Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR i. SEPTEMBF.R 1999 Th&pr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: S/mar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÓSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@da0ur.is Áskriftargjaid m. vsk.: i.goo KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavíkjs63-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYKJAVfK) Bensini skvett á verðbólgubálið í fyrsta lagi Það er alltaf gaman að hrósa mönnum. Geir Haarde fjármála- ráðherra fær hrós fyrir að opna á þann möguleika að bens- ínskattar verði ákveðnir föst krónutala af hverjum bensínlítra en ekki prósenta. Það er einfaldlega orðið fráleitt að ríkið skuli hafa verulegan fjárhagslegan ávinning af því að innkaupsverð á bensíni hækki á meðan mótoristar, þ.e. allur almenningur, þurfa að borga brúsann. Það er því fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að FIB, atvinnubílstjórar og samtök launafólks láti sig málið varða og mótmæli af krafti. 1 ððru lagi Bensínhækkunin kemur þó ekki einvörðungu bölvanlega við þann fjölmenna hóp sem þarf að nota bíla. Bensínið vegur þungt í vísitölunni og þessi síðasta hækkun, upp á heil 6%, veldur 0,24% hækkun á vísitölu neysluverðs og eins milljarðs hækkun á skuldum heimilanna, samkvæmt útreikningum Dags. Astæðan fyrir bróðurpartinum af þessum nýja skulda- milljarði liggur ekki í hækkun innkaupsverðsins, heldur í því skattafyrirkomulagi sem notað er. Kerfið veldur því að bensín- ið er ekki einvörðungu eldsmatur bílvélanna heldur er því líka skvett á verðbólgubálið. í þriðja lagi Okkur er sagt að þensla sé áhyggjuefni ríkisstjórnarinnar. Hún er meira að segja tilbúin í stríð við þingforseta og borgaryfír- völd vegna frestunar framkvæmda við Alþingishúsið. Allt til að slá á þensluna og draga úr spennunni. Heimatilbúin vísitölu- þensla bensínhækkananna er því ekkert annað en sjálfs- morðs-hagfræði við núverandi aðstæður. Það verður þess vegna að segjast eins og er, að þó það sé gott hjá Geir að íhuga breytingar á bensínskattakerfínu, þá er íhugunin langt frá því að vera nóg. Þetta er bara hálfkák hjá ráðherranum - og menn ná ekki árangri á nokkru sviði með því að vera með hálfkák. Birgir Guðmundsson. SAMTÍK verður til Garri ætlar að stofna félag. Ný baráttusamtök sem eiga, eins og allur annar hæstmóðins og nútímalegur félagsskapur, að vernda mikilvægan þátt í dag- Iegu umhverfi þjóðarinnar. Þann þátt umhverfisins sem ræður því öðru fremur að Garri lifir og dafnar. Markmið hinna nýju samtaka verður að vernda vonda stjórnmála- menn. Nýju bar- áttusamtökin munu starfa á sambærilegum grundvelli og önnur félög sem beijast fyrir því að vernda það sem þeim er mest í mun að koma fyrir katt- arnef. Sérstök fyrirmynd hinna nýju samtaka er félagsskapur skotveiðimanna. Þeir leggja nú ofurkapp á að vernda Eyja- bakka til að vernda gæsina svo að þeir geti sjálfir fengið að drepa hana í friði! Erfðamengiut Hin nýju „Samtök til vemdar vondum pólitíkusum'1 - skamm- stafað SAMTÍK - hafa það að meginmarkmiði að þessi ramm- íslenska dýrategund fái að vera í friði fyrir öllum þeim sem vilja kynbæta hana með hættulegum erlendum erfðavísum. Enda er þessi tegund pólitíkusa af þús- aldargömlu landnámskyni sem þjóðinni ber skylda til að veija og