Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 5
I Tfc^nr FÖSTUDAGVR 21. MAÍ 19 9 9 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Vorvindar ‘ 9 9 Háskólabíó og Regnboginn standa jyrirkvikmyndahátíð- inni Vorvindar ‘99 sem hófst í gærog verða þarm.a. myndir eftir þá Ken Loach og Hol Hartley sem eiga sérefalaust allnokkra aðdáendurhérá landi... Vorvindarnir standa til 9. júní og verða alls sex myndir sýndar á þeim tíma á 7 og 9 sýn- ingum en þær koma allar frá Bandaríkjun- um og Evrópu. l.vika: 20.-26.maí Henry klaufi Byijað er að sýna bandarísku myndina „Henry klaufa" í leikstjóm Hal Hartleys í Háskólabíói. Sérvitringurinn Hartley, sem mun vera í föngulegum hópi Islandsvina að því er fram kemur í kynningu frá bíóunum, hefur ekki tekið sér kvikmyndamógúlana í HoIIywood til fyrirmyndar og þykir fara ótroðnar slóðir í Henry klaufa líkt og öðrum myndum sínum (m.a. Trust og Simple Men). Myndin fjallar um öskukall, sem ef til vill er snillingur, fyrrverandi fanga, kynóða systur og fleira fólk. Englar Spænsk/bandarísku myndinni Englar (Talk of Angels) í Regnboganum er leikstýrt af Nick Hamm en handritið er byggt á met- sölubók Kate O’Brian, „Mary Lavelle". írsk ráðskona tekur að sér að annast böm spænsks aðalsmanns um það leyti sem spænska borgarastyijöldin er að heíjast. Vestur Vestur (Westem) í leikstjóm Manuel Poiri- er er óhefðbundin vega- mynd ffá Frakklandi. Hún lýsir ferðalagi katalónska skósölu- mannsins Paco um Brittany héraðið og samskiptum hans við rússneska puttaferða- langinn Nino. Paco og Nino fara heldur í taug- amar á hvor öðmm í fyrstu en verða smám saman sálufélagar í leit sinni að ástinni. Henry klaufi, mynd Hal Hartleys er um öskukarl, fyrrverandi fanga, kynóða systur og fleira fólk Elsti sonurinn í fjölskyldunni snýr aftur heim, ráðskonan fellur fyrir þeim myndar- manni og ástin blómstrar. Sonurinn er hins vegar á öndverðum meiði við föðurinn í póli- tíkinni og af því hlýst nokkurt drama. 2.vika: 27. maí-2.júni Ég heiti Joe Ken Loach (Carla’s Song, Raining Stones, Riff Raff) leikstýrir myndinni Ég heiti Joe sem verður sýnd í Háskólabíói á 2. viku Vor- vinda. Joe (Peter Mullan) er alkóhólisti og hefur verið edrú í 10 mánuði en þrátt fyrir tilmaeli AA-samtakanna (um að forðast róm- antík fyrsta árið eftir að meðferð er hafin) er Joe ástfanginn af Söru (Louise Goodall). En gamlar skuldir og vinir stofna nýjum lífsstíl Joe í hættu. 3.vika: 3.-9. júní Metroland I þriðju viku Vor- vinda verður myndin Metroland í leikstjóm Philip Saville frum- sýnd í Háskólabíói. Hún gerist snemma á 8. áratugnum og fjall- ar um tilvistarkreppu Chris Bale eftir að æskuvinur hans Tim kemur í heimsókn. Rifjast þá upp fyrir Chris gömlu góðu dag- arnir, þ.e. líf hans áður en hann varð auglýs- ingamaður, giftist, átti barn og fluttist í út- hverfi Lundúna. Tim þessi er enn fxjáls og engum háður og freistar hann þess að fá Chris til að leggja aftur á vit hins ljúfa lífs. Myndin er byggð á skáldsögu Julian Barnes. Eigin örlög Eigin örlög, í leikstjórn Marshall Her- skovitz, verður sýnd í Regnboganum. Mynd- in gerist í Feneyjum á 16. öld og er byggð á sannri sögu Veronicu Franco sem ákvað að gerast heldur gleðikona yfirstéttarinnar en að lifa í fátækt eða giftast öldruðum aðals- manni. Myiidlistarncinar sýna Á réttri hillu Tuttugasta ogfimmta vor- sýning Myndlistaskólans áAkureyri verðuropnuð á laugardag. Sex nemendur útskrifast. