Dagur - 24.06.1999, Qupperneq 8
8- FIMMTUDAGUR 2 4 . JÚNÍ1999
FRÉTTASKÝRING
ungarvík en lágflug er skilgreint
sem flug undir 500 fetum.
18. júní síðastliðinn lauk þyrlu-
verkefninu Norður-Nágranni ‘99
en það verkefni hófst fyrst árið
1991. Norður-Nágranni ‘99
tengdist varnaræfingunni Norð-
ur-Víkingi ‘99 og var það sam-
starfsverkefni varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og
Varnarliðsins, þar sem þær flutn-
ingaþyrlur sem taka þátt í Norð-
ur-Víkingi ‘99 voru nýttar til
borgaralegra flutningsverkefna
víðs vegar um landið. Margs kon-
ar félög nutu góðs af þessu verk-
efni en meðal verkefna voru
flutningur jarðvegsefna í göngu-
stíga við Þórsmörk og Land-
mannalaugar, flutningur vinnu-
skúra úr Viðey í Elliðaárdal og
flutningur gamals strætisvagns
frá Arnarvatni að brotajárnshaug
á Hvammstanga-.
íslensk lögregla í hemaðax-
hlutverk?
Friðþór Eydal hjá upplýsinga-
skrifstofu Varnarliðsins segir að
hingað til hafi æfingin gengið vel
og hnökralaust. Æfingin tekur
mið af því að það sé verið að veij-
ast hryðjuverkum umhverfis-
verndarsinna og hafa verið gagn-
rýnisraddir um valið á óvininum.
Friðþóri finnst þessi gagnrýni út í
hött og það sé í raun vísvitandi
útúrsnúningur að tengja íslenska
umhverfisverndarsinna við mögu-
Ieg hryðjuverk.
„Það sem um er að ræða er
öfgafullur klofningshópur úr al-
þjóðlegum umhverfissamtökum
sem hefur tekið til vopna. Með
þessu er ekki verið að setja nein
samasemmerki við íslenska um-
hverfisverndarsinna. Aðalatriðið
er að æfð séu viðbrögð við hryðju-
verkum," segir Friðþór.
Jón Bjartmars frá Víkingasveit-
inni segir þeirra hlutverk í æfing-
unni snerta gíslatöku á Keflavík-
urflugvelli. En hins vegar hafi
mjög mikið verið að gera hjá Vík-
ingasveitinni vegna heimsókna
forsætisráðherra Norðurland-
anna og Japans undanfarna daga.
„Við höfum þó ekki tekið fyrr þátt
í æfingunni Norður-Víkingi með
eins beinum hætti og við gerum
núna. Aður höfum við veitt að-
stoð við framkvæmd æfingarinn-
ar en nú er þetta í fyrsta skipti
sem Víkingasveitin tekur beinan
þátt í æfingunni enda er verið að
æfa viðbrögð við hryðjuverkum
sem eru lögreglulegs eðlis," segir
Jón. Hann segist fagna þessu
tækifæri sem æfingin er fyrir lög-
regluna.
Aðspurður um hvort svona æf-
ing færi lögregluna í hliðarhlut-
verk hersins segir Jón að það sé
frekar að æfingin færi herinn í
hliðarhlutverk lögreglunnar. „Við
vinnum ekki sem hermenn í æf-
ingunni né í raunveruleikanum.
Almennt séð eru það borgaraleg
yfirvöld sem hafa forræði mála
sem varða hryðjuverk. Komi til
hryðjuverka á íslandi geta íslensk
stjórnvöld leitað til Varnarliðsins
samkvæmt Varnarsamningnum
og hefur herinn því fyrst og
fremst stuðningshlutverki að
gegna,“ segir Jón.
Friðþór Eydal segist ekki held-
ur hafa áhyggjur af því að borgar-
aleg yfirvöld eins og Landhelgis-
gæslan og Víkingasveitin séu að
færa sig yfir á hernaðarsviðið
enda hafi t.d. Landhelgisgæslan
vmsum skvldum að eeena á ófrið-
Mótmælendur voru búnir að koma sér fyrir í Hljómskálagarðinum I gær til að r,
artímum s.s. tundurduflaeyðingu
og björgunarstörfum.
„Ömurlegt stríðsleikja-
brölt,“ segir Steingrímur
Skiptar skoðanir eru á þessum
heræfingum í landi sem hefur
aldrei haft innlendan her í meira
en 1000 ára sögu þess. Vinstri
hreyfingin - grænt framboð og
hvatt er til friðlýsingar borgarinn-
ar og yfirlýsingar um kjarnorku-
vopnalaust svæði innan borgar-
markanna. Hins vegar fagnar Jón
Hákon Magnússon hjá Vestrænni
samvinnu þessum æfingum og
lítur á þetta sem nauðsynlegan
þátt í vígvarnaðarstarfi NATO.
