Dagur - 12.08.1999, Qupperneq 12
12 - FIMMTUDAGVR 12. ÁGÚST 1999
n'jjfi bio
Sfi'
W!:/'
□□ | OOLgYJ
DIGITAL
RÁÐHÚSTORGI
SÍMI 461 4666 ThfX
Sýnd kl. 21
ROBERTS
RAN1
KomduogKitti
lu^/^’íhi'rU o$ Hujli C.mii
Motting Hifl
Sýnd kl. 16:45,19, 21 og
t.23:20 .
Sýnd kk 17,19 og 23:10
ÍPRÓTTIR
Skaga-
inenn í
bikar-
úslita-
leikiim
Skagamenn eru komnir í úrslit
bikarkeppni KSí eftir sannfaer-
andi 3-0 sigur á Eyjamönnum á
Akranesi í gærkvöld. Skaga-
menn mættu mjög ákveðnir til
leiks og voru betra liðið allan
leikinn. Leikurinn byrjaði strax
með Iátum og sóttu liðin til
skiptist í upphafi, án þess þó að
skapa sér hættuleg færi fyrsta
stundarfjóðunginn.
A sextándu mínútu var svo
dæmd vítaspyrna á Zoran
Milkjovic, er hann braut á Stef-
áni Þórðarsyni innan vítateigs.
Sturlaugur Haraldsson tók
spyrnuna, en Birkir Kristinsson,
markvörður Eyjamanna, varði
skot hans örugglega út við
stöng.
Eftir vítaspyrnuna færðist enn
meira líf í Skagamenn, sem
höfðu verið betri aðilinn framan
af leiknum, en Eyjamenn vörð-
ust þó vel og beittu skyndisókn-
um á meðan Skagamenn réðu
lögum og lofum á miðjunni.
Það var svo ekki fyrr en á 32.
mínútu leiksins sem yfirburða-
leikur Skagamanna skiluðu
marki, en það var Pálmi Har-
aldsson sem þá stýrði boltanum
í markið eftir fyrirgjöf frá Jó-
hannesi Harðarsyni, en boltinn
barst til Pálma eftir misheppnað
úthlaup Birkis markvarðar.
Eftir 1-0 forystu Skagamanna
í hálfleik, reyndu Eyjamenn allt
hvað þeir gátu til að snúa leikn-
um sér í hag. Skagamenn voru
þó ekki á því að gefa eftir og á
58. mínútu bættu þeir við öðru
marki. Jóhannes Harðarson,
einn besti maður Skagamanna í
leiknum fékk sendingu frá Alex-
ander Högnasyni inn í teiginn
og þrumaði boltanum viðstöðu-
laust í stöngina og inn.
Eftir markið var allur vindur
úr Eyjamönnum og Skagamenn
gengu á lagið án þess þó að bæta
við öðru marki fyrr en á 80. mín-
útu, að Kári Steinn Reynisson
bætti við þriðja markinu eftir
mikinn einleik og skoraði stöng-
in inn með góðu skoti.
Úrslit leikta
í gærkvðld
Bikarkeppni KSÍ
Undanúrslit
ÍA - ÍBV 3 - 0
Landssímadeild kvenna
Fjölnir - KR 0-12
ÍBV - Grindavík 7 - 0
Valur - Stjarnan 2 - 1
■Enski boltinn
Man. United - Sheff. Wed. 4 - 0
Aston Villa - Everton 3 - I
Leicester - Coventry 1 - 0
Southampton - Leeds 0 - 3
Leikir í kvöld
Landssímadeild kvenna
Kl. 19.00 Breiðablik - ÍA
2. deild karla
I<I. I9,0pÆgir:r HK
KI. 19.00 Tindastóíl - Selfoss
Dífc^ur
Tore Andre gegn Chris Sutton
Tore Andre Flo, hinn 26 ára gamli framherji
Chelsea, er enn ekki inni í byrjunarliðinu
hjá Gianluca Vialli. Flo var keyptur frá
Brann fyrir tveimur árum og kostaði þrjár
milljónir punda. Þrátt fyrir að hafa leikið vel
fyrir Lundúnaliðið og skorað hlutfallslega
flest mörk frá því hann kom til Stamford
Bridge, er hann enn ekki traustsins verður
af knattspyrnustjóranum. I sumar ákvað
Vialli að styrkja framlínu sína enn frekar og
til þess keypti hann Blackburnleikmanninn,
Chris Sutton, fyrir tíu milljónir punda. Þessi
fjárfesting átti að skila árangri á fyrsta Ieik-
degi en gerði ekki. Sutton ldúðraði tveimur
hundrað prósent færum auk þess sem hann
átti afleitan leik. Tore Andre FIo nýtti hinsvegar sitt fyrsta færi, sex mín-
útum eftir að hann kom inn fyrir Sutton, þegar hann skallaði boltann í
mark Sunderland. Nú er Leeds tilbúið að borga tíu milljónir fyrir Flo en
hann vill ekki yfirgefa London. Spurningin er hvor þeirra er betri ef báð-
ir kosta tíu millur?
