Dagur - 16.07.1999, Side 4

Dagur - 16.07.1999, Side 4
4 ^ FÖSTVDAGUR 16. JÚLÍ 1999 . IJílgM- FRÉTTIR L Rafeyrir í Kópavogi Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, var fyrstur til að nota smartkortið og vertinn á Rive Gauche í Hamraborg, Hulda Finnbogadóttir, tók við því. - mynd: e.ól. Tilraunaverkefni er farið af stað í Kópavogi með útgáfu svokallaðra rafeyriskorta, eða smartkorta, en það er samheiti yfir fjölnota kort með örgjörva. Að verkefninu standa Sparisjóður Kópavogs, Kópa- vogsbær og Smartkort ehf. Þegar verkefnið var kynnt í vikunni not- aði bæjarstjórinn, Sigurður Geirdal, rafeyriskort í fyrsta sinn hér á landi, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Við sama tilefni var nokkrum starfsmönnum Vinnuskóla Kópavogs afhent smartkort með 2 þúsund króna inneign sem þeir eiga að nota næsta mánuðinn á átta stöðum í Kópavogi. Til viðbótar fá þessir kort- hafar 1 þúsund króna inneign frá Sparisjóðnum. Fisksalar í Norræna húsinu Dagana 14. og 1 5. ágúst næstkomandi, hefur verið boðuð í Norræna húsinu, ráðstefna norrænna fisksala. Ráðstefnan er haldin á vegum Danmarks Fiskehandlere og ber heitið „Workshop for fiskehandl- ere“. Þar munu fisksalar og fræðimenn skiptast á skoðunum auk þess sem samanburður fer fram á tölulegum staðreyndum vegna fisksölu á Norðurlöndunum. Ferð inn að Eyjabökkum Náttúruverndarsamtök Islands og Umhverfisverndarsamtök íslands standa fyrir fræðsluferð á hálendið norðan Vatnajökuls, m.a. svokall- að Eyjabakkasvæði, í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Ultima Thule. Ferðin verður farin frá Egilsstöðum 7. og 8. ágúst næstkomandi og kostar 4.800 kr. Innifalið er rútuferð frá Egilsstöðum, leiðsögn og há- degisnesti. Þátttakendur þurfa að skrá sig sem íyrst hjá Ferðaskrif- stofunni Ultima Thule í síma 567-8978 eða í netfangið ute@islandia.is Nýr sparisjóðsstjóri í Eyjunt Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur ráðið Ólaf Elíasson, við- skiptafræðing og endurskoðanda, í starf sparisjóðsstjóra í stað Bene- dikts Ragnarssonar sem Iést í síðasta mánuði. Ólafur er 45 ára og hefur verið einn af eigendum Deloitte og Touche endurskoðunar hf. og forstöðumaður útibús fyrirtækisins í Eyjum. Ólafur mun taka við nýja starfinu 1. október næstkomandi. Ný stjóm Krabbameinsfélagsins Nýja stjórnin. Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur á dögunum urðu nokkr- ar breytingar á stjórn félagsins. Sigríður Lister, hjúkrunarfræðingur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ára starf sem farsæll formað- ur. Tillaga kom um Jóhannes Tómasson, stjórnarmann og blaða- mann, og var hún samþykkt. Aðrir stjórnarmenn sem ekki gáfu kost á sér voru Erla Einarsdóttir, Elfa-Björk Gunnarsdóttir, Ólafur Har- aldsson og Sveinn Magnússon. Voru fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð störf í þágu félagsins. Á meðfylgjandi mynd er núverandi stjórn. Fremri röð f.v.: Ásthildur E. Bernharðsdóttir, gjaldkeri, Jó- hannes Tómasson, formaður, Kristín Sophusdóttir og Anna K. Jó- hannsdóttir. Efri röð f.v.: Nanna Friðriksdóttir, Fanný Gunnarsdótt- ir, ritari, Guðjón Vilbergsson, varaformaður, Magnús Scheving og Ragnar Davíðsson. Á myndina vantar Bryndísi Guðmundsdóttur. Framkvæmdastjóri félagsins er Guðlaug B. Guðjónsdóttir. Ráða afgreiðslu- tímanum sjátfir hún var að samþykkja þetta svona að veitingamenn myndu reyna að gera þetta á skynsam- legan hátt og þreifa sig pínulítið áfram, bæði með tilliti til hvað væri hagkvæmt fyrir reksturinn og eins því sem hæfði því um- hverfi sem þeir eru í, og það virð- ist vera að ganga eftir," sagði Baldur. „Ég held að það gildi kannski nú bara sömu lögmál í þessu og með aðra þjónustu og viðskipti að þetta ráðist af því hvað kúnn- inn kemur til með að vilja og hvað hann gerir í þessum