Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 14.08.1999, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA 30 - LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 Ttoptr Þegar fólk kemur úr gönguferðum er það oft með hælsæri, támein eða annarskonar nún- ingssár. Mörg fótamein stafa af því að fólk gengur í vondum skóm. Kolfinna Hjálmarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, segir ýmislegt til ráða handa fólki sem er með núningssár. „Fólk ætti að hugsa vel um fæt- urna. Eg ráðlegg fólki að leita til fótaaðgerðafræðings og fá ráð ef eitthvað hijáir fætur þess. Það eykst að fólk geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa fæturna í góðu ástandi. Fótaaðgerðafræð- Kolfinna Hjálmarsdóttir, fótaaðgerdarfræðingur, ráðleggur fólki helst að ganga í góðum skóm. mynd: pjetur ingar veita viðskiptavinum ýmis ráð sem stuðla að bættri líðan í fótum. Engir fætur eru eins,“ segir Kolfinna. Ekki sprengja blöðrur Kolfinna segir að fólk komi til sín útaf ýmsu í sambandi við fætur. Algengustu vandamálin séu líkþorn, sigg, sprungnir hælar og niðurgrónar neglur. „Hælsæri og sprungnir hælar stafa ekki eingöngu af því að fólk gangi í skóm sem núast við hælinn. Það getur líka stafað af miklum þurrki í húðinni og/eða mikilli siggmyndun. Einnig vegna sveppasýkingar í húðinni," segir Kolfinna. Fólk sem fer til sólar- Ianda og gengur berfætt getur fengið hælsæri eða jafnvel sár á fæturna. Kolfinna segir að það séu ýmis ráð við því. Fólk eigi að setja plástur á sárið til þess að verjast því að það komi bakterí- ur í sárið. „Ef fólk fær blöðrur vegna núnings ætti það ekki að sprengja þær, heldur láta þær bara jafna sig. Ef þær springa þá er best að sótthreinsa sárið og setja sáraumbúðir yfir til að verjast nún- ingi og húðin jafni sig.“ Eins og dekkjaverkstæði Kolfinna segir að ýmis vara tengd fótum „Ef fólk fær blöðrur vegna núnings ætti það ekki að sprengja þær, heldur láta þær bara jafna sig. Ef þær springa þá er best að sótthreinsa sárið og setja sáraumbúðir yfir til að verjast núningi og húðin jafni sig.“ sé seld í apótekum. „Það eru t.d. táskiljara og hlíf- ar til að verjast núningi á tám og hælum, fótakrem, ýmiskonar umbúðir og margt fleira til bættrar líðunar.“ Kolfinna segir að það sé frumskilyrði fyrir velfðan fóta að fólk gangi í góðum skóm. Þá sé síð- ur hætta á fótameinum. „Fæturnir eru jú undir- staðan. Það kom til mín maður einu sinni og spurði mig út á hvað starf fótaaðgerðafræð- ings gengi. Þegar ég hafði útskýrt það fyrir honum kom smá þögn. Síðan sagði maðurinn: „Já þetta er eins konar dekkjaverkstæði.“ -PJESTA Súkkulaði heilsusamlegt Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hófleg súkkulaðineysla er heilsusamleg. Komið hefur í Ijós að í súkkulaði er svokölluð Katesín-sýra sem er nátt- úruleg og getur gert hjartanu gott. Hingað til hefur verið talið að sjiran sé einungis í tei en vísindamenn við hol- lensku heilsu- og um- hverfisstofnunina hafa komist að því að ekki er minna af henni í súkkulaði. Þetta eru góðar fréttir fyrir sælkera en ekki víst að tannlæknar hoppi hæð sína í loft upp. Fita slæm fyrir höfuðið Hausverkur er hræðilegt fyrirbrigði. Vís- indamenn við háskólann í Kaliforníu hafa komist að því að blóðfita hefur áhrif á höfuðið og sé mikið af fitu í blóðinu getur það stuðlað að höfuðverkjum. Þeir sem eiga við þráláta höfuðverki að strfða ættu að huga vel að því hvað þeir láta ofan í sig og snyrta þann mat sem þeir borða. Daalegar athafnir lykillinn að vaxtarlagi Skynsamlegt mataræði og líkamlegur hreyfanleiki hefur meira að segja um vaxtarlag fólks en erfðafræðilegir þættir þó þeir hafi vissulega mikið að segja. Daglegar athafnir fólks skipta mestu um vaxtarlag þess ef marka má nýlega banda- ríska rannsókn. Komið hefur í ljós að hversdagsleg hreyfing er mikilvægur þátt- ur hjá fólki sem vill grenna sig. Bara ein- földustu hlutir eins og að ganga stuttar vegalengdir frekar en að taka bílinn og rölta upp og niður stigann í stað þess að taka lyftuna hjálpa til við brennsluna. Fólk sem er á