Dagur - 16.07.1999, Síða 11

Dagur - 16.07.1999, Síða 11
Ð^wr ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 - 11 "■ <• .-. . . i‘ ,-—-“II .v I'U -■ "-A-T'r-'-tvt- Kínverjar sýna klæmar Það er óvenju herskár tónn í Kín- veijum þessa dagana. Þeir liggja undir ámæli um að hafa stolið kjarnorkuvopnaleyndarmálum frá Bandaríkjunum, verið er að semja við sendinefnd frá Washington um skaðabætur og afsökunar- beiðni vegna árásarinnar á kín- verska sendiráðið í Belgrad og síðast en ekki síst hafa ráðamenn á Taívan látið í ljósi áform um að Iýsa yfir sjálfstæði og að eyjan sé ekki lengur hluti af kínverska rík- inu. En stjórnin í Beijing lítur á eyjuna sem hérað sem hafi nokkra sjálfstjórn, en muni síðar sameinast ríkinu á meginlandinu. Forseti Taívan, Styuer, er sakaður um að vera föðurlandssvikari. Sem svar við þessu ástandi lýsa Kínveijar því yfir að þeir ráði yfir tækni til að smíða nevtrónu- sprengju. Að vísu hafa sérfræð- ingar vestra vitað að Kínveijar ráða yfir þeirri tækni og að þeir hafi jafnvel sprengt slíka sprengju fyrir 11 árum. A blaðamanna- fundi sagði fulltrúi stjórnarinnar í Beijing, að ekki kæmi til álita að Taívan gæti Iýst einhliða yfir sjálf- stæði og yrði það ekki liðið. Þá sendi opinbera fréttastofan, Xinhua, út skýrslu um nevtrónu- sprengjuna, sem dæmi um hem- aðarmátt Kínveija. Talsmaður stjórnarinnar sagði fráleitt að Kínverjar hafi þurft að stela kjarnorkuleyndarmálum frá Bandaríkjamönnum, þar sem þeir réðu yfir allri þeirri tækni sem þarf til að smíða slík vopn. Hann tók m.a. fram, að mikið af þeim tækniupplýsingum sem þarf til að Talið er að Kínverjar ráði yfir litlum sprengjum sem hægt er að beita á takmörkuðu svæði. smíða slíkar sprengjur séu tiltæk- ar á veraldarvefnum og þurfi því ekki að notast við njósnara til að safna upplýsingum í bandarískum rannsóknarstofum. Nevtrónusprengjan er atóm- vopn, en þeim eiginleikum gædd að hún eyðileggur ekki hús né mannvirki. Sé henni kastað á borgir drepur sterk geislun alla lífræna vefi á stóru svæði, þannig að allt mannlíf þurrkast út á svip- stundu. Geislunin nær gegnum sterkar brynvarnir og marga metra af jarðvegi, svo að hvergi er skjól fyrir áhrifunum. Sjálft sprengihöggið nær aðeins yfir lít- ið svæði og sömuleiðis hitinn sem myndast, öfugt við aðrar atóm- bombur. Talið er að Kínveijar ráði yfir Iitlum sprengjum sem hægt er að beita á takmörkuðu svæði, svo sem á vígvöllum. Þeim er hægt að skjóta með eldflaugum, af fall- byssum og jafnvel út orrustuflug- vélum. Talsmaður stjórnarinnar segir, að kjarnorkuheraflinn sé aðeins miðaður við varnir og hafi verið nauðsynlegt fyrir Kínveija að vígbúast þegar hin stórveldin háðu sitt vígbúnaðarkapphlaup. En það setur ugg að mönnum, að þeir skuli vera að hrósa sér af öflugum kjarnorkuvopnum sam- tímis því, að hafa í hótunum við Taívanbúa vegna yfirlýsinga þeirra um sjálfstæði. Hart er vegið að Clinton fyrir eftirlátsemi við Kínverja á við- skiptasviðinu og fyrir að láta þá komast upp með að stela kjarn- orkuleyndarmálum og standa þar með jafnfætis risaveldinu í atóm- vopnavígbúnaði. Clinton svarar ekki öðru en því, að nú verði far- ið að passa kjarnorkuleyndarmál- in betur. Mií av mlli Itminnl Réttur búnadur Mikld úrval Fngleg radgjöf Frtibær tilboð ITA4SJCI* GONGUSKÓft MA*K* »nw«fjrt«tiuntr. V bakpokar tjöld gönguskór jakkar sokkar SUNWAY TOUR .. gongustafir “2.900 áður 3.500 SEQLAGERÐIN Stofnað 1913 JFB™ I IP^É Eyjarslóð 7 Reykjavík Sími 511 2200 sárverslun ferðafólksins Engar sættir á Norður-lrlandi Daginn sem stofna átti heimastjórn á Norður-Irlandi, það er í gær, fimmtudag, mættu fulltrúar stærstu flokkanna ekki til leiks. Sambandsflokkur Ulster vill ekki sætta sig við breytingar sem Tony Blair gerði á stjórnarsáttmálanum og Sinn Fein lætur her sinn ekki afvopnast. Forsætisráðherrarnir Blair og Ahern munu hittast í næstu viku og ræða hvernig á að taka upp þráðinn að nýju og breyta samkomulagsdrögunum á þann veg, að allir geti sæmilega við unað. Stúdentar hundeltir Irönsk yfirvöld láta nú leita uppi þá leiðtoga stúdenta sem stóðu að fjöldafundum og lögðu fram frelsiskröfur sex daga í röð. Fundarhöld þeirra hafa verið bönnuð. Margir mótmælenda hafa þegar verið handteknir og annarra er leitð. Verður þeim refsað eftir múslimskum lögum. Toyotaverksmiðjurnar krafðar um háar hætur Dómsmálaráðuneytið í Washington höfðar mál gegn framleið- endum Toyota- og Lexusbíla og krefst 58 milljarða dollara bóta vegna gallaðra mengunarvarna í 2,2 milljónum bíla, sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum. Upphæðin lætur nærri að vera 4.350 milljarðar íslenskra króna. Málið er flutt vegna beiði stofnunar sem annast varnir gegn mengun. Gallarnir á mengunarvörnum bílanna eru taldir vera vegna svika framleiðslufyrirtækisins, sem taldi kaupendum og öðrum trú um að varnirnar væru öruggar. Þá er krafist bóta vegna sölu á hverjum bíl sem seldur var á tilteknu tímabili og nemur sú upphæð 56-58 milljörðum doll- ara. Fyrir tveimur árum voru boðnar sættir í þessu máli, en Toyota neitaði því tilboði. Faxafeni 8 UTSflLfl Kjama útsala á fatnaði fyrir atla aldursnópa Opið: nián-fim 10-18 Fd 10-19 Lau 10-18 Su 12-17

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.