Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 12
m 1111»1111111111II1111111 TTfT n ii i mn iiiithttt n i t lt - FÖSTÚDAGUÉ 1 6 ' 4 ð: ti''Y y. \i í JU L I 19 9 9 jQBOQsTOgcMMQDPo 'Neverbecn Simi 462 3500 * Hólabraut 12 • www.nett.ia/borgarbio pm/Biómiðav ó Wing Commander, gilda sem 20% afsfeftui' af ' tolw^leikjum i Tœ.kníualí, Fuiiuffipllum sTlVkulfevei meöcin ci Sýnd kl. 17, 21 og 23 Sýnd kl. 17 og 23.40 Leikur Fram og Víkings var lélegur, en Fram náði að stela sigrinum. fótboltamun Fjörí 9. umferð Landssímadeildarinn- ar hófst á miðvikudaginn með leik Fram og Víkings. Þrír leikir fóru svo fram í gær, en umferð- inni lýkur í dag með Ieik IA og IBV, en þau lið munu einmitt mætast í bikarnum í ágúst. Lélegt í Laugardalniun Leikur Fram og Víkings var ekki upp á marga fiska. Víkingar voru betri í leiknum, en það voru Framarar sem skoruðu bæði mörk leiksins. Víkingar áttu allan fyrri hálfleikinn og Sumarliði Arnason komst í gott færi, en Ólafur Pétursson varði. Framarar skoruðu fyrsta mark leiksins á 57. mínútu, gegn gangi hans. Það var Hilmar Björnsson sem skoraði eftir varnarmistök Vík- inga. A 78. mínútu var svo dæmt víti á Víkinga og það var Agúst Gylfason sem skoraði örugglega úr því og tryggði Fram ósann- gjarnan sigur, 2-0. Leikur Vals og Grindavíkur á Hlíðarenda byijaði með látum og fengu Valsarar víti strax á 6. mín- útu, sem Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði úr. Grindvíkingar tvíefld- ust við markið og náðu að jafna á 20. mínútu, þegar Óli Stefán Flóventsson skoraði eftir að Hjörvar Hafliðason missti bolt- ann frá sér. Valsmenn komust svo yfir öðru sinni á 60. mínútu þeg- ar Ólafur Ingason skoraði örugg- lega framhjá markverði Grindvík- inga, Albert Sævarssyni. Skotan- um í Grindavík, Alister McMilI- an, var svo vikið af velli þegar um hálftími var Iiðinn af síðari hálf- Ieik og rétt fyrir Ieikslok fékk einn Valsara einnig rautt spjald, en það breytti ekki lokatölunum, 2- 1. Vítasúpa í Keflavík I Keflavík tóku heimamenn á móti KR og bytjuðu þeir fyrr- nefndu leikinn af miklum krafti og fengu gott færi strax í byrjun. Heimamenn skoruðu svo fyrsta markið á 11. mínútu úr víti, sem Eysteinn Hauksson tók. A 32. mínútu var komið að KR að fá víti og það var Guðmundur Bendiktsson sem nýtti sér það og jafnaði leikinn, 1-1. Síðari hálf- leikurinn byrjaði Ijörlega og bæði lið fengu færi til að skora. Bjarki Gunnlaugsson kom KR yfir, 1-2, á 63. mínútu með hörkuskoti eft- ir hornspyrnu og hann bætti svo við þriðja marki KR 10 mínútum síðar, eftir glæsilega sókn. Kefl- víkingar fengu þriðja vítið í leikn- um á 78. mínútu, en Kristján Finnbogason varði í þetta skiptið frá Eysteini. Lokatölur 1-3. Breiðablik sótti Leiftursmenn heim í Ólafsfjörð og einkenndist leikurinn af miðjuþófi framan af og fátt var um færi. Breiðablik náði þó að skora á lokamínútu fyrri hálfleiks, gegn gangi leiks- ins, þegar Marel Baldvinsson skallaði f mark Leifturs. Leifturs- menn voru heldur sókndjarfari í síðari hálfleik, en Breiðablik átti þó sín færi og náði að bæta við öðru marki þegar Hreiðar Bjarna- son skoraði glæsilegt skallamark á 76. mínútu. Það leið ekki nema rúm mínúta þar til að Leiftur náði að minnka muninn. Þar var Uni Arge að verki og renndi hann boltanum í mark Blika. Stuttu síðar náði hann að jafna leikinn fyrir Leiftur, 2-2, og urðu það lokatölur leiksins. - AÞM Öm tvíbætti íslandsmetið Öm Arnarsoii gerði sér lítið fyrir og tví- bætti íslandsmetið í 200 m babsundi í gær og endaði í 2. sæti. Gengi hinna íslend- inganna var ágætt. Sundgarpurinn Örn Arnarson hefur heldur betur verið í sviðs- Ijósinu á Evrópumóti unglinga í sundi, sem fram fer í Moskvu þessa dagana. I fyrradag varð hann Evrópumeistari í 200 metra skriðsundi og í gær var hann enn f sviðsljósinu. Örn keppti í gær í undanrás- um í 200 metra baksundi og þar bætti hann Islandsmetið um 6 hundraðshluta úr sekúndu og var með besta tímann í undan- rásunum. I úrslitasundinu gerði hann þó enn betur og bætti met- ið aftur. Hann synti á 2:01,13 mínútum, en sá tími er 8 hundr- aðshlutum úr sekúndu betri en Örn Arnarson er kominn í 12. sæti á heimslistanum í 200 m baksundi. fyrri tíminn. Það dugði honum þó ekki til sigurs þar sem Þjóð- veijinn Steffen Driesen, synti á talsvert betri tíma, eða á 2.00,69. Sundið var þó hörku- spennandi og voru allir millitím- ar mjög jafnir. Þess má geta að tími Arnar kom honum í 12. sæti heimslistans í greininni. Það voru einnig fleiri Islend- ingar sem kepptu í sínum grein- um í gær. íris Edda Heimisdótt- ir frá Keflavík, setti glæsilegt stúlknamet í 200 m bringusundi þegar hún synti á 2:39,67 mín- útum og bætti fyrra met sitt um hvorki meira né minna en 1,25 sek. Þessi tími dugði Irisi f 18. sæti. Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 m bringusund á 1:05,73 mín. og varð í 10. sæti og keppti f undarú: 'itunv ~ síðar í gær, en lenti í 9. sæti og var því aðeins einu sæti frá úr- slitunum. Sævar Örn Sigurjóns- son synti einnig í 100 m bringu- sundi og tími hans var 1:08,05 mínútur. Hann bætti sig um 11/100 úr sek og varð í 27. sæti. Þuríður Eiríksdóttir synti 200 m bringusund á 2.46,45 mín. og varð í 26. sæti og var tölvert frá sínu besta. I dag heldur keppni áfram og mun Örn keppa í 100 metra baksundi. Kolbrún Yr Kristjáns- dóttir mun keppa f 50 metra skriðsundi og 50 metra bak- sundi, en Þuríður og Iris Edda munu keppa í 100 metra bringu- sundi. — AÞM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.