Dagur - 21.05.1999, Side 5

Dagur - 21.05.1999, Side 5
Tfc^iir FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 - S Gömlu mennimir í lopapeysun- u in Stefán segir þetta lið í að breyta ímynd bændastéttarinnar og gera hana raunsærri. „Eg er búinn að vera bóndi í upp undir tuttugu ár og mér finnst ennþá að Omar Ragnarsson og Ragnar Axelsson hafi of mikil áhrif í gegn um myndirnar af gömlu mönn- unum í lopapeysunum. Þeir eru oft á tíðum frábært myndefni og skemmti- legir karakterar, en þetta er auðvitað ekki rétta myndin af íslenskum bænd- um í dag. Þessu hef ég alla tíð viljað breyta frá því ég byrjaði búskap og þess vegna hefur það blundað í okkur að opna búið þannig að fólk ætti kost á að fylgjast með okkar aðstæðum eins og þær eru hverju sinni. Búgarðurinn á Þórisstöðum Þannig að í dag erum við búin að koma á fót starfsemi sem við rekum undir nafninu Búgarðurinn á Þóris- stöðum. Okkur þótti þetta búgarðs- nafn gott safnheiti yfir þetta fyrirbæri þegar bændur eru að bjóða gestum að fylgjast með starfsemi sinni. Þetta fel- ur í sér opið kúabú, móttöku á hópum og gestum sem vilja kynnast íslensk- um landbúnaði. I annan stað rekum við húsdýragarð yfir hásumarið í júlí og ágúst sem er þá opinn almenningi frá kl. 13-18 alla daga, með flestum íslensku húsdýrunum. I þriðja lagi er veitinga- og gestastofa sambyggð fjós- inu þar sem við bjóðum upp á einfald- ar veitingar, kaffi og með því og fleira. Þar gefst fólki kostur á að fylgjast með mjöltum á mjaltatíma ef það hefur áhuga á því.“ A Þórisstöðum er kúabú með yfir þrjátíu kýr. Handverksstofa „Svo er fjórði fóturinn undir þessu borði handverksstofa. Ég er að fikra mig inn í það á veturna að renna úr ís- lensku lerki. Það er líka framtíðin að verða með opna handverksstofu þar sem ég sjálfur og aðkomufólk værum að vinna og sýna verk sem tengjast gjarnan náttúrulegum efnum. Kjörorð búsins er: „Ur ríki náttúrunnar." Það er hluti af vörumerkinu." I fyrrasumar hófst ferðamannaþátt- urinn á Þórisstöðum í mótuðum far- vegi, en fjölskyldan kynntist ferða- mannabúskapnum fyrst þegar hún bjó á Kjalarnesi. „Þá byrjuðum við að móta þessar skólaheimsóknir. Síðan vorum við fyrstu þrjú árin með í verk- efninu „Bændur hjóða heim.“ Það má segja að þetta að fara út í svona sum- aropnun sem er þróun á þessu verk- efni, „Bændur bjóða heim.“ Undir- tektirnar við því hvöttu okkur til að gefa fólki færi á því yfir sumarið, alla daga að komast inn á sveitabýli." Gefur svolltlar tekjur Stefán segir þessa ferðamannaþjón- ustu sem betur fer gefa svolitlar tekj- ur. „Við seljum inn á þetta. Við miðum okkur við söfnin og seljum svo veiting- ar sér. En þetta er þó raunverulega þannig að við setjum ekki markið endilega mikið hærra til að byrja með en að þetta standi undir vinnulaunum og þá fyrst og fremst okkar fjölskyld- unnar. Við eigum fjóra stráka sem vinna meira og minna við búið. En það má segja að stofnkostnaðurinn í þessu sé töluvert mikið okkar eigið fé sem við fáum ekki til baka alveg einn, tveir og þrír. Við fengum styrk bæði frá Byggðastofnun og Framleiðnisjóði að koma þessu á fót. Að öðru leyti er þetta byggt mikið til á okkar eigin framlagi. Við keyptum þessa jörð 1992 og það má segja að frá fyrsta degi höfum við verið með þetta f huga þannig að allar okkar framkvæmdir hafa miðað að þessu þangað til við byggðum við fjós- ið í fyrra og hitteðíyrra og tókum skrefið til fulls. Á þriðja þúsund gestir Það komu á þriðja þúsund gestir í fyrrasumar með skólaheimsóknunum. Miðað