Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGVR 21. MAÍ 1999 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
k j
• Lélegir
rennilásar eru
eitt helsta trix
fataframleið-
enda til að við-
halda stöðugu
söluferli. Al-
gengt er að
traustum og
nánast óslitnum
fatnaði sé lagt
af því að
rennilás gefur
sig miklu fyrr en
flíkin. Þetta er
örugglega með
vilja gert og
engin tilviljun,
þvi auðvitað á
endingartími
renniláss að
vera svipaður og
þess fatnaðar
sem hann til-
heyrir.
• Meinhyrning-
ur horfir
áhyggjufullur
fram á sumarið
þar sem leikir í
efstu deild karla
í knattspyrn-
unni munu
verða í beinni
útsendingu á
stöð sem næst
alls ekki um allt
land. Nær væri
að sýna þessa
íþrótt allra
Iandsmanna í
sjónvarpi allra
landsmanna. Að
auki, eins og
sést hér í klaus-
unni, neitar
meinhyrningur
eins og Bjarni
Felixsson að
nota hin ýmsu
orðskrípi sem
deildakeppnir í
boltaíþróttum
hafa fengið fyrir
tilstilli ýmissa
stórfýrirtækja.
Efsta deild
hefði átt að
heita 1. deild
eða úrvalsdeild
en ekki deild
með nafn fyrir-
tækis á undan.
I R
FOLKSINS
ÞúÞór
bifreiðar-
innar
BJÖRN FINNSSON
SKRIFAR
Þú bílaguðinn sem ökumenn nútímas
tigna með því að aka sem óðir séu um
mjóslegna bifreiðastíga samfélagsins,
svo sem þú gerðir við vagn hafra þinna
um ómælisvíddir himinsins. Þú sem
umluktir andrúmsloftið með brenni-
steinsstækju eldinganna og hljóðmeng-
un þrumunnar, þú sem lést hamarinn
falla á allt það er þér var skapi mót.
Tókst þú tillit til annarar umferðar eða
mannfólksins.
Nei, þér var það heilagt að hafa frelsi
til að tortíma óvinum þínum, sitja í eig-
in gleði yfir óförum umheimsins. Þú
varðir þitt ættfólk af afli er tæki og tól
fólu þér, án þerrra varðstu æði smár og
bjargarlaus. Svo er líka í dag um dýrk-
endur þína og afkomendur er þeysast
um í járnvögnum sínum, troðast um
heiminn sem væru þeir einir. Þeir æða
um með hávaða og útblástursmengun,
út\'arps- og hljómflutningstæki stillt svo
hátt að vel heyrist í 5-600 metra fjar-
lægð, blaðrandi í farsíma, leggjandi
vögnum sínum sem væru þeir einir í
heiminum til þess að komast sem fyrst
að veisluborðum hafurkjötsins.
En munur er á, þeir eru bara að berj-
ast hver fyrir sig en ekki ættbálkinn all-
an sem þú þó gjörðir. Þessir þínir af-
komendur falla í stafi er finnast hrað-
skreiðari og stærri eiturspúandi hávaða-
vagnar sem mögulegt er að nota til að
spilla friðsömu lífi. A gúmbelgjum goð-
anna hrekja þeir saklaust mannkynið út
í ragnarök er tortíma öllu sem eðliiegt
getur talist í sambúð ættflokks eða kyn-
flokks. Þeir munu sjálfir, svo sem goð
þeirra þurfa að berjast, vita þó sem þið
að þeir munu farast. Það kannski helst
vegna æðisins í þessari veröld.
Hver skipti kyni til þess eins að ná aft-
ur morðtóli sínu? Til hvers eru afkom-
endur þínir líklegir, til að heimta eyð-
ingartól sín? Víst er að ökuÞORAR nú-
tímans taka álíka mikið tillit til um-
hverfis og atferlis þeirra sem kringum
þá eru og Þú mikli þrumuguð. Hafur-
vagnar nútímans eru hávaðatól og í stað
hamars þfns til þrumu og eldingagerðar,
hafa menn búið vagnana öllum þeim
tækjum sem trufla mega umhverfið og
menga. Enda öll athygli afkomendanna
á tækjadraslinu. Því er engin furða að
slóð eyðileggingar og slysa sé eftir þá,
svo var víst einnig um þig.