„Ef eitthvað er, styrkir þetta okk-
ar sterku stöðu innan NATO enn
Friðþór Eyda! segir að heræfingin hafi gengið vel.
ungir sósíalistar hafa ályktað
gegn æfingunum. Einnig hafa
herstöðvarandstæðingar mót-
mælt þeim en þeir bafa einnig
sent borgarstjóra bréf þar sem
meira og að auki fáum við íslend-
ingar bæði góða þekkingu og
þjálfun út úr þessum æfingum,"
segir Jón Hákon.
Steingrími J. Sigfússyni alþing-
ismanni finnst hins vegar þessi
æfing fráleit og er andvígur
henni. „Þetta stríðsleikjabrölt
sem er verið að troða upp á okkur
er alveg ömurlegt," segir Stein-
grímur. Hann telur að þetta skaði
án efa ímynd Islands meðal
ferðamanna. „Síðan fer það afar
mikið í taugarnar á mér þessi
fíflagangur með Norður-Ná-
granna og furða ég
mig á því að ýmsir ís-
lenskir borgaralegir
aðilar og umhverfis-
samtök Iáti misnota
sig í svona vitleysu.
Það eru varla til um-
hverfisljandsamlegri
farartæki sem þessar
risaherþyrlur eru og
síðan á að nota þær í
að flytja einhverja
skúra út um
Það er með
ólíkindum að þetta
sama NATO sem hef-
ur verið að drepa þús-
undir manna í Evr-
ópu skuli koma hing-
að enn eina ferðina
undir því yfirskini að
hér sé um að ræða
einhvern vingjarnleg-
— an útivistarklúbb,“
segir Steingrímur.
Friðþór Eydal leggur áherslu á
að þessi æfinjg sé samstarf Banda-
ríkjanna og Islands. „Það er ekki
verið að draga neinn aðila nauð-
ugan í þetta,“ segir Friðþór.
ÁGÚST
ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
SKRIFAR
3000 inamia heræfíng
stendnr nú sem hæst
um allt land. SMptar
skoðanir eru um æf-
iuguua og herstöðvar-
audstæðiugar mót-
mæltu heræfíugum í
höfuðhorgiuui..
Varnaræfingin Norður-Víkingur
'99 stendur nú sem hæst en
henni lýkur 28. júní. Æfingin er
haldin annað hvert ár á grund-
velli varnarsamnings Islands og
Bandaríkjanna og hafa æfingar af
þessu tagi verið haldnar síðan
árið 1983.
Árið 1997 tóku 3.500 manns
þátt en í ár eru þátttakendur
færri eða um 3.000 manns. Allir
hermenn Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, 2.000 manns, taka
þátt í æfingunni. Einnig hafa
komið 800 manns frá Bandaríkj-
unum, 50 manns frá Þýskalandi
og bresk flugsveit til landsins
vegna þessa. Komu fyrstu sveit-
irnar 12. júní síðastliðinn og fara
þær þann 3. júlí. Nokkrir tugir Is-
lendinga taka þátt í æfingunni og
þá aðallega frá Landhelgisgæsl-
unni, Víkingasveit Ríkislögreglu-
stjóra, Flugmálastjórn og Varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins. Fjölmargar orrustuflugvélar
og þyrlur frá Bandaríkjunum og
Bretlandi hafa tekið þátt í æfing-
unni. Einnig taka dönsk freigáta
og varðskip Landhelgisgæslunnar
þátt í æfingunni.
Venjulega er grunnhugmynd
æfingarinnar Norður-Víkingur
árás óvinaríkis á ísland en í ljósi
breyttra forsendna í öryggismál-
um eftir að kalda stríðinu lauk er
grunnhugmyndin alþjóðleg
hryðjuverk. Markmið æfingarinn-
ar er m.a. að æfa hernaðarleg við-
brögð við hryðjuverkum, kynna
íslenska staðhætti fyrir erlendum
hermönnum og æfa björgunar- og
leitarviðbrögð. Að auki skipa liðs-
og birgðaflutningar frá Bandaríkj-
unum til Islands stóran sess í æf-
ingunni.
Lent í ffljómskálagarðmiun
Reynt hefur verið eftir fremsta
megni að æfingin raski sem
minnst högum landsmanna og
reynt er að takmarka Iágflug flug-
véla. Þó hefur mikið verið um að
vera um allt land. f gærkvöld átti
æfingin að fara fram í hjarta mið-
borgarinnar með því að herþyrla
lenti í Hljómskálagarðinum og
landher bandaríska hersins brun-
aði upp í bandaríska sendiráðið
við Laufásveg til að bjarga þaðan
ónefndu fólki sem síðan yrði flutt
í burtu með þyrlunni. Nokkur
fjöldi herstöðvarandstæðinga
bafði safnast saman í Hljóm-
skálagarðinum vegna æfingarinn-
ar og taldi sig ekki þurfa að víkja
úr almenningsgarði fyrir heræf-
ingu. Var þessi aðgerð undirbúin
í samvinnu við lögregluna í
Reykjavík. í dag er síðan Iág-
flugsæfing yfir Bolafjalli við Bol-