Dagur - 16.07.1999, Page 13

Dagur - 16.07.1999, Page 13
X^ur F Ö S TOD AGV R 16. JÚLÍ 1 9 9 9- 13n ÍÞRÓTTIR Ern Brassamir bestir? Brasilía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suð- ur-Ameríku bikarsins í fyrrinótt, þar sem lieir mæta Uruguay- um. Leikur Brasiliu og Mexíkó var frekar daufur. Brasilía tryggði sér keppnisrétt í úrslitaleik Suður-Ameríku bikars- ins í knattspyrnu, er þeir lögðu Mexíkóa að velli 2-0 í fyrri nótt. Leikurinn var einn af þeim dauf- ari í keppninni hvað góð mark- tækifæri snertir, en það var sér- staklega síðar hálfleikurinn, sem var frekar slakur. Byrjunin lofaði samt góðu og bæði lið byijuðu af krafti. Mex- íkóar Iágu aðeins til baka, en áttu samt sfnar sóknir. Þeir fengu nokkur horn og nokkrar auka- spyrnur, en fóru afar illa með þær. Brasilíumenn voru þó alltaf sterk- ari og uppskáru mark á 25. mín- útu fyrri hálfleiks. Ze Roberto, sem var mjög góður í leiknum, sendi fyrir, Rivaldo skallaði í stöng og Amorouso hirti frákastið og skoraði örugglega. Síðara mark Brasilíu kom svo á 43. mínútu. Brotið var á Ronaldo rétt fyrir Brasilíumenn hafa verið að spila vel í Suður-Ameríku bikarnum og geta varið titil sinn á sunnudaginn þegar þeir mæta Uruguay í úrslitunum. utan teig, en hann náði samt að renna boltanum út, dómarinn lét Ieikinn halda áfram og Rivaldo kom askvaðandi og setti boltann örugglega í bláhornið. Fátt bar til tíðinda í síðari hálf- leik, en Mexíkóar komust aðeins meira inn í leikinn, án þess þó að ná að skapa sér góð færi. Lokatöl- ur urðu þvf 2-0, Brasilíu í vil og þeir mæta Uruguay í úrslitunum. Úrslitin um helgina Urslitaleikirnir um þriðja sætið og Suður-Ameríku meistaratitilinn fara fram um helgina. A laugar- daginn verður Ieikið um þriðja sætið og þar mætast Chile og Mexíkó. Erftitt er að spá um úrslit leiksins, en það gæti ráðið milu um úrslit hans, hvernig framheij- ar liðanna standa sig. Brasilíumenn verða að teljast sigurstranglegri heldur en Urugu- ayar í úrslitaleiknum, sem fram fer á sunnudaginn. Lið Uruguay lifir á fornri frægð, en þeir hafa ekki verið ofarlega á stórmótum að undanförnu. Til marks um það eru Islendingar langt fyrir ofan þá á heimslista alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, en Urugayar hafa þó unnið þessa keppni 14 sinn- um. Brasilíumenn hafa hins vegar aðeins unnið hana 5 sinnum, en eru núverandi meistarar. Liðið virðist vera í hörkuformi þó að vanti sterka leikmenn, en spurn- ingin er hvort að þeir nái að sanna sig sem besta Iið heims. — AÞM Heimsdeildinni íblaMaðljúka Heimsdeildm í blaki er í liillum gangi í Argentmu. Undanúr- slitin hefjast í dag, en úrslitin fara fram á morgun. Úrslitakeppni Heimsdeildarinn- ar í blaki karla fer fram þessa dagana í Argentínu. Riðlakeppn- inni lauk á miðvikudaginn og hefjast undanúrslitin í dag. ítalir náðu að tryggja sér annað sætið í sfnum riðli með sigri á heima- mönnum 3-1, en það voru Bras- ilíumenn sem náðu efsta sætinu og þeir sigruðu meðal annars Itali, 3-2, í hörkuleik. Brasilíu- menn munu mæta Kúbu í und- anúrslitum, sem voru í öðru sæti í sínum riðli, en þann riðil unnu Rússar. Það verða því Brasilíu- menn og Kúbumenn annars veg- ar og Italir og Rússar hins vegar, sem mætast í undanúrslitunum og má segja að um heimsálf- uslagi sé um að ræða. I úrslitakeppninni keppa 6 Iið í tveimur riðlum. Það voru heima- Brasilíumenn mæta Kúbu í undan- úrslitum Heimsdeiidar karla t biaki / dag. menn, sem þurftu að bíta í það súra epli að sitja eftir í sínum riðli, en samkeppnin þar var mjög hörð, með Itali og Brasilíu- menn í fararbroddi. í hinum riðlinum voru það Spánverjar sem komust ekki áfram. Eins og áður sagði verða und- anúrslitin leikin í dag, en á morgun verða úrslitin. Fyrir þá, sem vilja fylgjast með leikjunum, er bent á heimasíðu alþjóðablak- sambandsins: http/f ivb. org/worldleague. - AÞM ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ SKODUN Takk fyrir mig! Að undanförnu hefur sjónvarps- stöðin Sýn boðið upp á sann- kailaða knattspyrnuveislu. Stöð- in hefur verið að sjma frá Suður- Ameríku bikarnum í knatt- spyrnu, sem er eitt skemmtileg- asta knattspyrnumótið í heimin- um um þessar mundir. Sam- bataktamir flæða heim í stofu og maður stendur stundum sjálfan sig af að dilla sér örlítið með, þegar takturinn er sem íjörugastur. Þó að útsendingar séu oft ansi seint á kvöldin lætur maður sig oftar en ekki hafa það, hvaða sannur knattspyrnuáhugamaður gerir það ekki? Og það er vel þess virði. Það er einmitt í þessu umhverfi, þegar að allar þjóðirn- ar, eða flestar, leika