Dagur - 20.07.1999, Qupperneq 1
T
Þriðjudagur 20. júlí 1999
82. og 83. árgangur- 134. tölublað
Verðstríð fram-
imdan í s vínakj öti
Míkil uppbyggiug og
hagræðing ásamt auk-
inui samkeppni gæti
leitt til verðstríðs í
svínakjötmu á næst-
nnni.
Búast má við áþreifanlegum
verðlækkunum á grísakjöti á
næstu mánuðum og árum vegna
aukinnar samkeppni, mikillar
uppbyggingar og hagræðingar
hjá helstu svínaræktendum í
landinu. Einkum horfa menn til
nýjustu aðgerða Geirs Gunnars
Geirssonar á Vallá og Brautar-
holtsfeðga á Kjalarnesi í því sam-
bandi.
Geir á Vallá er að byggja nýtt
8.500 fermetra grísaeldishús
skammt frá Vallá og hefur auk
þess keypt jörðina Mela í Mela-
sveit, þar sem fram mun fara
kornrækt fyrir grísaeldið á 400
hekturum. Hann
er einnig að
byggja upp anda-
eldishús. Braut-
arholtsfeðgar
hafa keypt sig
inn í Kjötvinnslu
Sigurðar, sem nú
heitir Esja og
fengu m.a. kjöt-
sölu til borgar-
innar samkvæmt
útboði nýverið.
Auk þess hafa
þeir keypt Nes-
búið og eru þar
með komnir á
kvótabundinn
eggjamarkað. Kunnugir telja að
búast megi við því „að það sverfi
til stáls milli Jóns og Geirs
Gunnars" á næstunni. Auk upp-
byggingar og hagræðingar hafa
svínaræktendur verið að flytja
inn ný svínakyn sem gefa af sér
seljanlegri afurð.
Akjósanleg
stada fyrir
neytendur
Geir Gunnar
segir að Vallá
hafi nýlega lækk-
að ferska kjöt-
vöru varanlega
um 6%. „Hvað
aukið framboð
vegna uppbygg-
ingar og hagræð-
ingar varðar þá
má ekki gleyma
því að þetta
kemur ekki allt
inn á markaðinn í einu, heldur
erum við að tala um nokkurra
ára þróun. Við vonum auðvitað
að markaðurinn aðlagi sig að
auknu framboði, en að öðru leyti
vil ég ekki spá fyrir um verðstríð
og verðlækkun, en ég get ekki
ímyndað mér annað en að ef þró-
unin heldur áfram sem verið hef-
ur þá fari verðið niðurávið. Við
vonum að það verði hin ákjósan-
legasta staða fyrir neytendur,"
segir Geir Gunnar.
Jón Olafsson í Svfnabúinu
Brautarholti segir að vissulega
megi búast við verðlækkun á
næstunni með aukinni neyslu
eftir stækkun búa og árangur
með nýja stofna. „Það er mikil
samkeppni og menn eru að
breyta húsum sínum. Við erum
að slátra þyngri gripum en áður
og framleiðsluferlið er allt að
taka breytingum. Eg vil síður
kalla það verðstríð, en vafalaust
eiga menn eftir að lækka verðið á
svínakjötinu vegna þessa alls,“
segir Jón. - FÞG
Búast má við verulegri lækkun á
svínakjöti á næstunni.
Fyrsta morð-
íð 1 tvo ar
Það vakti mikinn óhug þegar
fregnir bárust af morðinu á Agn-
ari W. Agnarssyni. Ymis atriði
varðandi þetta morð gera þenn-
an atburð afar dularfullan og
sérstakan, en Dagur hefur sett
atburðarásina upp í tímaröð.
Einnig eru skoðuð helstu morð
íslandssögunnar og hvernig
morðrannsókn er háttað. Morðið
á Agnari er hið fyrsta í tæp tvö ár.
Aðeins er eitt óupplýst morð frá
þessari öld en það er Leigubíl-
stjóramorðið frá árinu 1968.
Þyngsti dómur Hæstaréttar er
20 ár, en þann dóm hlaut ein-
staklingur sem hafði drepið tvær
manneskjur á 10 árum. Þórir
Oddsson, vararíkislögreglustjóri,
segir að mikið hafi breyst í réttar-
kerfinu frá tíma Geirfinnsmáls-
ins og hann sé ekki viss um að
sama niðurstaða fengist í dag
fyrst það vantaði Iíkið í því máli.
Morðum fer fækkandi hér á landi
en árið 1994 voru þau 0,9 á
hverja 100.000 íbúa en árið
1999 voru þau orðin 0,33 sem er
með því allra lægsta í heiminum.
Sjfl' bls. 8-9
Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni lýkur í dag, fjölmennasta skátamóti sem haldið hefur verið hér á landi. Undan-
farna viku hafa hátt i 6 þúsund manns komið að Úlfljótsvatni og skemmt sér hið besta. Að sögn Helga Gríms-
sonar hefur mótshaldið gengið vel fyrir sig efundan er skilið eitt óhapp er stúlka brenndi sig á heitu vatni. Heitt
vatn var hins vegar ekki að angra þessa kátu pilta sem skelltu sér í vatnasafarí um helgina, vinsælasta leiktækið á
svæðinu. mynd: helgi grímsson /úlfljútr.
Er kynjunum mismunað í
erótíkinni?
Spjallrás
lííg'ð fyrir
nyttjafn-
réttisráð
Fyrirspurnir hafa borist til jafn-
réttisráðs um erótíska spjallrás
sem auglýst hefur mikið að und-
anförnu. Spjallrás þessi auglýsir
að karlar þurfi að borga 66,50
krónur á mínútuna, en konur
ekkert og finnst mörgum að með
því sé verið að mismuna kynjun-
um.
Elsa Þorkelsdóttir, forstöðu-
maður skrifstofu jafnréttisráðs,
segir að málið hafi ekki komið til
kasta jafnréttisráð eða kæru-
nefndar jafnréttismála, en það
hafi verið hringt á skrifstofuna
út af þessari spjallrás. „Þetta er
eitt af því sem ég ætla að ræða
við nýtt jafnréttisráð þegar það
verður skipað, þar sem umboð
hins gamla féll út við kosning-
arnar,“ sagði Elsa.
Elsa segir að þessi umrædda
spjallrás, sé viss þjónusta sem
verið sé að bjóða upp á og það sé
hiuti af markaðssetningunni að
bjóða konum að hringja frítt,
það sé hins vegar alls ekki sjálf-
gefið að þetta sé ekki brot á jafn-
réttislögum. „Jafnréttislögin eru
til að tryggja jafnrétti kynja í
samfélaginu. Það að einhver láti
karla borga en ekki konur, jaðrar
frekar við brot á almennu jafn-
rétti, það hefur ekki með jafn-
rétti kynja sem slíkt að gera. Ef
að hins vegar væri um opinbera
þjónustu að ræða, þar sem
greiðsla væri bundin aðeins
öðru kyninu, þá væri það brot á
stjómarskrá og jafnréttislögum.
Málið sem hér er um að ræða er
það, að hér er verið að tala um
almenna þjónustu og hún er
ekki liður í að koma á jafnrétti
kynja og við það takmarkast
jafnréttislögin," sagði Elsa að
lokum. - AÞM
Sigling yfir Breiöafjörö ei
ógleymanleg ferö inn í stc
náttúru Vestfjaröa.
WMU
Afgreiddir samdægurs
ÍVenjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
WQfHDWtOE EXPRESS
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100