Menn spenna megingjarðir og setja
upp járnglófa, halda svo í umferðina til-
búnir í hvaða bardaga sem verða vill. Af
tólum þessum eru þó megingjarðir það
eina vitræna við atferlið því þær halda
mönnum á réttum stað.
Slík og þvílík eftiröpun guðagjörða er
ekki á mannanna færi og því skyldu þeir
hægja á sér í tilveruhlaupinu, aga sig
betur til að Iifa í samfélagi með öðrum.
Að ákalla guði og apa þeim eftir
ætla sér bara, innra heftir.
Þór, aga þína þursa og menn
þrælana alla sem eignast þií senn.
Stj ómmálamaðuriim
ÁSLAUG JENSDÓTTIR
í REYKJAVÍK SKRIFAR í TILEFNI
NÝAFSTAÐINNA KOSNINGA:
Stjórnmálamaður þitt starf er ei létt,
styrkur þinn felst í að meta það rétt,
hvað sæmd þín og sjálfsi’irðing býður.
Að minnka af störfum er mannráunin stærst,
ef manndómur vex þá ber sigurinn hæst,
livað sem kosningakapphlaupi líður.
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
iesendasiðu:
460 6122
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins séu að jafnaði hálf til
ein vélrituð blaðsiða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengri bréf.
Leiðrétt vegna sýning-
ar á Brúðkaupi
Fígarós
í umfjöllun um uppfærslu óperu-
deildar Tónlistarskólans á Akur-
eyri á Brúðkaupi Fígarós var rangt
farið með nafn annars aðalsöng\'-
arans. Sá sem söng hlutverk Fíg-
arós á fyrri frumsýningunni á mið-
vikudagskvöld heitir Valdimar
Haukur Hilmarsson og er hann
hér með beðinn afsökunar á mis-
tökunum. Þá skal og áréttað að
þar sem söngvarar skiptast á um
að syngja stærsu hlutverkin er um
tvær frumsýningar að ræða og var
hin seinni í gærkvöld klukkan
20.00. - Hl
Veðríð í dag...
Norðan kaldi eða stiimingskaldi norðan og
vestanlands, en hægari suðaustantil. Rigning
eða skúrir og liiti 2-10 stig, svalast á
Vestfjörðum.
Blönduós Akureyri
mn ..LC) mm
-io : 10- -5 ! 5- /VI Á ;
■ r -0 0- -■■-»1 —■
Fim Fös
Mán Þri Mið Fim Ffts
V/ /V í i
Þn Mið
^ í v/-; í\
/ ; •
Reykjavík
' l ^
í i r\
_/ íK / t ffs/'f/
Kirkjubæjarklaustur
_E™ „ I .„£SL
-5 0-
Fim Fös
Þri Mið Fim Ffts
Þri Mið
Stykkishólmur
/ i / ^ ;
Stórhöfði
Veðurspárit 20.05.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður
með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s.
k
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegiun
Vegurinn um Lyngdalsheiði, Gjábakkavegur, er opinn
og er sjö tonna öxulþungi á veginum. A Grafningsvegi
eru vegaframkvæmtfir og er öxulþungi þar sjö tonn og
vegur þar mjög grófur. Á Meðalfellsvegi eru einnig
vegaframkvæmdir og mega vegfarendur búast við ein-
hverjum töfum af þeim sölcum. Vegir á hálendi landsins
eru lokaðir lyrst um sinn vegna aurbleytu. Isólfsskála-
vegur milli foýsuvíkur og Grindavíkur er enn lokaður.
Annars er greiðfært um helstu þjóðvegi landsins en
vegna aurbleytu hefur öxulþungi verið Fækkaður og er
það kynnt með merkjum við viðkomandi vegi.