Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 - 9 Thypr FRÉTTIR Hollandi og Bretlandi - og kring- um 300 manns á Islandi. Flestir eru flóttamennirnir þó í Iran, 2 milljónir og Pakistan 1,2 milljón- ir. I mörgum fátækustu ríkjum Afríku og fyrrum Sovétlýðveldum búa 200-600 þúsund flótta- menn. Löglega skráðir farand- verkamenn, sem búa tímabundið utan síns heimalands, eru hins vegar um eða yfir 140 milljónir. Glæpahringar hnattvæðast Skýrsluhöfundum finnst það hörmulegt að glæpahringar heimisins hafa verið flestum fljótari til að nýta sér hina spenn- andi möguleika hnattvæðingar- innar. Hnattvæðingin leiði ekki aðeins flutning nýjunga í lækna- vísindum - heldur líka heróíns, „skítugra" peninga og vopna. Olögleg viðskipti með fíkniefni, ungar konur, vopn, stolna bíla og „þvegna“ peninga kyndi nú und- ir því ofheldi og glæpum sem ógni venjulegu fjölskyldufólki um víða veröld. Oópmarkaðurínn stærri en hílamarkaðurinn Verðmæti ólöglegra fíkniefnavið- skipta var áætlað 400 milljarðar dollara árið 1995. Það jafngildi um 8% heimsverslunarinnar, eða álíka og öll gas- og olíuviðskípti heimsins, eða allur fatamarkað- urinn, en nokkru meira en öll heimsins bílasala. Og svo vill til að þetta er líka sama upphæð og allar erlendar fjárfestingar í heiminum (kannski að hluta til „þvegnir dóppeningar11?). I ljósi þess að 82% allra milliríkjavið- skipta í heiminum eru gerð af þeim 20% íbúa heimsins sem lifa í ríku löndunum, má kannski ætla að 330 milljarðar dollara af þessum „dópviðskiptum" falli líka í þeirra hlut. Peningaþvætti er áætlað á bilinu 2-5% af þjóð- artekjum heimsins. ...enda 200 milljónir dópista Fíkniefnamarkaðurinn vex Iíka mildu hraðar en flestir aðrir. Óp- íumframleiðsla meira en þrefald- aðist á síðasta áratug og kókafn- framleiðslan tvöfaldaðist. Fíkni- efnaneytendur eru nú taldir um 200 milljónir, sem mundi sam- svara um 9.000 slíkum á Islandi. Áætlað er að hálfri milljón stúlkna, mörgum barnungum, sé smyglað árlega til og frá Austur- Evrópu og fyrrum Sovétlýðveld- um til Vestur-Evrópu þar sem þær eru „seldar" í kynlífsþræl- dóm. Skýrslan áætlar veltuna yfir 500 milljarða á ári og segir þetta ein svfvirðilegustu mannrétt- indabrot um þessar mundir. Ólögleg vopnasala er líka vaxandi markaður. Þar er einkum um „léttvopn" að ræða, en skýrslu- höfundar segja 90% alls mann- falls í átökum sem orðið hafa eft- ir síðustu heimsstyrjöld af völd- um slíkra vopna. Velta glæpahringa 1.500 milljarðar dollarar Ólögleg viðskipti skipulagðra glæpasamtaka vaxa nú sem aldrei fyrr og eru áætluð kringum 1.500 milljarðar dollara um þess- ar mundir - og slaga þannig upp í samanlögð heimsviðskipti með olíu og gas, járn og stál, bíla og fatnað. Talið er að auð sinn og völd noti þessi samtök til að gróðursetja spillingu og glæpi í viðskiptum, stjórnmálum og inn- an ríkisstjórna. Bent er á: Six Tri- ad í Kína, Medellín og Cali hringina í Kólumbíu, Mafíuna á Italíu, Yakuza í Japan, Juares, Tiuuana og Gulf hringina í Mexíkó, Cosa Nostra í Banda- ríkjunum og aðra í Nígeríu, Rússlandi og Suður Afríku. Allir reki þeir starfsemi utan eigin landamæra og séu nú að byggja upp bandalög og mynda alþjóð- leg net til að nýta sér enn betur möguleika og hagnaðinn af al- þjóðavæðingunni. Hreinsað tii í brunarústum Gallerís Borgar. - mynd: s Bremiuvargur- inn fannst ekki Rannsókn á brunanum í Gallerí Borg í febrúar sl. hefur verið lögð niður með fyrirvara um heimild til endurupptöku komi nýjar upplýsingar eða gögn fram. Sannað þykir að um íkveikju hafi verið að ræða, þar sem teppum var hrúgað saman, bensíni hellt yfir