náðst að geta borgað niður skuldir. Hann segir að skuldasöfnunin sé einkum af þremur ástæðum. I fyrsta Iagi hafa sveitarfélögin á sl. 10-15 árum verið að auka kostnað vegna umhverfismála, aukinnar félags- þjónustu við íbúa, húsnæðismála og íþrótta- og tómstundamála. Hann segir að þessi aukni til- kostnaður hafi komið hægt og bít- andi án þess að sérstakir eða til- teknir tekjustofnar hafí komið á móti. I öðru lagi hafa ýmsar laga- breytingar eins og t.d. skattleysi lífeyrisiðgjalda og upptaka fjár- magnstekjuskatts minnkað tekjur sveitarfélaga sem nemur á árs- gmnávcHf-umT ,5 rrrrl í þriðja lagi hafa sum sveitarfélög farið of hratt í framkvæmdir sem hafa haft í för með sér kostnaðar- saman rekstur. Af þeim sökum sé brýnt að sveitarfélög sýni fyllstu aðgætni í fjármálum sínum. Endurskoðim tekjustofna Stjórnarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga bendir jafn- framt á að félagsmálaráðherra sé í þann veginn að skipa fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða tekju- stofna sveitarfélaga. I þeirri vinnu verður rannsakað hvort tekju- stofnar sveitarfélaga séu nægilega miklir til að sveitarfélögin geti uppfyllt sínar lögbundnu skyldur. Ef tekjurnar séu of litlar telur Vil- hjálmur vel koma til greina að sveitarfélögin fái hlutdeild í óbeinum sköttum og einnig í sköttum fyrirtækja. 40% umfram í Reykjanesbæ Jóhann Geirdal, bæjarfulltúi í -.Reykjatfésbæ;—segir~að rneifihtul? sjálfstæðismanna og framsóknar- manna í bæjarstjórninni stefnir í að keyra um 40% umfram tekjur á yfirstandandi fjárhagsári. Hann vekur jafnframt athygli á því að í þessari umframeyðslu sé ekki meðtalið nýja fjölnota íþróttahús- ið. Það sé fjárfesting fyrir bæjarfé- lagið sem nemur um einum millj- arði króna á næstu 35 árum. Samflokksmenn Davíðs séu því að leika sér með gæluverkefni á sama tíma og Jóhann telur að þeir séu að sigla öllu í strand f Reykja- nesbæ. Að þessu leytinu til sé hann þvf sammála gagnrýni Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra þegar fjármálastjórn Reykjanes- bæjar sé annarsvegar. Af þeim sökum mætti ráðherrann að ósekju herða róðurinn gegn þeim samflokksmönnum sínum sem sitja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og öðrum bæjarfélögum þar sem sjálfstæðismenn hafa ekki borið gæfu til að ástunda ábyrga fjár- málastjórn. Hið sama mætti líka segja um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Of knappir tekjustofnar Hann segir að tekjustofnar margra sveitarfélaga séu yfirhöfuð of knappir til að ná endum saman miðað við verkefni þeirra og skyldur gagnvart fbúum sínum. Af þeim sökum sé þeim óhægt um vik og raunar ógerlegt mörgum hverjum að leggja eitthvað til hliðar til að greiða niður skuldir og búa að öðru Ieyti í haginn. Það réttlætir hinsvegar ekki framúr- akstur upp á 40% eins og stefnir í hjá Reykjanesbæ. Það sé óráðsía og ábyrgðarleysi sem meira að segja forsætisráðherrann sé far- inn að sjá. Hann segir að þótt ýmis verkefni séu flutt frá ríki til sveitarféiaga, þá fylgja því einatt einhverjar tekjur á móti, þótt mörgum fínnist á stundum að þær séu ekki nægilega miklar. Það sé hinsvegar sveitarstjórnar- manna að halda hlutunum saman og koma í veg fyrir að þeir fari úr böndunum. Enda sé það mjög varhugavert hvort sem það séu heimili eða sveitarfélög að eyða umfram tekjur. Afleiðingin af því kemur fyrr eða síðar fram og þá sé hætt við því að menn verði að súpa seyðið af því á einhvern hátt. Jóhann segir að þegar menn séu með opinbert fé á milli handanna verði þeir að sníða sér stakk eftir vexti. Jafnvægi í fjármáliun Hann bendir einnig á að eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskól- anum af ríkinu, hefur mennta- málaráðherra verið miklu fúsari í því að auka hinar ýmsu skyldur skólans. Það hefur svo oft á tíðum í för með sér útgjöld fyrir sveitar- félögin. Á þann hátt sé ríkið einatt duglegt við að senda sveit- arfélögum ýmsa reikninga sem menn verða síðan að takast á ríð heima í héraði. Hann telur engu að síður að víðast hvar eigi menn að geta haldið jafnvægi á milli út- gjalda og tekna sveitarfélaga. I þeim efnum verða menn að hafa í huga að það sé ekki hægt að gera allt sem vilji þeirra kann að stan- da til á hverjum tíma. - GRi 1, . 8oo 7080 £is ALPÝÐGHÚSIÐ SKIPAGÖTG 14 Sendum Norðlendingum og landsmönnum öllum bestu kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí. FÉLAG BYGGINGA- MANNA EYJAFIRÐI FÉLAG VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS AKUREYRI FÉLAG MÁLMIÐNAÐARMANNA VERKALÝÐSFÉLAGÐ EINING EJA - FÉLAG VERKSMIÐJUIÓLKS RFN RAFVIRKJAFÉLAG NORÐURLANDS ALÞÝÐUSAMBAND NORÐURLANDS WONUSTAN ^TBÚSETI v MÚSNaDISBAMVINMUFtkAa

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.