Dagur - 21.05.1999, Side 4
4 — FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 19 9 9
LANDB ÚNAÐUR
Sterkar
rúllu-
bmdivélar
John Deere framleiðir rúllu-
bindivélar bæði fyrir fasta
baggastærð og breytilega
baggastærð. Þór hf. er með
á lager rúllubindivélar fyrir
fasta baggastærð og flytur
hina gerðina inn eftir pönt-
unum.
Rúllubindivél frá John Deere
fyrir fasta baggastærð.
„Þessar vélar hafa vakið
mikla athygli erlendis fyrir
tvennt. I fyrsta lagi fyrir það
hversu sterkbyggðar þær
eru og í öðru lagi hversu
þétta bagga þær gefa,“ segir
Oddur Einarsson hjá Þór
hf. „Þeir nota 17 kefli í vél-
arnar á meðan aðrir nota
kannski 14 kefli. Þá ná þeir
að halda betri þrýstingi í
bagganum. Þá er mjög auð-
velt að Iosa stíflur úr vél-
inni. Þetta er eina vélin þar
sem hægt er að Iosa stíflu
við mötun án þess að fara
Rúllubindivél frá John Deere
fyrir breytilega baggastærð.
niður úr dráttarvélinni. Með
einum takka úr traktorssæt-
inu er hægt að láta bindivél-
ina ryðja tuggunni út úr sér.
Verktakar erlendis hafa sótt
mjög í þessa vél, enda er
hún mjög afkastamikil.
Við byrjuðum að selja
nokkrar vélar í fyrra til
prufu og kynningar en núna
í ár er fyrsta árið sem við
förum af stað með þessar
vélar af fullum krafti. Við
reiknum með að þessar vél-
ar verði mjög vinsælar því
John Deere er ákaflega
sterkur framleiðandi sem
hefur Iagt mikinn metnað í
að þróa þessar vélar.
-OHR
Deutz-
Fahrmeð
nýjalínu
„Við erum með nýja Iínu af
rúllubindivélum frá Deutz-
Fahr, mjög skemmtilega og
spennandi línu þar sem þeir
eru að ganga skrefinu
lengra en þeir hafa verið.
Þær eru meira flokkaðar
niður í afkastamiklar vélar
og dýrari og hins vegar ódýr-
ari vélar sem henta þeim
sem nota vélarnar minna,
tvo eða þrjá verðflokka.“
-OHR
Dagbækur úr sveitinni
■:
itl
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAOUR
H msóKiH Heimsókn I sveitiha VmmnFmuit
EFSTÁBAUGI Æv
STOFKANIR B ÚCREINAR B ÚtEKSTUR í t>JÓHUSTA 1 SlJÓRNIR OG STARFSM.
Heimsókn í sveitiiia
íBógarÖwr
R'cntlur bjððci hcím
Fcröujijónusta Ivcnda
|Fra£5e»l ucfni
Ref i *r
Svvilaheitmíiknir ktrna
Vistforcldntr
Leit
Leidbeiningar
* XmMvÆ
i m biðuitCTA j nr. ctadcc
Dagbók Þórisstaðabænda
Mánudagur, 17. maí 1999
Halló krakkar!
Þá eru fyrstu skólarnir búnir aö koma í heimsókn. Þeir komu á föstudag og laugardag og svo fáum við heimsóknir nær alla daga næstu 2-
3 vikurnar. Fyrst skoðuðu krakkarnir lömbin. Þau fengu að lykta af þeim, strjúka þeim og sum fengu líka að halda á þeim. Lambakóngurinn,
hann Hrói höttur, er þó orðinn dálítið þungur enda orðinn mánaðargamall. Síðan fóru krakkarnir í fjósið. Þar gilda tvær reglur. Það má ekki
hlaupa og ekki hafa hátt. Úr fjósinu fóru þau svo í mjaltabásinn þar sem kýmar eru mjólkaðar og þar heilsuðu þau líka uppá yngstu kál-
fana. Þar er meðal annars nautkálfurinn hennar Blíðu sem við sögðum ykkur frá síðast.
