Dagur - 12.08.1999, Síða 13
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
KR verður að sýna sitt
besta gegn Kiluiarnock
íkvöldkl. 19:00
mæta KR-ingar skoska
liðinu Kilmamock í
undaukeppni Evrópu-
keppni félagsliða,
UEFA-Cup, á Laugar-
dalsvelli.
Mótherjar KR-inga í fyrstu um-
ferð undankeppni Evrópukeppni
félagsliða, skoska félagið
Kilmarnock, er frá samnefndri
borg sem er um miðja vegu milli
Glasgow og Prestwick, í um hálf-
tíma akstri frá Glasgow. Félagið
sem var stofnað árið 1869, hefur
Ieikið óslitið í skosku úrvalsdeild-
inni síðan árið 1993, en þá vann
liðið sig upp undir stjóm Tommy
Bums, eftir misjafnt gegni und-
anfarinna ára. Arið 1995 tókAlex
Totten síðan við liðinu og á sama
ári var endurbyggður Ieikvangur
liðsins, Rugby Park, sem nú tek-
ur 18.128 manns í sæti.
Skoskir bikarmeistarar árið
1997
Totten, sem áður starfaði hjá
Celtic, sat í hinu heita sæti fram-
kvæmdastjóra aðeins íram að jól-
um 1996, en þá var Iiðið í næst-
neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.
Þá var Bobby Williamson, núver-
andi framkvæmdastjóri, fenginn
til að bjarga liðinu, en hann var
fljótur að koma því af botninum
og í næstu leikjum kom hann því
upp í áttunda sæti deildarinnar.
Hann gerði enn betur, því vorið
1997 varð félagið skoskur bikar-
meistari undir hans stjórn, eftir
1-0 sigur á Falkirk í úrslitaleikn-
um á Ibrox leikvanginum í Glas-
gow, þar sem fimmtíu þúsund
áhorfendur voru mættir á völl-
inn. Áður hafði félagið tvisvar
unnið bikarinn, árin 1920 og
1929.
I Evrópukeppni þriðja árið í
röð
Félagið er nú að leika í Evrópu-
keppni þriðja árið í röð, en það
vann keppnisréttinn í ár með því
að ná fjórða sæti í skosku úrvals-
deildinni á síðustu leiktíð. Leik-
tímabilið 1995-96 tók félagið þátt
í Evrópukeppni bikarhafa og
komst þá í aðra umferð keppninn-
ar, vann írska liðið Shelbourne í
fyrstu umferðinni en tapaði fyrir
franska liðinu Nice í annarri um-
ferð. Á síðustu Ieiktíð tók félagið
svo þátt í Evrópukeppni félagsliða
og komst þá aftur í aðra umferð,
vann NK Zeljeznicar frá Bosnfu í
fyrstu umferð en tapaði fyrir tékk-
neska Iiðinu Sigma Olomouc í
annarri umferð.
Ný gullöld
Besta árangri í Evrópukeppni
náði liðið árið 1967, en þá komst
það í undanúrslit „Fair City
Cup“, sem nú er hluti af Evrópu-
keppni félagsliða, eftir sigur á
belgísku liðunum Antwerpen og
La Gantoise og austur-þýska lið-
inu Lokomotiv Leipzig. Liðið
tapaði síðan gegn enska liðinu
Leeds í undanúrslitunum.
Það má því segja að gengi liðs-
ins hafi verið frábært undir stjórn
Bobby Williamson og að hann
hafi leitt það inn í nýtt gullaldar-
tímabil, en síðast skein sól þess
hæst á árunum 1964 til 1970.
Það varð skoskur meistari í fyrsta
og eina skiptið hingað til árið
1965, en hefur eins og flest önn-
ur skosk lið staðið í skugga Glas-
gow-risanna, Celtic og Rangers.
Á nýbyrjuðu keppnistímabili í
Skotlandi hefur liðið leikið tvo
leiki í úrvalsdeildinni. Tapaði
fyrsta leiknum gegn Rangers 2-1
á útivelli og vann Aberdeen 2-0
heima, þar sem ungur bakvörður
liðsins, Gary Hay skoraði bæði
mörkin.