vernda. Alvarlegasta ógnin sem steðj- ar að þessu merka kyni póli- tíkusa á rætur að rekja til leitar óprúttinna vísindamanna að erfðavísi heiðarleikans. Nýjustu fréttir benda til þess að eftir ít- arlegar rannsóknir í þjóðlegum gagnagrunni á heilbrigðissviði á smáeyjunni Davfðu sé búið að fínna og einangra heiðarleika- genið í stjórnmálamönnum. Þar hafa einnig verið gerðar til- raunir til að styrkja þennan erfðavísi í lifandi pólitíkusum, að sjálfsögðu með hroðalegum afleiðingum. Stjórnmálamenn hafa þannig hætt öllu laumu- spili og baktjaldamakki. Þeir hafa galopnað reikninga flokka sinna. Sumir þeirra hafa jafnvel sagt skilið við kol- krabba og frí- múrara, af- hjúpað póli- tíska spillingu nánustu sam- starfsmanna og komið svo fram í sjónvarpi í tíma og ótíma og sagt sannleik- ann! Ómetanlegt gíldi Gegn þessum erlenda vágesti mun SAMTÍK bregðast af öllu afli. I boðskap nýju samtakanna verður Iögð megináhersla á ómetanlegt gildi vondra póli- tíkusa fyrir íslenskt samfélag fyrr og síðar. Hvar væri þjóðin í dag án þeirra? Er ekki hamingja þessarar hamingjusömustu þjóðar í heimi bein afleiðing þess að landsmönnum hefur tekist í einangrun aldanna að vernda þetta einstæða Iand- námskyn? Kannski mun einhverjum þykja lítið koma til þessa sér- stæða þáttar í íslensku þjóðlífi. Vafalaust er til einn og einn sérvitringur sem getur virt fyrir sér vonda pólitíkusa án þess að verða „bergnuminn". Telja jafn- vel að það megi útrýma þeim með vænum skammti af heiðar- leikageninu. Garri er ekki í þeim hópi. Verndum vonda stjórnmála- menn. SAMTÍK skal rísa! - GARRI JÓHANNES SIGURJCJNS- SON SkRIFAR Það ágæta og auðskilda orð „lyg- ari“ virðist hafa verið gert útlægt úr opinberri umræðu á Islandi. Sigurður G. Guðjónsson lögfræð- ingur skrifaði harðskarpa grein í Dag í vikunni og talaði enga „dav- íðska“ tæpitungu. Hann sagði sín- ar farir og félaga sinna ekki slétt- ar af viðskiptum við bankastjóra, bankaráðsmenn og peningafursta innan Sjálfstæðisflokksins og vandaði þessum pörupiltum ekki kveðjurnar. Piltar brugðust að sjálfsögðu ókvæða við og hafa sagt Sigurð fara með staðlausa stafí, halla réttu máli, sniðganga sannleikann og fara vísvitandi með ósannindi. En enginn þeirra hefur notað bannorðið „Iygari“, þó allir segi þeir Sigurð ljúga eins og hann er langur til; þeir orða það bara svona heldur diplómatfskt. Barnaskapur Að mörgu öðru er að hyggja í Sknrmgakonumar í baxmaráðln þessu máli sem vert er að skoða nánar. Þannig fullyrti Sigurður í grein sinni að fyrrverandi banka- ráðsformaður Landsbankans, Kjartan Gunn- arsson, hafi beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að bankinn lánaði Jóni Olafs- syni og félögum umtalsverða upp- hæð á sínum tíma. Kjartan segir þetta ekki rétt (nefnir það reyndar ekki lygi), einfaldlega vegna þess að það sé ekki hlut- verk bankaráða að hafna eða heimila lántökur, slíkt væri í höndum starfsmanna bankans. Þetta hljómar eðlilega og þann- ig ætti þetta auðvitað að vera. Og vissulega er það svo að starfsmenn bankans afgreiða Jón Jónsson þeg- ar hann vantar milljón til að kaupa bíl. En að halda því fram að bankaráðsmenn skipti sér ekld af Iánveitingum þegar um er að ræða hundruð milljóna eða milljarða í málum sem eru í eðli sínu stórpólitísk, a.m.k. að tjalda- baki, er auðvitað barnaskapur