við hvað við kynntum okkur og auglýstum lítið vorum við mjög sátt við það. Þetta var fyrst og fremst heimamarkaðurinn sem við vorum að höfða til. Bæði var lítill túrismi hér miðað við oft áður og við vorum ekk- ert farin að kynna okkur á þeim vett- vangi. Þetta spurðist mikið út í kjölfar skólaheimsóknanna." Stefán segist ekki sjá annað en þetta sé komið til með að vera. „Við munum reyna að rækta þennan akur frekar. Hitt er annað mál að því eru augljós- lega mikil takmörk sett á meðan við erum þó með þetta mikið kúabú og byggjum bara á fjölskyldunni. Það tek- ur sinn tíma að hugsa um 35 kýr og strákarnir eru í skóla yfir veturinn. Við förum okkur bara það hægt að við ráð- um við þau skref sem við tökum. Það er mottóið. Gefandi starf Það er mjög gefandi að gefa fólki tæki- færi á að kynnast þessu. Það er ekki nokkur spurning. Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu okkar eðlilegu aðstæður, við erum ekki að búa til ein- hveija sýningu. Þess vegna hef ég forðast að nota orðið „ferðamanna- fjós“ sem er aftur þekkt yfir starfsem- ina á Laugabökkum. Þetta er það mik- ið annars konar starfsemi að þess vegna fórum við út í að nota þetta „búgarðsnafn." Það kann að vera svo- lítið stærilæti í [m' vegna þess að í huga sumra er búgarður einhver herragarður. En við ákváðum að slá til því þetta er svo gott orð. En ég verð að segja að þetta er mjög gefandi. Fólki finnst mörgu hverju að það hafi ekki kost á því að komast í þetta návígi, bæði vegna þess að að- stæður í sveitinni hafa breyst og færri sem eiga skyldmenni í sveitum en áður var. Svo kemur það býsna mörg- um á óvart að það skuli vera ungt fólk sem á börn sem eru á fullu í körfu- bolta og tölvuleikjum og lifa eðlilegu nútímalegu lífi, skuli stunda þessa at- vinnugrein. Það er dálítið ríkjandi að við séum einhvers konar annars eðlis hópur sem sker sig úr. Auðvitað finn- ast þeir f íslenskri bændastétt eins og í öllum stéttum en ég vil meina að upp til hópa sé þetta bara þannig að bændur séu eins og hver annar nú- tfma Islendingur. Auðvitað tekur það fleiri ár að \ánna sig í sessi. Það er bara allt í lagi, \áð erum ekki að fara neitt. En ég er alveg sannfærður um að þessi leið, að fara í gegnum netið með upplýsingar er skynsamleg, þó það sé ekki komin mikil reynsla á það. Hugmyndin er að vera með þetta f gangi núna í fimm, sex vikur í kring um þessar vorheimsóknir.“ Stefán segir þau hafa fengið nokkur viðbrögð. „Já, við höfum bæði fengið bréf frá krökkum beint og svo hafa skólarnir sagt okkur þegar þeir eru að panta að þeir séu búnir að finna þetta og séu að lesa þetta fyrir krakkana og setja þau inn í málin. Ég hlakka til þess þegar þau fara að koma, hvort þau kannast við þessar skepnur sem við erum að skrifa um. Það er spennandi að vita hvernig viðbrögð þetta fær.“ Slóðin að dagbókum Þórisstaða- bænda er: www.bondi.is -OHR „En þetta er þó raunverulega þannig aö við setjum ekki markið endilega mikið hærra til að byrja með en að þetta standi undir vinnulaunum og þá fyrst og fremst okkar fjölskyldunnar. 