Dagur - 28.07.1999, Side 7
ÞJÓÐMÁL
POH l\ÍM R C n \\ t\ (T ,T u I 7 (\ \U - jö
MIÐVIKUDAGUR 2 8. JÚLÍ 19 99 - 7
Opið bréf til
Inga Bjömssonar
TRYGGVI
GISLASON
SKÓLAMEISTARI MEN-
NTASKÓLANSÁ
AKUREYRI
SKRIFAR
í viðtali í DEGI 20. þ.m. er haft
eftir þér að þú vitir ekki til að
Menntaskólinn á Akureyri hafi
ætlað að leggja neitt meira af
mörkum en Verkmenntaskólinn
við smíði nýrra heimavista á Ak-
ureyri. Vegna þessara ummæla
verð ég að endurtaka sumt það
sem ég sagði í bréfi til þín í
september í fyrra.
Gamlar heimavistir
Við MA hafa verið reknar
heimavistir í meira en heila öld.
Undanfarin fimmtíu ár hafa
verið reknar heimavistir fyrir
um 150 nemendur í 10.000 m3
húsi við Hrafnagilsstræti. Auk
80 herbergja eru í þessu húsi
vel búið eldhús með frysti og
kæligeymslum, borðsalur fyrir
300 manns, setustofa og
þvottahús, sem nýst getur tvö-
falt fjölmennari heimavist. Ný-
virði þessa húss með búnaði er
um 500 milljónir króna. Á
sumrin hefur í húsinu verið
rekið sumarhótel í samvinnu
við Ferðaskrifstofu Islands og
Flugleiðahótel. Hefur þetta afl-
að Heimavist MA verulegra
tekna svo að ríkissjóður hefur
ekki þurft að leggja Heimavist
MA fé, eins og ella hefði þurft.
Sjálfbærar
heimavistir
Undanfarin ár hefur skóla-
nefnd MA rætt áætlun um end-
urbætur og stækkun Heimavist-
ar MA. Samkvæmt áætluninni
er ráðgert að í nýju húsi, sem
rísi austan núverandi heima-
vistarhúss, yrðu 60 tveggja
manna herbergi með baði, sjón-
varpi, síma og tölvutengingum.
Kostnaður er áætlaður 300
milljónir króna, sem er mun
minna en ef reisa þyrfti heima-
vistir með eldhúsi, borðsal,
þvottahúsi og setustofum. Ráð-
gert er að taka lán til smíði
hússins en ekki gert ráð fyrir að
Sjálfur situr þú sem
framkvæmdastjóri
hlutafélags þar sem
framlag eignaraðila
ræður stjórnaraðild.
Taldi skólaenfnd VMA
að hlutur Verkmennta-
skólans yrði fyrir borð
borinn og ítrekað að
VMA hefði allt til jafns
við MA.
Krafa löggjafans
uni áhyrgö
En hvað sem líður skip-
un stjórnar rekstrarfé-
laga er það krafa lög-
gjans, Alþingis íslend-
inga, í lögum um fram-
haldsskóla að ábyrgð af
rekstri heimavista við
framhaldsskóla sé í
höndum skólameistara
- og einungis skóla-
meistara, ekki skóla-
meistara og skóla-
nefndar og því síður í
höndum manna úti í
bæ, enda má ekki fram-
selja þessa ábyrgð.
„Það er því með ólíkindum að haft er eftir þér að þú vitir ekki tii að Menntaskólinn hafi ætlað að ieggja neitt meira afmörk-
um en Verkmenntaskólinn við smíði nýrra heimavista, “ segir greinarhöfundur í opnu bréfi tii Inga Björnssonar, formanns
skólanefndar VMA.
rekstraraðiljar skólans, ríkis-
sjóður og Héraðsnefnd Eyja-
fjarðar, Ieggi fram fé til smíð-
innar. Samkvæmt viðskiptaá-
ætlun, sem legið hefur fyrir tvö
ár, er gert ráð fyrir að greiða
lánið niður af rekstri heima-
vista og sumarhótels. Þetta
yrðu því „sjálfbærar heimavist-
ir“, ef svo má að orði komast,
fyrstu heimavistir af því tagi hér
á landi.
Stuðníngur
menntamálaráðherra
Þessi áætlun um sjálfbærar
heimavistir var kynnt mennta-
málaráðherra í mars 1996.