Nú, úr fjósinu lá leiðin i hlöðuna og þar var nú fjör þegar allir fóru að hoppa í heyinu. Krakkarnir fóru í tvöfalda röð og allir fengu að stökk-
va að minnsta kosti tvö stökk. Þegar allir voru búnir að sletta úr klaufunum í heyinu (meira að segja líka rútubílstjórinn) fórum við í
vélageymsluna og skoðuðum vélarnar og verkstæðið.
Að lokum fóru svo allir inní skóg og borðuðu nestið sitt. Þeir sem ekki komu með drykk með sér fengu mjólk eins og viö drekkum í sveitin-
ni en það er mjólk sem hvorki er búið að gerilsneyða né fitusprengja í mjólkurbúi og hefur því aldrei komið í fernu.
Eftir nestistímann fóru krakkarnir svo að leika sér í skóginum og þar um kring. Sum fóru að hitta dýrin aftur, klappa hestunum, reyna að
ná köttunum eða kíkja á hanana. Svo voru krakkarnir mjög dugleg við að hjálpa okkur að tína rusl úr skóginum eftir veturinn, einkum brot-
nar trjágreinar.
Loks fóru allir aftur í rútuna og héldu heimleiðis með smá gjöf meðferðis til minningar um komuna í sveitina.
Bestu kveðjur,
Þórisstaðabændur
Á Netinu er m.a. að finna dagbækur Búgarðsins á Þórisstöðum í Eyjafirði.
ÁNetinu erm.a. að
finna dagbækurBú-
garðsins á Þórisstöð-
um íEyjafirði. íþeim
er sagt frá daglegum
störfum í sveitinni,
sagtfrá dýrunum á bú-
inu ogþví sem um er
að vera. Dagbókunum
er sérstaklega beint til
bama á leikskóla- og
gmnnskólaaldri. Hug-
myndin á bak við þetta
kemurfráframsýnum
bændum sem vilja
koma upplýsingum á
framfæri um það
hvemig sveitin er í
raun og vem, til mót-
vægis við þá ímynd
sem Ómar Ragnarsson
og Ragnar Axelsson
hafa mótað með svip-
myndum sínum aflit-
ríkum persónum.
„Þessu er sérstaklega beint til
ungu kynslóðarinnar og í raun og
veru er þetta sett upp sem til-
raunaverkefni. Við erum í sam-
starfi við Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins. Það er hluti af
verkefni sem hefur staðið sam-
fellt í áratug, einkum í kringum
höfuðborgarsvæðið. Það eru
skipulagðar heimsóknir leik-
skóla- og grunnskólabarna í
sveitina á vorin. Við byrjuðum í
þessu þegar við bjuggum suður á
Kjalarnesi á þessum tíma en við
erum búin að vera búsett hér fyr-
ir norðan í sjö ár og vorum með í
fyrsta skipti í fyrra og vorum þá
fyrsta norðlenska búið,“ segir
Stefán Tryggvason bóndi á Þóris-
stöðum í Eyjafirði.
Hann segir þetta kannski helst
tilkomið vegna áhuga hans á að
þróa þetta starf áfram og þróa
nýjar leiðir í að koma upplýsing-
um um sveitina á framfæri. „Þá
vildi ég prófa að koma með þetta
á dagbókarformi inn á vefinn.
Við höfum bara kynnt þetta fyrir
skólunum hér á Eyjafjarðarsvæð-
inu í bréfi, en auðvitað eiga allir
kost á að sjá þetta á Netinu, það
er öllum opið.
Hugmyndafræðin á bak við
þetta er annars vegar sú að geta
undirbúið krakkana sem koma í
heimsókn til okkar í vor og hins
vegar fyrsti vísir að því að koma
einhverjum gagnvirkum samskipt-
um á. Þau samskipti þurfa í fram-
tíðinni ekkert endilega að vera
bundin við þessar heimsóknir
heldur geta verið í því formi að
upplýsingar beint frá bóndanum
eru nýttar í skólunum til að vinna
samfélagsverkefni. Yfir vetrartím-
ann gæti það verið liður í þessu að
bóndinn komi í skólana sjálfur á
einhveiju stigi málsins, þó hitt sé
auðvitað mjög mikilvægt líka að
börnin komi til okkar.“