Dagur - 04.09.1999, Side 5

Dagur - 04.09.1999, Side 5
FRÉTTIR Keimarar vilja ekki endurgreiða Kennarar segja ólög- mætt hjá borginni að taka til baha ofgreidd laun og hóta málaferl- uiii snúist iiiöniiimi ekki hugur. „Að undangenginni lögfræðilegri skoðun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólög- mætt hjá Reykjavíkurborg að krefjast endurgreiðslu ofgreiddra launa. Við höfum falið lögmanni okkar að mótmæla þeim fyrirætl- unum og til að leita leiða til að koma í veg fyrir að borgin fari þá leið. Snúist þeim ekki hugur þá Ieiðir það til málaferla þegar og ef að því kemur að þeir fara að taka launin til baka“, sagði Eirík- ur Jónsson formaður Kennara- sambandsins að afloknum stjórn- arfundi í gær. Launaltt rí iiiu öllu umbylt En hvernig gat það gerst að stór- ir hópar kennara í borginni virð- ast árum saman ekki hafa tekið eftir því að þeir fengu of mikið - eða of Iítið - útborgað? Eru kjarasamningar kennara orðnir svo flóknir að þeir vita ekki hver launin þeirra eru? „Nei, nei þannig var það ekki. Þessi ein- angraða villa getur alltaf komið upp og er að koma upp“, svaraði Eiríkur. Kæmi hún upp á miðj- um samningstíma, þegar engra breytinga er að vænta mundi fólk strax verða þess vart. „En þegar þú ert að fá launaseðil í kjölfar kjarasamnings þar sem kerfinu er öllu umbylt og þú veist að kaup- ið þitt á að hækka, en veist ekki nákvæmlega hvað mikið, þá ályktar fólk bara að þetta sé það sem nýi samningurinn skilaði því í kauphækkun. Og þannig er þetta svo búið að malla í tvö ár“. ÖU lauuaþrep breyttust Upphafið rekur Eiríkur til kjara- samninga haustið 1997. „Við gildistöku þeirra var allt í einu komin í gildi launatafla með 6 launaþrepum í stað 8 áður - þannig að enginn kennari er lengur í sama Iaunaþrepi og fyrr. Eiríkur Jónsson formaður K.í. segir málaferli huganlega í uppsiglingu vegna kröfu Reykajvíkurborgar um endrugreiðslu launa. I annan stað hækkuðu launin við undirritun. Og þegar þetta tvennt gerist á sama tíma þá verður til ný mynd hjá hverjum einstaklingi: „Launaflokkurinn minn er 146, þrepið mitt er orð- ið eitthvað Iægra en áður og út- koman er þessi krónutala". Fólk hafi þannig í rauninni ekki haft neina viðmiðun. Rúm 60 þúsund á maiin Um fjölda kennara sem fengið hafa van- eða ofborgað sagðist Eiríkur ekkert umfram það sem hann hafi heyrt í fréttum. Þar var m.a. rætt um 179 kennara sem hefðu fengið 11 milljónir of- greiddar frá síðustu áramótum (rúmlega 60 þús.kr. að meðal- tali), sem borgin ætlaði að kreíj- ast endurgreiðslu á, en van- greiðslur ætlaði hún að endur- greiða að fullu. Eiríkur segir klár lagaákvæði um að vangreidd laun séu endurkrefjanleg íjögur ár aftur í tfmann, en þær reglur gildi alls ekki um launagreiðanda sem hafi ofgreitt. Má svo treysta því að borgin sé nú loksins farin að reikna rétt? „Það er hinn hlutinn á málinu. Við höfum reyndar hist út af því hvort eitthvað fleira kunni að vera rangt og viljum nota tæki- færið til að fara rækilega ofan í þetta“. - HEI Guðmundur Gunnarsson. „Allt eða ekk- ert“ mnræða Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Islands hefur ályktað um orku- ver á Austurlandi. Þar segir hún umræðu um byggingu orkuvers á Eyjabökkum hafa „því miður snúist yfir í öfgakennda „allt eða ekkert" umræðu". Valkostum um áframhaldandi mannlíf á Austfjörðum sé stillt upp gegn náttúrunni, gæsastofninum og hreindýrum landsins. Miðstjórnin bendir á að Raf- iðnaðarsambandið hafi verið og sé því fylgjandi að virkjunin fari í umhverflsmat. „Það er ekki sakir þess að RSI sé því mótfall- ið að þarna verði virkjað, heldur þvert á móti, sambandið er því eindregið fylgjandi að virkjað verði á þessu svæði. Sambandið er einnig fylgjandi því að at- vinnulíf á Austljörðum verði eflt með byggingu iðjuvers og frekar fleiri en einu,“ segir m.a. í álykt- uninni sem Guðmundur Gunn- arsson sendi út. Miðstjórnin hvetur til eðlilegrar og öfga- Iausrar umræðu um málið. Rjúpa syðra Mðuð Jón Gunnar Ottóson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynntu friðun rjúpunnar og fyrirhugaðar rannsóknir. