Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 17
Xfcs^ir „Þögn,“ kallar leik- stjórinn og klapptrénu er smellt. Allir stað- næmast þar sem þeir eru staddir nema leik- ararnir tveir sem ganga niður götuna og hljóð- mennirnir sem læðast til hliðar við þá með risahljóðnema á lofti. María Sigurðardóttir aðstoðarleikstjóri, Friðrik Friðriksson ieikstjóri og Harald Paalgard tökumaður ráða ráðum sínum. Flottur haki Ingvar og Þór í hlutverkum Páls og Rögnvaldar. Verið er að mynda eitt atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Englum alheimsins, og upptakan fer fram á Barónsstígn- um. Leikaramir tveir em Ingvar Sigurðsson og Þór Tuliníus. Þama eru þeir í hlutverkum aðal- persónunnar Páls og félaga hans, Rögnvaldar, sem eru frakka- ldæddir á göngu um bæinn og koma að moldarbing sem haki stendur upp úr. „Flottur haki,“ segir Rögnvaldur og sveiflar hak- anum ánægjulegur á öxl sér um leið og hann heldur áfram göng- unni með vini sfnum. Sælan er skammvinn því handan hornsins kúrir löggan og stöðvar kappana. „Hvað ætlið þið að gera við þenn- an haka?“ „Höggva mann og ann- an,“ er það fyrsta sem Rögnvaldi dettur í hug enda löngum á valdi fornsagnanna. Þetta þykir lögregl- unni grunsamlegt svar og þrífur til hakans en Páll segir afsakandi: „Hann var nú bara að vitna í Egil SkalIagrímsson.“ „Þið vitnið ekk- ert í dauða menn í mín eyru,“ segir löggan ákaflega einbeitt og rekur þá félaga inn í löggubíl sem ekur með þá á brott. Flatkökur og kaffi Það er orðið áliðið dags og atriðið á Barónsstígnum er það fjórða sem tekið er upp þennan daginn. Þótt það sé ekki langt og taki ef- laust ekki nema nokkrar sekúnd- ur á hvíta tjaldinu fara 3 tímar í upptöku þess og undirbúning. Moldarbingurinn lætur til dæmis bíða eftir sér og smáatriðin eru óteljandi sem huga þarf að áður en myndað er. Vegalengdir eru mældar, sleði fyrir myndavélar settur upp, vélamar stilltar af. Helga Stefánsdóttir sér um bún- inga í myndinni og situr við sauma inni í lítilli rútu. Ragna Fossberg förðunarmeistari athug- ar útlit þeirra Ingvars og Þórs af gaumgæfni áður en þeir halda í göngutúrinn og skerpir þær línur sem þorf er á. Enginn tími er til að borða kvöldmat en flatkökur með hangkikjöti eru stýfðar úr hnefa og vitjað um kaffibrúsana þegar tími vinnst til. Friðrik Þór hefur þjálfuðu Iiði á að skipa. María Sigurðardóttir er honum til aðstoðar við leikstjórn- ina og hefur í nógu að snúast. Það kemur í hennar hlut að setja löggumar inn í sín hlutverk. Þeg- ar hún er spurð hvernig henni Iíki svarar hún: „Við Friðrik höfum unnið saman áður, í Djöflaeyj- unni, Bíódögum og A köldum klaka og erum farin að kunna hvort á annað.“ Friðrik Þór fylgist með allri fram- vindu, vökulum augum. „Við erum búin að vera við tökur úti í Reykjanesvita í morgun og líka inn við Klepp, svo er þetta annað atriðið á götum borgarinnar," seg- ir hann ánægjulegur og kveðst vera heldur á undan áætlun enn- þá þegar fímm dagar séu liðnir af tökum. „Svo verður frí á morgun því þetta er letihaugamynd." Þeg- ar spurt er hvort hann hafí ekki haft heppnina með sér hvað veðr- áttu snertir svarar hann þvá til að allt veður sé ákjósanlegt til myndatöku. „Því verra því betra.“ Hann býst við að myndatökur standi þar til í septemberlok og áformar frumsýningu um jól. En hversu Iengi hefur undirbúningur staðið? „Myndin hefur verið þijú ár í smíðum til þessa,“ segir Frið- rik og bætir við að þótt Einar Már Guðmundsson sé höfundur handrits hafi hann fylgst vel með handritsgerðinni. „Svo tek- ur það stöðugum breytingum á vinnuferlinu því margir koma með sínar hugmyndir, sumar þeirra kaupi ég og sumar ekki.“ Aðspurður um hvort hann þurfi að fá leyfi Einars Más fyrir breytingum svarar hann: „Nei, þá yrði ég nú gráhærður fyrir aldur fram.“ Þeir Einar Már og Friðrik eru aldavinir og Friðrik kynntist bróður Einars Más, aðalper- sónu myndarinnar. Hann segir það þó ekki breyta neinu fyrir sig. „Maður tekur bara söguna eins og hún er.“ Ótímasett mynd Myndin Englar alheimsins er öll unnin hér á landi en fjármagn kemur frá ýmsum löndum. Norð- menn og Danir eru í samstarfi við Islensku kvikmyndasamsteypuna um gerð hennar og Norðmenn leggja til myndatökumanninn Harald Paalgard sem nú starfar í fyrsta sinn með Friðriki Þór og segir það ganga vel. Þjóðveijar setja fé í myndina og einnig kem- ur Ijármagn úr kvikmyndasjóðum, bæði þeim norræna og evrópska. Þótt sagan ger- ist aðallega á tímabilinu 1950- 1990 þá er myndin ekki njörfuð við þann tíma heldur getur gerst á hvaða tíma sem er. Perónur eldast og breytast en ytri aðstæður eru ekki tímasett- ar.Um 20 leikarar eru í verulegum hlutverkum og margir fleiri koma við sögu. Auk þeirra Ingvars Sigurðssonar og Þórs Tuliníusar má nefna Mar- gréti Helgu Jóhannsdóttur í hlut- verki móður Páls og þá Pétur Einarsson, Egil Olafsson og Pálma Gestsson sem leika lækn- ana á Kleppi. Ingvar segir hand- ritið mjög gott og kveðst hafa undirbúið sig talsvert fyrir hlut- verkið. „Hann hefur æft eins og peningar hafa leyft fyrir Iyfjum,“ skýtur Friðrik að. Einar Már kíkir kannski! Einar Már Guðmundsson er höf- undur kvikmyndahandritsins. Að- spurður í síma segist hann ekki fylgjast með tökum myndarínnar. „Eg treysti þeim sem við þau mál eru að fást,“ segir hann og bætir við að þótt hann sé handritshöf- undur þá sé Friðrik Þór ábyrgur fyrir útfærslu þess. „Það kann vel að vera að ég kíki á Friðrik og kompaní bara mér til gamans. Svipað og ég kíki í prent- smiðju þegar bók er í vinnslu." Spumingu um hvort lækn- ingaðferðir þess tíma sem bókin gerist á standist tímans tönn svarar Einar Már svo: „Eg held að í þeim málum séu aðferðir að koma og fara. Það sem mönnum finnst snjallt í dag er ekki góð latína á morgun og öfugt. Eitt einkenni á Englunum er að þar er ekkert verið að fínna sökudólga eða segja að einhver einn hópur haldi á hinum æðri sannleik í lúkun- um.“ GUN María Sigurðardóttir aðsotðarleikstjóri hefur í mörgu að snúast. „Eitt einkenni á Englun- um er að þar er ekkert verið að finna söku- dólga eða segja að ein- hver einn hópur haldi á hinum æðri sannleik í lúkunum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.