Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 1
Einn milljarð í eigin raimsóknir Meirihluti þriggja milljarða „kostnað- ar“ Landsvirkjunar vegna Fljótsdalsvirkj- unar felst í fram- reiknuðum útgjöldum Orkustofnunar og RARIK fyrir áratug- um síðan. Útgjöld vegna eigin undirbún- ings Landsvirkjunar er einn milljarður. Af þeim þriggja milljarða króna reikningi á ríkissjóð sem Lands- virkjun er tilbúin með ef ekkert verður af Fljótsdalsvirkjun og ál- veri við Reyðarfjörð, er einn og hálfur til tveir milljarðar króna vegna undirbúnings og rann- sókna sem Rafmagnsveitur ríkis- ins og Orkustofnun önnuðust fyrir nokkrum áratugum og Landsvirkjun gerði samning um að yfirtaka árið 1982. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, full- yrðir að milljarðarnir þrír séu vegna Fljóts- dalsvirkjunar eingöngu; ekki sé meðtalinn kpstnaður vegna annarra virkjana á hálendinu. „Landsvirkjun yfirtók og greiddi fyrir hönnunar-, und- irbúnings- og rannsóknar- vinnu á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, sem framreiknað nemur í dag á bilinu 1.500 til 1.600 milljónum króna. Einnig greiddi LandsHrkjun um 400 milljónir króna fyrir grunnrannsóknir Orkustofnunar, en þessir sam- tals tveir milljarðar eru frá því að öll virkjanaverkefni voru á hendi ríkisins. Til viðbótar þessu er eins milljarðs króna kostnaður Landsvirkjunar vegna eigin rannsókna og undirbúnings, sem skiptist í grófum dráttum þannig áð um 600 milljónir eru vegna framkvæmda, eins og gangagerð- ar og fleira, en 400 milljónir yegna rann- sókna og hönn- unar. Þetta eru samtals þrír milljarðar og vantar þó fjár- magnskostnað inn í dæmið. Það er síðan rangt, sem heyrst hefur nefnt, að þessi kostnaður sé vegna allra virkjanaverkefna okk- ar á Austurlandi," segir Þor- steinn. Ofreiknaðui kostnaður? Dagur hefur undir höndunum þennan samning ríkisins og Landsvirkjunar frá 1982 ásamt fylgiskjölum. Þar kemur fram að Landsvirkj- un yfirtók 107,3 milljóna króna kostnað Rarik vegna Fljótsdals- virkjunar, sem framreiknað sam- kvæmt byggingavísitölu samsvar- ar í dag 1.055 milljónum. Yfir- tekinn kostnaður Orkustofnunar vegna sömu virkjunar taldist 48,8 milljónir eða framreiknað 480 milljónir. Þetta gera samtals 1.535 millj- ónir króna og vantar þá 365 til 465 milljónir króna upp á þann kostnað sem Þorsteinn tiltekur, en í sama samningi var kveðið á um yfirtekinn kostnað vegna byggðalína og aðveitustöðva. Myndi Landsvirkjun endur- krefja ríkið um þessa Ijármuni ef ekkert verður af Fljótsdalsvirkj- un? „Við höfum ekkert sagt í þá veru, en Landsvirkjun Ieggur af stað í góðri trú og með fram- kvæmdaheimild. Það verður að ætla að í réttarríki afnemi menn slík leyfi ekki afturvirkt, nema að þeir sem verði fyrir skaða af slíku fái það bætt. Það ætti að minnsta kosti að vera metnaðar- mál þings og ríkisstjórnar að við- halda þessu einkenni réttarríkis- ins,“ segir Þorsteinn. — fþg Landsvirkjun telur kostnað sinn vegna Fljótsdalsvirkjunar nema 3 milljörðum. Endur- greiðir 16 milljónir Landssíminn mun við næstu út- sendingu símareikninga endur- greiða rétthöfum rúmlega 108 þúsund símanúmera oftekin gjöld vegna hringinga í upplýs- inganúmerið 118. Villa uppgötv- aðist í nýju afgreiðslukerfi, sem tekið var í notkun fyrir hluta starfseminnar í 118 um miðjan febrúar. Hluti símtala í 118 á tímabilinu frá miðjum febrúar til loka apríl var tímamældur rangt og greiddu notendur því of mik- ið fyrir símtölin. Samtals verða endurgreiddar rétt rúmar 16 milljónir króna. Af rúmlega 108 þúsund númerum nemur endur- greiðsla til rétthafa um 69 þús- und númera 100 krónum eða lægri upphæð. Fjölmargir mættu til að horfa á og taka þátt í síðasta hreingjörning Önnu Richardsdóttur sem fram fór í göngugötunni á Akureyri í gær. Anna hefur nú þrifið í göngugötunni á hverjum föstudegi í heilt ár, með þremur undantekninngum. Viðstaddir færðu Önnu blóm og þökkuðu enni þessa óvenjulegu skemmtun og tilbreytingu I mannlifið. - mynd: billi Ragga, Katla, Ámi og Páll - ogævintýri í Barcelona Þeim svipar harla lítið saman hannyrðakonunni ungfrú Rann- veigu sem minnir helst á Florence Nightingale, og Grýlunni fyrrver- andi Ragnhildi Gísladóttur. Þó var Ragnhildur valin til að fara með hlutverk gæðalegu saumakonunn- ar í kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið sem verður frumsýnd síð- ar í mánuðinum. Ragga spjallar við helgarblað Dags um myndina, leik- listina, klúðrið í kringum EMI- plötusamninginn og nýju búkslátt- arsveitina. Jarðvísindamenn segja að allt eins megi búast við Kötlugosi á næstunni, eftir langvarandi hrær- ingar í Mýrdalsjökli. I helgarblað- inu eru rifjaðar upp frásagnir sjón- arvotta af þeim miklu hamförum sem gos í Kötlu eru og kannaður hugur Mýrdælinga til þessa ógn- vekjandi nágranna. Bræðurnir Arni og Páll Magnússynir eru að heíja störf í sínu hvoru ráðu- neytinu, sem aðstoðarmenn ráðherra. Ami í ut- anríkisráðuneyti og Páll í ráðuneyti iðnaðar- og viðskipta. Þrátt fyrir 6 ára aldursmun hafa þeir alltaf ver- ið miklir vinir og í viðtali við helg- arblaðið greina þeir frá ýmsu sem þeir hafa brallað saman. Það eru Ijórir dagar eftir af Kvik- myndahátíð og stefnir í aðsóknar- met. Af hverju ertu að missa? Lestu allt um það í helgarblaði Dags. Að þessu sinni kynnir kynlífssér- fræðingur Dags lesendum hætt- umar sem Ieynast í borginni vin- sælu Barcelona. Svo er það bíórýnin, bókahillan, matargatið, líf og heilsa, Iíf og stíll, flugur, land og þjóð og margt margt fleira. Góða helgi! ertu noklcuð að » Upplýsingamiðstöðin í m - þar sem íslenska er lika ttiluð vffflast?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.