Dagur - 12.06.1999, Side 9

Dagur - 12.06.1999, Side 9
LAUGA H DAGUR 12 . JÚNÍ 1999 - 9 FRÉTTIR ■'fi amenn á íslandi fari yfir 250 þúsund. innan sinna svæða. Þau geta samt aukið sinn hlut án þess að það þurfi að vera á kostnað hinna landsvæðanna," segir Magnús. Breyttir tímar Þessi vaxandi ferðamannastraum- ur til Islands vekur spurningar um hvort ferðamunstur fólks sé að breytast frá sólarströndum til norðurslóða. Magnús segir það ekki svo vera. „Samkvæmt öllum þeim rann- sóknum sem ég hef undir hönd- um kemur ekki fram nein minnk- um í sólarlandaferðum. En það er annað sem er að gerast. Það má segja að heimurinn, alla vega Evr- ópa og Ameríka, sé að eldast. Það þýðir í raun að til er orðin ný kyn- slóð ferðamanna sem eru eldri borgarar. Sú kynslóð sem fór til Spánar eða annarra sólarlanda fyrir 25 árum í fríi sínu er við góða heilsu og leitar nú allt ann- að. Samkvæmt rannsóknum leitar þetta fólk eftir heilbrigðu um- hverfi og hreinleika norðursins. Við vitum að þessi aldurshópur hefur áhuga fyrir þessu og við stíl- um því dálítið til hans. Þessi hóp- ur hefur marga kosti sem ferða- menn. Hann er að verulegu leyti óháður árstíðum vegna þess að fólkið er hætt að vinna og eftir- launaaldurinn er að færast niður þannig að hann stækkar óðfluga. Þetta fólk hefur oftast rýmri fjár- ”áð en var með jafnaldra þeirra yrir 25 árum, vegna bætts lífeyr- iskerfis og þetta fólk ætlar að nota peningana sína í ellinni til að ferðast. Og það eru ekki mörg ár síðan ferðaskrifstofur settu upp sérstakar ferðir til sólarlanda eða annarra ferðalaga íyrir eldri borg- ara í apríl og október. Nú segir þetta fólk stopp. Það segist ekki vilja neitt Iakari gæði í sfnum ferðum en þeir sem yngri eru. Fólkið segist hafa íjárráðin, hafi kynnst þægindum lffsins og það ætli ekkert að slaka á þeim í ell- inni. Þetta ásamt svo mörgu öðru sýnir okkur best hvað við stönd- um frammi fyrir gerbreyttum heimi í ferðamálunum. Okkar möguleikar Iiggja að verulegu leyti í þessum miklu breytingum," segir Magnús. Hann bendir Iíka á að smæðin geti verið kostur fyrir okkur í þessum efnum. Hann segir smæð okkar kost að þvf leyti að í hinu nýja upplýsingasamfélagi, þar sem allt gengur út á Netið og ann- að því um líkt, sé auðveldara fyrir smáa einingu að koma allri vöru sinni á framfæri í tiltölulega knöppu formi. Styrkur smæðar- innar getur því nýst okkur í hinu nýja og gerbreytta upplýsingaum- hverfi. Sprcnging Eitt af þeim svæðum sem kom illa út úr rannsókninni um hvar ferðamenn stoppa er Norður- landskjördæmi vestra. Vigfús Vig- fússon, hótelstjóri Fosshótels An- ingar á Sauðárkróki og fyrrverandi ferðamálafulltrúi, var spurður hvað þeir ætluðu að gera til að breyta þessari þróun. „Eg vil fýrst benda á að til þess að ferðamaðurinn stoppi verður hann að hafa til þess ástæðu. Þær ástæður höfum við verið að skapa á undanförnum árum. Við erum með ýmis fróðleg söfn í Skaga- firði, við eigum Hóla og hér er boðið upp á Drangeyjarferðir og góð hótel hafa verið opnuð. Það er því hægt að finna hér æði fjöl- breytta afþreyingu. Við erum að reyna að vekja athygli ferðamanna á þessu, það hefur vissulega tekist að einhverju leyti en virðist taka langan tíma að komast í gegn með þetta," segir Vigfús. Hann segir að vissulega hafi það aukist stórlega að ferðamenn stoppi í Skagafirði og skoði