1/ið eigum fjóra stráka sem vinna meira og minna við búið." segir Stefán. Dagbók Þórisstaða- bænda Mánudagur, 10. maí 1999 Halló krakkar! Finnst ykkur ekki æðislegt að vorið skuli vera komið:1 Nú er hver dagurinn öðrum betri og allt í einu er bara hægt að gera nærri hvað sem er úti. Jörðin Iifnar við um leið og snjórinn er farinn. Grænn litur kemur á túnin og óðum styttist í að trén fari að laufgast en það er þegar græn laufblöð springa út á tijánum. Þegar túnin verða orðin þurr förum við að bera á þau sem kallað er, það er gefa grösunum næringu. Stundum er skíturinn frá hús- dýrunum borinn á og lfka er borinn á tilbúinn áburður sem við kaupum og er búinn til í verk- smiðju. Skíturinn frá kúnum kallast kúamykja en sauðatað eða bara kindaskítur kallast það sem kemur frá kindunum. Svo er líka talað um lamba- spörð þegar lambaskíturinn er orðinn eins og lítil svört ber. Nú er Sibbukolla borin og hún var tvílembd. Það eru því komin sjö lömb og þau eru öll hvít nema lambakóngurinn sem er með svartan haus. Hún Sara í þriðja bekk V í Brekkuskóla sendi okkur póst og stakk m.a. upp á nafninu Snær á einn lamb- hrútinn vegna þess hve það var mikill snjór þegar hann fæddist. Okkur finnst þetta mjög góð uppá- stunga. Jóhann í þriðja bekk HS Brekkuskóla sendi okkur líka póst og kunnum við þeim bestu þakkir. Af henni Blíðu er það að frétta að hún eignaðist myndarlegan nautkálf fyrir viku síðan. Og vegna þess að Bh'ða er svo dugleg að mjólka þá verður kálfurinn hennar notaður á sæðingastöð þegar hann verður stór. A sæðingastöðinn verður tekið sæði úr honum sem kýr um allt Iand verða sæddar með. Þegar þessar kýr svo bera þá verður nautkálf- urinn hennar Blíðu pabbi þeirra allra! Það er því mikið í húfi að við finnum flott nafri á hann ef vera kynni að hann verði þekkt kynbótanaut. Hvernig líst ykkur á Herkúlesr Eða Púma? Eða kannsld Ronaldó? Nei það er sennilega best að finna gott íslenskt nafn. Viljið þið koma með uppástungur? Jæja, nú koma fyrstu krakkarnir í heimsókn í þessari \ iku. Við eru farin að hlakka til að hitta ykkur og vonum að við sjáum ykkur sem flest. Bestu kveðjur, Inga, Stefán og strákarnir Mánudagur, 17. maí 1999 Halló krakkar! Þá eru fjrstu skólamir búnir að koma í heim- sókn. Þeir komu á föstudag og Iaugardag og svo fáum við heimsóknir nær alla daga næstu 2-3 \ik- urnar. Fyrst skoðuðu krakkarnir lömbin. Þau fcngu að lykta af þeim, strjúka þeini og sum fengu líka að halda á þeim. Lambakóngurinn, hann Hrói höttur, er þó orðinn dálítið þungur enda orðinn mánaðargamall. Síðan fóru krakkarnir í fjósið. Þar gilda tyær reglur. Það má ekki hlaupa og ekki hafa hátt. Ur tjósinu fóru þau svo í mjaltabásinn þar sem kýrnar eru mjólkaðar og þar heilsuðu þau líka uppá yngstu kálfana. Þar er nteðal annars naut- kálfurinn hennar Blíðu sem við sögðum ykkur frá síðast. Nú, úr Ijósinu lá leiðin í hlöðuna og þar var nú fjör þegar allir fóru að hoppa í heyinu. Krakkarnir fóru í tA'öfalda röð og allir fengu að stökkva að minnsta kosti tvö stökk. Þegar allir voru búnir að sletta úr klaufunum í heyinu (meira að segja líka rútubílstjórinn) fórum við í vélageymsluna og skoðuðum vélarnar og verkstæðið. Að lokum fóru svo allir inní skóg og borðuðu nestið sitt. Þeir sem ekki komu með drykk með sér fengu mjólk eins og við drekkum í sveitinni en það er mjólk sem hvorki er búið að gerilsneyða né fitu- sprengja í mjólkurbúi og hefur þ\í aldrei komið í fernu. Eftir nestistímann fóru krakkarnir svo að leika sér ( skóginum og þar um kring. Sum fóru að hitta dýrin aftur, klappa hestunum, reyna að ná köttun- um eða kíkja á hanana. Svo voru krakkarnir mjög dugleg við að hjálpa okkur að tína rusl úr skógin- um eftir veturinn, einkum brotnar trjágreinar. Loks fóru allir aftur í rútuna og héldu heimleið- is með smá gjöf meðferðis til minningar um kom- una í sveitina. Bestu kveðjur, Þórisstaðabændur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.