og kveikt í. Kolbrún Sævarsdóttir lögfræð- ingur hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík staðfestir í samtali við Dag að kveikt hafi verið í með þessum hætti. Áður hefur komið fram í blaðinu að engin merki voru um innbrot og ekkert að rafmagni. Sterkar líkur benda til þess að brennuvargurinn hafi haft lykil að bakdyrum gallerísins undir höndum. Kolbrún segir að þar sem rök- studdur grunur beindist ekki að neinum tilteknum aðila þá hafi rannsókninni verið lokið að svo stöddu. „Hún er að óbreyttu felld nið- ur, enda kom ekkert fram sem okkur sýndist að myndi leiða til ákæru. Það voru einstaklingar yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðra, en ekkert kom út úr þvi og málið fór ekki lengra,“ segir Kolbrún. Samkvæmt þessu er ekkert því til fyrirstöðu að VIS greiði eigendum gallerísins krafnar tjónabætur, en trygg- ingafélagið hefur þegar greitt ýmsum eigendum hundruða verka sem skemmdust eða eyðilögðust bætur. Er reiknað með að bætur í heild hljóði upp á um 30 milljónir króna. — FÞG Jafnréttismál í biðstöðu Jafnréttisnefnd þjóö kirkjuimar hefur tvö mál til skoðunar og biðstaða er í háðum. Það vakti athygli þegar jafnréttis- nefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveim vik- um að flest benti til þess að jafn- réttislög og jafnréttisáætlun þjóð- kirkjunnar hafi verið brotin þegar prestur í Grenjaðarstaðarpresta- kalli í Þingeyjarsýslu var valinn. Þorgrímur Daníelsson fékk stöðuna en nefndin áleit Stínu Gísladóttur hafa bæði verið hæf- ari að reynslu og menntun. í þessu máli voru einnig brotin þau ákvæði jafnréttisáætlunar kirkj- unnar um að valnefndirnar skuli innihalda kynjahlutföllin einn á móti þremur eða tveir á móti fimm en í valnefndinni í Grenjað- arstaðarmálinu var aðeins ein kona og sex karlmenn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kirkjan lendir í svona máli en í fyrra komst kærunefnd jafnréttismála að að brotið hefði verið á séra Yrsu Þórðardóttur við veitingu prestsembættis í Seltjarnarnes- prestakalli þegar Sigurður Grétar Helgason hlaut stöðuna. Mál Yrsu er núna í meðhöndlun hjá Biskupsstofu og enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun innan kirkjunnar um framhald þess máls. Er að skoða möguleikana Nú hefur jafnréttisnefnd þjóð- kirkjunnar sent biskupi bréf þar sem beðið er um formleg við- brögð vegna máls Yrsu. Varðandi mál Stínu í Grenjaðarstaðar- prestakalli segir Arnfríður Guð- mundsdóttir, formaður jafn- réttisnefndar þjóðkirkjunnar, að frumkvæðið að aðgerðum um framhaldið eigi ekki að koma frá jafnréttisnefndinni heldur frá viðkomandi aðila. „Við áttum bara að komast að niðurstöðu og benda síðan á leiðir,“ segir Arnfríður. Að sögn hennar eru tvær leiðir sem hægt er að fara. Annars vegar fara með málið til kærunefndar jafnréttis- mála og hins vegar ieita til úr- skurðarnefndar þjóðkirkjunnar. „Þar sem enn er óljóst hvernig mál séra Yrsu Þórðardóttur muni enda þrátt fyrir niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála er erfitt að benda öðrum aðila að fara sömu leið og Yrsa fór. Hins vegar hefur leið úrskurðarnefnd- ar þjóðkirkjunnar aldrei verið prófuð hvað varðar jafnréttis- mál,“ segir Arnfríður. Stína Gísladóttir segist vera að skoða sína möguleika en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mætti vera betri staða Að sögn kunnugra mætti staðan í jafnréttismálum kirkjunnar vera betri. Á höfuðborgarsvæð- inu er aðeins einn sóknarprestur sem er kona, en það er séra Sol- veig Lára Guðmundsdóttir á Sel- tjarnarnesi. - ÁÁ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.