sífelldu iði brennir fleiri kalóríum en aðrir. Þannig getur það ver- ið góð megr- unaraðferð að standa r e g 1 u I e g a upp frá vinnu sinni og teygja sig. Dónatal fyrir elskendur Æsandi orð og hæfilegt dónatal er n'kur þáttur í ástarlífi margra para, hvort sem um langvarandi ástar- samband eða styttra log- andi kynlífssamband er að ræða. Hluti af því að halda lífi í kynferðisglæðum langtíma sambands er að sjálfsögðu að geta talað um kynlífið og langanir og þrár sínar í þvf sambandi, þá er þáttur traustsins aldrei vanmetinn. I styttri samböndum (og reynd- ar líka löngum) hafa orðin frekar æsingar- mátt og geta aukið á þær nautnir sem elskendurnir hafa í huga að veita hvert/hvor/hverri öðru/öðrum /annarri (ah, við eigum dásamlegt tungumál) þó ekki sé það til frambúðar. Fyrir pör sem vakna upp við vondan draum eftir 10 ára sambúð, hús- byggingu og tvo krakka, og uppgötva að kyn- lífið er orðið að tíu mínútna trúboða tvisvar í mánuði og er alls ekki fullnægjandi eins og áður, getur svona atriði verið fyrirtaks björg- unaraðgerð þ.e. að fara að tala dálítið dóna- lega saman (ég meina ekki sjokkerandi dónalega heldur yndislega æsandi dóna- lega) áður en farið er að leita eftir spennu á öðrum lostafullum og siðferðilega forboðn- um miðum. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til allra sem vilja auka á dónalega tungulip- urð sína. Komist yffir feimnina Dónatal er ekki auðvelt fyrir þá sem beijast við djúpstæðar kynferðislegar hömlur. Hér getur verið þjóðráð að byija á dálitlu eintali, t.d. þegar sjálfsfró- un er framkvæmd og gjam- an á prívat stað sem er þokkalega hljóðeinangrað- ur. Prófa fyrst að gefa frá sér sæluhljóð, engin kalkúleruð klámmynda- öskur, heldur bara það sem kemur eðlilega þegar lík- aminn slaknar og nautn fróunarinnar verður alltumlykjandi. Fikra sig svo áfram að orðum sem koma upp í hugann og hleypa þeim út, kannski hvísla fýrst en ekki ritskoða neitt, það er enginn að hlusta. Sumir kynfræðing- ar ganga svo langt að halda því fram að full- nægingar verði ekki notið að fullnustu nema að hljóðum sé hleypt út líka og öll spenna þannig losuð. Það er um að gera að prófa. Aðdragandi ástadeiks Segðu hvað þú ætlar að gera, hvemig þú ætlar að veita bólfélaga þínum magnaðan unað: „Eg ætla að bytja á að narta í hálsinn á þér og gæla við punginn á þér á meðan“ eða „Eg ætla að gæla við innanverð lærin á þér með höndunum á meðan ég sleiki á þér tæmar" (já, þetta er líkamlega mögulegt). Ef þú sérð eða finnur að orð þín hafa tilætl- uð örvandi áhrif er tilvalið að grípa tækifær- ið og magna æsinginn með því að koma því sem þú tekur eftir í orð: „Mmmm ég sé að þú ert að harðna við dónatalið í mér, en ómótstæðilega æsandi" eða „Vá, geirvört- umar á þér eru orðnar stinnar og æstar, þér finnst greinilega gott að heyra hvað þú átt í vændum". I leiknum Hér er mikilvægt að slaka á og láta það flak- ka sem kemur upp í hugann. Það er líka skemmtilegt að fara í smá leik þar sem ann- ar elskenda er gerandi og hinn þolandi og a) gerandinn lýsir með orðum öllu því sem hann gerir við líkama þolandans eða b) þol- andinn Iýsir þeim tilfinningum sem gjörð- imar framkalla í líkama hans, bæði með orðum og öðrum nautnahljóðum. Á milli ástarfunda Haldið blossanum lifandi með því að kryd- da daglega lífið hér og þar með smá- skömmtum af dónatali. Talaðu t.d. inn á tal- hólfíð hennar og segðu henni hvað hún gaf þér yndislegan haus í gærkvöldi. Sendu honum SMS og segðu honum að þú verðir nærbuxnalaus í pilsi þegar hann kemur heim. Settu lítinn miða í fælófaxið hennar og segðu henni að tunga þfn brenni eftir skauti hennar þar til hún kemur heim úr vinnunni. Sendu tölvupóst á skrifstofuna og segðu honum að þig langi að fá hann inn í þig ekki seinna en núna. Látið ímyndunar- aflið endilega hiaupa með ykkur í gönur og hafið umfram allt gaman af því að tala dónalega hvort/hvor/hvor við annað/ann- an/aðra. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunar- fræðingur. KYNLIF Ragnheiöur EiríksdóttiP skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.