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur fyrirskipað þriggja ára friðun rjúpunnar fyrir ágangi skotveiðimanna á stóru Iand- svæði í nágrenni höfuðborgar- innar, samhliða því að umfangs- miklar rannsóknir munu standa yfir næstu ár á ástandi stofnsins til að meta áhrif skotveiðimanna. Talið er að á hinu friðaða svæði hafi allt að 70% qúpnastofnsins fallið fyrir hendi veiðimanna. Hið friðaða svæði nær yfir allt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs og Mosfellsbæjar og mörkin liggja eftir auðgreinan- legum Ieiðum. I norðri er það Esjutoppar með öllum Skála- fellshálsinum, þaðan að Þing- vallavatni, niður að Nesjavöllum, síðan eftir rótum Hengils og Reykjafells að Litla-Sandfelli, þá vestur að Bláfjallahorni og Heið- mörk. Bláfjöll, Heiðmörk og Mosfellsheiði eru innan hins friðaða svæðis. Siv Friðleifsdóttir segir vís- bendingar um að 70% stofnsins á svæðinu sé veiddur, en stofn- inn eigi að þola 30-40% veiði. Hún segist vera ánægð með að bæði skotveiðimenn og viðkom- andi sveitarstjórnir hafi tekið vel í friðunina og Jón Gunnar segir Náttúrufræðistofnun vera mjög sátta við að farið sé af stað með rannsóknir á svæðinu, með merkingum á 40 rjúpum. Rann- sóknir þessar eiga að ná til þriggja ára og á að verja 11 millj- ónum króna til þeirra. - FÞG 20 tonn frá Reykja- garði á útsölu Kjúklingaútsala stóð neytendum á höfuðborgarsvæðinu til boða í gær í verslunum Hagkaups og Nóatúns. Frosnir kjúklingar Iækkuðu í verði um meira en helming, eða lægst 285 krónur kílóið hjá Hagkaupi. Nóatúns- verslanir buðu kjúklinga frá Móum á Kjalarnesi á 295 krónur kílóið. Að sögn Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, var tekið á móti 20 tonnum af frosnum Holta-kjúldingum frá Reykjagarði hf. að Ásmundar- stöðum. Jón sagði útsölu sem þessa vera árstíðarbundna og vildi ekki meina að hún væri vegna umræðunnar um kampýlobacter-sýkingar í kjúklingum. Tuttugu tonn af kjúklingum væri ekki mikið magn, að hans mati. Þegar Jón var spurður hvort þeir Hagkaupsmenn hafi ekkert óttast að taka við þetta miklu magni frá Reykjagarði, sem legið hefur undir ámæli fyrir hátt hlut- fall sýktra kjúklinga, sagði hann þá ekki vera vísindamenn. Til væru stjórnvöld og stofnanir í landinu sem veittu fyrirtækjum leyfi til að selja vöru. Hagkaup gengi út frá því sem vísu að allar sendingar væru í lagi, hvort sem það væru 20 tonn eða 10 kíló. Ekki náðist í forráðamenn Nóatúns og Móa-kjúklinga varð- andi hversu mikið magn hefði farið á útsölu. - BJB Slysavamaæfing Frá sigæfingunni á Pollinum á Akureyri í gær. Slysavarnaskólaskipið Sæbjörg hefur þessa vikuna legið við Torfu- nefsbryggjuna á Akureyri og þar hefur farið fram slysavarnanámskeið. Námskeiðið hafa sótt um 18 sjómenn héðan af Eyjaljarðarsvæðinu en námskeiðið er forsenda þess að sjómenn geti fengið lögskráningu. Námskeiðinu lauk í gær með sigæfingu með þyrlu Gæslunnar. I næstu viku verður síðan haldið annað svipað námskeið og munu þá vélstjóraefni úr VMA verða með líka. Þegar hafa verið skráðir 25 á það námskeið að sögn Himars. Allir mótmæla bensínhækkimum Efling-stéttarfélag, BSRB, miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins, Neyt- endasamtökin, Félag húsbílaeigenda og þingflokkur Samfylkingar- innar eru meðal þeirra aðila sem sendu í gær frá sér harðyrtar álykt- anir þar sem bensínverðshækkunum er mótmælt kröftuglega. Skorað er á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða. Gagnrýninni er bæði beint gegn ríkisvaldinu, að það dragi úr skattheimtu bensíns, og olíu- félaganna, fyrir að vera ekki í virkri samkeppni. Þannig segir þing- flokkur Samfylkingarinnar að neytendur njóti þess í engu að hér starfi fleiri en eitt olíufélag. „Erum að skoða málin“ „Eg get ekki staðfest eitt eða neitt. Við erum að skoða málin og nið- urstaða er langt undan," sagði Björn Líndal, framkvæmdastjóii mark- aðssviðs Landsbankans, við Dag, aðspurður hvort sameina ætti útibú bankans við Grensásveg og Háaleitisbraut í Austurveri. Eins og Dag- ur greindi frá í gær hafa útibúin við Suðurlandsbraut og Lágmúla ver- ið sameinuð í það síðarnefnda, Múlaútibú. - BJB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.