Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999
Tk^iir
FRÉTTASKÝRING
ísland lækkaði úr 5.
niður í 9. sæti á lífs-
gæðalista Sameinuðu
þjóðanna m.a. vegna
lækkandi meðalaldurs
kvenna.
Islendinga lækkuðu niður í 9.
sæti úr því 5. í fyrra á lífsgæða-
listanum í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna, þar sem 174 þjóðum
er raðað eftir lífsgæðum og
mannréttindum í löndum þeirra.
Smávegis lækkun meðalaldurs á
þar einhvern hlut að máli, en
líka breyttar reiknireglur. Skýrsl-
an miðast við upplýsingar frá ár-
inu 1997. Grundvöllur lífsgæða-
matsins er: lífslíkur, menntun,
og raunveruleg þjóðarfram-
leiðsla á mann, þ.e. þjóðarfram-
leiðsla umreiknuð í dollara, mið-
að við kaupmátt í hverju landi
(PPP$).
Tekjulega í 12. sæti
Árið 1997 höfðu 11 þjóðir höfðu
kaupmáttarmeiri þjóðarfram-
Ieiðslu á mann en íslendingar.
Luxemborg (2,2 milljónir kr.) og
Brunei (2,1 m.) voru efst á blaði,
sem dugði þeim þó aðeins f 17.
og 25. sæti á lífsgæðalistanum.
Bandaríkin (2,1 m.) og Singapúr
(2 m.) voru líka langt ofan við
aðra. 1 Kuwait, Sviss, Noregi,
Hong Kong, Japan og Danmörku
jafngilti upphæðin 1,7 til 1,8
millj. kr. Belgar, íslendingar og
Kanadamenn voru með um 1,6
milljónir á mann, sem dugði
Kanada í efsta sæti lífsgæðalist-
ans. Meðaltalið í iðnríkjum var
tæplega 1,7 millj. kr., en meðal-
talið í þróunarríkjunum sam-
svaraði um 230 þús.kr. á mann.
Kína var nærri því meðaltali en
Indverjar helmingi Iægri. I þess-
um tveimur löndum bjuggu 2,2
milljarðar manna 1997, eða
næstum 2/5 af íbúum jarðarinn-
ar.
Vaxandi ójöfnuður
Tekjubilið milli fátækra og ríkra,
bæði innan þjóða og milli þeirra,
hefur haldið áfram að breíkka,
m.a. í nær öllum OECD ríkjum.
Um 1960 hafði ríkasti fimmt-
ungur fólks í heiminum 30-fald-
ar tekjur fátækasta fimmtungs-
ins - en árið 1997 var munurinn
orðinn 74-faIdur. I fyrrum
Sovétríkjum og A-Evrópu hefur
ójöfnuðurinn aukist meira en
nokkurs staðar og nokkru sinni
fyrr og mest í Rússlandi. Þessi
þróun fjölgar fátæklingum, líka í
allra ríkustu löndunum.
Með minna en fimm-faldan
mun á tekjum hæst Iaunaða
fimmtungs þjóðarinnar og lægst
launaða og innan við 7% undir
fátæktarmörkum stendur Sví-
þjóð sig best og síðan Hollend-
ingar og Þjóðverjar (upplýsingar
vantar fyrir Island). Meðal iðn-
rfkja eru fátæklingarnir hins veg-
ar flestir í Bandaríkjunum, þar
sem 20% eru undir fátæktar-
mörkum og tekjumunurínn ní-
faldur. í þessu ríkasta Iandi
heims hefur 1 af hverjum 7
minna en 14 dollara á dag til
framfærslu, þ.e. minna en
32.000 kr. á mánuði.
Næstiun öll launin í mat
Tekjumunurinn er samt margfalt
meiri í mörgum þróunarland-
anna, t.d. 25-30-faldur í Brasilíu
og mörgum Iöndum S-Ameríku.
I um 40 þróunarlöndum, eink-
um í sunnanverðri Afríku og S-
Ameríku, eru tekjur á mann
lægri en fyrir 20 árum. Fátæk-
lingarnir verða að nota meira en
80% tekna sinna fyrir mat og
dugar ekki til, því nærri þriðj-
ungur allra 5 ára barna og yngri
f þróunarlöndunum eru of létt
og vannærð, m.a. meira en
helmingur allra barna á Indlandi
en sjötta hvert barn í Kína.
íslenskir karlar halda uppi
heiðrinum
Meðalaldur íslendinga, 79 ár, er
ennþá 2. hæstur, en Japanir lifa
árinu lengur. Tíu þjóðir eru al-
veg á hælum okkar. Aðeins 8%
Islendinga falla frá fyrir 60 ára
afmælið, þar sem við erum á
toppnum ásamt Japan og Möltu.
En 13% Dana og Bandaríkja-
manna eru látnir fyrir þau tíma-
mót. Meðaltal iðnríkja er 11% en
28% í þróunarlöndum, en mun-
urinn gífurlegur. Aðeins 18%
Kínverja ná ekki sextugsaldri en
80% í Zambíu, þar sem vart
nema einn og einn nær íslensk-
um lífeyrisaldri.
Að íslenskar konur verði „allra
kerlinga elstar“ heyrir sögunni
til, því þeirra 81,3 ára lífslíkur
við fæðingu, eru bara rétt yfir
meðaltali iðnríkja. Konur í Jap-
an, Frakklandi, Sviss, Kanada,
Spáni og Hong Kong verða eldri
en íslenskar. Aftur á móti eru ís-
lenskir karlar orðnir allra karla
elstir, ásamt japönskum, með
76,8 ára lífslíkur.