Fimasterkt lið
Kilmarnock er að mestu skipað
skoskum leikmönnum og hefur
innanborðs leikmenn eins og
skoska landsliðsmanninn og
markamaskínuna Ally McCoist,
sem lengst af spilaði með
Rangers. Einnig skoska Iands-
liðsmanninn Ian Durrant á miðj-
unni, sem einnig kom frá
Rangers og síðast en ekki síst
skoska bakvörðinn Gus MacP-
herson, sem spilað hefur yfir 300
leiki fyrir félagið. Einnig má
nefna frönsku leikmennina Jer-
ome Vareille, framherja, sem
kom til félagsins í júlí 1997 og
lék áður með Metz og Mulhouse
og miðvörðinn Frederick
Dindelux sem í sumar var keypt-
ur frá Lille í Frakklandi. Það er
því Ijóst að liðið er fimasterkt og
örugglega spennandi að sjá það
leika gegn baráttuglöðum KR-
ingum, sem verða að sýna sínar
bestu hliðar, ætli þeir sér sigur í
Laugardalnum.
SKOÐUN
GUÐNI Þ.
ÖLVERSSON
Ofaldir
nautkálfar
Ruud Gullit hefur nú stillt upp
sínu kynþokkafulla knattspyrnu-
liði, Newcastle, til tveggja Ieikja
í úrvalsdeildinni. Báðir töpuðust
og eftir fyrstu vikuna í enska
boltanum situr „sexy football"
stjórinn í neðsta sæti úrvals-
deildarinnar. Eftir fyrra tapið
kenndi Gullit dómaranum um
ófarirnar. Þó brottrekstur Alan
Shearer hafi verið óþarflega
strangur var Newcastle einfald-
lega ekki nógu gott til að vinna.
Alan Shearer hefur mjög sér-
stakan leikstíl í návígum og not-
ar olnbogana óspart til að skapa
sér svæði. Með leikstíl hans í
huga er það hreint með ólíkind-
um að hann hafi litið sitt fyrsta
rauða spjald á ferlinum á laugar-
daginn, kominn á efri ár í knatt-
spyrnunni. Hæfileikar Shearer
eru óumdeildir. En hann er for-
ystunautið á vellinum og ein-
staklega súr leikmaður. Það
kæmi honum til góða að brosa
annað slagið út í annað og smita
frá sér Ieikgleði í stað ólundar og
tuðs.
Hverju „sexy“ Gullit kennir
um ósigur fyrir Tottenham skal
ósagt látið. Leikmenn New-
castle voru í upphafi leiks eins
og ofaldir nautkálfar sem hleypt
er út i vordægrið. Eftir mikinn
gusugang, hlaup og verðskuldað
mark var eins og næring þeirra
væri þrotin. Leikmenn Totten-
ham gengu á lagið og sýndu oft
á tíðum þann bolta sem Gullit
vil sýna.
Eftir situr Ruud Gullit með
sárt ennið og lið í rjúkandi rúst.
Nýju leikmennirnir, Dyer með-
talinn, eru staðir og skilja ekki
til hvers er ætlast af þeim. Með
þessu áframhaldi verður Ruud
Gullit fyrsti stjórinn sem fýkur.
Hann verður ekkert annað en
sporgöngumaður Keégan og
Dalglish á St. Jamses’ Park.
Lofa hörkuleik í kvöld
ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ
Atli Eðvaldsson
þjálfari KR-inga
KR-ingartaka nú fjórða
árið í röð þátt í Evrópu-
keppni í knattspymu og er
það í þrettánda skiptiðsem
félagiðermeðál þátttak-
enda. AtliEðvaldsson,
þjálfariKR, lofarhörkuleik
oggóðri stemmningu í
Laugardalnum í kvöld,þeg-
arKR-ingar mæta skoska
Uðinu Kílmamock kl.
19:00 í sínum 31. Evr-
ópuleik.
- Áttu von á erfidum leik í kvöld
og hvetja telurðu möguleikana á
sigri?
„Þetta verður örugglega hörku-
leikur. Ef við náum að sýna okkar
besta, eins og við gerðum til
dæmis i fyrri hálfleik á móti
Watford, þá er allt opið. Eg veit
Iíka að bein útsending á Euro-
Sport mun virka hvetjandi á liðið
og strákamir munu því örugglega
leggja sig alla fram og sýna sínar
bestu hliðar. Ef við náum góðri
byrjun þá er klárt að Skotarnir
munu lenda f vandræðum og þá
getur allt gerst.“
- Nú sástu Kilmamock spila
gegn Rangers í skosku deild-
inni. Hver er styrkleiki liðsins?