og ekki verulega trú- verðugt. Lygari eða sannleikshðimuðiir? Eða hvers vegna skyldu stjórn- málaflokkarnir ætfð hafa lagt slíka ofuráherslu á að koma sín- um mönnum í bankaráðin? Til þess að sitja þar valda- og áhrifa- Iausir og naga blýanta á banka- ráðsfundum og þiggja laun fyrir? Ef það væri hlutverk bankaráð- anna, þá hefði enginn stjórnmála- flokkur minnsta áhuga á því að koma sínum mönnum þar inn og líklega yrðu skúringakonur bank- anna fengnar til að sitja í ráðun- um til að drýgja örlítið tekjur sín- ar og veitti víst örugglega ekki af. Auðvitað eru bankaráðsmenn hagsmunagæslumenn flokkanna. Og að sjálfsögðu beita þeir áhrif- um sínum þar í þágu flokkanna og flokksbroddanna, einmitt með því að hlutast til um lánveitingar eða koma í veg fyrir þær þegar stórpólitískir hagsmunir eru ann- ars vegar. Einhvers staðar hefur einhver hallað réttu máli í þessari um- ræðu og fyrsti stafurinn er ekki endilega Sigurður G. sd2S svairad Hverjar verða lyktir land- sleikjanna? (Landslið íslands leihur tvo landsleiki á Laugardálsvelli á næstu dögum. ViðAndorra í dag, laugardag, og við Úkra- ínumenn á miðvikudaginn). Geir Magnússon íþrðttafréttamaður á Sjónvarpinu. „Án mikillar umhugsunar ætla ég að skjóta á að fyrri leikurinn við Andorra fari 3- 1 fyrir Island og leikurinn við Úkraínu á miðvikudag verði jafn- tefli, 1-1. Ég reikna með að í dag verði leikinn sóknarleikur og það er líka besta leikaðferðin gegn þjóð sem talin er eitthvað lakari en við. í síðari leiknum verðum við að fara mun varlegar í sakir og taka minni áhættu, því Úkraínu- menn eru sterkir andstæðingar." Amór Guðjohnsen knattspymumaður. „Islendingar sigra báða Ieik- ina. Við þurf- um að hafa talsvert fyrir hlutunum í leiknum gegn Andorra og þá skiptir máli að ná marki tíman- lega til þess að létta á þeirri pressu sem er á Ieikmönnum þeg- ar þess er vænst að þeir sigri. Leikurinn gegn Úkraínumönnum verður erfiður og þar verðum við að leika góðan og stífan varnarleik og ná góðum sóknum á þá þess á milli. En allt byggist þetta á góðri einbeitingu, þolinmæði og skipu- lagi manna í leikjunum báðum.“ Guðmundur Hilmarsson tþróttafréttamaðurá DV. „Leikurinn við Andorra halda flestir að sé auðunninn, en raunin er sú að slíkir leikir hafa oft staðið í ís- Ienska liðinu. Þó held ég að Island vinni leikinn og strákanir gera sér Iíka grein fyrir því að þeir þurfa að hafa fyr- ir hlutunum. Spái ég því að þessi leikur fari 4-0. Leikurinn við Úkraínu er allt annað dæmi. Þar erum við að mæta einu af sterk- ustu knattspyrnuliðum Evrópu, en ég lít á leikinn nánast sem úr- slitaleik fyrir Island um að komast áfram í Evrópukeppnina. Islend- ingar ná stigi út úr leiknum sem fer 1-1.“ Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari kvennaliðsKR í knattspymu. „Leikurinn við Andorra í dag fer 2 eða 3-0 fyrir Island. Ég held að strák- arnir séu að yf- irvinna þá erf- iðleika sem þeir hafa glfmt við þegar þeir eru vissulega betra liðið, einsog til dæmis í leiknum á móti Færeyj- um. Guðjón sér til þess að þessir erfiðleikar verði yfirunnir í leikn- um í dag. Leikurinn gegn Úkra- ínu fer 1 -0. í útileik við Úkraínu varð niðurstaðan jafntefli og því er ekki nema eðlilegt að þeir vinni leíkinn hér heima.“ felSvtÚ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.