Dagur - 21.05.1999, Page 2
18-FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Ttoptr
LÍFIÐ í LANDINU
L
■ ÞAfl ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
„/afmæli í Árbót,"
segir Guðmundur
Bjarnason.
Afmæli
í Aðaldal
„Það gæti farið svo að ég fari norður í land
um helgina," segir Guðmundur Bjarnason,
framkvæmastjóri Ibúðalánasjóðs. „Eg er boð-
inn í afmæli til mágs míns Hákonar Gunnars-
sonar og hans konu Snæfríðar Njálsdóttur í
Arbót í Aðaldal, en þau halda uppá samtals
100 ára afmæli sitt. Þetta er svona inni í
myndinni - og einnig ef veður verður gott hér
sunnanlands að fara eitthvað í gönguferðir,
Iæt mér detta í hug að ganga um Leggjar-
brjót, sem er leiðin úr Þingvallasveit og niður
í Botnsdal í Hvalfirði. Þriðji möguleikinn er
sá að ég verði að vinna um helgina. I nýju og
umfangsmiklu starfi hjá stórri stofnun þarf að
setja sig inn í margt.“
„Fótboltinn á fullu, “
segir Atli Eðvaldsson.
Fátt nema
fótbolti
„Núna kemst fátt annað að hjá mér en fót-
bolti,“ segir Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, sem
sigraði sem kunnugt er ÍA í 1. leik íslands-
mótsins sl. þriðjudag. „Við verðum með æf-
ingar á föstudag, laugardag og sunnudag og
þurfum að Ieggja okkur alla fram. Það er hug-
ur í mönnum eftir að hafa unnið fyrsta leik
mótsins, sem strax gaf okkur þrjú stig. En
Ieikurinn á móti Leiftri á mánudaginn verður
líka erfiður, sjálfsagt einn sá erfiðasti í sumar.
Svona verður nú helgin hjá mér, fótbolti í
fyrsta, öðru og þriðja sæti og síðan reyni ég
Iíka að vera eitthvað með krökkunum. Með
þessum hætti sé ég að næstu fjórir mánuðir
verði hjá mér“
Hreinn Loftsson lög-
maður ætlar að slappa
af um helgina.
Stúdentsveisla
og ökuferð
„Á laugardaginn ætla ég að mæta í útskriftar-
veislu hjá frænda mínum sem er að verða
stúdent. Síðan er ég að hugsa um, eftir því
sem færi er á, að aka út úr bænum á sunnu-
daginn og ferðast eitthvað um Suðurlandið
með fjölskyldunni," segir Hreinn Loftsson
lögmaður.
Hreinn hefur komið inn f stjórnarmyndun-
arviðræðurnar íyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
og segist alltaf vera til taks ef þörf er á. Hann
reiknar þó með því að vinna lögmannanna
verði langt komin í dag og því gefist tóm til að
slappa af um helgina.
Fyrst fór fólk að veita Hauki Ingibergssyni eftirtekt þegar hann var gítarleikari í
hljómsveit Steina spil á Selfossi fyrir rúmum tuttugu árum. Þá var hann, einsog
sjá má, með heldur ríflegri hárvöxt en í dag og ekki fjölgaði hárunum þegar
hann fór að Samvinnuskólanum á Bifröst, sem hann stýrði um langt skeið. í dag
er Haukur orðinn helsti mógúllinn i ríkiskerfinu og hárin orðin enn færri, sem
auðvitað er 2000 vandi í eðli sínu.
LÍF OG LIST
Ævlsaga langömmu
minnar
„Auðvitað
þarf ég
þessa dag-
ana að ein-
beita mér
að skólabókum og þá nefni ég
sérstaklega Híbýli vindanna
eftir Böðvar Guðmundsson, en
hún er valbók í íslensku á 3.
ári,“ segir Steinunn Vala Sig-
fúsdóttir, sem nýlega var kjörin
Inspector Scholae við Mennta-
skólann á Akureyri. „Af því
sem ég vel mér sjálf til lestrar
er ævisaga langömmu minnar
hér við hendina, Minningar
Huldu Á. Stefánsdóttur, frá
Möðruvöllum í Hörgárdal en hún stýrði Iengi
Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Mér finnst
gaman að lesa þá bók, þó ekki sé nema til þess
að kynnast betur ættboga mínum og uppruna.
Þá er ég einnig að lesa Sv'artar fjaðrir, ljóðabók
Davíðs Stefánssonar, sem mér finnst æðisleg."