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri mun opna tuttugustu og fimmtu vorsýningu Myndlistaskólans á Ak- ureyri á laugardag klukkan 14.00. Tíu nemendur ljúka eins árs for- námi frá listfræðsludeild og sex þriggja ára námi í sérnámsdeild- um, tveir úr fagurlistadeild, málun og fjórir úr listhönnunardeild, grafískri hönnun. Nemendur út- skrifast úr sérnámsdeildum eftir þriggja ára nám með því að vinna íokaverkefni innan sérgreinarinn- ar. Nemendurnir sex sem nú út- skrifast eru Anna Sigríður Hróð- marsdóttir og Ragnhildur Magnús- dóttir úr fagurlistadeild, málun, og Bjarki Lúðvíksson, Guðrún Elfa Skírnisdóttir, Ingi Þór Tryggvason og Sölvi Hrafn Ingimundarson úr listhönnunardeild, grafískri hönn- un. Dagur ræddi stuttlega við Önnu Sigríði og Ragnhildi. Anna Sigríður er leirkerasmiður og segir að sig hafi alltaf langað til að bæta myndlistarnáminu við. „Ég ætlaði alltaf að fara í myndlistar- skóla en dreif mig ekki fyrr en núna. Þegar ég kom í skólann var ég ekki ákveðin hvort ég færi í málun eða grafíska hönnun en bara á fyrstu tveimur vikunum féll ég fyrir máluninni. Mér fannst hún bara svo stórkostleg,” segir Anna Sigríður og viðurkennir að hún hafi hreinlega fundið sína hillu í lífinu. Hún vonast til að geta stundað leirkerasmíðina og málunina samhliða og jafnvel blandað þeim saman. „Mér finnst þetta rosalega spennandi og langar til að halda þessu áfram,“ segir Ragnhildur sem einnig útskrifast úr fagurlista- deild með málun sem sérsvið. „Maður verður bara að laga sig að aðstæðum og ég sé ekki fram á að fara að lifa af þessu strax. Ég á líka eftir að læra svo mikið ennþá." Allir eru velkomnir á sýninguna til að kynna sér starfsemi skólans og njóta þess að skoða úrval þeirra verka sem nemendur hafa unnið í vetur. Sýningin verður opin klukk- an 14-18 á laugardag, sunnudag og mánudag. - Hl Nemendurnir sex sem útskrifast frá Myndlistaskólanum á Akureyri á laugar- dag. Aftari röð, f.v.iAnna Sigríður Hróðmarsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir og Guðrún Elfa Skírnisdóttir. Fremri röð, f.v.: ingi Þór Tryggvason, Bjarki Lúðvíksson og Sölvi Hrafn Ingimundarson. mynd: brink ■UM HELGINA Vorboðinn hrjúfi um helgina Það er farið að síga á seinni hluta tón- leikaferðar KK, vorboðans hijúfa, um landið. I kvöld spilar hann ásamt KK-band- inu á Krúsinni á Isafirði en annað kvöld verður KK og bandið komið til Flateyrar, þar sem spilað verður á Vagn- inum frá kl. 23 til 3 eftir mið- nætti. A sunnudaginn skemmtir KK svo Bolvíking- um í Víkurbæ kl. 16 en held- ur því næst til Suðureyrar þar sem hann spilar í Félags- heimili Súgfirðinga ld. 21. Síðasta Púshkrn- sýningin 1MÍR MIR hefur undanfarnar vikur sýnt rússneskar kvikmyndir sem byggðar eru á verkum skáldsins Alexanders Púshk- ins en sú síðasta verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10 á mánudaginn, þ.e. annan í hvítasunnu, kl. 15. Þá verður sýnd kvikmyndin ,/Evintýrið um Saltan keisara“ frá 7. ára- tugnum. Leikstjóri er Alex- ander Ptúshko en með aðal- hlutverk fara Vladimir Andrejev, Oleg Vidov, Larissa Golubkina og Oksana Rja- binkina. Ævintýrið segir frá Saltan keisara, syni hans Gvídon fursta og hinni Tsarinu. Enginn texti verður á myndinni en efnisútdrætti verður dreift til bíógesta. Aðgangur er ókeypis og eru böm sérstaklega vel- komin. ennþa... Allra síðasta sýning verður á Avaxtakörfunni í Óperunni á morgun kl. 14 en þetta gríðar- lega vinsæla íslenska barna- leikrit verður ekki tekið aftur upp í haust... Það er síðasta sýningar- helgi á þremur sýningum á Kjarvalsstöðum um helgina, Kjarvalssýningunni Af trön- um meistarans, ljósmynda- sýningu Spessa af íslenskum bensínstöðvum og alþjóðleg:: i hönnunarsýningunni á hönn un Jaspers Morrison, Marc Newson og Michael Young... Yfirlitssýningin á verkum Magnúsar A. Arnasonar í Gerðarsafni í Kópavogi stend- ur enn en hann mun hafa verið fyrstur Islendinga til að nema myndlist í Bandaríkjun- um (árið 1918). A sýningunni eru m.a. táknsæjar smámynd- ir úr gifsi, höggmyndir úr mó- bergi og portrett af skáldum. S________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.