Dagur - 20.07.1999, Qupperneq 7

Dagur - 20.07.1999, Qupperneq 7
OkCS»> Hi X^íiT. ÞJÓÐMÁL \ tee t u»\ ,os au if.oavaiH'i • ~ ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚLI 199 9 - 7 Sveitarfélögin og rOdsvaldið JÓN KRISTJÁNS- SON alþingismaður skrifar Átök um skólamál hafa ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með fréttum. Mest hefur borið á átökum kennara við Reykjavíkur- borg um launamál. Sameinuð sveitarfélög hafa einnig verið að endurskipuleggja skólastarf, sameina yfirstjórnir skóla, eða Ieggja niður smærri skóla. Slík mál eru vandasöm og skiptir miklu máli hvernig að er staðið. I umræðum um skólamál í fjöl- miðlum að undanförnu hafa ýmsir haldið því fram að með til- flutningi á grunnskólanum til sveitarfélaganna hafi ríkið verið að losa sig undan kostnaðarsöm- um verkefnum með því að velta þeim yfir á sveitarfélögin. I ein- hveijum umraeðuþætti gekk svo langt að því var baldið fram að það væri ekki vandi að reka ríkis- sjóð hallalausan eftir að þessum byrðum væri velt yfir á sveitarfé- lögin. Hér er um misskilning að ræða, sem getur orðið viðtekin skoðun ef staðhæfingin er endur- tekin nógu oft. Þess vegna vil ég rifja upp nokkur atriði varðandi þetta mál. Verkaskiptmgm hin fyrri Fyrir einum áratug var gengið frá viðamikilli breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Til hennar var gengið undir þeim formerkjum að einfalda verka- skiptinguna, en mörk voru óskýr og samstarfsverkefni mörg, sem þótti þungt í vöfum. Þá var mið- að við að skiptin væru á sléttu kostnaðarlega, verkefni kæmi gegn verkefni. Niðurstaðan var sú að sveitarfélögin tóku til sín rekstrar- og byggingarkostnað grunnskóla, dagheimili og tón- listarskóla svo að stærstu verk- efnin séu nefnd. Ríkið tók heil- brigðismálin til sín. Það var ekki vel spáð fyrir ýms- um þáttum þessarar verkaskipt- ingar, og einkum minnist ég efa- semda þeirra sem stýrðu tónlist- arskólunum að hér væri rétt skref. Hins vegar held ég að reynslan hafi sýnt að þessi verka- skipting gekk upp og ekki leið á löngu áður en umræður hófust um að það bæri að taka fleiri skref undir öðrum formerkjum. Það markmið var að auka verk- efni sveitarfélaganna, án þess að ríkið tæki til sín verkefni í stað- inn og flytja þar með vald og ráð- stöfun Ijármuna til sveitarfélag- anna. Það voru stærri sveitarfé- lögin og forustumennirnir í Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga sem töluðu fyrir þessu og ég fullyrði að frumkvæðið kom ekki síður frá þeim en ríkinu. Fámennari sveitarfélögin höfðu meiri efa- semdir um áframhaldið. Það var vegna efasemda um stöðu þeirra eftir breytinguna. Niðurstaðan af þessum umræð- um varð sú að gengið var í það að flytja allan rekstrarkostnað grunnskóla til sveitarfélaganna, þar á meðal laun kennara. Flutnmgur gnumskólans Við flutning grunnskólans var unnið mikið undirbúningsstarf, og samið var milli ríkis og forustu sveitarfélaganna um þá fjármuni Fjárhagsleg sam- skipti ríkis og sveit- arfélaga eiga að verka sem skýrust, og það ber að ganga frá breytingum á þeim með samkomulagi beggja aðila.“ sem fylgdu. Lögum um tekju- stofna sveitarfélaga var breytt í þá veru að sveitarfélögin fengu hluta úr staðgreiðslu skatta, það er að segja tekjuskattinum, til þess að standa straum af þessu nýja verkefni. Það hafi verið reiknað út hvað ríkið bæri mik- inn kostnað af málinu og það var ekki deilt um að sveitarfélögin fengu þann kostnað í nýjum tekjustofni og allt að einum millj- arði króna til viðbótar. Ef ég man rétt þá var þessi pakki um sjö milljarðar króna á sínum tíma. Það er því alrangt að ríkið hafi með grunnskólanum verið að velta byrðum yfir á sveitarfélögin. Hitt er vissulega rétt að kennarar hafa unað illa við sinn hlut launalega, og í raun hafa verið átök um kjör þeirra linnulítið um árabil. Þar að auki er verið að framkvæma Iöggjöf um einsetn- ingu skóla, en samkvæmt samn- ingnum um yfirfærsluna kom ríkið að því verkefni ásamt sveit- arfélögunum. Það voru einkum stærri sveitarfélögin sem áttu eft- ir að einsetja skóla. Áframhaldandi verka- sMpting Eg er þeirrar skoðunar að flutn- ingur grunnskólans til sveitarfé- laganna hafi verið rétt skref, og rétt sé að fela sveitarfélögunum fleiri verkefni. Það er hins vegar nauðsyn að undirbúa slíkan til- flutning af kostgæfni, kostnaðar- Iega og tæknilega og með þeim formerkjum að þjónustan versni ekki heldur séu sóknarfæri til að bæta hana. Málefni fatlaðra hafa verið uppi á borðinu í þessu efni og sá málaflokkur á að mörgu leyti vel heima hjá sveitarfélög- unum samhliða þeirri félagsþjón- ustu sem þau reka. Hins vegar er þetta kostnaðarsamur, viðkvæm- ur og erfiður málaflokkur, sem hefur verið háður ákveðnu stjórnskipulagi með svæðisstjórn- um þar sem fagfólk hefur unnið. Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að fara vel yfir það skipulag áður en flutningurinn fer fram. Auk þess er ástand þess- ara mála afar misjafnt í hinum einstöku umdæmum. Þrátt fyrir þetta á að halda áfram að settu marki. Rökin fyrir tilflutningi verkefna eru þau að dreifa valdinu og- minnka miðstýringu um málin, en forsendan fyrir því að sveitar- félögin geti tekið vel á móti og tekið á málum er að þau stækki og eflist. Hraðfara þróun hefur verið á því sviði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á henni. Fjármalin Sveitarfélögin bera sig illa fjár- hagslega um þessar mundir. Þau hafa mikil og kröfuhörð verkefni, en vissulega njóta þau eins og ríkisvaldið vaxandi tekna í samfé- laginu í gegnum sína tekjustofna. Þrátt fyrir það er ástæða til þess að fara á þessu stigi vandlega yfir verkefni sveitarfélaganna og tekjustofna þeirra. Þetta verkefni er sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga og það ber nauðsyn til að vanda til verka. Fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga eiga að verka sem skýrust, og það ber að ganga frá breytingum á þeim með sam- komulagi beggja aðila. Sveitarfé- lögin verða að hafa ákveðna tekjustofna til þess að spila úr og sá fjárhagsrammi sem þau hafa verður að markast af þeim. Fjár- hagsramminn á að vera í sam- ræmi við þau verkefni sem sveit- arfélögin hafa með höndum, og þarna verður að finna hinn rétta meðalveg. Það er ekki einfalt mál, en nauðsynlegt eigi að síður. Það þóttu nokkur tíðindi í heim- inum þegar Kúrdaleiðtoginn Abdullah Ocalan leitaði hælis á Vesturlöndum og lýsti yfir því, að hann myndi hætta vopnaðri bar- áttu, en leita þess í stað friðsam- legra leiða í réttarbaráttu Kúrda. Ekki var Ocalan beinlínis boðinn velkominn í okkar heimshluta, Öcalan og ísland þrátt fyrir þessa afstöðubreytingu og að lokum var hann svikinn í hendur Tyrkja, sem hafa nýlega dæmt hann til dauða. Nú, þegar líður að því að dauðadómi yfir Ocalan verði full- nægt, er mikið sagt ffá því í frétt- um að hann hafi beðist vægðar og boðist til að starfa með Tyrkj- um, í því skyni að stilla til friðar. Trúlega er skæruliðaforingi ekk- ert áfjáður í að láta drepa sig, en ætli Ocalan sé ekki líka að hugsa um afleiðingarnar sem það hefði í för með sér, ef það yrði gert? Þetta virðast Kúrdar skilja þegar þeir lýsa stuðningi við tilboð leið- toga síns. Kúrdar eiga sér skráða sögu og menningu og eigið tungumál, kúrdísku. Land þeirra er í Litlu- Asíu á milli Miðjarðarhafs, Svartahafs og Kaspíahafs, fjalla- land og nær hvergi til sjávar. Þrátt fyrir menningarstöðu sína er landinu skipt milli Ijögurra ríkja, Tyrklands, Irans, Iraks og Sýrlands. Þjóðin virðist ekki eiga sér neina viðurkennda tilveru hjá þeim sem heiminum ráða. Þegar leiðtogi í vopnaðri frelsisbaráttu, sem hefur leitað hælis á Vestur- löndum í því skyni að halda bar- áttunni áfram með friðsamlegum hætti, en verið svikinn í hendur óvina sinna og á yfir höfði sér dauðadóm, þá er það dálítið und- arleg áhersla hjá fjölmiðlum, að hann sé aðeins að biðja sjálfum sér vægðar. Er ekki líklegra að honum hafi ofboðið mannfórn- irnar og viljað leita annarra leiða í réttarbaráttu þjóðar sinnar? Sá sem þetta ritar er ekki sátt- ur við beina íhlutun Islendinga í átök þjóða heimsins. En gæti það ekki verið mikilvægt framlag vopnlausrar smáþjóðar, sem svo sannarlega á allt undir því að leitað sé friðsamlegra lausna á deilumálum þjóða og þjóðabrota, að setja sér almenna viðmiðun í slíkum málum. Getum við með góðri samvisku sætt okkur við að þjóð sem á sér Ianga sögu og menningu, sé bannað að nota eigin tungu? Mundi ekki allur heimurinn skilja slíka afstöðu sem sett væri fram á málefnaleg- an hátt án þess að vera íhlutun í deilur og átök? Þegar samtökin, sem Ocalan hefur verið í forystu fyrir, lýsa yfir stuðningi við tilboð hans, þá er ástæða til að spyrja hver sé af- staða íslenskra ráðamanna til þessara mála. Miklar hörmungar hafa gengið yfir þessa réttlausu menningarþjóð svo stuðningur vopnlausrar smáþjóðar við tilboð Kúrda, um friðsamlegar aðferðir í baráttu þeirra, væri mikils virði fyrir heiminn allan og auk þess í fullu samræmi við stöðu okkar í heiminum. Við verðum vonandi aldrei hernaðarþjóð.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.