Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 18
34- - -L.AUGARDAGUR-14t-ÁGÚST 3993
Þó fjölmiðlungum hérlendis, þar
með talið hér á Degi, hafi að
undanförnu mest verið starsýnt
á heimsstjörnur eins og Mick
Jagger, sem verið hafa að koma
upp á skerið, eru fleiri þekktir,
þó ekki eins og Jagger, á leiðinni
sem ekki hefur verið of mikið
rætt um en eiga alla athygli skil-
ið. Aðra helgina í september er
t.d. von á nokkuð athyglisverðri
sveit hingað til lands, sem um
þessar mundir fagnar 25 ára af-
mæli. Eru þetta sænsku kapp-
amir í Viking band, er verða
með tónleika á Broadway 11. og
12. sept. Auk þess að halda tón-
leika hér og víðar, fagnar bandið
þessum tímamótum einnig með
útgáfu á tvöföldu geislaplötu-
safni með öllum sínum þekkt-
ustu lögum auk eins aukalags,
sem í meira lagi er merkilegt fyr-
ir okkur Islendinga. Þar er
nefnilega um að ræða lagið „Þitt
fyrsta bros“ eftir Gunnar Þórð-
arsson, sem Pálmi / Gunnars
söng svo eftirminnilega um árið.
Til að gefa mynd af því hversu
sænsku Vikingarnir eru stórt
nafn heimafyrir og víðar í
Skandinavíu, þá hafa þeir á ferl-
inum selt hvorki fleiri né færri
en um sjö milljónir eintaka af
plötum sínum. Hér á íslandi
hafa vinsældirnar Ifka birst, m.a.
í því að 1997 gaf Tónaflóð út
plötu með söngvaranum góð-
kunna Ara Jónssyni, þar sem
hann tók fyrir mörg af betri lög-
um Vikinganna. Hefur hún
gengið það vel í landann, að
u.þ.b. 3000 eintök hafa nú selst
af plötunni. A tónleikunum á
Broadway verða svo Svíarnir
ekki einir á ferð, heldur munu
koma fram á ný eftir langt hlé
engir aðrir en HLJÓMAR, með
Gunna Þórðar, Rúnna Júl o.fl.
innanborðs. Hefur svo heyrst að
þeir Gunnar og Rúnar hafi hist
nokkuð að undanförnu og er
aldrei að vita nema að eitthvað
meira komi út úr því.
Msk-safnið. Geymir framlög hörðustu rokksveita iandsins að margra mati.
Það er gömul saga og ný í fram-
vindu tónlistarinnar, að hún hef-
ur á hverjum tíma á einhvern
hátt verið umdeild. Stundum
hefur þetta gengið svo langt, að
djöfullinn sjálfur hefur komist í
spilið og nær sú trú langt aftur í
tónlistarsögunni. Frá Paganini
til Presley og allt þar á milli, frá
dramatískri klassík til rokks.
Rokkið hefur svo í sinni fjöl-
breytilegu mynd, með nýjum og
fjölbreyttari stefnum innan þess,
meira og minna setið undir
ámæli - ef svo má segja - fyrir
alls kyns hluti, boðberana sjálfa,
innihald texta og/eða einfaldlega
stíiinn einan og sér. Meðbyrinn
hefur þó alltaf verið meiri en
mótbyrinn þegar rokkið almennt
er annars vegar og hefur þess
vegna í heild vaxið og dafnað
nokkuð vel á sinni tæplega 50
ára ævi (gildir þá einu þótt ýmsir
spekingar hafi haldið því fram
að ýmsar stefnur sem komið
hafa fram í rokkinu væru „dauð-
ar“. Þær hafa e.t.v. lagst í dvala
en svo risið upp aftur).
