Dagur - 28.07.1999, Síða 13

Dagur - 28.07.1999, Síða 13
MIDVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Mlkil stemmniiig í Eyjiun í kvðld fer fram í Eyj- um fyrri leikur ÍBV og ungverska liösins MTK Búdapest í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu. Eyjamenn, sem slógu út al- banska Iiðið SK Tirana í 1. um- ferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, leika gegn ungverska liðinu MTK Búdapest í 2. um- ferð keppninnar á Hásteinsvelli í kvöld kl. 19:00. Nái Eyjamenn að slá ungverska liðið út úr keppninni lenda þeir á móti króatíska liðinu Croatia Zagreb í 3. umferðinni. Lítið vitað um styrkleika liðsins Dagur ræddi við Bjarna Jóhanns- son, þjálfara ÍBV, og spurði hvað hann vissi um ungverska liðið. „Við vitum mjög lítið um styrk- leika liðsins, annað en að það vann ungversku úrvalsdeildina með miklum yfirburðum á síð- ustu leiktíð. Eg veit að liðið hef- ur síðan tekið miklum breyting- um og því lítið að græða á upp- tökum frá fyrri leikjum. Þeir eru að koma beint inn í þessa keppni núna í aðra umferðina og því erfitt að gera sér grein fyrir styrk- leika liðsins. Deildarkeppnin í Ungverjalandi er heldur ekki byijuð, þannig að þeir eru á fullu í undirbúningi og það gæti kom- ið sér vel fyrir okkur. Við vitum að þeir hafa verið að kaupa nýja leikmenn og einn þeirra er HoIIendingurinn Glenn Helder, sem m.a. hefur verið f herbúðum Arsenal. Hann hefur einnig leikið með liðum eins og Ajax, Arnheim og Benfica og á að baki einhverja landsleiki fyrir Holland. Einnig hafa þeir ráðið til sfn þekktan hollenskan þjálf- ara og það sýnir að þarna eru engir aukvisar á ferðinni. Víð höfum einnig fengið þær upplýsingar að þeir hafi nýlega breytt rekstararformi félagsins f ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ RúnarKrist- insson knattspymumaður Rúnar Kristinsson átti stórleík með Ullestöm á móti Brann sl. fimmtu- dag. Klaus Augenthaler, þjálfarí GrazerAK, var ánægðurmeð það sem hann kom tilaðsjá. hlutafélag, eins og reyndar fleiri félög í Búdapest hafa gert. Þeir tóku reyndar forystuna í þeim málum og skutu þar með fræg- um liðum eins og Ferencvaros, ref fyrir rass. Það er því nokkuð ljóst að staða liðsins hlýtur að vera sterk og sem dæmi um góða fjárhagsstöðu þess má nefna að þeir koma hingað til lands á einkaþotu, sem á að lenda hér í Eyjum í dag (í gær), ef veður leyfir. Það yrði reyndar ekki í fyrsta skipti sem þeir senda einkaþotu til Eyja, því njósnari frá þeim var hér á ferðinni til að sjá okkur spila við SK Tirana í fyrstu umferðinni." Þuifiun að ná hagstæðum úr- slitum heima - Telurðu ykkur eiga möguleíka á að komast áfram í 3. umferð? „Auðvitað eigum við mögu- leika, en þá þurfum við líka að ná hagstæðum úrslitum heima og síðan mjög góðum leik ytra. Það er mjög miklvægt fyrir okkur að fá að leika heimaleikinn hér í Eyjum, því hér kunnum við best við okkur. Eins og ég sagði þá kemur það okkur örugglega til góða að þeir eru nú á miðju und- irbúningstímabili og þá væntan- lega ekki komnir í mikla leikæf- ingu. Það hefði þó verið betra fyrir okkur að fá útileikinn á undan þannig að við hefðum þá getað skipulagt heimavinnuna betur, en við því er ekkert að gera. Við höfum reyndar reynsl- una frá síðustu umferð, þar sem við fórum í seinni leikinn til Tirana með aðeins 1-0 heimasig- ur i farteskinu. Þar