Taldi hann áætlunina mjög at-
hyglisverða og hefur hann stutt
málið af eindrægni. Hins vegar
óskaði ráðherra eftir því í bréfi í
maí 1997 að kannað yrði hvort
aðrir skólar á Akureyri ættu
samleið með Menntaskólanum
í þessu máli. Skölanefnd MA
beitti sér því fyrir fundum með
skólanefnd VMA. I viðræðun-
um var gert ráð fyrir að MA
legði fram helming af áætluð-
um byggingarkostnaði, 150
milljónir króna, en auk þess
gamla heimavistarhúsið með
eldhúsi, borðsal, þvottahúsi og
setustofu og lóð undir hús og
bílastæði svo og reynslu af rek-
stri heimavista í 100 ár og við-
skiptavild vegna hótelrekstrar
hálfa öld. Er hlutur MA metinn
á 750 milljónir króna. Hlutur
VMA átti hins vegar að vera
helmingur af áætluðum bygg-
ingarkostnaði nýs húss, þ.e.a.s.
um 1 50 milljónir króna. Fram-
lag MA hefði því orðið fimmfalt
framlag VMA í rekstrarfélagi
sem fyrirhugað var að stofna.
Ummæli gegn
hetri vitund
Það er því með ólíkindum að
haft er eftir þér að þú vitir ekki
til að Menntaskólinn hafi ætlað
að Ieggja neitt meira af mörkum
en Verkmenntaskólinn við
smíði nýrra heimavista. Krafa
skólanefndar VMA £ þessum
viðræðum var hins vegar að fá
allt til jafns við MA. Á það féllst
skólanefnd MA ekki og því náð-
ist ekki samkomulag um sam-
eiginlegar heimavistir. Krafa
skólanefndar MA um að skóla-
meistari MA yrði framkvæmda-
stjóri rekstrarfélags, sem stæði
að rekstri nýjum heimavistum,
var hins vegar aldrei ófrávíkjan-
legt skilyrði heldur tengdist sú
krafa umræðum um meirihluta
í stjórn rekstrarfélagsins. Taldi
skólanefnd MA ekki óeðlilegt
að MA tilnefndi annaðhvort
formann rekstrarfélagsins eða
hefði meirihluta í stjórn. Var sú
krafa í samræmi við framlag
MA og þá meginreglu í nútíma-
viðskiptum og rekstri að fram-
lag eða eign ráði stjórn félaga.
Efling hyggðar
í landiuu
Smíði nýrra heimavista
við MA er mikilsvert
byggðamál fyrir Akureyringa,
Eyfirðinga og Norðlendinga
alla - jafnframt því að efla
skipasmfðar á Akureyri svo og
margvíslegan annan iðnað
tengdan framleiðslu og þjón-
ustu. Þar á hlutur öflugs verk-
menntaskóla að vera mikill.
Með því hins vegar að stækka
heimavistir Menntaskólans á
Akureyri verður unnt að bjóða
nemendum alls staðar að af
landinu - og þá m.a. og ekki
síst af höfuðborgarsvæðinu -
vist í traustum og framsæknum
heima-vistar—menntaskóla úti
á Iandi, skóla sem undirbýr
nemendur undir háskólanám.
Mikil þörf er þegar fyrir að ungt
fólk úr þéttbýli eigi þessa kost,
og ekki minnkar þörfin þegar
örtröð eykst enn á höfuðborgar-
svæðinu.
Reykjavík, 22. júlí 1999
S annleikurinn smögengiim
Guðmimdur Ólsen,
Hamarsstíg 38,
Sigmundur Þórisson,
Mýrvarvegi 114,
Svavar Guunarsson,
Mýrarvegi 116 og
Gísli Pálsson,
Mýrarvegi 122 skrifa
I Degi þriðjudaginn 13. júlí sl.,
þar sem fjallað er um fyrirhug-
aðar byggingar við Mýrarveg,
hefur blaðamaður eftir Gísla
Braga Hjartarsyni að hann hafi
vikið sæti í málinu á öllum stig-
um eftir að mágur hans, Páll Al-
freðsson, varð aðili að því.
Hið rétta er að 23. maí 1997
sendi Páll bréf til skipulagsyfir-
valda og sótti um breytingu á
gildandi skipulagi þannig að
byggja mætti 5 til 7 hæða hús
með bílageymslum við Mýrar-
veg á svæðinu norðan Akurgerð-
is. Frá þeim tíma og til 10. febr-
úar 1999 hefur Gísli Bragi, fyrr-
verandi formaður nefndarinnar,
setið a.m.k. 15 skipulagsnefnd-
arfundi auk funda í bæjarráði
og bæjarstjórn, þar sem máefni
Fjölbýlishúsin við Mýrarveg eru mjög umdeiid.
þessara bygginga hafa verið til
umræðu. Um það votta fundar-
gerðir.
Gísli Bragi talar einnig um
pantað lögfræðiálit íbúanna
sem svarað hafi verið af lög-
manni á vegum bæjarins. Velta
má fyrir sér hvaða lögfræðiálit
séu pöntuð og hver ekki, því Ak-
ureyrarbær valdi til verksins
fyrrverandi starfsmann bæjarins
og flokksbróður Gísla Braga.
Lögmaður íbúanna er hins veg-
ar hæstaréttarlögmaður úr
Reykjavík, sem enginn íbúanna
þekkir persónulega.