Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDaGUR 14. ÁGÚST 1999 Somi Oímw* Ándetx WEKOISSON r) :RS JACOBSSON iig ún [04 ^abftMkbcu)cf-- barbara robinson KRISTJÁN JÖN: 'tSS&Í' illa markaðssettir? Þórbergur og Gunnar hættu að vera á milli tannanna á fólki þá hætti pólitíkin að hafa nokkuð með Iíf verka þeirra að gera. Við erum komin svo langt fram yfir þá tíma.“ Víst breytist heimurinn og þjóðlífið. Kannski eiga þessir höf- undar h'tið erindi til okkar sem Iif- um innan um tölvur, alþjóðleg samskiptanet og dúndrandi Ijöl- miðla úr öllum áttum. Sem erum farin að sporna við framleiðslu- aukningunni sem tækniframfar- imar höfðu í för með sér, þessum sömu framförum og voru í bull- andi uppvexti og rót bjartsýnistrú- ar hér í byijun aldar. En sú skýr- ing dugir ekki ein og sér, aldur verkanna per se er ekki einhlít skýring á því af hveiju menn liggja ekki yfir Kvaran, Jóni Trausta, Hagalín og fleirum. Sumir telja að útgefendur hafi einfaldlega staðið sig slælega í að halda höfundum í útgáfu og að fólki. Setja þurfí þessi gömlu verk í nýjan búning ef þau eigi að selj- ast (það væri t.d. hægt að búa til „Það er mikil fortíðarnostalgía I dag, fortíðin er eiginlega í tísku, og því getur vel verið að sumar bækur Gunnars eigi eftir að verða algert „hit“,“ segir Halla Kjartansdóttir íslenskufræðingur. ustu höfundar þjóðarinnar á 2. og 3. áratug aldarinnar, s.s. Einar H. Kvaran og Jón Trausti, eru svo að segja horfnir úr umferð. Það sama má segja um þá er náðu vinsældum í útlöndum, t.d. Krist- mann Guðmundsson sem gerði það gott í Noregi, Guðmund Kamban sem starfaði í Dan- mörku og var mjög virtur í Þýska- landi, Gunnar Gunnarsson sem var gríðarlega vinsæll í Þýskalandi og var raunar með vinsælustu skáldsagnahöfundum á Norður- löndum um tíma. Gunnari var hampað af miklum krafti í Þýska- landi og var skáldsaga hans Að- venta m.a.s. gefín út í sérstakri hermannaútgáfu þar sem mynd af hermanni er stendur með byssustinginn út í Ioftið prýddi kápuna enda bókin ætluð að efla hinum ungu þýsku dátum þor og kjark. Árið 1925 voru Einar H. Kvar- an og Jón Trausti vinsælustu höf- undar þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun sem tímaritið Eimreiðin gerði meðal Iesenda sinna og sennilega hefur enginn nútíðarhöfundur náð jafnmiklum vinsældum á erlendri grundu og t.a.m. Gunnar Gunnarsson og jafnvel Kristmann Guðmunds- son. En hvemig stóð á því að verk þessara manna hafa smám saman ljarað úr höndum íslenskra les- enda þar til nú er svo komið að sennilega hafa fáir af yngri kyn- slóðinni lesið nokkum þeirra ótil- neyddir, nema þá Þórberg eða Laxness? Kaldastríðs- pólitíkin dáin og farín Vinsælasta og lífseigasta skýringin hefur verið að kaldastríðspólitík- in, sem gegnsýrði íslenskt menn- ingarlíf um áratugaskeið, hafí komið verkum hægrisinnaðra höfunda eins og Kristmanni, Guðmundi Hagalín, Gunnari o.fl. í gröfina. Kristmann Guðmunds- son var t.d. sannfærður um að framaleysi hans hér á landi hafi stafað af „skipulagðri pólitískri of- sókn“. Ólafur Ragnarsson, útgef- andi í Vöku-Helgafelli, telur hins vegar að pólitíkin skipti sáralitlu máli í dag. „Hún átti kannski þátt í því hvar menn voru gefnir út, hvaða dóma menn fengu og hvemig meðhöndlun þeir fengu í íjölmiðlum og ákveðnum kreðs- um. En eftir að menn eins og Kristmann Guðmundsson er einn þessara höfunda sem „meikuðu"það í útlöndum en hann bjó í Noregi og varþarmjög vinsæll, var þýddur á um 30 tungur og bækur hans seldust í milljónum eintaka. Ólafur Jónsson sagði eitt sinn I grein um ævisögu Kristmanns að honum væri „sízt launung áaðá íslandi hafi hann jafn- an verið hrakinn, hundeltur og ofsótt- ur og hafi hérlendir menn miklu síður kunnað að meta list hans en erlendir." Bækur Kristmanns njóta ekki mikillar viröingar nú á dögum og sjálfur var hann ekkert að skafa utan afofsókn- arkennd sinni. Segirm.a. íævisög- unni að „snemma hafi illmenni, óþokkar og mannhundar valizt til andstöðu við sig, einkum feitlagnir og hvapholda, en hinir betri menn og vitrari verið sér hliðhollir." -eða íslensk þjóð ól fyrir og um síðustu aldamót af sér rithöf- unda sem um tíma voru virtir af elítu og gríðarlega vinsælir af almenningi en hafa á síðustu áratugum verið settir útaf sakramentinu og/eða lítið lesnir af al- menningi. Hvað kom fýrir þessa höfunda? Af hverju gleymdust þeir? Hverju er um að kenna? Tímans tönn? „Helv. kommunum“? Eða bara þeim sjálfum... Bókmenntasköpun meðal Islend- inga var býsna blómleg á fyrri hluta þessarar aldar og fram und- ir hana miðja. Þó nokkur hópur Islendinga náði miklum vinsæld- um erlendis og nokkrir höfundar stóðu upp úr í vinsældum hér á landi. En á rösklega hálfri öld hafa nánast öll stærstu nöfn þessa tíma horfíð úr almennum lestri - sumir halda því fram að sá eini sem almenningur gluggar eitthvað í að ráði sé Nóbelskáldið Halldór Laxness. Þórbergur Þórð- arson hefur jú haldið virðingu sinni en er vart í jafn almennum lestri og Laxness. Aðrir vinsæl- Aldísardóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.