tókst okkur það sem kannski fáir áttu von á, að vinna 1-2 útisigur. Ef okkur tekst að setja verulega pressu á þá fyrir útileikinn, þá er ég nokk- uð bjartsýnn á framhaldið." - Er mikil stemmning fyrir leiknum í Eyjutn? „Hér í bænum er rosaleg stemmning fyrir leiknum. Hann lendir inni í miðri þjóðhátíðar- viku og fólk getur rétt ímyndað sér hvernig stemmningin verður. Hér eru allir á fullu við að undir- búa hátíðina og allt að verða klárt inni í Dal. Leikurinn verður bara skemmtileg viðbót við há- tíðina og stuðningsmenn verða með uppákomur í bænum fyrir leikinn," sagði Bjarni. Afgerandi forysta KR og ÍBV í deildiimi Eyjamenn eru nú í öðru sæti Landsímadeildarinnar með 21 stig, tveimur stigum á eftir KR- ingum, sem eru í efsta sætinu með 23 stig. Á meðan liðið tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fær það frí í deildar- keppninni, en þar átti það sam- kvæmt leikskrá að leika gegn Val í 11. umferðinni, en þeim Ieik hefur verið frestað til 25. ágúst. - En hvernig metur Bjarni stöð- una í deildinni? „KR og ÍBV hafa nú tekið af- gerandi forystu í deildinni og ég á von á því að þau munu berjast um titilinn. Það má reyndar ekk- ert út af bera, því þá er þriggja stiga reglan fljót að hafa áhrif. Um stöðu næstu liða er mjög erfitt að spá. Þar koma Framarar í þriðja sætinu með fjórtán stig og síðan er stutt á milli Iiða nið- ur í neðasta sætið. Eg vil engu liði svo illt að spá því falli, en raunverulega gætu öll liðin, nema KR og IBV, lent í þeirri stöðu miðað við stöðuna í dag. Næstu leikir munu því skipta öllu um það hvernig þetta þróast og eflaust verður sú barátta jöfn og tvísýn. Eg á þó von á að bæði Keflvíkingar og Skagamenn eigi eftir að bæta verulega við sig. Skagamenn byrjuðu mótið ekki vel og þess vegna hefur verið mikil pressa á liðinu. Tveir frestaðir leikir í deildinni vegna þátttöku þeirra í lntertoto- keppninni hafa örugglega líka haft sín áhrif, en þeir eru reynd- ar búnir að spila annan þeirra og unnu þar sigur á Val og geta einnig unnið hinn gegn Breiða- bliki og þá eru þeir strax komnir upp í Ijórða sætið. Mér sýnist þeir líka vera að sækja í sig veðr- ið og á von á þeim sterkari með hverjum leik. Ég á líka von á þvi að Keflvíkingar muni bæta veru- lega við sig í seinni umferðinni.“ Spáð í úrslit næstu umferðar - Hverju viltu spá um leiki næstu umferðar? „Ef við byrjum á ieik KR og Leifturs þá bendir allt til þess að KR vinni þann leik. Leifturs- menn áttu frekar dapran dag á móti okkur í síðasta Ieik og mið- að við það hvernig KR-ingar hafa spilað að undanförnu þá á ég frekar von á KR-sigri. I Keflavík taka heimamenn á móti Fram og tefla nú fram nýj- um þjálfara. Ég tippa á að þeir vinni þennan leik til að sýna fram á að þjálfaraskiptin voru rétt ákvörðun. Það er mikil seigla í Framliðinu og þeir geta unnið hvern sem er hvenær sem er. Ég hef þó trú á að Keflvíkingar hafi það í þessum leik. I Kópavoginum á ég von á mikilum baráttuleik milli Breiða- bliks og Grindavíkur. Aðeins eitt stig skilur liðin og hvorugt þeirra hefur efni á að tapa stigum, því þá blasir fallbaráttan við. Blik- arnir byrjuðu vel og sýndu mikla baráttu í upphafi móts, en hafa síðan ekki náð sér á strik í und- anförnum leikjum. Heimavöllur- inn vegur þungt í þessum leik og ég tippa á að Blikarnir nái sigri. I leik Víkings og IA á ég von