„Kilmarnock-liðið er mjög
sterkt og vel skipulagt, það sá ég í
leiknum gegn Rangers, þegar þeir
spiluðu við þá opnunarleikinn í
skosku deildinni í Glasgow. Þó
þeir hafi tapað Ieiknum 2-1, þá
voru þeir sterkari aðilinn í upp-
hafi leiksins gegn öllum stjörnun-
um hjá Rangers. Rangers átti í
miklum erfiðleikum gegn þeim og
Kilmarnock var mun líklegra til
að skora áður en Rangers tókst að
skora fyrra markið gegn gangi
leiksins. Þeir létu samt ekki slá
sig út af Iaginu og tókst að jafna
leikinn. Rangers tókst síðan strax
að bæta við öðru marki og þá var
eins og botninn dytti úr þessu hjá
Kilmarnock. Þeir unnu síðan
Aberdeen 2-0 í næsta Ieik, þannig
að það er auðséð að þetta er mjög
gott lið á evrópskan mælikvarða."
- Spila þeir þennan dæmi-
gerða skoska holta og hverjir eru
þeirra skæðustu leikmenn?
„Þeir spila 4-4-2 og leika þenn-
an „týpíska" skoska bolta, sem
einkennist af fastri vörn og löng-
um sendingum á framherjana.
Hinn 33 ára gamli Ian Durrant,
sem kom frá Rangers í fyrra, er
aðal heilinn á bak við spilið.
Hann hefur verið að leggja upp
mörkin og byggja upp flestar
sóknirnar. Svo er það gamli
markahrókurinn, Ally McCoist,
sem einnig kom frá Rangers.
Hann er svipuð týpa og Þjóðveij-
inn Gerd Múller var á sínum tíma
og stórhættulegur fyrir framan
markið. Alls 355 mörk fyrir
Rangers á fimmtán ára ferli með
félaginu segja sína sögu. Hann
hefur þann eiginleika að týnast í
leikjum og þegar minnst varir
sprettur hann upp fyrir framan
markið."
- Hver verður dagskipunin hjá
þér?
„Við munum eflaust byija á að
stilla upp í 4-4-2 og síðan þreifa
okkur áfram og sjá hvernig þeir
munu Ieggja upp sinn leik. Við
munum svo vinna út frá því, en
reyna að spila okkar bolta sem við
erum vanir og hefur reynst okkur
best. Það verður örugglega ekkert
gefið eftir og við munum mæta
harðir til leiks og spila til sigurs.“
- Áttu von á miklum áhorf-
endafjölda og góðri stemmningu
á leiknum?
„Ef við fáum gott veður eins og
útlit er fyrir þá eigum við von á
allt að 6000 áhorfendum í Laug-
ardalinn. Á Watford-leikinn, sem
var spilaður f Ieiðinda veðri, feng-
um við rúmlega 4000 manns, svo
það er raunhæft að áætla að þeir
verði einhvers staðar á bilinu fjög-
ur til sex þúsund í kvöld. Eg veit
að KR-ingar og aðrir stuðnings-
menn hafa mikinn áhuga á Ieikn-
um, enda gott tilefni á 100 ára af-
mælisárinu að sjá liðið spila í Evr-
ópukeppninni. Það verður enginn
svikinn af því að mæta á völlinn
og ég get lofað hörkuleik. Það
sama verður örugglega uppi á ten-
ingnum hjá Skotunum, þeir taka
þennan leik mjög alvarlega og
hafa fjórum sinnum sent njósnara
til að fylgjast með okkur spila.
Eg á von á dúndurstemmningu
á Ieiknum og upphitunin hjá okk-
ur KR-ingum fyrir leikinn verður
eins og okkur er einum Iagið. KR-
klúbburinn verður á sinum stað á
Rauða ljóninu bæði fyrir og eftir
leik og einnig höfum við gefið út
kynningarblað, sem dreift var í
allan Vesturbæinn og á Nesið.
KR-útvarpið, sem næst um allt
Reykjavíkursvæðið, verður einnig
með útsendingu, sem hefst þrem-
ur tímum fyrir leik, þannig að það
verður mikið um að vera.“