það sem þar er boðið upp á. „Ef við tökum síðustu 10 árin eða svo þá hefur orðið alger sprenging hvað þetta varðar. Þar á ég bæði við það hvað ferðafólki er boðið upp á hér um slóðir og fjölda ferðamanna sem stoppa hér. Hins vegar er það staðreynd að við getum tekið á móti miklu fleiri ferðamönnum og ætlum okkur að ná þeim til okkar. Þró- unin hjá okkur er í rétta átt þótt við hefðum viljað sjá hana hrað- ari. En þetta er bara vinna og aft- ur vinna sem við munum inna af hendi og uppskera samkvæmt því,“ sagði Vigfús Vigfússon. Fióttamönnum sem hingað komu er létt vegna frétta um frið í heimalandi sínu. Flóttameim fara hvergi Hafsteinn Hafsteinsson sem hefur haft umsjón með komu flóttamannanna frá Kosovo, seg- ir viðbrögð flóttamannanna við friðarsamkomulaginun í heima- byggð þeirra vera mikinn létti og gleði. Ekki síst minnki nú áhyggjur þeirra af vinum og ætt- ingjum mjög en á hinn bóginn eru litlar líkur á að flóttamenn- irnir hafi hug á að snúa aftur heim. Allt er meira og minna í rúst eftir loftárásir NATO og ógnartíð Milosevic og hermanna hans. „Það er ekki að neinu að hverfa. Hús eru brunnin og ástandið lítt fýsilegt," segir Haf- steinn. Flóttamennirnir á Dalvík höfðu ólíkan starfa áður en þeir komu til Islands. Atvinnuleysi var orðið verulegt en í hópnum er t.d. einn logsuðumaður og einn bókhaldari. Konurnar eru húsmæður. „Þeir geta vel hugsað sér að heimsækja heimalandið aftur sem ferðamenn en ég tel ekki Iíklegt að þeir snúi aftur fyrir fullt og allt. Þeir hafa ferðast langa leið og eru búnir að koma sér vel fyrir. Það er allt gert fyrir þá og engin vandamál komið upp, enda eru þeir síbrosandi. Samfélagið hefur telúð þeim sér- lega vel og það er í rauninni það sem komið hefur mér mest á óvart,“ segir Hafsteinn. Alls eru 24 flóttamenn á Dalvík. — rþ Kj arasaumingar spilla skólastarf Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir núgild- andi kjarasamninga við grunn- skólakennara standa skólastarfi fyrir þrifum. Bæjarstjórinn hefur falast eftir því að gerður verði til- raunasamningur við einn grunn- skóla á Akureyri næsta skólaár. Því hafnar Félag grunnskóla- kennara á Akur- eyri. I bréfi grunn- skólakennara til bæjarins segir: „Stjórn Félags grunnskóla- kennara á Akur- eyri telur ófram- kvæmanlegt að koma á tilrauna- samningi um breyttan vinnu- tíma í einum grunnskóla Ak- ureyrar fyrir næsta skólaár. Til þess vinnst einfaldlega ekki tími. Við Iýsum okkur reiðubúin til viðræðna um þesa hluti um leið og kennarar hefjast handa við undirbúning skólastarfs í haust." Pessi \'iobrogo eru bæjarstjora engin vonbrigði heldur þvert á móti: „Þeir Iýsa áhuga á að taka upp viðræður í haust og það er það jákvæða í málinu. Mér finnst þessi afstaða þeirra í hæsta máta skiljanleg. Þeir þurfa tíma til undirbúnings og ég fagna þessum undirtektum kennara á Akur- eyri,“ segir Kristján. Eitt af því sem tilraunasamn- ingar snúast um eru breytingar á vinnutilhögun. Fleira er þó til skoðunar og Kristján Þór seg- ir: „Samningur- inn miðar að því að bæta skóla- starf. Eg held að allir geti verið sammála um að kjarasamningur kennara eins og hann er byggður upp, sé úr takti við allar þarfir og óskir kennara, nemenda og foreldra í dag. Hann stendur skólastarfi fyrir þrifum að mínu mati.“ — BÞ Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.