Árstíðir Vivaldi
„1 annríki prófdaganna gef ég
mér ekki tækifæri til þess að
hlusta á aðra tónlist en eitt-
hvað rólegt og Ijúft fyrir
svefninn. Þar má helst nefna Enyu, þá þýsku
ágætu söngkonu. Einnig er ég larin að leggja
mig eftir sígildri tónlist og nú er ég með við
höndina geisladisk með Árstíðunum fjórum eftir
Vivaldi. Einnig hlusta ég gjarnan á diskólög fyrri
ára, þannig að þú heyrir að tónlistarsmekkur
minn er býsna fjölbreyttur.“
Algjör draumur
„I sjónvarpi horfi ég ekki á ann-
að en Vini á Stöð 2, sem mér
þykja hreinasta snilld. Um dag-
inn fór ég í bíó og sá þá ítölsku
myndina Lífið er yndislegt, sem margir hafa lát-
ið vel af og ég er sjálf komin í þann hóp. Þessi
mynd var algjör draumur. Annars finnst mér
alltaf jafn gaman að sjá það sem jafnaldrar
manns eru að gera og sérstaklega nefni ég þar
myndbandið sem strákarnir í hljómsveitinni 200
þúsund naglbítum gerðu - en almennt talað
finnst mér hið besta mál hve vel þeir komast frá
v'iðfangsefnum sínum.“ -SBS.
■ fra degi
Orð eru líka gerðir. Ludwig Wíttgenstein
Þettagerðist21.maí
• 1908 var fyrsta hryllingsmyndin sýnd í
kvikmyndahúsi (Doktor Jekyll og herra
Hyde).
• 1924 myrtu tveir háskólanemar í
Chicago 14 ára dreng „að gamni sínu“.
• 1925 var bjórsala leyfð í Kanada.
• 1927 Iauk Charles Lindbergh flugferð
sinni yfir Atlantshafið, en áður hafði
enginn Hogið þessa leið einn síns Iiðs.
• 1983 var Ásmunarsafn við Sigtún í
Reykjavík opnað formlega.
• 1991 sagði Mengistu Haile Mariam,
forseti Eþíópíu, af sér og flúði í útlegð.
• 1991 var Rajiv Gandhi, fyrrv'erandi for-
sætisráðherra Indlands, myrtur í
sprengjuárás.
Þau fæddust 21. maú
• 1688 fæddist enska skáldið Alexander
Pope.
TIL DAGS
• 1775 fæddist Lucien Bonaparte, bróðir
Napóleons Frakklandskeisara.
• 1817 fæddist þýski heimspekingurinn
Rudolf Hermann Lotze.
• 1844 fæddist franski málarinn Henri
Rousseau.
• 1855 fæddist beigíska skáldið Émile
Verhaeren.
• 1904 fæddist bandaríski djasspíanóleik-
arinn og lagahöfundurinn Fats Waller.
• 1921 fæddist rússneski kjarneðlisfræð-
ingurinn og mannréttindafrömuðurinn
Andrei Dimitrijevitsj Sakharov.
Vísa dagsins
Aðalsteinn Sigurðsson lét okkur þessa
vísu í té í tilefni af nýafstöðnum kosning-
um:
Vígreifir boða þeir framtíð fína
með farsæld og batnandi kjönim.
Þeir lofu því upp í ermina st'na
með ánægjubros á vörum.
Afmælisbam dagsins
Hallmar Sigurðsson, Ieikari, fædd-
ist á Húsavík þann 21. maí árið
1952 og ólst þar upp. Faðir hans er
Sigurður Hallmarsson Ieikari
þannig hefur hann fengið leikhús-
bakteríuna í bernsku. Hallmar út-
skrifaðist frá Menntaskóla Akureyr-
ar 1972 en eftir stúndentspróf fór
hann til Svíþjóðar og var þar í nokk-
ur ár við nám í leikhúsfræðum.
Hallmar hefur unnið ýmsa vinnu
um dagana, verið trillukarl, unnið
sem barnakennari og starfað sem
leikari og leikhússtjóri. Hallmar er
mikill hestamaður.
„Ó nei, góði“
Það var fjölmenni á barnum og allt á
fullu þegar sjálfur andskotinn kemur inn
um dyrnar eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum. Þegar fólk áttar sig á því hver
er þarna á ferðinni verður uppi fótur og
fit og allir flýta sér út. Nema einn gamaÍl
maður, sem situr hinn rólegasti við bar-
inn og sýpur á bjórnum sínum. Kölski
gengur til mannsins og spyr hvort hann
sé ekki hræddur við sig. „O nei, góði,“
segir hann og hnussar. „Ég er nú búinn
að vera kvæntur henni ömmu þinni í 29
ár, og hvers vegna í andskotanum ætti ég
þá að vera hræddur við þig?“
Veffang dagsins
Það getur verið erfitt að heita Stephen
King ef maður er ekki sá eini frægi
Stephen Ixing. Nokkrir alnafnar hroll-
vekjuhöfundarins hafa safnað saman
hryllingssögum af sjálfum sér, tengdar
nafninu, og komið þeim á Netið. Slóðin
er: vvwvv. isisw3.com/sking/