í sama takti, sambatakti, þá blómstra menn eins og Ronaldo, sem virðist vera búinn að ná sér aftur á strik. Sem dæmi um áherslumuninn í þessu móti miðað við önnur voru fjögur mörk skoruð í 8-liða úrslitum EM 1996, en í þessu móti voru þau hvorki fleiri né færri en 16. Sýn er að gera mjög góða hluti fyrir áhugamenn um íþróttir. Þeir á Sýn eru svona tiltölulega fordómalausir gagnvart íþrótt- um og þeir reyna að sýna hvað sem er, hvenær sem er. Það hef- ur til dæmis ekki gerst oft að ís- lensk sjónvarpsstöð hafi sýnt beint frá Suður-Ameríku kvöld eftir kvöld, ekki nema að um Olympíuleika hafi verið að ræða. Sýn er, eins og ég segi, að gera góða hluti og þar eiga menn skilið mikið hrós. En nú er veislan senn á enda. Lokaleikur keppninnar er næst- komandi sunnudag, það er úr- slitaleikurinn á milli Brasilíu og Uruguay. Og eins og eftir góðar veislur segi ég: Takk fyrir mig! Mikil uppbyggmg hjá Sindra Albert Eymundsson Jyrrverandi formaðuhmtt- spymudeildar Sindra Sindrí, frá Höfn í Homa- firði, hefur veríð nrikið í sviðsljósinu að undan- fórnu. Uðið erósigrað í 2. deildinni ogstóð sig vel í bikarleiknum á móti ÍBV. - Er mikið fótboltaæði á Höfoi um þessar mundir? „Það er nú kannski ekki æði, en þessi góði árangur meistara- flokksins og þátttakan í bikar- keppninni og að fá bikar- og Is- Iandsmeistarana hingað hefur náttúrulega vakið upp meiri áhuga og það fygjast allir bæjar- búar með þessu núna, á meðan þetta hefur gengið eftir. Það er nú samt kannski ekki rétt að tala um æði.“ - Hverju telur þú að megi þakka þennan góða árangur liðsins? „Það eru margir samverkandi þættir. Það má segja að við höf- um í gegnum tíðina komist svip- að langt og þetta, en þá hefur þetta oftast ekki náð að endast. Við höfum misst okkar efnileg- ustu leikmenn alltof fljótt, menn fara í nám eða á sjó og hreinlega Ieggja skóna bara á hilluna á unglingsárum. Það má kannski í fyrsta lagi nefna að það eru hérna góðir ungir strákar, sem komið hafa upp úr yngri flokk- unum hjá Sindra og síðan eru nokkrir eldri, sem eru komnir yfir þrítugt. Þetta er því mjög góð blanda og Iiðið er mjög jafnt, en grundvölíurinn, eins og sést nú bara á markatölunni, er mjög góð vörn. Við erum með Carda- klija í markinu og svo er leik- reyndir menn í vörninni. Það eru þarna Bosníumenn og þjálfar- inn, Ejub Puresevic, er að gera góða hluti. Hann heldur strák- unum mjög vel við efnið og Iiðið er í mjög góðu formi, liðið spilar mjög agað, sem skapast af því að þessir Ieikreyndu leikmenn eru núna með.“ - Er mikil uppbygging í gangi í fótboltanum á Höfn? „Ekkert meiri heldur en að verið hefur. Við höfum haft þá stefnu frá því að við byijuðum að spila fótbolta, það eru ekki nema 20-30 ár síðan að við byijuðum á þessu. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu upp úr góðu yngri flokka starfi. Það hefur verið mikil þátttaka í því starfí, við höfum staðið okkur vel og ég tek það sem dæmi að þessir strákar, sem eru núna 18-19 ára í liðinu, voru í fjórða sæti í 6. flokki á Is- landsmótinu á sínum tíma. Við höfum verið með góða þjálfara, íþróttakennara, fulíorðið fólk og reynda þjálfara, en við höfum aldrei verið að kaupa leikmenn." - Liðið er sem sagt byggt á heimamönnum? „Það hefur í gegnum tíðina alltaf verið byggt á heimamönn- um. En núna eru þarna fjórir Bosníumenn, en tveir þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og eins og Ejub segir, „Eg verð leiður ef að fólk á Hornafirði kallar mig að- komumann." Hann er búinn að vera hérna í fimm ár hjá okkur." - Hvert er markið sett hjá ykkur? „Markmiðið sem að menn settu sér fyrir keppnistímabilið var að halda sér uppi í deildinni, sem var raunhæft markmið. Það átti að reyna að falla ekki því lið- ið kom upp í fyrra, en nú hljóta menn að endurskoða það. Nú er tímabilið hálfnað og markmiðið verður endurskoðað, hvort sem að menn gera það formlega að þá undir niðri, setja Ieikmenn og aðrir ómeðvitað þá kröfu á sig að reyna að halda þessu sæti, sem þeir eru komnir í.“ - Er mikið við ltaft í kringum liðið, nú þegar gengur svona vel? „Nei, ekkert meira. Þeir haga sér alveg eins og venjulega. Tækifærið var samt notað, vegna þess mikla áhuga fyrir leikinn við Vestmannaeyinga, til að ná betur til fólks. Þá var stofnaður stuðn- ingsmannaklúbbur, sem menn hafa verið að bíða eftir tækifæri til þess að geta stofnað og auð- vitað var meira í kringum þann leik. Svo er spurningin hvort það takist að fylgja þessu eftir og fá fólk til þess að mæta á völlinn.“ — AÞM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.