efnum. Ég á nú ekki von á því að stór hópur fólks nenni að „djamma“ fram eftir öllum nóttum og á þeim forsendum vkr þetta sett fram svona, að hafajnýju reglurn- ar þannig að það ni|ætti vera opið almennt, en hins yegar mættum við takmarka það ef aðstæður á einstökum stöðum yrðu slæmar með tilliti til annarra hagsmuna," sagði Baldur að lokum. — aþm Vínveitiugahúsaeig- endur á Akureyri ráöa hversu lengi þeir hafa staði sína opna og þurfa ekhi að horga nein aukagjöld fyrir það. Bærinn áskilur sér þó rétt til að svipta staði þessum rétti ef ástæða þykir. Vínveitingahúsaeigendur á Akur- eyri geta haft staði sína opna eins lengi og þeir vilja, án þess að sækja um sérstakt leyfí til þess, að sögn Baldurs Dýrfjörð bæjar- Iögmanns á Akureyri. Meginregl- an er sú að staðirnir geti haft opið eins lengi og þeir kjósa, en bærinn áskilur sér þó rétt til að takmarka afgreiðslutíma hvers staðar fyrir sig, ef að ástæður til þess komi upp. Þar er átt við kvartanir nágranna og aðrar ástæður sem sýni að staðurinn ætti ekki að hafa opið Iengur en áður. Með nýjum áfengislögum voru öll vínveitingaleyfi endurnýjuð og vínveitingahúsaeigendum kynnt- ar reglur bæjarins um afgreiðslu- tíma. Engin aukagjöld eru því tekin af þeim stöðum, sem hafa opið lengur. Hins vegar er um að ræða tilraunaverkefni og er reynslutíminn fram að áramót- um. Eftir þann tíma verður mál- ið endurskoðað f ljósi þeirrar reynslu sem komin verður. Spilað eftir eyranu Baldur segir að vínveitingahúsin hafi ekki lengt afgreiðslutímann mikið, menn væru að hafa opið f hálftíma eða klukktutíma í viðbót og spiluðu þetta svolítið eftir eyr- anu. Hann vissi þó um einn stað, sem hefur haft opið lengur. „Bæj- arstjórnin gekk út frá því þegar Fundað um vanda- mál Vestftrðinga Mjög hjart yfir sumum greinum atvinnumála á Vestfjörðum, en aðr- ar greinar standa mið- ur að mati Einars Odds Kristjánssonar, eins af þingmönnum Vestfirðinga. Atvinnuþróunarfélag Vestíjarða, Fjórðungssamband Vestfjarða og Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða funduðu á Núpi í Dýrafirði sl. miðvikudag um atvinnumál Vest- firðinga með þingmönnum Vest- firðinga og sveitarstjórnarmönn- um. Fundarmenn voru sammála um að vandamál Vestfirðinga væri ekki bundið við manneklu, heldur miklu fremur það að verulega skorti mannafla til Vestfjarða til þess að koma hjólum atvinnulífs- ins almennilega af stað aftur. Einar Oddur Kristjánsson, ann- Einar Oddur Kristjánsson. ar tveggja þingmanna Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum, segir að á fundinum hafi menn fyrst og fremst skipst á skoðunum en ekki hafi verið stefnt á það að frá fundinum kæmi nein yfirlýsing. Sömu aðilar munu aftur funda í haust. „Það er mjög bjart yfir sumum greinum atvinnumála á Vestfjörð- um, en annað stendur miður, en ástandið hér í fískvinnslunni í nokkrum byggðarlögum hefur verið blásið óþarflega mikið upp. Það eru vissar hlikur á Iofti sem þarf að bregðast við en ég hef ekki minnstu ástæðu til að ætla annað en að það verði gert,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. - Var rætt d þessum fundi um söluna á togaranum Sléttanesi frá Básafelli og kvóta tír kjördæminu fví samfara? „Nei, að sjálfsögðu ekki enda er það ekki í okkar verkahring. Við fylgjumst þó að sjálfsögðu með því máli. Það er ljóst að stóru fyr- irtækin á Vestfjörðum eru bara að gera það sem þau verða að gera til þess að tryggja stöðu sína og upp- fylla skyldur sínar við samfélagið auk þess að halda lffí.“ - Hefur verið rætt um það að Vestfirðingar komi inn í þetta mál, t.d. með þvi að Isafjarðarbær neyti forkaupsréttar síns á kvóta Slétta- nessins sem verið er að selja? „Nei, það held ég að sé alveg út úr myndinni enda er ekki til fjár- magn til þess.“ - gg

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.