Er hið svonefnda Speed/-
thrash/dauðarokk geijaðist og
mótaðist á fyrri hluta síðasta
áratugar var mótbyrinn sannar-
Iega mikill og víðtækur. Var og
er reyndar enn, erfitt að koma
því á framfæri í útvarpi. Það
breytti hins vegar ekki því, að
þessar stefnur fæddu af sér
margar frábærar rokkhljómsveit-
ir sem áfram hafa lifað og hafa
svo aftur nú á seinustu árum
verið áhrifavaldar í nýrri bylgju
harðrar og framsækinnar rokk-
tónlistar. Besta dæmið um slíka
hljómsveit er auðvitað Metall-
ica, sem ekki aðeins hefur orðið
frægasta sveitin sem spratt út úr
þróuninni á síðasta áratug, held-
ur hefur orðið ein stærsta og
virtasta rokkhljómsveit heimsins
og það eiginlega bæði fyrr og
síðar. Undir áhrifum frá Metall-
ica og fleirum á borð við Slayer,
Megadeath og Anthrax (sú síð-
asttalda á ekki lítið í þeirri
rapp/rokk/teknóbylgju sem orðið
hefur) hafa svo sveitir á borð við
Korn, Deftones, Marilyn Man-
son o.fl. byggt sína velgengni
þannig að orðið hefur til sterk
bylgja. Hérlendis hefur þetta svo
endurspeglast í góðum sveitum
á borð við Mínus, Toy Machine,
Bisund o.fl.
Viking band. Á leiðinni
til landsins og spilar á Broadway ásamt hinum einu sönnu Hljómum.
—
Poppfregnir
*Ein heitasta sveitin í
bresku poppi þessa dagana
er án mikils vafa kvintett-
inn Gay Dad, sem flestir
poppspekúlantar þarlendis
segja að sé m.a. „framtíð
Bretlands", hvorki meira né
minna. Líkt og var t.d. með
Oasis og Manic Street
Preachers, var spennan tek-
in að hlaðast upp löngu
áður en sveitin kom með
fyrstu stóru plötuna. Hún
kom út nú fyrir skömmu og
virðist breskur almenningur
ætla að sigla með í aðdáun-
arflaumnum, því platan
hefur fengið góðar móttök-
ur. Nefnist hún Laser
Noise.
* Heyrst hefur að fyrrum
kryddpían, Geri, hafi fengið
aðalhíutverkið í nýjum sjón-
varpsþáttum sem gera á um
hina frægu söngpersónu,
Mary Poppins. Spoon FuII
of Sugar munu þættirnir
nefnast og þykir fróðlegt að
sjá hver útkoman verður hjá
hinni smávöxnu Geri sem
þarna á að feta í fótspor
Julie Andrews, sem gerði
hlutverkið ódauðlegt að
margra mati fyrir margt
löngu.
*í grein um komu Robbie
Williams hingað til lands til
tónleikahalds, sem birtist
fýrir viku, var missagt að
tónleikamir yrðu í þessum
mánuði. Þeir verða að sjálf-
sögðu í september, nánar
tiltekið þann 17.
*Það eru víst flestir hættir
að undrast hversu margir
söngleikir eða leikrit með
söngvum eru settir upp hér-
lendis, svo vel ganga þessi
verk hvert á eftir öðru. Nú
síðast fyrir viku var frum-
sýndur í Loftkastalanum
SOS kabarett í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar.
Kemur tónlistin væntanlega
nú út á geislaformi en hana
flytja m.a. Bergþór Pálsson,
Jóhann Sigurðarsson o.fl.
*Fyrir nokkrum árum varð
platan „Eg vildi“ þónokkuð
vinsæl hjá landsmönnum. Á
henni voru tólf lög eftir Jó-
hann Helgason í flutningi
Egils Ólafssonar og Ólafar
Kolbrúnar Harðardóttur,
samin við Ijóð Kristjáns frá
Djúpalæk og Davíðs Stef-
ánssonar frá Fagraskógi.
Hefur hún nú verið endur-
útgefin á geislaplötu.
>____________________<