á að Skagamenn hafi sigur. Þeir unnu stórsigur á Víkingum í bik- arnum fyrr í sumar og það er gríðarlega mikill stígandi í leik þeirra. Víldngar berjast aftur á móti fyrir lífi sínu í deildinni og falldraugurinn er alltaf erfiður við að eiga,“ sagði Bjarni. Verð bara að splla etns ogmaður - Það var fullur völlur af er- lendum njósnurum að fylgjast með ykliur á fitnmtudaginn, m.a. Klaus Augenthaler, þjálf- ari Grazer Ak, sem reynt hefur að kaupa þig í sumar. Hefurðu lieyrt eitthvað frá Augenthaler og félögum eftir leikinn? „Já, já. Það hefur ýmislegt komið í ljós. Ég hef heyrt að þeir hafi verið mjög ánægðir með það sem þeir sáu. Þeir vilja endilega fá mig til Austurríkis en Lilleström vill ekki sleppa mér eftir því sem mér skilst. Ég hef ekkert heyrt frá þeim sjálfum en umboðsmaðurinn minn hefur sagt mér það.“ - Nú hefur Lilleström verið t fjárhagserftðleikum þó tnikið hafi ræst þar úr í vor. Hefurfé- lagið efni á að halda þér? „Þeir reikna með því að selja Runar Norman til Coventry fyrir hundrað og tuttugu til hundrað og fimmtíu milljónir. Það breytir Ijárhagstöðunni mikið sem þýðir að félagið þarf ekkert að selja mig. Þá halda þeir mér örugglega út keppnistímabilið. Það getur vel verið að þá verði einhverjir möguleikar fyrir hendi en það getur líka verið of seint.“ - Þjálfarinn ykkar sagði mér að sendinginfrá íslandi, þú og Heiðar, væri einhver hesta sam- setning sem liðið gæti fengið og að ekki kæmi til greina að selja ykkur. Færð þú þá bara ekki betri samning viðfélagið tfram- haldinu? „Þjálfarinn, Arne Erlandsen, er ánægður með okkur. Hann hefur nefnt það við mig að um leið og búið verður að selja Run- ar Norman ætli hann að setjast niður með stjórninni og reyna að búa til nýjan samning fyrir mig sem gerir það að verkum að ég yrði kanski þrjú til Ijögur ár í við- bót hjá Lilleström. Hann vill gera mér góðan samning en það er spurning hvort hann yrði eins góður og ég gæti fengið í Austur- ríki. En þetta eru hlutir sem verða bara að skoðast. Ég bfð alla vega fram yfir áramót með að skrifa undir nýjan samning við Lilleström." - Samningstaða þtn hlýtur að vera mjög sterk núna, sérstak- lega eftir að Austurrikismenn- imir sáu þig leika gegn Brann. „Ég hef ágæta stöðu. Arne hef- ur verið mjög ánægður með mig og félagið líka. Ég hef alveg feng- ið að heyra það. Ég veit að hann vill alls ekki missa mig héðan. En síðan er það náttúrulega stjórn félagsins sem verður að hugsa um Ijárhag þess. Ef liðið býður mér eitthvað sem ég verð ekki sáttur við þá skrifa ég ekki undir neitt. Þá þarf ég bara að spila út næstu Ieikti'ð og get síð- an farið frjáls allra minna ferða. Ef ég geri þeim það ljóst verða þeir að selja mig í haust ætli þeir að fá eitthvað fyrir mig. En ég ætla samt ekki að vera með nein- ar hótanir og vil alls ekki að það verði nein leiðindi okkar á milli. En svona er staðan í dag og ég verð bara að hugsa mína fram- tíð.“ - Þannig að þú örvæntir ekk- ert? „Nei, nei. Ég örvænti ekki neitt. Haldi ég bara áfram að spila eins og maður og slepp við meiðsli og allt slíkt koma önnur tækifæri. Þetta er ekkert búið ennþá. Það er spurning hvort Grazer getur beðið fram að ára- mótum með að fá mig. Ef það væri er það ekkert annað en já- kvætt. En það er ekkert sem ég er að spá í núna.“ - GÞÖ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.