Tore Andre Flo.
„Ég er engin bjáni“
„Eg er enginn bjáni og veit út á hvað atvinnuknattspyrna gengur. Chris
Sutton er eitt af stóru nöfnunum f enska boltanum og Vialli keypti hann
fyrir háa upphæð. Þess vegna verður hann auðvitað í bytjunarliðinu í
fyrstu umferðunum. Eg hef aldrei komið betur undirbúinn til leiks,
bæði andlega og líkamlega og þess vegna hlakka ég bara til að berjast
fyrir sæti mfnu í liðinu. Það er líka vegna þess sem ég hef engan áhuga
á að yfirgefa Chelsea. Ef ég Ieik vel fæ ég sæti í byrjunarliðinu og þá á
ég möguleika á að vinna einhveija titla. Fyrir utan Chelsea eru það bara
Manchester United og Arsenal sem geta hoðið upp á slíkt í Englandi nú
og þess vegna er ekki eftirsóknarverðara að vera hjá öðrum félögum,"
sagði Tore Andre FIo.
Fjölimðlamir slátra Gullitt
Enska pressan er allt annað en blíð við
knattspyrnustjóra Newcastle, Ruud Gullit,
eftir tvo fyrstu Ieiki liðsins. Bæði Sun og
Daily Mirror hafa farið mjög harkalegum
orðum um stjórann og segja hann ekki
standa undir þeim væntingum sem til hans
voru gerðar. „Gullit hefur keypt fimm leik-
menn fyrir 210 milljónir punda til að stykja
lið sitt. Eftir tvo leiki er Newcastle komið í
neðsta sæti deildarinnar og knattspymu-
stjórinn kennir öllum öðrum en sjálfum sér
um hvernig staðan er,“ segir Sun. Mirror
Ruud Gullit segir að Flollendingurinn geti ekki bara
----------- kennt dómurum og leikmönnum sínum um
framgöngu liðsins. Það sé hann sem beri
ábyrgðina og ef hinir rándýru leikmenn hans skili ekki lágmarks árangri
sé það honum sjálfum að kenna og engum öðrum. Þá fær fyrirliðinn
Alan Shearer einnig að finna til tevatnsins í fjölmiðlunum sem segja
hann Ieika langt undir getu þessa dagana.
Manchester United fær vítaspyrnurar á
silfurfati
Það eru aðeins elstu menn sem rámar í hvenær síðast var dæmd víta-
spyrna á Manchester United á heimavelli þeirra, Old Trafford. Allir
muna þó eftir að Manchester United fær fleiri vítaspyrnur dæmdar sér
í hag en nokkurt annað enskt lið. Enskir knattspyrnuspekingar eru nú
þegar farnir að reikna út hvernig vítaspyrnurnar munu skiptast niður á
liðin í vetur. Þeir reikna með því að United fái milli 20 og 25 vítaspyrn-
ur á andstæðinga sína á leiktíðinni. Wimbledon er það lið sem kemur til
með að fá fæstar vítaspyrnur sér í hag eða aðeins tvær á tímabilinu.
Hins vegar fær liðið að öllum líkindum flestar vítaspyrnur dæmdar á sig
og þvf til sönnunar er bent á að eftir tvo leiki hafa tvö víti verið dæmd á
liðið.
Sendi njósnara á fjóra leibi KR-inga
Á heimasíðu Kilmarnock kemur fram, að
þegar Bobby Williamson, framkvæmdastjóri
félagsins, vissi að lið hans hefði dregist á
móti íslensku liði í undankeppni Evrópu-
keppni félagsliða, hafi hann strax ákveðið að
hafa samband við þá Jóhannes Eðvaldsson,
fyrrum Ieikmann Celtic og David Winnie,
leikmann síðasta árs á Islandi, til að afla sér
upplýsinga um mótheijana.
Það sem Williamson vissi ekki, var að Jó-
hannes, er bróðir Atla Eðvaldssonar þjálfara
KR-inga og Winnie leikmaður með liðinu.
Þegar hann var upplýstur um málið var hann
fljótur að skipta um skoðun og sendi þess í
stað njósnara á fjóra Ieiki KR-inga.
Á vefnum kemur einnig fram að stuðningsmenn Kilmarnock hefðu
frétt að á Islandi kostaði bjórkannan fjögur pund. Það finnst þeim nokk-
uð dýrt, miðað við hvað þeir borguðu fyrir bjórinn í Tékldandi, þegar fé-
lagið lék þar í Evrópukeppninni á síðustu leiktíð.
Einnig segir á heimasíðunni að KR-ingar hafi ákveðið að færa heima-
, leikipn af Jitja yeljippm^.sínupi í Erpstaskjóli á þjóðarleikvaflgipp í Laug-
ardal og búist við allt að 8000 áhorfendum á leikinn.