Mlsstu 5 æviár með
kommúnismanum
Almennt lifa konur 3-6 árum
lengur en karlar. Undantekning-
arnar eru Indland og Bangla-
desh, þar eru karlarnir heldur
langlífari og fjölmörg S-Afríku-
ríki þar sem karlarnir lifa 3-5
árum Iengur en konurnar, sem
fæstar komast langt yfir fertugt.
I 31 Iandi hefur meðalævin
lengst um meira en fimmtung
síðan 1975. Á sama tíma hefur
meðalævin styst stórlega í 10
Afríkuríkjum, vegna HIV- farald-
ursins og spár segja að þessar
þjóðir muni hafi misst 17 ár af
meðalævi sinni árið 2010. Árið
1998 smituðust 6 milljónir af
HIV og 33 milljónir smit-
aðra/veikra voru þá á lífi. Af öðr-
um orsökum hafa meðalævilíkur
líka styst um heil 5 ár eftir fall
kommúnismans í 7 af 18 lönd-
um A-Evrópu og fyrrum Sovét-
ríkja.
Fáir í framhaldsskóla
Hlutfall innritaðra í framhalds-
skóla á Islandi, 88%, þykir til-
tölulega lágt. I Danmörku, sem
er næstlægst Norðurlandanna,
er sama hlutfall um 95% og
meðaltal iðnríkjanna er ennþá
hærra. Enda flokkast 12 þjóðir
með hærri „menntunarvísitölu"
en ísland. Opinberar fjárveit-
ingar til menntamála hækkuðu
hér úr 4,9% af þjóðarframleiðslu
1985 upp f 5,4% árið 1996, sem
samsvarar hálfum þriðja millj-
arði króna.
I iðnríkjum er meðaltalið 5,1%
af þjóðarframleiðslu og óbreytt
frá 1970. Svi'ar og Danir eru þar
efstir á blaði, rúm 8%, en einnig
eru fjárveitingar yfir 7% í Finn-
landi, Noregi, Kanada, Nýja-Sjá-
landi, Israel og Barbados. I
Hong Kong, Singapúr, Japan,
Grikklandi og Belgíu er hlutfall-
ið aðeins um 3%. Sum þróunar-
ríki verja hlutfallslega miklu til
menntamála, t.d. kringum 10%
þjóðarframleiðslu í Botswana,
Moldavíu og Namibíu og hlut-
fallið er líka mjög hátt í Uz-
bekistan, Suður-Afríku, Swa-
sílandi og Lesotho.
Helmingur ræður ekki við
nám
Afrakstur af 90-99% framhalds-
skólagöngu virðist þó oft grát-
lega lítill: Rannsóknir í OECD-
ríkjum sýna, að næstum helm-
ingur fólks í nær öllum þessum
Iöndum hefur ekki næga náms-
getu til að læra til þeirra starfa
sem nú fjölgar hvað mest, sem
víða veldur miklum skorti á
menntuðu starfsliði á tímum út-
breidds atvinnuleysis. Um einn
af hverjum sex íbúum þessara
landa er m.a. raunverulega ólæs,
þ.e. er ekki einu sinni fær um að
fylla út atvinnuumsókn. Af þess-
um sökum vantar starfsfólk í
500.000 störf í tengslum við
upplýsingatæknina í Evrópusam-
bandinu einu, sem virðist svolít-
ið á skjön við alla tölvueignina
og Net-útbreiðslu-fréttirnar.
Netið - mest til leikja?
Árið 1998 voru um 80 af hverj-
um 1.000 Islendingum með
tengingu við Netið, 7 sinnum
fleiri en f Japan og ríflega tvöfalt
fleiri en að meðaltali meðal 45
þróaðra þjóða. Einungis Finnar
og Bandaríkjamenn voru þá Net-
tengdari en við. Samkvæmt
skýrslunni fjölgaði tölvum, bein-
tengdum við Netið, úr 100 þús-
und árið 1988 í meira en 36
milljónir 1998. Net-notendur
eru nú taldir 150 milljónir og
spáð að þeim fjölgi í 700 milljón-
ir árið 2001. Bent er á að 80%
allra Net-síða séu á ensku en að-
eins 10% íbúa heimsins séu
enskumælandi.
Lélegir hllstjórar
Tíðni umferðarslysa er hlutfalls-
lega há á Islandi, með 550 slas-
aða og látna á hverja 100.000
íbúa, segir f skýrslunni. Þetta er9
t.d. um tvöfalt hærra hlutfall en
í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi,
Danmörku og Póllandi, þrefalt
hærra en í Tyrklandi og næstum
7 sinnum hærra hlutfall en í
Hollandi, þar sem aðeins um 80
af 100.000 slasast í umferðinni
á ári hverju. í Bandaríkjunum
slasast og deyja miklu fleiri í um-
ferðinni en í nokkru öðru Iandi,
um 1.270 af hverjum 100.000
íbúum, eða yfir 3,4 milljónir
manna á ári. Israelar eru þeim
næstir og slysatíðnin í Belgíu,
Kanada, Portúgal og Austurríki
er Iíka hærri en hér á landi.
í fátækari löndum skaðast
miklu færri í bílslysum en víða
mjög margir í náttúruhamförum.
Á árunum 1970-93 urðu að jafn-
aði 63 milljónir Indverja fyrir
slíku ár hvert, 24 milljónir Kfn-
verja, 11 milljónir manna í
Bangladesh og kringum 2 millj-
ónir manna að meðaltali í Eþíóp-
íu, á Filippseyjum, Brasilíu og í
Víetnam.
140 milljón
farandverkamenn
Flóttamenn telur skýrslan vera
um 12 milljónir. Um 22% þeirra
búa í iðnríkjunum, þar af meira
en ein milljón í Þýskalandi, ríf-
lega hálf milljón í Bandaríkjun-
um og 100-200 þúsund i' Sví-
þjóð, Frakklandi, Kanada.