Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 1
ölmilljóniir rádherraiieftum Ráðherramir hðfðu hátt í hundrað milljón- ir króna til frjálsrar ráðstðfunar á síðasta ári og eyddu 81 milljón í ýmsa styrki. Bjðm Bjamason á toppnum eu Davíð Oddsson eyddi næstum engu. 10 ráðherrar ríkisstjórnarinnar eyddu samtals 81 milljón króna á síðasta ári samkvæmt heimild um ráðstöfunarfé ráðherra á fjárlögum 1998. Heimildir voru þó ekki allar nýttar og ekki óh'klegt að talan eigi eftir að hækka við afgreiðslu fjár- aukalaga. Samkvæmt svörum ráð- herra fer megnið af ráðstöfunarfé þeirra í málefni sem tengjast mála- flokkum ráðuneyta þeirra, en á þessu eru þó nokkrar undantekn- ingar. Skiptingin á ráðstöfunarfé ráð- herra var nokkuð jöfn milli stjórn- arflokkanna, þar sem Framsóknar- flokksráðherrarnir fimm eyddu 41,6 milljónum og Sjálfstæðis- flokksráðherrarn- ir fimm 39,7 milljónum. Má segja að helm- ingaskiptin geti vart verið jafnari. Er Bjöm Gins- berg-aðdáandi? Hver ráðherra hafði því að með- altali 8 milljónir króna til fijálsrar ráðstöfunar, en þeir voru þó með töluvert misháar heimildir. Björn Bjarnason menntamálaráðherra stóð uppi á toppnum í árslok með 17,4 milijóna króna ráðstöfunarfé ráðherra, en lægstur var Davíð Oddsson forsætisráðherra með að- eins 500 þúsund krónur. Björn ráðstafaði megninu af sínu fé í mennta- og menningartengd verk- efni, en sumt var á mörkunum hjá honum. Nefna má ESB-ferð fjöl- brautarskólanema (130 þúsund), minningarathöfh í New York um AUen Ginsberg (80 þúsund), rit um sögu Loftleiða/Flugleiða í Lux- emburg (150 þúsund) og dvöl rit- höfundar í Visby (50 þúsund). Björn hirðir síðan ekki um að sund- urgreina hjá sér liðinn „ógreidd loforð“ upp á 810 þúsund krónur. Hófsemi Dav- íðs vekur athygli. Hann hafði fimm milljónir til ráð- stöfunar, en ráð- stafaði aðeins 500 þúsund krónum. Náð fyr- ir augum hans hlutu nautgriparækt á Grænlandi, Iþróttasamband lögreglumanna og Björgunarsveitin Fiskaklettur vegna fjallgönguleiðangurs á Ama Dablam. Biblíukaup og ráðstefna sam- kynhneigdra Hæstur framsóknarmanna og í öðru sæti allra ráðherra var Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra með 11 milljónir króna, en þar af fóru nær sex milljónir króna í tækjakaup vegna upplýs- ingamála og heimasíðugerðar á vegum iðnaðarráðuneytisins. Finnur var síðan duglegur að út- hluta styrkjum samkvæmt öðrum fjárlagalið, til nýsköpunar og mark- aðsmála, þar sem meðal annars ýmis menningarverkefni hlutu styrki. A svipuðum slóðum með 11 milljónir var Þorsteinn Pálsson dóms- og sjávarútvegsráðherra, en þar af fóru fimm milljónir í ýmis verkefni sjálfs dómsmálaráðuneyt- isins. Næstur í röðinni kom Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra með 10 milljónir króna. Þá vekja ýmsar út- hlutanir Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra athygli, en hann styrkti meðal annars biblíukaup Gideonsmanna um 100 þúsund krónur, fræðsluferð sjúkraliða um 50 þúsund, kynnisferð ASI til Brussel um 250 þúsund og veitti 20 þúsund króna styrk vegna YGLYO, alþjóðlegrar ráðstefnu samkynhneigðra í Hollandi. Fyrir utan Ijárlagaliðinn ráðstöf- unarfé ráðherra hefur hvert ráðu- neyti útgjaldalið fyrir ráðstöfun ósldptra liða og þar er einnig að finna margvíslegar styrkveitingar. - FÞG Björn Bjarnason eyddi mestu af ráðstöfunarfé síðasta árs. Nýtt Bláalón Ný aðstaða Bláa lónsins var vígð í gær að viðstöddu fjölmenni og eru allar aðstæður nú betri en fyrir var. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp við vígslu hinnar nýju heilsulindar Bláa lónsins og sagði meðal annars við það tækifæri að viðstaddir væru þar vitni að undraverki. „Við sjá- um hvernig atorka og einbeitni, máttur samtaka og samvinnu, inn- sæi og hugvit, hafa fært okkur mannvirki sem eru glæsileg sam- tvinnan á sköpunarverki náttúr- unnar og þörf mannsins fyrir heil- brigði og heilsubót," sagði Olafur Ragnar í ávarpi sínu. Hann sagði að embætti forseta Islands og öðr- um hafi með Bláa lóninu verið færður nýr áfangastaður fyrir gesti þjóðarinnar. Úlafur Ragnar Grímsson ásamt forráðamönnum Bláa lónsins, þeim Edvard Júlíussyni stjórnarformanni og Grími Sæmundsen framkvæmdastjóra við vígslu nýja lónsins í gær. - mynd: pjetur Manns var leitað í Leifsstöð vegna rannsóknar málsins. Morðí Reykjavík Eftir hádegi í gær fannst karl- maður á fimmtugsaldri látinn í íbúð sinni sem er í nálægð mið- borgarinnar. Samkvæmt óstað- festum upplýsingum bjó maður- inn við Leifsgötu. Af áverkum að dæma má ætla að honum hafi verið ráðinn bani. Maðurinn bjó einn í íbúð sinni. Samkvæmt heimildum Dags hafði hinn látni komið lítillega við sögu Iögregl- unnar áður. Um Ieið og hinn látni fannst hafði Lögreglan í Reykjavík sam- band við Keflavíkurflugvöll og aðra sambærilega staði. Starfs- fólk Leifsstöðar var beðið að vera á varðbergi gagnvart manni sem lögreglan sýndi starfsfólkinu mynd af. Svo virðist vera sem um lögreglumynd hafi verið að ræða þannig að ætla má að hann hafi komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan fór í Leifsstöð og spurði flugfreyjur spjörunum úr um málið og hvort þær hefðu orðið varar við umræddan mann, sem samkvæmt heimildum blaðsins er rauðbirkinn en að mestu sköllóttur. Hann leit út fyrir að vera á fertugsaldri. Saknað í einn dag Samkvæmt fréttatilkynningu Lögreglunnar í Reykjavík var leitað í gærkvöld að rúmlega fer- tugum manni vegna málsins. Einnig var leitað að bifreiðinni VI 536 sem er grá Renault 19 Chamande fólksbifreið árgerð 1992. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að hinn látni hafi fundist þegar vinafólk var farið að hafa áhyggj- ur af honum en að sögn Omars hafði mannsins verið saknað í um einn dag. Samkvæmt heim- ildum Dags er talið að maðurinn hafi látist aðfaranótt miðviku- dags. Maðurinn og bifreiðin voru ófundin þegar Dagur fór í prent- un í gærkvöld. — ÁÁ Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WOfiWW/OE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.