Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 - 31 LÍF OG STÍLL ^ Meiri ábyrgð aldraðra Það vantar að rætt sé um hvaða upphæðir þarf til að flestir gætu orðið skikkanlega ánægðir, segir formaður Samtaka aldraðra. „í stórum dráttum er það fagnar- efni að þessi skýrsla hefur verið gerð - þ\i menn hafa talað út og suður í þessum efnum. En það verður að viðurkennast, að túlk- unin virðist fara svolítið eftir því hvemig menn vilja túlka niður- stöðurnar," sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Samtaka aldraðra, sem Dagur tók taii í kjölfar nýlega útkominnar skýrslu um lífskjör eldri borgara á Islandi. Hann segir eldra fólk talsvert kvarta um hvað kjör þess hafi versnað. „Og við teljum að aldr- aðir hafi borið skarðan hlut frá borði undanfarin ár.“ „Getum ekkert íeyft okkur“ Staersta hluta félagsmanna segir Guðmundur fólk sem hefur verið að byggja yfir sig sjálft. Margir þeirra segi: „Við eigum þak yfir höfuðið, ekki meira og getum ekkert leyft okkur af því sem kraf- ist er að fólk geti nú til dags.“ Fólki finnist því heldur nöturlegt þegar verið sé að tfunda: aldraðir eiga peninga, og þeir eiga íbúðir og þeir geta farið í utanlandsferð- ir - sem sagt hluti sem aðrir telji sjálfsagða þætti í daglegu lífi. „Sem betur fer getur margt eldra fólk Ieyft sér nokkuð um- fram nauðþurftir. A hinn bóginn finnst okkur vanta að talað sé um upphæðir sem leggja þyrfti í þennan málaflokk til þess að flestir gætu orðið svona skikkan- lega ánægðir. Það vantar ennþá talnalegar staðreyndir um hvar skóinn kreppir. Hvað mundi það t.d. kosta sveitarstjórnir að miða lækkun fasteingaskatta við nokkru hærri tekjumörk en nú er gert? Þetta hefur aldrei verið at- hugað. Við gerðum athugun á þessu fyrir Reykjavík í fyrra og það kom í Ijós að þetta mundi ekki kosta borgina nema 20-30 milljónir, en yrði mörgum virkileg búbót.“ Rýmri fjárráð - hærri erfðaskatt ,Að mínu mati þyrfti að rýmka svolítið um eyðsluljárhag fólksins - en auka þá jafnvel erfðaskattinn á móti. Vandinn er, að mörgum öldruðum er það svo mikið kappsmál að geta látið sem mest eftir sig í arf.“ Erfitt sé að breyta þessum hugsunarhætti. Þegar fólki hafi t.d. opnast leiðir til að taka Ián út á eignir sínar sem ekki þurfi að gera upp fyrr en eftir sinn dag - eins og t.d. hjá Búnað- arbankanum nýlega - hafi sýnt sig að þetta höfði til aðeins örfárra, sem skilji að þetta geti verið hag- stætt. Flestum finnist nöturlegt að vera á sfðustu árunum að éta út það sem þeir hafa eignast um Guðmundur Gunnarsson formaður samtaka aldraðra telur að rýmka þurfi um eyðslufjárhag fólksins. ævina - geta ekkert skilið eftir. Of mörg hjúkrunarheimili Guðmundur segir ýmsar athygli- verðar hugmyndir hafa komið fram á ráðstefnu, sem hér var haldin fyrir um ári síðan. „Dansk- ur ræðumaður upplýsti t.d. að þar sé búið að byggja of mörg hjúkr- unarheimili. Því aldraðir Danir vilja vera á heimilum sínum, og fá þjónustuna til sín, en ekki flytja til þjónustunnar. Svipað hef ég margsinnis bent á hér. I hús- um sem reist hafa verið f\rir aldr- aða um allan bæ væri eðlilegt að hafa hjúkrunaraðstöðu - þannig að fólk gæti fengið skammtíma- aðstoð £ sama húsi í stað þess að flytjast á stofnun." Ávinningur af þessu væri m.a.: Að makar viðkomandi mundu dveljast meira og minna hjá þeim á daginn, og margir gætu sofið á eigin heimili um nætur, þó þeir þurfi aðhlynningu á daginn, sem hvort tveggja mundi spara vinnu- kraft. Talað um aldraða - ekki við þá „Gallinn er sá, að umræðan hér er aldrei á milli aldraðra og stjórnvalda - heldur stjómvalda og þeirra sem veita öldruðum að- stoð eða hjúkrun. Sárlega vantar að aldraðir fái sjálfir að vera með í ákvarðanatöku og tillögugerð. Aðgerðir á ári aldraðra hafa t.d. verið ótrúlega veikar. Eina nám- skeiðið var tölvunámskeið fyrir 20 aldraða, en síðan hefur ekkert meira gerst í því máli. Það er búið að halda býsn af fundum, sem er ágætt út af fyrir sig. En það hef- ur lítið verið gert í því að kristalli- sera vandamálin.“ Vilja meiri ábyrgð Guðmundur vill að aldraðir verði meira meðábyrgir í ákvörðunum um sín málefni. „I nýjum lögum um öldrunarmái er þar varla minnst á aldraða sem slíka, en sí- fellt fjallað um samskipti þjón- ustuaðila og stofnana. Á fundi sem ég sat í Öldrunarráði komu þeir hver um annan þveran, for- stjórar helstu öldrunarstofnana og hjúkrunarforstjórar og gáfu sama tóninn: Það sem helst vant- aði í lögin var að þeir sjálfir fengju meiri áhrif og meiri völd í allri stjórnun þessara mála. Heil- brigðisyfirvöld mættu borga en helst að láta stjórnunina eiga sig. En gamla fólkið sjálft gleymdist alveg,“ sagði Guðmundur Gunn- arsson. - HEI HAFNARDAGARIÞORLAKSHOFN helgina 13.-15. ágúst í tilefni af 70 ára afmæli hafnarinnar í Þorlákshöfn verða haldnir Hafnardagar og bryggjustemmning á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag. Vörukynningar og veitingar í tjaldi, sýning á björgunarbúnaði, lifandi sjávarfiskum, torfæru- og fornbílum. Sjómannalögin, söngur, harmonikuleikur og lúðrablástur. Á hestatúninu verður teymt undir börnunum. DAGSKRÁ: Föstudagur 13. ágúst Kl: 17:00 Opnun sýningar á sögu hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn í nýja menningar- og stjórnsýsluhúsinu við Hafnarberg. Sýningin verður opin alla helgina. Laugardagur 14. ágúst Kl. 14:00 Setning Hafnardaga. Tekin fyrsta skóflustunga að tollvörugeymslu. Kl. 21:30 Varðeldur, flugeldasýning og fjöldasöngur í Skötubótinni. Kl. 23:00 Dansleikur í Duggunni, hljómsveitin Karma. Sunnudagur 15. ágúst Kl: 10:00 Messa í Þorlákskirkju. Kl: 14:00 Kraftakeppni. Sterkustu menn íslands keppa um titilinn Hafnartröllið 1999. Skip og bátar til sýnis. Komið til Þorlákshafnar, fagnið með okkur og njótið umhverfisins. Ókeypis tjaldstæði alla helgina. Frítt í golf á golfvellinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.